Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ .FRÉTTIR Davíð Oddsson, forsœtisrábherra Göngum hægt um dyr efnahagsbatans Þú getur sleppt öllum predikunum, góði. Ég get fullvissað þig um að mitt fólk brýtur engar hraðatakmarkanir. Umdeild auglýsing um Camel Trophy-úr í Hafnarfirði Óbein tóbaksaug- lýsing eða ekki? GUNNAR Magnússon, eigandi úra- og skartgripaverzl- unarinnar Gunna Magg í Hafnarfirði, hyggst kæra til stjórnar Hollustuverndar ríkisins ákvörðun Heilbrigðis- eftirlits Hafnarfjarðarsvæðis um að gera honum að fjarlægja auglýsingar um Camel Trophy-úr af verzlun sinni og bifreið. Heilbrigðisyfirvöld telja að um óbeina auglýsingu fyrir Camel-sígarettur sé að ræða. Heilbrigðiseftirlitið fór fram á það í desember, að loknum umræðum um málið á fundi heilbrigðisráðs Hafnarfjarðar, að auglýsingarnar yrðu fjarlægðar. Gunnar og kona hans, Annette Mönster, mótmæltu og Ieitaði Heilbrigðiseftirlitið þá álits hjá heilbrigðis- ráðuneytinu og Tóbaksvarnanefnd. í áiiti Tóbaksvarnanefndar kemur fram að þegar vörumerki eða heiti tóbakstegundar sé tengt annars konar vöru eða þjónustu með því að fella það inn í vörumerki hennar, sé það „enn í því samhengi öflug áminning um þá vöru sem það tengist fyrst og fremst í huga almennings." Nefndin lítur því svo á að bann við óbeinum tóbaksauglýsingum nái til auglýsingarinn- ar á verzlun og bíl Gunnars, enda sé orðið Camel sett fram í vörumerkinu með sömu stafagerð og sniði og í vörumerki fyrir Camel-sígarettur. Heilbrigðisráðu- neytið kemst að sömu niðurstöðu og Tóbaksvamanefnd. Á grundvelli þessara álita hefur Heilbrigðiseftirlitið ítrekað tilmæli sín um að auglýsingarnar verði fjar- lægðar fyrir daginn í dag, 15. ágúst. Gunnar hyggst hins vegar kæra þá ákvörðun til stjórnar Hollustuvernd- ar ríkisins. Uni hann ekki úrskurði hennar, getur hann vísað málinu til sérstakrar kærunefndar. Sel ekki tóbak, heldur úr Gunnar segir í samtáii við Morgunblaðið að kjami málsins sé sá, að hann selji ekkert tóbak í verzlun sinni, heldur úr. Hann segist munu láta reyna á málið fyrir dómstólum, ef þvl sé að skipta. í greinargerð, sem Gunnar og Annette hyggjast senda Hollustuvernd, segir að gera verði skýran grein- armun á óbeinum auglýsingum og svokallaðri vöm- merkjasamnýtingu. „Obeinar auglýsingar fela í sér leiðir aðila til þess að komast framhjá auglýsingabanni fyrir sinn vaming, en vörumerkjasamnýting felur í sér markaðssetningu ólíkra afurða er þurfa ekki að tengj- ast innbyrðis. Sem dæmi um „óbeina auglýsingu" má nefna tvískinnungslegar auglýsingar bjórframleiðenda á afurð sinni með því að skeyta viðbætinum „léttöl" við vörumerkið,“ segir í greinargerðinni. Gunnar og. Annette..benda._á..að. þau. tengist.engum. Morgunblaðið/Árni Sæberg HIN umdeilda auglýsing yfir verzlunarglugga Gunna Magg í Miðbæ Hafnarfjarðar. aðila, sem hafi hagsmuni af sölu tóbaksvarnings, hvorki almennt né einstökum vörumerkjum. Þau vísa meðal annars til samkeppnislaga, EES-samningsins, Mann- réttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrárinnar máli sínu til stuðnings. Þau segja engin rök standa til þess að máli skipti hvort afurð, sem ólöglegt sé að aug- Iýsa, sé sett á markað á undan eða eftir hinni löglegu afurð, þegar um samnýtingu vörumerkja sé að ræða og segja að ef túlkun heilbrigðisyfirvalda gilti, ætti t.d. markaðssetning tóbaksvarnings frá Mercedes, Yves Saint Laurent og Dunhill að koma I veg fyrir auglýsingar á samsvarandi bifreiðum, tízkuvarningi .og.kveikjurum. Mannfræði og textahyggja Mannlífið er ekki bókstafur Gísli Pálsson GÍSLI Pálsson, pró- fessor í mannfræði við Háskóla ís- lands, hefur sent frá sér bók sem ijallar um áherslu annars vegar íslendinga og hins vegar mannvís- indamanna á mál og texta. Bókin er rituð á ensku og ber heitið The Textual Life of Savants sem skírskotar óbeint til kunnrar bókar pólska mannfræðingsins, Bronislaw Malinowski, The Sexual Life of Savag- es sem ijallar um kynlíf frumbyggja á Suðurhafs- eyjum. „Eg leiði rök að því í minni bók,“ segir Gísli, „að textinn hafi svipaða stöðu í íslenskri menningu - og mannfræði og mann- vísindum yfirleitt - og Malinowski hélt fram að kynlífið hefði á meðal eyjaskeggja á Suð- urhafseyjum." - Eru íslendingar uppteknari af tungumáli og texta en aðrar þjóðir? „Já, ég held að svo hafi yfir- leitt verið. íslendingar hafa t.d. alltaf verið sérstaklega gefnir fyrir að tala um tungumál. Þessi áhersla birtist líka í ást okkar á fornbókmenntunum. Það er ríkt í íslendingum að halda íslenska menningu mjög sérstæða. Þessi sérstæðni er sögð vera afleiðing af því að við eigum okkur sögu- lega arf og tungumál sem hefur lítið breyst í aldir og því séum við eins konar útverðir norrænn- ar miðaldamenningar. Ég held að þessi samsemd íslendinga, þessi ímynd sem við höfum af sjálfum okkur, sé í deiglunni í dag, nú þegar Evrópumálin eru ofarlega á baugi. En ég sé merki um þessa textadýrkun miklu víðar, s.s. í ofdýrkun á vísindum og bókleg- um fræðum andspænis hvers- dagslegri þekkingu sem menn afla sér í önn dagsins, m.a. í umræðu um daglegt mál. Síðast- liðin ár hef ég t.d. fylgst náið með umræðu um sjávarútveg hér á landi og ég held að þar hafi orðið grundvallarbreyting á við- horfum til sérfræðinga. Undan- farin ár hafa verið mjög áber- andi allskyns sérfræðingar. Há- skólamenn hafa oft staðið upp og sagt: Við vitum hvernig á að stjórna fiskveiðunum. Og við trú- um þeim. Það gleymist hins veg- ar að sjómenn búa yfir mikilli hagnýtri þekkingu sem þeir hafa aflað sér um ár og jafnvel aldir. Fulltrúar þessarar þekkingar hafa verið að missa völdin en í staðinn hefur komið nánast verkfræðileg stjómun á sjávarút- veginum, ég segi verkfræðileg því flestir háskólamenn álíta sig einhvers konar verkfræðinga. Þetta er skýrt-dæmi um ofurtrú okkar á bókina andspænis hinni hversdagslegu þekkingu." - Er þessi þróun góð eða vond? „Ég tek ekki beinlínis afstöðu til þess í bókinni nema að því leyti að ég tel að t.d. sjómenn búi yfir mikilli vannýttri þekk- ingu. Auk þess tel ég að þessi trú vísindanna á texta sé hæpin. Mannlífið er ekki texti eða bók- lestur. Ritmálið er ekki nema 10.-15.000 ára gamalt fyrirbæri og það hlýtur að vera glannalegt að heimfæra líkingu eða kerfi ► Gísli Pálsson er fæddur árið 1949 í Vestmannaeyjum. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugar- vatni 1969. Hann lauk B.A.- prófi í þjóðfélagsfræðum við Háskóla íslands 1972, M.A.- prófi frá Manchesterháskóla í mannfræði 1974 og doktors- prófi í mannfræði frá sama skóla 1982. Gísli kenndi mann- fræði og félagsfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð árin 1974-1980. Fráárinu 1982 hefur hann kennt mann- fræði við Háskóla Islands og varð prófessor þar 1992. í haust mun Gísli gegna tíma- bundinni rannsóknarstöðu við svonefnda SCASSS-stofnun í Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Gísli er kvæntur Guðnýju Guðbjörnsdóttur þingkonu og eiga þau tvö börn. sem er ekki eldra en þetta upp á hvaðeinarí' mannlegu samfélagi eins og vísindamenn gera gjarna I rannsóknum sínum.“ - Eru mannfræðingar og mannvísindamenn almennt ekki sérstaklega hrifnir af því að heimfæra viðfangsefni sín upp á tungumálið, færa það í texta? „Jú, sú tilhneiging er ákaflega rík f hvers konar mannvísindum. Jafnvel mannfræðingar sem staddir eru á framandlegum vett- vangi, þar sem ritmál þekkist ekki, ímynda sér að þeir séu að fást við texta og leggja hann til grundvallar í rannsóknum sínum á tilteknu samfélagi. Mannfræð- ingar hafa enda lengi talað um iðju sína sem þýðingu, menningarlega þýð- ingu. Menn telja að þeir séu að brúa eitt- hvert merkingarbil, flytja merkingu á milli heima sem tala sitthvort tungu- málið. Ég tel að þessi líking hafi sín takmörk. Mannfræðin er túlk- un á lifandi veruleika.” - Hvað er til ráða? „Hvað mannvísindin varðar ætti eitthvað sem kalla mætti „lifandi orðræðu" að koma í stað textahyggjunnar - aukin áhersla á samræður og hversdagslega reynslu þar sem rannsakandinn liti á sig sem auðmjúkan lærling frekar en kennara, tilbúinn til að hlusta á sjónarmið annarra. Merki um slík veðrahvörf má víða sjá, m.a. í mannfræðinni. Textinn er nauðsynlegt tæki til að miðla reynslu, en mannlífið er ekki bókstafur.“ Sjómenn búa yfir vannýttri þekkingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.