Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jóhannes keppir áfram í Englandi SNÓKERSPILARINN Jóhannes B. Jóhannesson fer í vikunni til Blackpool í Englandi, þar sem hann heldur áfram þátttöku í at- vinnumannamótunum í snóker. Jóhannes keppir laugardaginn 19. ágúst í 7. umferð og aftur á sunnu- dag ef hann sigrar en síðan tekur við tveggja vikna hlé. „Ég verð þá líklega að koma heim því það er mjög dýrt að vera úti og ég er þegar búinn að eyða 200 þúsundum úr eigin vasa í mótið hingað til. Seglagerðin Ægir og Emerald Air eru þegar búin að styrkja mig um hluta framhaldsins þótt enn vanti mikið upp á,“ sagði Jóhannes. Hann sagðist vera í góðri æfingu og hefur æft á fullu síðan hann kom heim eftir 6. umferð. „Líkur á árangri eru nokkuð góðar, ég spila næst við Oliver King sem er atvinnumaður og ég hef oft séð hann spila. Annars vil ég segja sem minnst en spila bara betur,“ bætti Jóhannes við en hann er 22ja ára og ætlar að gefa snó- kernum þrjú ár til viðbótar en skoða þá stöðuna. „Bestu menn voru um þrítugt fyrir nokkrum árum en aldurinn er nú kominn niður í tvítugt enda eru efnilegir strákar settir inn á snókerstofur átta ára til að byrja þjálfun. Sjálfur byrjaði ég fyrir níu árum þegar ég skrapp í snó- ker í frímínútum.“- Sjálfstæðiskonur óánægðar með stöðu sína innan flokksins Rætt um að fjölga í flokkssljórninm FRAMKVÆMDASTJÓRN Lands- sambands sjálfstæðiskvenna hélt óformlegan fund með konum úr þingflokki Sjálfstæðisflokks og fleiri sjálfstæðiskonum á mánu- dagskvöld. Birna Friðriksdóttir, formaður Landssambandsins, segir að forsenda fundarins hafi verið óánægja með stöðu kvenna innan flokksins. Birna tók fram að aðeins hefði verið um óformlegan fund að ræða. „Við komum saman og reifuðum ýmsar hugmyndir. Ég get nefnt að dustað var rykið af hugmynd um að ljölga um einn, úr tveimur í þijá, í forystu flokksins. Engar ákvarð- anir voru teknar í því sambandi. Hins vegar var fundurinn ákaflega góður og ákveðið var að koma fljót- lega saman aftur,“ sagði Bima og fram kom að hún teldi forgangs- verkefni að bæta stöðu kvenna í Sj álfstæðisflokknum. Þegar Birna var spurð að því hvort til greina kæmi að Landssam- bandið stæði fyrir því að kona gæfi sig fram á móti sitjandi varafor- manni flokksins, Friðriki Sophus- syni, sagðist hún ekki telja í verka- hring sambandsins að velja kandí- data fyrir einstök embætti eða hvetja einstaklinga. Hlutverk þess væri fremur að efla félagsstarf og styðja konur aimennt til pólitískra áhrifa. Birna tók fram að löngu væri orðið tímabært með meiri at- vinnuþátttöku kvenna, reynslu og menntun að þær tækju virkan þátt í mótun leikreglna. Sjálfstæðum konum boðið Á fundinn var meðal annars boðið fulltrúa frá Sjálfstæðum konum, þ.e. sérstökum hópi ungra kvenna innan Sjálfstæðisflokksins. Hópur- inn hefur, samkvæmt heimildum frá einni kvennanna í hópnum, ekki fundað sérstaklega um hvort ástæða sé til að fjölga í forystu flokksins og hefur því ekki tekið formlega afstöðu til þess. Grafa valt ofan í skurð Eyrarbakka. Morgunblaðið. TRAUSTI Sigurðsson, bifreiðar- stjóri, var að flytja Broyt gröfu sína um sexleytið á laugardaginn og lenti í að velta henni. Trausti keyrði eftir gömlum ræktunarvegi sem liggur meðfram svokölluðum Móskurði skammt of- an við Eyrarbakka. Allt í einu lét vegurinn undan öðru hjóli gröfunn- ar, sem við það færðist út í vegar- kantinn sem var gljúpur eftir alla bleytuna undanfarið. Grafan risti kantinn sundur og féll á hliðina niður í skurðinn. Ekki leið á löngu uns lögreglan mætti á staðinn til skýrslutöku. Um sjöleytið kom Tyrfíngur Halldórsson á öflugum kranabíl og hífði gröfuna upp. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Forstjóri Skeljungs um úrskurð Samkeppnisstofnunar Átti ekki von á að Sam- keppnisráð ógilti kaupin KRISTINN Björnsson forstjóri Skeljungs segir að forsendur fyrir niðurstöðum Samkeppnisráðs vegna kaupa Olíufélagsins hf. og Hydro Texaco A/S á hlutum í Olíuverslun íslands séu ekki sannfærandi, einkum er varði spádóma um starfsemi Irving Oil félagsins hérlend- is. „Ég átti ekki von á því að Samkeppnisráð myndi ógilda kaup fyrirtækjanna á hlutabréfum -Sunda í Olís og mér finnst kaupin í sjálfu sér ekkert annað en „bisness“,“ segir Kristinn. Orkusjóður lánar til jarðhitaleitar Samvinna umjarð- skjálfta- mælingar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að borgarverkfræðingur leiti eftir samkomulagi við önnur sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu og Veðurstofu Íslands um samvinnu við mælingar og rannsóknir á jarðskjálftum og misgengi á Biáfjallasvæðinu. Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur á Veðurstofu íslands, hefur í bréfi til borgar- stjóra lagt til að settar verði upp þrjár jarðskjálftamæli- stöðvar kringum Bláfjallasvæð- ið, en kostnaður vegna þessa er talinn 5 milljónir króna en árlegur rekstrarkostnaður 1,2 milljónir. Hitaveitan áhugasöm í bréfi Stefáns Hermanns- sonar borgarverkfræðings til borgarráðs kemur fram að Hitaveita Reykjavíkur hafi sýnt áhuga á þessu máli, enda megi búast við að niðurstöður geti orðið henni gagnlegar. Þó sé líklegt að tii að svo verði þurfi að bæta við fjórðu mælistöðinni á Hengilssvæðinu. Stefán telur æskilegt að umræddar mælingar fari fram t.d. um 5 ára skeið, og kostn- aðarhlutdeild borgarsjóðs, Hitaveitu Reykjavíkur og jafn- vel Vatnsveitu Reykjavíkur vegna almenns mats á hættu sé eðlileg. Hins vegar sé einnig eðlilegt að leita eftir því að Veðurstofa íslands, sem annast rannsóknir á þessu sviði al- mennt í landinu á kostnað ríkis- sjóðs, beri hluta kostnaðarins við þetta verkefni. RÍKISSJÓÐUR styrkir ekki kostn- að við boranir eftir heitu vatni en orkusjóður veitir lán til jarðhita- leitar sem nemur yfjrleitt um 60% af borkostnaði, sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Lánin eru til tíu ára og eru vísitölu- tryggð og með 2 '/2% raunvöxtum. Stjórn sjóðsins, orkuráð, er kjörin af Alþingi. Jakob Björnsson orkumálastjóri segir að því sé í raun um að ræða styrki í formf vaxtaniðurgreiðslu. Lán orkusjóðs eru áhættulán í þeim skilningi að mistakist að virkja jarðhitasvæði sem lánað var til þarf ekki að endurgreiða Lánið. Það er þó ekki fellt niður strax því hugsanlegt er að reynt verði að virkja svæðið seinna. Takist virkjunin þá er lánið endurkræft jafnvel þó nokkuð sé um liðið frá því það var tekið. Þó eru ekki reiknaðir af því vextir á þessum tíma. Meiri eftirspurn en fjárveitingar Seðlabankinn annast vörslu orkusjóðs. Sjóðurinn er fjármagn- aður með ríkisframlagi á fjárlög- um og var á þessu ári 6 milljónir króna. Jakob segir að fjárveiting til orkusjóðs sé mun minni en eftir- spurn eftir lánum úr honum sé. Jakob segir að býsna mörg lán hafi ekki verið innheimt og sjóður- inn hafí gegnt mikilvægu hlutverki við jarðhitaleit á landinu. Margar smærri hitaveitur hafa fengið lán- úr sjóðnum og fjölmargir einstakl- ingar, t.a.m. gróðurhúsabændur. Kristinn segir að hlutabréfakaup- in bendi til þess að félögin muni renna saman. „Ég hef lýst því yfir áður að ég tel að þessi gjörningur leiði til þess að félögin renni saman. Samkeppnisráð tekur undir það þar sem í niðurstöðum þess kemur fram að stofnun Olíudreifingar hf. sé samruni. Að öðru leyti eru mín við- brögð við þessum úrskurði mjög afs- löppuð," segir Kristinn. Býst við uppnámi ef Irving Oil kemur Kristinn kvaðst ekki sjá að þessi tvö félög sem væru við það að renna saman gætu verið í samkeppni sín í milli. „Samkeppnin er núna aðeins á milli Skeljungs og hinna.“ Kristinn segir að það hefði aldrei verið inni í myndinni hjá Skeljungi að kaupa hlutabréfin í Olís. „Sú hugsun var rædd einhvern tíma að ef hlutabréfin færu í sölu, gæti það verið álitlegur kostur að Skeljungur Margeir í GRÍSKI stórmeistarinn Vasilios Kotronias fór með sigur af hólmi á opna alþjóðamótinu í skák í Gausdal í Noregi með Vk vinning af 9 mögu- legum. Mótinu lauk á sunnudag. Margeir Pétursson varð í 2.-5. sæti með 6V2 vinning, ásamt þeim Jansa frá Tékklandi, Gausel frá Noregi og Sutovsky frá ísrael. Þröst- ur Þórhallsson hlaut 5Vá vinning og þeir Héðinn Steingrímsson og Krist- fengi hóp fjárfesta, lífeyrissjóði eða aðra öfluga aðila, til þess að kaupa bréfin með það í huga að sameina síðar rekstur Olís og Skeíjungs. Þá hefði kannski náðst jafnvægi á þess- um markaði því Olíufélagið er það stórt, með liðiega 40% af markaðn- um. En það er mjög mikil fjárfesting fyrir eitt fyrirtæki að greiða 800-900 milljónir kr. fyrir þennan 35% hlut,“ sagði Kristinn. Hann segir að búast megi við því að allt fari í uppnám á markaðnum hérlendis ef Irving Oil kemur inn á hann. „Þá kemur hér inn nýr aðili sem ætlar sér ugglaust að vinna hér markað. Það eru þó ekki mikil efni til verðlækkana og þær yrðu þá ein- vörðungu í þá veru að fyrirtækin lækkuðu álagningu sína og hún er nú ekki mjög mikil eins og sést á afkomutölum olíufélaganna," sagði Kristinn. Ekki náðist í gær í Arthur Irving Jr., einn af forstjórum Irving Oil í Kanada. 2.-5. sæti ján Eðvarðsson 5 vinninga hvor. Opnu skákmóti sem haldið var í Leeuwarden í Hollandi lauk einnig um helgina en þrír íslenskir stór- meistarar voru meðal keppenda. Jó- hann Hjartarson varð í 6.-12. sæti með G vinninga af 9 mögulegum, Helgi Áss Grétarsson í 13.-22. sæti með 5 V2 vinning og Hannes Hlífar Stefánsson í 35.-40. sæti með 4'/2 vinning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.