Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 11 AKUREYRI LANDIÐ FYRSTU grísirnir af norsku landkyni voru fluttir úr ein- angrunarstöð Svínaræktarfé- lags íslands í Hrísey í gær og fóru þeir til svínabænda víða um land. Alls voru 45 grísir fluttir með ferjunni í land, en á næstu mánuðum munu Grísir flutt- ir í land svínabændur fá um 300 grísi frá stöðinni til kynbóta á Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson búum sínum. Þessir grísir vaxa hraðar en þeir íslensku og þurfa minna fóður. í fyrra voru fluttar inn frá Noregi tíu fengnar gyltur í einangrunar- stöðina í Hrísey og eftir 18 mánaða stranga einangrun er þriðja kynslóðin flutt í land. Læknafélagið sextíu ára Hiti lagður í gang- stéttir í Hveragerði Hveragerði - Undanfarið hafa farið fram miklar framkvæmdir við gatnakerfi Hveragerðisbæjar. Steyptar hafa verið gangstéttir við Breiðumörk, aðalgötu bæjarinSj og upp svokallaða Gossabrekku. I fyrsta sinn eru nú lagðar hitalagnir í gangstéttir á vegum bæjarfélags- ins og er þar um mikla framför að ræða. Það var verktakafyrirtæki Kjartans Björnssonar, Bílaskemm- ant sem sá um verkið. í Heiðarbrúnahverfi er Dalverk að leggja bundið slitlag á alla götur hverfisins og gangstéttir verða steyptar um leið og gatnafram- kvæmdum er lokið. Það er fyrirtæki heimamanna hér í Hveragerði, Garpur hf., sem mun sjá um steyp- ingu gangstéttanna. Ibúar Heiðarbrúnar voru orðnir langþreyttir á malargötunum og til- heyrandi malarryki svo hér er um langþráðar framkvæmdir að ræða. Stefnt er að að ljúka framkvæmdum í hverfínu áður en vetur gengur í garð og virðist sú áætlun ætlá að standast. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Unnið við gangstéttasteypingu. LÆKNAFÉLAG Akureyrar hefur haldið upp á 60 ára afmæli sitt með margvíslegum hætti, nú síð- ast með útgáfu á fylgiriti með Læknablaðinu þar sem saga þess í 60 ár er rakin. Það er Ólafur Sigurðsson fyrrverandi yfirlæknir á lyflækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri sem skrifar sögu félagsins. Fjöldi greina eftir lækna á Akureyri Fjöldi greina er í blaðinu eftir lækna á Akureyri, m.a. um mynd- greiningatækni, bæklunardeild FSA, svæfingar, of háan blóð- þrýsting, skurðlæknisfræði, um það að eldast vel, um endurhæf- ingu, rannsóknir við sjúkrahús á Akureyri, geðlækningar á Akur- eyri, sögu barnalækninga, nær- ingu og hreyfingu unglinga, fitu og hreyfingu, heilsuvernd, æða- skurðlækningar, augnlækningar á Norðurlandi, háls- nef- og eyrna- deild FSA og krabbameinsleit á Akureyri í aldarfjórðung. Læknablaðið er gefið út 12 sinn- um á ári og oft fylgja því rit um ýmis efni og er umrætt blað eitt slíkt. Félagar í Læknafélagi Akur- eyrar vilja gefa héraðsbúum tæki- færi á að nálgast þann fróðleik Morgunblaðið/Silli Nýr sveitar- stjóri í Hofshreppi Hofsósi - Auglýst var laust starf sveitarstjóra í Hofshreppi en núver- andi sveitarstjóri, Jón Guðmunds- son, verður að láta af störfum vegna veikinda. 18 umsóknir bárust um starfið og var sveitarstjórn mikill vandi á höndum að velja og hafna. Úrslitin urðu þau að ráðinn var Árni Egils- son frá Sauðárkróki og tekur hann við sveitarstjórastarfinu 1. septem- ber nk. Það er sælla í sveitinni Morgunblaðið/Margrét Þóra LÆKNARNIR Pétur Pétursson, Ólafur Sigurðsson og Stefán Yngvason með Læknablaðið þar sem birt er 60 ára saga Lækna- félags Akureyrar. sem er að finna í blaðinu enda telja þeir að sögn Péturs Péturs- sonar varaformanns félagsins hann eiga erindi við samborgar- ana. í því skyni var safnað auglýs- ingum úr heimabyggð til að kosta útgáfuna. Blaðið mun liggja frammi á ýmsum stöðum í héraðinu, á heil- brigðisstofnunum, eins og Fjórð- ungssjúkrahúsinu, heilsugæslu- stöðinni, hjúkrunardeildum og apótekum en einnig á Akureyrar- flugvelli og fleiri fjölförnum stöð- um. Rúmlega 60 félagar eru í Læknafélagi Akureyrar, en þeir voru 9 þegar það var stofnað árið 1934. ÞAÐ mátti sjá á „nýbúunum" úr Hafnarfirði Nóa, Sindra og ívari, sem áttu aðeins vikudvöl að Halldórsstöðum í Laxárdal að það er oft sælla að búa í sveit en borg. Eins og sjá má á myndinni gátu þeir boðið gest- um bæði kaffi og kökur þótt allt væri úr sama hráefninu. Þeir höfðu gert stíflu í bæjar- lækinn, sýnilega til að virkja rafmagn og víst er að þeirri virkjun verður ekki mótmælt þótt í Laxárdal sé. Iðnaður ’95 á Hrafnagili SÝNINGIN Iðnaður ’95 hefst á Hrafnagili í Eyjafirði í dag, miðviku- daginn 16. ágúst kl. 16. Þar kynna fjölmörg iðnfyrirtæki framleiðslu sína og einnig verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði alla sýning- ardagana en sýningunni lýkur á sunnudag, 20. ágúst. Sérstök opnunarhátíð hefst í tjaldi við sýningarsvæðið kl. 20 í kvöld, en þá verður helgistund sem séra Hannes Örn Blandon sér um ásamt kór Glerárkirkju. Haraldur Sumarl- iðason formaður Samtaka iðnaðarins flytur ávarp, Örn Viðar Birgisson syngur, Davíð Sch. Thorsteinsson, sem er sérstakur gestur sýningar- innar, flytur ávarp en að því búnu setur Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra sýninguna. Kór Glerárkirkju syngur en einsöngvari með kórnum er Pálmi Gunnarsson, Kristján frá Gilhaga kynnir plötu með frum- sömdu efni en með honum koma fram Álftagerðisbræður og fleiri skagfirskir listamenn. Annað kvöld verður efnt til harm- onikkukvölds á svæðinu, en þá koma m.a. fram Þuríður formaður og háset- arnir ásamt Guðjóni Páissyni, Einari Guðmundssyni og Jóni á Syðri Á. Á fóstudagskvöld verður leikhúskvöld, þar sem leikdeild Ungmennafélagsins Eflingar sýnir söngatriði úr Indíána- leik, Freyvangsleikhúsið flytur atriði úr Kvennaskólaævintýrinu og Þráinn Karlsson verður með upplestur. Dagur byggingamannsins verður á laugardag og hefst dagskrá sem tengist byggingamönnum kl. 14, en m.a. reyna starfsmenn fyrirtækja með sér í ýmsum þrautum. Hársn- yrti- og snyrtisýning hefst kl. 16. Um kvöldið verður efnt til svonefnds „Konnarakvölds" en þá syngja sam- an í fyrsta sinn Jóhann Már Jóhanns- son, Svavar Jóhannsson, Jóna Fann- ey Svavarsdóttir, Örn Viðar Birgis- son og Stefán Birgisson. Tískusýning framleiðenda sem þátt taka í sýningunni verður á sunnudag kl. 14 og kl. 17 sýna hestamenn listir sínar. Félagar úr Svifflugfélagi Akureyrar verða á sýningarsvæðinu um helgina. Smábýli Jóns og Gunnu verður á svæðinu, en þar eru hestar, geitur, hænur, kanínur og kálfar. Kynntir verða möguleikar í nýjustu tækni í fjarvinnslu og hvers konar samskiptum með samtengingum á tölvum. Loks má nefna að ýmsar sérsýn- ingar verða í gangi, Iðntæknistofnun kynnir sína starfsemi, sögusýning sem tengist verksmiðjunum á Glerá- reyrum og einnig ljósmyndasýning sem tengist iðnaði og iðnaðarmönn- um á Akureyri fyrr á öldinni. DALVÍKURSKOLI FRÁ DALVÍKURSKÓLA Skólasetning Dalvíkurskóla verður mánudaginn 4. september sem hér segir: IMemendur í Nemendur í Nemendur árdegis í Nemendur síðdegis í 8., 9. og 10. bekk mæti kl. 9.00 4., 5., 6. og 7. bekk mæti kl. 10.00 1., 2. og 3. bekk mæti kl. 11.00 1., 2. og 3. bekk mæti kl. 13.00 Nemendur mæti samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. september. Foreldrar/forráðamenn þeirra nemenda Dalvíkurskóla sem eru að flytja til eða frá skólahverfi Dalvíkurskóla eru hvattir til að láta skólann vita sem allra fyrst um breytingar. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.