Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 15 ERLENT Albanir hóta aðgerðum versni ástandið í Kosovo AÆTLANIR STORVELDANNA I BOSNIU Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hótar aö aflétta einhllöa refsiaögeröum gegn Serbiu. Bandaríkjastjórn vinnur að eigin áætlun um lausn Bosníudeilunnar og hugsanlegt er, aö hún slakl á refsiaðgeröunum viðurkenni Slobodan Milosevlc Serbiuforsetl landamæri Króatíu og Bosníu. HVERNIG KORTIÐ HEFUR BREYST Breytt, hernaöarleg staöa hefur gert friöaráætlunina frá í fyrra úrelta. Stórveldln eru tllbúln tll aö breyta henni fallist stríösaöilar á þaö. BOSNÍA-HERZEGOVÍNAIN JÚLÍ1994 ® Prijedor SLÓVENÍA REFSIAÐGERÐIR GEGN SERBIU OG SVARTFJALLALANDI KRÓATÍA BOSNlA- HERZEGOVlNA E Belgrad SERBÍA MAKEOÓNÍA Viöskiptabann: Meira en helmingur útflutnings Irá Serbíu fórtil ESB1991. Oliubann: Smygl hefur komift i veg fyrir algert bann. Siglingar á Dóná: Serbneskum skipum bönnuó um- ferð utan landamæra. Önnur skíp, sem sigla um serbneska landhelgi, veröa að fá leyfi SÞ Vfslndi: Serbíu neitaö um aðgang að vestrænni tækniþekkingu. Aðstoð: Innstæður í Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum frystar og engin aðstoð frá Alþjóðabankanum. SLAKAÐ Á REFSIAÐGERÐUM ISEPT. 1994 Flugsamgöngur leyfðar Bann við alþjóðlegri íþróttaþátttöku REUTER Belgrrad, Genf, Sameinuðu þjóðunum, Tirana. YFIRVÖLD í Serbíu eiga erfitt verk fyrir höndum. Þeirra bíður að koma fyrir 150 þúsund flóttamönnum frá Krajina-héraði og reyna að tryggja að sú ólga, sem þeim mun fylgja, veiki ekki stöðu Slobodans Mi- losevics, forseta Serbíu. Albanir vöruðu við því í gær að tilraunir yfirvalda í Belgrad til að koma flóttamönnum fyrir í Kosovo-héraði gætu leitt til svipaðs ástands og í Bosníu. I yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Albaníu sagði að Albanir myndu ekki sitja aðgerðarlausir ef ágrein- ingurinn í Júgóslavíu fyrrverandi breiddist til Kosovo, sem liggur við norðaustur landamæri Albaníu. Um 90% íbúa Kosovo eru Albanir. Sagði að Alfred Serreqi, utanrík- isráðherra Albaníu, hefði sent ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna, fimm ríkja hópnum, sem hefur látið málefni svæðisins til sín taka, og Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu bréf þar sem hann mótmælir tilraunum Serba til að koma serb- neskum flóttamönnum fyrir í Kosovo. Nokkur hundruð serbneskir flóttamenn frá Krajina-héraði, sem Króatar hafa nú náð á sitt vald, voru sendir til Kosovo um helgina. Rauði krossinn í Serbiu sagði að Reuter. ráðgert væri að senda 20 þúsund flóttamenn þangað. Albanir í Kosovo vilja sjálfstæði og hafa deilt við stjórnvöld í Belgrad undanfarin fimmtán ár. Óttast að flótta- mönnum fylgi ólga Serbnesk yfirvöld reyna nú að dreifa flóttamönnunum með hraði. Þeim er smalað í langferðabíla um leið og þeir koma til Serbíu og ekið til suðurhluta landsins. Lögreglu- vörður sér til þess að flóttamenn komist ekki til Belgrad, þar sem helst hefur mátt finna vísi að stjórn- arandstöðu. Vestrænn stjórnarerindreki sagði að ástæðan fyrir því að reynt væri að senda flóttamennina í sitt hvora áttina væri ótti við að þeir myndu endurvekja þá þjóðernishyggju, sem Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, væri nú að reyna að kemba burt úr málflutningi sínum. Því mættu þeir ekki fara saman í stórum hóp- um. Mikil óánægja er sögð ríkja yfir því að Milosevic skyldi ekkert aðhaf- ast á meðan Króatar tóku Krajinu. Hins vegar er því haldið fram að Serbar séu orðnir langþreyttir á við- varandi þrengingum og Milosevic þurfi því ekki að óttast uppreisn. Fresturinn framlengd- ur um sólarhring Srinagar. Reuter. FRESTUR sá, sem róttækir að- skilnaðarsinnar í Kasmír-héraði gáfu indverskum stjórnvöldum til að láta 15 félaga sína lausa úr fang- elsi rann út í gær, en var framlengd- ur um sólarhring, að sögn brezka dagblaðsins Daily Telegraph. Ungur Norðmaður, sem skæru- liðarnir höfðu haft í gíslingu ásamt ijórum öðrum Vesturlandabúum, fannst hálshöggvinn á sunnudag. Skæruliðahópurinn kallar sig Al- Faran og var fram að gíslatökunni óþekktur, líka meðal helztu hópa aðskilnaðarhreyfingar íslamskra Kasmír-búa. Hefur hann hótað að taka fleiri af eftirlifandi gíslum sín- um af lífi, verði ekki gengið að kröfum hans. Indversk stjórnvöld þvertóku fyr- ir að fangarnir yrðu látnir lausir en þau eru jafnframt undir miklum þrýstingi að frelsa gíslana. Milli- göngumaður stjórnarinnar var í sambandi við skæruliðana í gær, en ekkert varð úr samningum. Enn er því allt á huldu um hvað verður um gíslana fjóra. Dánarorsök norska gíslsins var afhöfðun Niðurstöður krufningar á líki hins 27 ára gamla Norðmanns, Hans Christians Ostros, voru kynntar í gær, en hún fór fram í Nýju Deihi. Dánarorsök hans var afhöfðun, andstætt getgátum um að Ostro hefði látizt úr hungi'i eða sjúkdómi áður en hann var háls- höggvinn. Valdarán í Sao Tomé VALDARÁN var framið í gær í eyríkinu Sao Tomé og Principe. Forsetinn Miguel Trovoada er í haldi hersins og ráð skipað fimm ungum liðsfor- ingjum hefur tekið við stjórnar- taumunum. Eyjarnar Sao Tomé og Principe eru staðsettar við mið- baug, um 200 km undan strönd Gabon í V-Afríku, og heyrðu öldum saman undir Portúgal en hafa verið sjálfstætt ríki síð- an 1975. íbúar eru þar um 130.000 og eiga við mikla efna- hagsörðugleika að stríða. Skuldir ríkisins eru um 260 milljónir bandaríkjadala, verð- bólga er um 40 af hundraði á ári og atvinnuleysi er um 38 af hundraði. Sjálfskipaður oddviti valda- ránsmanna, Manuel Quintas de Almeida liðsforingi, sagðist vilja „endurheimta virðingu landsins og leggja sitt af mörk- um til að ráða bug á þeim vandamálum sem eru viðvar- andi í landinu." Mandela hitt- ir ekkju Hendrik Verwoerds NELSON Mandela, forseti S- Afríku, hitti í gær ekkju Hend- rik Verwoerds, þess manns, sem skóp kynþáttaaðskilnað- arkerfið Apartheid fyrir 40 árum. Mandela sat sem fórnar- lamb Apartheid í 27 ár í fang- elsi. Fundum forsetans og Betsie Verwoerd, sem nú er 94 ára að aldri, bar saman í smábæn- um Oraníu í Transvaal-fylki, þar sem 460 afrikaans- mælandi Búar búa. Mandela, fyrsta svarta forseta landsins, var vinsamlega tekið af heima- mönnum og vel fór á með hon- um og ekkjunni, en hún bauð hinum góða gesti upp á kaffi og kökur. Hendrik Verwoerd var ráð- inn af dögum á þingi S-Afríku árið 1966. Fellibylurmn Felix fór framhjá Bermúda ALMENNRI atkvæðagreiðslu á Bermúda um hvort lýsa eigi yfir sjálfstæði eyjanna var frestað í gær vegna yfirvofandi hættu af völdum fellibylsins Felix. Betur fór en á horfðist, og fór bylurinn fram- hjá eyjunum. Að sögn íbúa í höfuð- borginni Hamilton urðu engin slys á fólki og ekki er vitað til að veru- legar skemmdir hafi orðið af völd- um veðursins. Karen Welch, dóttir Jónu Mar- geirsdóttur, sem er búsett á Bermúda, sagði í samtali við Morgunbíaðið að rafmagn hefði farið af um kl. 19 að staðartíma á mánudagskvöld og í gærmorgun voru um tveir þriðju eyjanna raf- magnslausar. Bankar og flestar verslanir væru lokaðar. Welch sagði að veðrið hefði ver- ið verst milli kl 1 og 3 aðfaranótt Þjóðaratkvæði um sjálfstæði frestað gærdagsins. Lítið eignatjón hefði orðið, enda fólk búist við hinu versta og gefist tími til að gera ráðstafanir. Dyr og gluggar hefðu verið byrgðir og fólk meðal annars safnað matarbirgðum og vatni, auk kerta og gass, því búist hefði verið við að rafmagn færi af. Vegurinn sem tengir höfuð- borgina við alþjóðaflugvöllinn, sem er ekki á sömu eyju og Hamil- ton, lokaðist vegna skemmda, og fréttastofa Reuters greinir frá því að nokkuð hafi verið um að rúður brotnuðu. Að sögn Welch er ástandið nú mun betra en þegar fellibylurinn Emily skall á eyjunum 1987, en í kjölfarið var sumstaðar rafmagns- laust í þijár vikur. Ekkert mann- tjón varð af völdum Emily. Fyrirliggjandi spár gerðu síð- degis í gær ekki ráð fyrir að áhrifa frá Felix myndi gæta hér á landi en fellibylir, sem fara upp með austurströnd Bandaríkjanna geta magnað upp lægðir á Atlantshafi. Atkvæðagreiðsla í dag Ákveðið hefur verið að at- kvæðagreiðslan um sjálfstæðisyf- irlýsingu verði haldin í dag, en hún er sú fyrsta í sögu Bermúda, sem er elsta nýlenda Breta. Eyjarnar, sem eru alls 138, lutu bresku krún- unni 1684 og fengu heimastjórn 1968. Hotel ísland kynnir skemmtidagskrána ÞÓ LÍBI ÁR 06 ÖLD BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - 25 ÁRA AFMÆIJSTÓNLEIKAR BJÖRGVIN ILALLDÓRSSON lítur yfir dagsvcrkið scm dægurlagasöngvari á hyómplötum í aldarfjórðung, og við hcyrum nær 60 lög frá glæslum t'erli - frá 1969 til okkar daga Matseðill Freyðivlnstónuð laxasúpa meö rjómatoppi. Glóðarsteiktur lambavöðvi dyon með púrtvínssósu, kryddsteiktum jardcplum. gijáðu grænmeti og fersku salati. Gestasi»ng\ari: SKIKÍDl li BEINTEINSDÓ' I.cikniymt ng lciksljnrn: BJÖRN G. BJÖRNSSON IHjómsveltarsljórn: GUNNAR ÞÓRDARSON ásamt 1(1 manna hljómsveit Kjnnir: , JÓN AXEI. ÓIAFSSON samkia'inistlunsnm íni Dansskiila Viióar llaralós sxiia Uans. Hesilhnetuís rneö súkkulaðiinuitusósu og ávöxtum. Vcrd kr. 4.600. Sýningarverd kr. 2.000 t Sértilboð á gistingu, sími 568 8999 1 ÍíðTEl TAslAND Bordapantanir í síma 568 7111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.