Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
EIB-lán ríkissjóðs
Övenju
lánskjör
SEÐLA.BANKI íslands hefur geng-
ið frá samningum um vaxtakjör á
láni sem ríkissjóður tók hjá Evr-
ópska fjárfestingarbankanum í síð-
asta mánuði. Lánið mun bera 7,78%
fasta vexti á ári, sem samkvæmt
vaxtaskiptasamningi við svissneska
seðlabankann skiptast yfir í líbor-
vexti að frádregnum 0,075%. Sam-
kvæmt fréttatilkynningu frá Seðla-
bankanum mun þetta vera í fyrsta
sinn sem vaxtakjör á erlendu lang-
tímaláni fyrir ríkissjóð liggja undir
fyrmefndum líborvöxtum, en „líbor“
er heiti millibankavaxta í London.
Umrætt lán var tekið þann 25.
júlí síðastliðinn og er lánstíminn til
10 ára. Lánsupphæðin nam um 3,4
milljörðum íslenskra króna og
greiðist það upp í einu lagi í lok
lánstímans. Ætlunin er að nota lán-
ið til að fjárrnagna ýmsar fram-
kvæmdir á vegum ríkisins, svo sem
Vestfjarðagöngin og ýmsar vega-
framkvæmdir á höfuðborgarsvæð-
inu. Ekki var gengið frá vaxtakjör-
um á sama tíma og lánið var tekið
þar sem Seðlabankinn taldi mark-
aðsskilyrði ekki nógu hagstæð í
júlílok og því var ákveðið að fresta
ákvörðun um vaxtakjör svo og út-
borgun lánsins þar til að hagstæð-
ari kjör fengjust.
Seðlabankinn telur mjög sterka
stöðu Evrópska fjárfestingabank-
ans á fjármálamörkuðum vera
helstu ástæðuna fyrir því hversu
hagstæðum kjörum ríkissjóður hafi
náð í þessum samningum.
HÆSTU BYGGINGAR HEIMS
Petronastuminn í Kuala Lumpur í Malasíu verður hæsta bygging heims þegar
smíði hans lýkur á næsta ári. Hann virðist hins vegar aðeins skarta á toppnum
skamma hríð. Chongqingturninn í Kína og Ninaturninn í Hong Kong verða
PETRONAS
TURNINN
Kuala Lumpur
Malaysia
Lokiö 1996
450m
CHONGQING
TURNINN
Kína
Lokið 1997
457m
Hongkong
Lokið 1998
Áætlun:
542m
AÐRARHAAR
BYGGINGAR
Jin Mao Building Shanghai
Lokið 1998 420m
One World Trade Centre New York
1973 417m
Two World Trade Centre New York
1973 415m
Empire State Building NewYork
1931 380m
Central Plaza Hong Kong
1922374m
Bank of China Hong Kong
1989 368m
Heimild: Council on Tall Buildings and Urban Habilals
REUTER
Dollar hækkar vegna aðgerða seðlabanka
Stefnir í hundrað
jen á nýjan leik
London, Reuter
ÞRÍR helstu seðlabankar í heimi,
bandaríski, japanski og þýski
seðlabankinn, ýttu enn á eftir
hækkun dollars með kaupum á
myntinni í gær. Dollarinn náði
96,87 jenum og 1,4745 mörkum
á tímabili, en var 93,63 jen og
1,4363 marka virði við lokun á
mánudag.
Efnahagssérfræðingar sögðu, að
þátttaka þýska seðlabankans hpfði
líklega verið höfuðorsökin fyrir
flugi dollars. Síðast efndu seðla-
bankarnir þrír til sameiginlegs
átaks til að styðja við dollar þann
31. maí. Talið er, að með þátttöku
Þjóðveija aukist tiltrú fjárfesta á
óskum þeirra um hærri dollar. Þá
sagðist svissneski seðlabankinn
hafa tekið þátt í aðgerðunum.
Dollarinn byrjaði gærdaginn
.með sveiflu eftir að í ljós kom að
vöruskiptajöfnuður Japans hefur
versnað mikið, en í framhaldi af
því hóf japanski seðlabankinn
kaup á dollar. Á tímabili var talið
að dollarinn næði 100 jenum í gær.
David Coleman, aðalhagfræð-
ingur CIBC Wood Gundy, sagði
að dollar hefði náð Iágmarki gagn-
vart jeni, og þróunin hefði snúist
við. „Dollar stefnir í 100 jen á
ný,“ sagði hann.
Bati dollars leiddi til hækkunar
hlutabréfa í Japan í gær, og Nik-
kei-vísitalan hækkaði um 536,15
stig.
Seðlabankinn í Japan fagnaði
falli jensins, og telur að gengi
þess gagnvart dollars sé að kom-
FALL DOLLARS A ENDA?
Dollar vlröist vera á uppleiö gagnvart
jeni eftir fimm ára niöursveiflu.
Jan.1990 15. ágúst
1990 91 92 93 94 95
REJTER
ast í samræmi við efnahagsfor-
sendur. Hækkun dollars undanfar-
ið hófst 2. ágúst, þegar japanska
ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til að
hvetja stofnanafjárfesta í Japan
til að fjárfesta erlendis.
Þýsk hlutabréf voru fyrirfram
talin hagnast mest á hækkun doll-
ars, en bættu sig aðeins um 0,75%
framan af degi. Miðlarar segja,
að verulegra hreyfinga sé vart að
vænta fyrr en dollarinn klífur 1,50
marka múrinn.
Þormóður Rammi bætir afkomuna
fyrstu sex mánuði ársins
Hagnaðurinn
113,6 milljónir
HAGNAÐUR af rekstri Þormóðs
Ramma hf. á Siglufirði var 113,6
milljónir króna á fyrri hluta árs-
ins, og er það betri afkoma en
á sama tíma árið 1994. Þá jókst
velta fyrirtækisins um 22% á
milli tímabila, en veltan var 961
milljón á fyrstu sex mánuðum
ársins.
Helsta skýringin á bættri af-
komu er sú, að breytt hefur
verið um áherslur í rekstri fyrir-
tækisins til að mæta minnkandi
bolfiskafla, að því er segir í frétt
frá Þormóði Ramma. Rækju-
veiðar og rækjuvinnsla eru nú
meginþáttur í rekstrinum, og
hefur hagstætt rækjuverð und-
anfarin misseri skilað sér í betri
rekstrarárangri. Forsvarsmenn
fyrirtækisins reikna með viðun-
andi afkomu seinni hluta ársins.
Þormóður Rammi er almenn-
ingshlutafélag, og eru hluthafar
253. Fyrirtækið gerir út 4 tog-
ara og rekur frystihús, rækju-
verkun, saltfiskverkun og reyk-
hús.
Stál í drykkjar-
dósir í stað áls ?
Neuwied, Þýzkalandi.
TINHÚÐAÐ stál kann að auka
markaðshlutdeild sína á kostnað
áls í drykkjardósaiðnaði Evrópu
að sögn tinplötuframleiðandans
Rasselstein Hoesch GmbH í Þýzka-
landi.
Fyrirtækið kveðst vita um 15
framleiðendur, sem ætli að taka
upp tinhúðað stál í stað áls. Stál
og ál höfðu lengi vel jafna hlut-
deild í markaðnum í Evrópu.
Einn fremsti framleiðandinn,
Continental Can Europe, tilkynnti
í júní að stál yrði tekið í notkun í
stað áls í Bretlandi.
Hjá Rasselstein er bent á sveifl-
ur á verði áls. Þótt dregið hafi úr
hækkunum síðan þær hófust fyrir
18 mánuðum séu drykkjarvörufyr-
irtæki lítt hrifín af miklum verð-
sveiflum.
Þessi heimildarmaður sagði að
stálverð væri miklu stöðugra, hægt
væri að bjóða þynnra stál en áður,
og miklu auðveldara væri að
endurvinna stál en ál.
Rasselstein tekur þátt í sam-
vinnu við einn annan aðila, sem
framleiðir tinhúðaðar járnplötur,
eða blikkplötur, í Þýzkalandi -
Krupp Hoesch Stáhl ÁG - og tók
sameignarfyrirtæki þeirra til
starfa 1. júlí sl.
Þessi framleiðandi hefur náð
markaðsforystu í Evrópu og getur
framleitt 1,2 milljónir tonna á ári.
Reglur um afgreiðslutíma Kringlunnar rýmkaðar til muna
Skiptar skoðanir
meðal kaupmanna
Morgunblaðið/Sverrir.
REGLUR um opnunartíma
verslana í Kringlunni breyt-
ast þann 1. september nk. á
þann veg, að heimilt verður
að hafa opið 9-21 virka daga,
10-19 á laugardögum og
12-18 á sunnudögum. Sam-
eiginlegur opnunartími, sem
er sá tími sem eigendum
verslana er skylt að hafa opið,
verður hins vegar óbreyttur.
Opnunartími matvöruversl-
unar Hagkaups verður breytt
til samræmis við reglumar
um leið og þær taka gildi.
Að sögn Einars Halldórssonar,
framkvæmdastjóra Kringlunnar, er
breytingin hugsuð til að mæta kröf-
um ýmissa verslanaeigenda um
aukinn opnunartíma annars vegar,
og virða skoðanir þeirra sem ekki
vilja rýmka sameiginlega opnunar-
tímann hins vegar. Óánægja ríkir
hins vegar um þessa ákvörðun hjá
nokkrum hópi verslanaeiganda, en
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins var breytingin einna helst
gerð vegna þrýstings frá fulltrúum
Hagkaups innan stjórnar Kringl-
unnar, þó nokkrir kaupmenn hafi
fylgt þeim að máli.
Aðspurður játaði Einar því, að
hér sé verið að breyta nokkuð um
stefnu, þar sem opnunartími hafi
hingað til verið einskorðaður við
sameiginlega opnunartímann.
Hann sagði ákveðna hættu á, að
mismunandi opnunartími verslana
myndi virka misvísandi á viðskipta-
vini Kringlunnar, en það réðist þó
af því hver þátttaka kaupmanna
yrði. Einar sagði, að ekki hafí ver-
ið kannað að hve miklu leyti kaup-
menn muni nýta sér rýmkaðar regl-
ur.
Örn Kjartansson, rekstrarstjóri
Hagkaups, sagði í samtali við
Morgunblaðið að opnunartími mat-
vöruverslunar Hagkaups verði
samræmdur hinum nýju reglum
strax 1. september, en sérvöru-
verslunin á 2. hæð mun áfram
styðjast við sameiginlegan opnun-
artíma Kringlunnar á virkum dög-
um. Báðar verslanimar munu hins
vegar fullnýta heimilan opnunar-
tíma um helgar. „Hvað Kringluna
sem slíka varðar held ég að breyt-
ingin sé henni gagnleg og nauðsyn-
leg,“ sagði hann. „Verslun almennt
hefur verið að fíkra sig inn á sunnu-
dagsopnun, og ég held að Kringlan
verði að fylgja þeirri þróun.“
Skúli Jóhannesson í Tékk-Kristal
sagðist í samtali við Morgunblaðið
telja að breytingin verði Kringlunni
síst til framdráttar. „Því miður á
ég von á því að þetta verði ekki
jákvætt fyrir Kringluna,“ sagði
Skúli. „Það er mikil samsvörun hjá
fólki á milli Hagkaupsverslunarinn-
ar í Kringlunni og annarra
verslana þar, og þegar Hag-
kaup auglýsir sinn opnunar-
tíma telur fólk sjálfkrafa að
allt sé opið. Þannig mun breyt-
ingin leiða til þess að allir
hafa opið jafn lengi og Hag-
kaup, sem bitnar helst á minni
verslunareigendum, sem
standa sjálfir fyrir innan borð-
ið. Velta kann að aukast eitt-
hvað í fyrstu, en vart til Iang-
frama.“ Skúli sagðist telja, að
verkalýðsfélög muni í fram-
haldi af breyttum opnunar-
tíma herða eftirlit með vinnutima
félagsmanna sinna í Kringlunni.
„Ég get líka ímyndað mér, að lög-
gjafinn fari að skoða þessi mál.
Eg veit t.d. að á írlandi og í Dan-
mörku er opnunartími verslana yfír
vissri stærð takmarkaður með lög-
um, og eitthvað slíkt gæti litið
dagsins ljós hérlendis."
Asgeir Bolli Kristinsson, kaup-
maður í Sautján, sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann teldi að
hér væri komin sanngjörn lausn
fyrir alla aðila. „Mér sýnist að allir
geti unað þessari lausn. Kringlan
er sérstök að því leyti, að eignarað-
ild í henni er dreifð. í svipuðum
kjörnum erlendis er yfirleitt einn
eigandi, og því skiljanlegt að opn-
unartími sé samræmdur. í Kringl-
unni er eðlilegt að eigendurnir séu
rétthærri, og ráði sínum opnunar-
tíma, og þessi lausn tryggir það,“
sagði Bolli. Hann taldi ekki, að
breytingin leiddi til þess að flestar
verslanir sæju sig tilneyddar til að
hafa opið samkvæmt nýju reglun-
um.