Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ____AFMÆLI____ ÞORBJÖRG EIN ARSDÓTTIR EIN AF mætustu kon- um þessa lands, Þor- björg Einarsdóttir á Hóli, Stöðvarfírði, verður áttræð í dag, 16. ágóst. Hún er fædd að Ekru, Stöðvarfirði, dóttir hjónanna Guð- bjargar Erlendsdóttur og Einars Benedikts- sonar útvegsbónda. Hún var fjórða í röðinni af sjö systkinum. Af þeim eru á lífi eru auk Þorbjargar, Benedikt og Anna, en látnar eru systumar Björg, Ragn- heiður og Elsa og yngri bróðirinn Bjöm. Foreldrar Þorbjargar vom merk- ishjón. í uppeldi bama sinna lagði Guðbjörg mikla áherslu á að inn- prenta þeim ráðvendni: Svíkja aldrei eða pretta og segja alltaf satt. Hún var þeim góð móðir en gat verið ströng ef henni sýndist böm sín ætla að víkja af braut heiðarleik- ans. Hún hafði alla tíð mikla samúð með þeim sem minna máttu sín í lífinu og var fús til að veita þeim hjálp. Sá sem þetta ritar kynntist Einari vel, og var á unglingsárum háseti hans á trillu eitt sumar ásamt með Benedikt syni hans og Bimi Jónssyni, síðar skólastjóra. Einar var einstakt ljúfmenni, hafði fágaða framkomu, var ágætlega greindur, skemmtilegur og tillitssamur. Hann var einhver besti húsbóndi sem ég hef haft um dagana. Þorbjörg lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Fjár- hagur heimilisins á kreppuárunum leyfði ekki lengri skólagöngu, en hún Þorbjörg hefði farið létt með langskóla- og háskólanám. Hún giftist Bimi bróður mínum, sem var kaupfélagsstjóri á Akranesi, síðan Stöðvarfirði, þá Siglufirði og loks Egilsstöðum. Á efri ámm fluttust þau aftur til Stöðvarfjarðar og keyptu sér húsið Hól sem stendur á fallegum og víðsýnum stað í þorp- inu. Þau hjón hafa haft mikið barna- lán: fóstmðu Nönnu, systurdóttur Þorbjargar og eignuðust sjálf 5 böm, þijá syni, Eystein, Björn og Einar Stefán, og tvær dætur, Lára og Guðbjörgu. Þorbjörg var bömum sínum frábær móðir: Sýndi þeim mikið ástríki, en lagði ríkt á við þau að vera ráðvönd, sýna öðmm tillits- semi og rétta þeim hjálparhönd, sem em minni máttar. Hún hvatti þau til að standa sig í námi og starfi og studdi þau í hvívetna. Óll sex bömin em mætar og vel gerðar manneskjur og henni til sóma. Nanna er myndarleg húsmóðir á fallegu heimili í Garði, Eysteinn kennari og rithöfundur, Lára for- stöðumaður Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, Guðbjörg hjúkmnar- fræðingur, Bjöm doktor í fiskifræði og Einar Stefán læknir með doktors- próf í sérgrein sinni. Manni sínum BRIPS Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids Fimmtudaginn 10. ágúst mættu 27 pör í sumarbridge. Úrslit urðu þannig: N - S riðill: Hanna Friðriksdóttir-Soffía Daníelsdóttir 325 Gylfi Baldursson-Sigurður B. Þorsteinsson 323 Albert Þorsteinsson-Kristófer Magnússon 291 GuðlaugurSveinsson-PállÞ.Bergsson 278 A - V riðill: Gunnlaugur Sævarsson-Sverrir Ólafsson 326 Asgeir Asbjömsson-Dröfn Guðmundsdóttir 295 Ámína Guðlaugsdóttir-Bragi Erlendsson 292 Anna Ívarsdóttir-Hjördís Siguijónsdóttir y 285 Meðalskor var ‘2fl0. Föstudaginn 11. ágúst mættu svo 29 pör og útslit urðu þannig: N - S riðill: Eðvarð Hallgrimsson- Jóhannes Guðmannsson 512 Aðalsteinn Steinþórsson-Bima Stefnisdóttir 497 Sigrún Pétursdóttir-Soffía Theodórsdóttir 473 ÁsmundurÖmólfsson-JónÞórDanielsson 453 A - V riðill: hefur Þorbjörg reynst einstaklega góð eigin- kona. Ég man alltaf eftir því þegar ég sá Þor- björgu í fyrsta sinn, en þá var bróðir minn far- inn að draga sig eftir henni. Það sem mér fannst einkenna hana var alveg sérstakur þokki, ferskleiki og fal- legt yfirbragð. Hún hafði ljúfa framkomu, en var stolt kona og lét engan vaða yfir sig. Þannig hefur hún alltaf verið og er enn. Og lítilmagnar eiga engan betri málsvara en Þorbjörgu. Hins vegar er hún óhrædd að standa framan í höfðingjum og segja þeim til syndanna, ef henni sýnist ástæða til. Þorbjörg er búin að vinna mikið um dagana og hefur nú þegar skilað margföldu ævistarfi miðað við flesta. Letin hefur aldrei þjáð hana. Hún hefur sinnt stóm heimili af myndar- skap og annast uppeldi bama sinna af mikilli prýði. Ennfremur hafa börn og unglingar, bæði venslafólks og annarra, verið tíðir gestir á heimili hennar og dvalist þar vikum saman eða lengur. Þá em þeir ófáir gestim- ir sem notið hafa gestrisni hennar í áranna rás. Má segja að þegar bóndi hennar var kaupfélagsstjóri hafí fjöldi manns þegið mat og drykk á nánast hveijum degi á heimili henn- ar. Aldrei heyrði ég hana kvarta yfír því. Og enn þann dag í dag er oft svo gestkvæmt hjá þeim hjónum á Hóli að við vinir þeirra tölum stund- um um „Hótel Hól“. Auk alls þessa hefur Þorbjörg starfað talsvert utan heimilis. Þannig vann hún við síld- arsöltun í Siglufirði og við skógrækt á Fljótsdalshéraði. Nokkur ár áttu þau hjón heima í Kópavogi og þá starfaði Þorbjörg á Kópavogshæli. En þrátt fyrir öll sín húsmóðurstörf og aðra vinnu hefur Þorbjörg gefið sér tíma til að sinna menningarmál- um. Hún les mikið af góðum bókum, hlustar á vandaða þætti í útvarpi, hefur samband við vini sína og fylg- ist vel með öllum málum. Hún er ágætlega ritfær og dugleg að skrifa bréf. En um fram allt er hún þó góð kona. Engan veit ég sem betra er að trúa fyrir bami eða unglingi, og til hennar er gott að leita á erfiðum stundum. Og þrátt fyrir háan aldur og mikla vinnu er Þorbjörg mágkona mín ekkert beygjuleg, er eins og fyrr kát og skemmtileg og heldur áfram að hafa heilbrigðar skoðanir. Um leið og ég þakka henni trygga vin- áttu og einstaklega góð kynni frá fyrstu tíð, óska ég henni hjartanlega til hamingju með merkisafmælið og manni hennar, bömum, barnabörn- um og tengdafólki óska ég til ham- ingju með hana. Unnsteinn Stefánsson. MatthíasÞorvaldsson-RgnarHermannsson 498 Eggert Bergsson-Hermann Friðriksson 470 Ragnar S. Halldórsson-Sigtryggur Sigurðsson 470 Friðrik Friðriksson-Jóhannes Agústsson 458 Meðalskor var 420. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 10. ágúst var byijað að spila eftir sumarfrí og mættu 17 pör. A-riðill, 10 pör Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 141 ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 125 Ragnar Halldórsson - Hjáimar Gíslason 125 Meðalskor 108. B-riðill, 7 pör Einar Elíasson - Hannes Alfonsson 99 Bergsveinn BreiðQörð - Baldur Ásgeirsson 97 ValdimarLárusson-BragiSalomonsson 95 Meðalskor 84. Sunnudaginn 13. ágúst mættu 10 pör. ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 127 Soffía Teódórsdóttir - Elín Jónsdóttir 127 Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 119 Ingunn Bernburg - Halla Ólafsdóttir 119 Meðalskor 108. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hvað á króinn að heita? ÓLÍKT FINNST mér nafn- ið Keflavík/Njarðvík ris- meira og eðlilegra en nafn- ið Reykjanesbær. Bestu kveðjur til Suðurnesja- • manna. Rannveig Tryggvadóttir, Reykjavík. Tekjuauki til elli- og örorku- lífeyrisþega ÞESSA fyrirsögn mátti nýlega lesa í dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Plagg útgefið af heilbrigð- is- og tryggingamálaráð- herra segir að þessar greiðslur séu í tengslum við gerða kjarasamninga í lok febrúar síðastliðinn. Þessi tekjuauki verður gréiddur í fjórum áföngum. Sá fyrsti var greiddur í júlí, kr. 9.727, næsti í ágúst, kr. 7.483. Síðan verða greidd- ar í desember uppbætur sem eru kr. 11.224 og til viðbótar svokölluð lág- launabót 9.727. Samtals em áðurgreindar upphæðir kr. 38.160. Eldra fólkinu hefði sjálfsagt einhvern tímann þótt þetta álitlegir vasapeningar en þar sem stærstur hluti þeirra sem rétt eiga til tekjuaukans, samkvæmt fyrirsögn þess- arar greinar frá heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, sá fjölmenni hópur sem dvelur á stofnunum, fær aldrei í hendur einn eyri af þeirri upphæð sem hér um ræðir. Með öðmm orð- um, þeim er sýnd veiði en ekki gefin, þó rétturinn sé allur þeirra. Er ekki best að nefna hlutina réttum nöfnum svo ekki sé verið að veifa marklausum plöggum framan í aldurs- hóp sem hefur að baki lagt af mörkum langan starfs- dag þjóð sinni til heilla. Guðfinna Hannesdóttir, Bláskógum 13, Hveragerði. Minigolf við dvalarheimili og blokkir aldraðra EFTIRFARANDI bréf barst Velvakanda: „Eitt af því sem ég tel hveijum manni nauðsynlegt er úti- vera, ekki síst öldmðum. En þeim hættir til að vera lítið úti nema eitthvert til- efni gefíst t.d. einhveijar erindagerðir eða annað stúss. Og þá kem ég að efninu. Þar sem ég bý, þ.e. á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, sá ég einn góðan veðurdag að verið var að búa tíl lítinn golfvöll, svo- kallað minigolf, á flötinni fyrir framan Litlu-Grand. Satt að segja var ég ekki bjartsýnn á að þessi golf- völlur yrði mikið notaður af vistmönnum þar sem þeir em meira og minna nokkuð við aldur. En það fór bara á annan veg. Þessi litli golfvöllur gerir bara hina mestu lukku. Alltaf þegar sæmilegt veður er em einhveijir fleiri eða færri að spila golf. Máski em sumir þeirra fyrrver- andi kylfingar sem era að rifja upp sína gömlu list. Því legg ég til að svona leiktæki verði komið upp við sem flest dvalarheimili og blokkir þar sem aldrað- ir búa.“ Gestur Sturluson, Hringbraut 50 (Grund), Reykjavík. Tapað/fundið Rauður traktor tapaðist RAUÐUR traktor (þríhjól) gleymdist á Vesturbæjar- skólalóðinni sunnudaginn 6. ágúst. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 551 9409. Gallajakki týndist BLÁR gallajakki, Diesel, týndist um verslunar- mannahelgina í Galtalæk. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 553 0020. Fundarlaun í boði. Hjól hvarf úr Garðabænum DÖKKBLEIKT Wheeler- hjól hvarf frá Ijöngumýri 51 í Garðabæ að kvöldi fimmtudagsins 10. ágúst. Ef einhver veit eitthvað um hjólið vinsamlegast hafið samband í síma 565 6486. Gæludýr Kettlingar fást gefins TVEIR svartir og hvítir gullfallegir níu vikna kettl- ingar era tilbúnir til að fara að heiman. Mjög hreinlegir. Upplýsingar í síma 587 6678. Köttur fannst í Þjórsárdal SVARTUR, gæfur fress- köttur með hvítar hosur, u.þ.b. þriggja ára gamall, fannst á flækingi í Þjórs- árdal sl. helgi. Kötturinn er líklega búinn að vera í Þjórsárdal síðan fyrir verslunarmannahelgi. Kannist einhver við þennan kött er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband við Kattholt. Farsi u 'Xananmin. gaf rríer þennanUsta. gf/r t BkapgeroarqaUa. sem l*án btður þigao cagtk* HOGNIHREKKVISI "ROWL<bHOWGtiOWL.L.'/ " uþetta, uar bcua, mctginn. I Ttögru.2.* Víkverji skrifar... VÍKVERJA kemur sú mikla harka, sem hlaupin er í deil- ur Frakka og helstu nágranna- þjóða þeirra, nokkuð spánskt fyrir sjónir. Nær daglega berast nýjar fregnir af mótmælaaðgerðum 0g ekki síst virðast nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum vera dug- legar við að andæfa fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Frakka. Stjórnmálamenn og listamenn hætta við heimsóknir til Frakk- lands, þeir er hlotið hafa helstu heiðursorður Frakklands skila þeim í sendiráð Frakka og neyt- endur sniðganga franskar vörur. Hér á íslandi virðast viðbrögðin hins vegar engin vera. Ekki verður þess vart að íslendingar kaupi minna af frönskum vörum en venjulega og ekkert veitingahús hefur tekið upp á því að hætta að bjóða upp á franskan mat og vín líkt og mörg dæmi eru um af Norðurlöndum. Hver skyldi vera ástæða þessa? Getur verið að reynsla okkar af því að vera sjálf bitbein umhverfis- samtaka (vegna hvalveiða) og refsiaðgerða almennra borgara geri það að verkum að við erum tregari en aðrar þjóðir til að beita þessu vopni sjálf? xxx AFERÐ sínum um þjóðvegi landsins í sumar hafa upp- lýsingaskilti, sem fyrir ekki svo löngu voru sett upp á nokkrum stöðum um landið, vakið athygli Víkverja. Á þeim er að finna ýms- ar upplýsingar um viðkomandi landshluta. Þetta er þarft framtak og auðgar ferð þeirra sem nýta sér þessa þjónustu. Hins vegar er spurning hvort ekki megi gera meira af því að vekja athygli þeirra sem ferðast um þjóðvegina á því sem er að sjá fyrir utan gluggann. Á hraðbrautum og þjóðvegum Frakklands er til dæmis ávallt að finna skilti sem greina frá því hvar ferðalangurinn er og hver séu merkustu fyrirbæri viðkomandi staðar, söguleg eða landfræðileg. Þetta er gert á mjög einfaldan og myndrænan hátt. Mætti ekki gera eitthvað svipað hér? xxx ÍKVERJI gerði á' laugardag að umtalsefni að Bifreiða- skoðun Islands hleypir bíleigend- um, sem límt hafa Evrópufánann á bílnúmer sín, ekki í gegnum skoðun. Nokkrir bifreiðaeigendur, sem flagga íslenzka fánanum á númeraplötunni, liafa haft sam- band við Víkveija og skýrt honum frá því að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við slíka merkingu á númersplötum. Er einhver þjóð- remba á ferð hjá Bifreiðaskoðun?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.