Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Listhönnuðurinn Yaron Ronen frá Israel sýnir í Galleríi Greip Ryðfrítt stál og glerungur Morgunblaðið/Kristinn YARON Ronen listhönnuður við eitt verka sinna. YARON Ronen, listhönn- uður frá ísrael, sýnir verk sín í Gallerí Greip við Vitastíg til 20. þessa mánaðar. Hann er búsettur í Jerú- salem í ísrael þar sem hann kenn- ir við Bezalel Academy of art and design en í þeim skóla stundaði hann nám í listhönnun og málm- hönnun. Yaron hefur fengið verð- laun fyrir námsárangur og ef litið er á gripi hans í Gallerí Greip kem- ur það ekki á óvart því þeir eru sérstaklega vel unnir og skemmti- lega hugsaðir. Títan er létt og sterkt Ryðfrítt stál og glerungur eru þau efni sem Yaron notar einkum í gripi sína. Það eru óvenjuleg og vandmeðfarin efni í listgripasmíði eins og blaðamaður komst að þeg- ar hann heimsótti Yaron í Greip í vikunni. „Ég beygi og vinn stálið í afli,“ sagði hann, „svo pússa ég það og renni á alla kanta, allt eft- ir því hvaða áferð og formi ég vil ná.“ Glerunginn notar hann bæði sem fínlegt skreyti á gripina og á hefðbundinn hátt í skálar þótt fátt sé hefðbundið þegar þessi tvö efni eru notuð saman. „Sambland ryðfrís stáls og glerungs er sjald- gæft en gefur að mínu mati mikla möguleika í hönnun í dag. Styrkur stálsins sem hefur verið notaður til hins ýtrasta í nútímahönnun og arkitektúr vinnur vél með hefð- bundnum glerungnum sem hingað til hefur aðallega verið notaður á skartgripi og þá einkum með gulli og silfri,“ segir Yaron í sýningar- skrá en hann notar gull til skrauts í nokkrum munanna. Títan er mikið notað við smíði flugvéla en hér er það notað í skál- arbotn. „Títanið er létt og sterkt efni og fólk á að vera fullkomlega óhrætt við að setja eitthvað í skál- ina, hún þolir það.“ Slitþol og end- ing er einmitt það sem Yaron er ofarlega í huga. „Fólk á að vera óhrætt við að nota hlutina sem ég geri. Þeir eru ekki ætlaðir til að vera í glerskáp í stofunni til sýnis þótt þeir séu listgripir. Það er hægt að nota þá án hræðslu, það er ein ástæða þess að ég nota ryðfría stálið og glerunginn, það fellur ekki á stálið, það ryðgar ekki né beyglast og glerungurinn rispast ekki.“ Notadrjúgir og skemmtilegir Hlutirnir eru ekki bara fagrir að sjá, það má leika með þá eins og hann sýnir blaðamanni. „Þegar fólk er ekki að nota hlutina þá getur það annaðhvort horft á þá eða jafnvel leikið aðeins með þá,“ segir hann og bendir á líflega servíettuhringi og salt- og piparbauka sem vagga á kúptum botni ef ýtt er við þeim, „þetta lífgar upp á borðhaldið", segir hann og brosir. Fjórir pennar sem stillt er upp í röð vekja athygli mína enda fjöl- breyttir og gerðarlegir að sjá.„Þeir eru allir úr stáli, nema einn er úr áli, og þeir eru skreyttir með gler- ungi og gulli.“ Hann notar tilbúna hluti í verk sín og umbreytir í lista- verk. Tveir pennanna voru t.d. ryðfríar skrúfur einu sinni og einn- ig notar hann pípulagningafittings við gerð nokkurra hluta. „Ég fór inn í verslunina þar sem ég keypti „fittingsinn" og sýndi kaupmann- inum sem ætlaði ekki að trúa því hvað hægt er að gera við þessa „rörbúta" sem hann hafði í þús- undatali í hillum sínum.“ Aðspurður sagði hann að mjög tímafrekt væri að vinna hlutina og til dæmis þyrfti mikla þolinmæði við glerunginn sem hann brenndi allt að 25 sinnum í ofni og benti á eina skál því til sönnunar, „þetta er allt spuming um hveiju þú vilt ná fram í lit og gegnsæi litsins“. - Yaron vinnur alla hlutina sjálfur og segist að vísu hafa reynt að fá fólk til að hjálpa sér en ekki verið nógu ánægður með útkomuna. Hann sagði að það dygði honum ekki að sjá verkin einungis á teikni- borðinu heldur yrði hann að sjá þau verða til í höndum sér. Af þessari ástæðu er fjöldaframleiðsla hlutanna ekki möguleg nema í litlu magni sem hann gæti annast. „Það er enginn hlutur eins. Glerungurinn er svo vandmeðfarinn og breytilegur frá einum hlut til annars," sagði Yaron Ronen að lokum en hann er hér á landi nú í annað sinn en ásamt því að stunda kennsluna í ísrael reynir hann að sýna verk sín sem víðast og næsta sýning verður í Varsjá í Póllandi í haust. Sýningin í Gallerí Greip stendur til 20. ágúst og er opin alla daga frá 14-18. Orgeltónar á hádegi FIMMTUDAGINN 17. ágúst kl. 12 leikur Guðmundur H. Guðjónsson, organisti Landa- kirkju í Vestmannaeyjum, á hádegistónleikum Hallgríms- kirkju. Hann er einn af þeim mörgu félögum í Félagi ís- lenskra organleikara sem koma fram á hádegistónleikum. Hann stundaði nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar og framhalds- nám í Kirkjutónlistarskóla lút- hersku kirkjunnar í Hannover og við Konunglega Kirkjutón- listarskólann í London. Á efnisskrá Guðmundar eru verk eftir Buxtehude, Kendel, Purcell og Bach. Laugardaginn 19. ágúst kl. 12 leikur breski organistinn Martin Souter en hann mun einnig leika á tónleikum sunnu- daginn 20. ágúst kl. 20.30. SÓLRÚN Bragadóttir og Jónas Ingimundarson. Sólrún o g Jónas við slaghörpuna í KVÖLD kl. 20.30 flytja þau Sólrún Bragadóttir sópransöng- kona og Jónas Ingimundarson píanóleikari fjöiþætta efnisskrá í Listasafni Kópavogs. „Við slaghörpuna" er sam- heiti á röð kynningartónleika. Að þessu sinni er gestur Jónas- ar við slaghörpuna Sólrún Bragadóttir söngkona. Sólrún syngur íslensk lög og erlend og er víða komið við. Jónas mun leika einleik á píanó- ið. Sú venja er á tónlistarkvöld- um þessum að gefa ekki upp fyrirfram hvað flutt er og verð- ur svo einnig nú. Smári og Garðar í síð- asta sinn í SUMAR hafa staðið yfir há- degissýningar á leíkþættinum „The Green Tourist" í Kaffileik- húsinu í Hlaðvarpanum við mjög góðar ■undirtektir. Höf- undar og leikendur eru tveir, Guðni Franzson tónlistarmaður og Þór Tulinius. Leikþátturinn fjallar um tvo íslendinga, Smára og Garðar, sem hittast fyrir tilviljun. Þeir voru æskuvinir en hafa ekki sést í rúm tuttugu ár og hafa því frá mörgu að segja. Leikurinn er fluttur á ensku kl. 12 og á þýsku kl. 13.30 fimmtudaga, föstudaga og laugardaga í Kaffileikhúsinu, Vesturgötu 3b, og er boðið upp á léttan hádegisverð meðan á sýningunni stendur. Síðustu sýningar á „The Gre- en Tourist“ verða nk. fimmtu- dag, 17., föstudag 18. og laug- ardaginn 19. ágúst. Síðasta sýn- ingarvika Nikulásar í ÞRASTARLUNDI stendur nú yfir sýning á vatnslitamyndum eftir Nikulás Sigfússon. Þetta er síðasta sýningarvika, en sýn- ingunni lýkur 20. ágúst. Á þessari sýningu eru 26 myndir, flestar málaðar á síð- ustu 2-3 árum. F a s te ig n a s a la n KJÖRBÝLI NÝBÝLAVEGUR 14 jaaA - 200 KÓPAVOGUR l8f 564 1400 FAX 554 3307 Nýlegar eignir á söluskrá: Opið virka daga 9-12 og 13-17 Hjarðarhagi 30 - Rvík - 4ra. Mjög góð 83 fm íb. á 3. hæð í góðu fjölbýli. Áhv. 2,3 m. V. 7,1 m. Kársnesbraut - Kóp. - 4ra + bílsk. Sérl. falleg ca 90 fm íb. á 1. hæð í fjórbýli. ásamt góðum bílsk. Parket. Glæsil. útsýni. Áhv. bsj. 2,3 m. V. 7,9 m. Sérhæðir Digranesvegur. Ný giæsil. fulib. 123 fm íb. á jarðhæð. V. 9,9 m. Raðhús - parhús Selbrekka - Kóp. - enda- raðh. Fallegt 250 fm endaraðh. á tveimur hæðum með innb. bílsk. á þessum eftirsótta stað. V. 13,8 m. Álfhólsvegur - Kóp. - raðh. Fallegt nýl. 190 fm raðh. á tveimur hæðum ásamt kj. (vinnuaöstaöa/ein- staklíb.). V. 11,5 millj. Guðlaug Þorsteinsdóttir, ritari. Æsufell - „penthouse-íb.“ Kristjana Jónsdóttir, sölustjóri. Falleg 125 fm íb. á 8. hæð í lyftuh. Rafn H. Skúlason, lögfr., Stórkostl. útsýni. Verð 7,9 millj. lögg. fasteignasali. Einbýli Hrauntunga - elnb. Sérl. fallegt 138 fm einb. á einni hæð f botnlanga. 4-5 herb. + stofa. 36 fm bilsk. V. 13,7 m. Goðatún — Gbæ. Fallegt einb. á einni hæð ásamt 80,7 fm bílsk./verk- stæði. 3 svefnherb. Arinn í stofu. V. 10,2 millj. Hraunbraut - Kóp. sérl. falleg 115 fm vel skipul. ib. á 1. hæð ásam* 25 fm bílskúr í vönduðu þríb. Frábær stað- setn. v. ról. götu. 4 herb. Park- et. Verð 10,5 millj. Furugrund 68 - Kóp. - 4ra - ásamt stæði í bíl- geymslu. Falleg 85 fm íb. á 4. hæð i nýmáluðu tyftuh. Áhv. 3,1 millj. V. 7,2 m. Laus. 2ja herb. Efstihjalli - 2ja-3ja. Góð 45 fm íb. á 1. hæð ásamt herb. í kj. V. 5,0 m. Engihjalli 19 - 2ja. Falleg 63 fm ib. á 1. hæð. Ákv. sala. V. 4,8 m. Gullsmári 11 - Kóp. Glæsilegar fullbúnar íbúðir fyrir aldraða. Til afhendingar nú þegar. 2ja herb. á 7. hæð. V. 6,3 m. 2ja herb. á 8. hæð. V. 6,3 m. 2ja herb. rishæð. V. 6,0 m. 2ja herb. rishæð. V. 5,9 m. 3ja herb. Digranesheiði - sérh. Sérl. skemmtil. 90 fm efri hæð í tvíbýli. 2 herb., stofa, borðst. Nýl. eldh. Glæsi- legt utsýni. V. 6,9 m. Kaplaskjólsvegur - 3ja. Faiieg 78 fm íb. á efstu hæð. Áhv. bsj. 4,6 m. V. 6,5 m. Álfhólsvegur - Kóp. Mjög góð 70 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð í fjórb. ásamt 21 fm herb. i kj. með sérinng. Áhv. húsbr. 4,2 m. V. 6,8 m. Bollagata - 3ja. Góð ca 80 fm (b. í kj. í þríbýli. Sérinng. Áhv. 3,6 m. V. 5.950 þ. Furugrund - 3ja. Faiieg 70 fm íb. á 2. hæð í litlu fjölb. V. 6,4 m. Álfhólsvegur 49. Falleg ca 70 fm íb. á 2. hæð í fjórb. ásamt bílsk. Sten- iklætt hús. Áhv. 3,4 m. V. 6,8 m. Hjálmholt 7 - 3ja. Sérl. falleg 71 fm ib. á jarðh. í þrib. Góð staðsetn. nál. skóla og versl. Allt sór. Áhv. 3,8 m. V. 6,4 m. 4ra herb. og stærra Lundarbrekka - 4ra. Mjög falleg 101 fm íb. á 1. hæð í góðu fjölb. 2 svalir. Aukaherb. í kj. Parket, flísar. Mikið út- sýni. Áhv. byggsj. 2,4 millj. Verð 7,8 millj. Frostafold. Stórgl. 119 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð í litlu fjölb. Sérsm. Innr. í eldh. 25 fm suðursv. 25 fm bílsk. Verð 10,8 millj. Bogahlíð - Rvík. 3ja-4ra herb. ca 85 fm íb. á 2. hæð i góðu fjölbýli ásamt herb. í kj. Fráb. staðsetn. Stutt i skóla og þjónustu. V. 7,2 m. Tvö frábær fyrirtæki 1. Drífandi tækifæri. Til sölu þekktur söluturn sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. Er orðinn staðnaður og þarf að rífa hann upp. Hægt að stækka húsnæðið um helming. 10 ára leigusamningur. Mjög sanngjarnt verð sem má greiðast á fasteigna- tryggðu skuldabréfi til 5 ára með fyrstu greiðslu eftir eitt ár. Laus strax. 2. Vínbar í Portúgal. Til sölu huggulegur vínbar og skyndibitastaður í Albufera í Portúgal. Tekur 52 í sæti. Stórt húsnæði fylgir, má sofa þar líka. Vinsæll af íslendingum. Hráefn- iskostnaður aðeins 20% og launakostnaður lítill. Mjög sanngjarnt verð. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. r^rrrTTiTr^TTTi^yiTviTTi SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Hlutirnir eru ekki bara fagrir að sjá, það má leika með þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.