Morgunblaðið - 19.08.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 19.08.1995, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður norskra verkalýðsfélaga í áliðnaði Lítið um verktaka í norskum áliðnaði Laxar tald- ir rotast á laxastiga FYRIR hefur komið að dauðir laxar hafí fundist í og fyrir neðan Bárðar: foss í Brynjudalsá í Hvalfírði. í sumar hefur gæsla verið stórefld til að komast hjá hugsanlegum veiðiþjófnaði og því kom það mönn- um á óvart er dauðir laxar fundust enn á ný. Allir voru fískamir með sams konar áverka, sár framan á trýni. Friðrik Brekkan, einn leigutaka Brynjudalsár segist telja að laxinn hafí skaddað sig í laxastiganum upp úr Bárðarfossi. „Mér varð ekki um sel þegar ég fann nokkra dauða laxa um daginn og alla eins útlítandi. Ég einsetti mér því að fínna út hvað ylli þessu og hafði ekki trú á því að menn hefðu verið að laumast með sprengiefni þó ég viti að slíkt hafí borið við hér áður fyrr. Mig grun- aði að orsakanna gæti verið að leita í laxastiganum í Bárðarfossi og ég tók því upp margra klukkustunda myndband. Þá kom hið sanna í ljós. Á bandinu sést svo ekki verður um villst, að margir laxarnir stímdu beint á hvasst horn í þriðja þrepi stigans. Eftir að hafa skoðað þetta nánar er ljóst að laxamir geta auð- veldlega farið sér að voða þarna. Þama er því galli í stiganum og við munum ganga í að lagfæra þetta fyrir næsta tímabil,“ sagði Friðrik Brekkan. Hann lét annars vel af aflabrögðum í sumar og væm komnir vel á fímmta hundrað lajcar á land. ------♦ ♦ » Alsírmenn- irnir sendir til Noregs MENNIRNIR tveir sem gerðu til- raun til að komast ólöglega inn í landið með Norrænu sl. miðvikudag voru frá Alsír. Þeir em nú á leið með ferjunni til Færeyja. Ekki er búist við að þeim verði hleypt frá borði í Færeyj- um heldur að þeir verði sendir áfram til Noregs, en þar komu þeir um borð í Norrænu. Ekkert er vitað um fyrirætlanir mannanna á ís- landi. ------» ■»-»--- Hækkun á selleríi GRÆNMETISTEGUNDIN sellerí hefur hækkað i verði eftir að GATT- samningurinn tók gildi í byijun júlí- mánaðar vegna þess að tollvernd hefur verið nýtt, þrátt fyrir að inn- lent sellerí sé enn ekki komið á markað. Samkvæmt upplýsingnm Morg- unblaðsins hefur athygli fjármála- ráðuneytisins verið vakin á þessu og er málið þar til skoðunar. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra hefur beitt sér fyrir því að tollar á blaðlauk og jöklasalati verði Iækkaðir, þar sem grænmetið er ekki í samkeppni við innlenda fram- leiðslu. 14 skip í Síldar- smugunni LANDHELGISGÆSLAN fór í könnunarflug yfir Síldarsmug- una í gær. Þar voru að veiðum 14 togarar frá Austur-Evrópu. Halldór Nellett, hjá Landhelgis- gæslunni, sagði að skipin hefðu verið að veiða í flottroll, en eng- ar upplýsingar hefðu fengist frá skipunum um hvað þau væru að veiða. Halldór sagðist telja líklegt að skipin væru að veiða síld eða makríl. Tveir togarar hefðu ver- ið bundnir saman. Haft hefði verið samband við annan og hefði skipstjórinn sagt að um bilun væri að ræða og að hitt skipið væri að aðstoða hann. Halldór sagði að þegar spurt hefði verið um aflabrögð hefði skipstjórinn borið við tungumálaerfíðleikum ogengu svarað. Önnur skip sem kallað hefði verið í hefðu engu svarað. SAMBAND ungra sjálfstæðismanna er 65 ára á þessu ári og 33. þing sambandsins var sett í húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri í gær. Davíð Oddsson forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins flutti ávarp við setninguna. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu síðan fyrir svörum í pallborðsum- ræðum í gærkvöldi. Guðlaugur Þór Þórðarson formað- ur SUS sagði í setningarræðu sinni að tillögur í 20 málaflokkum lægju fyrir þinginu og hefði undirbúning- urinn kostað mikla vinnu. Hann ræddi um unga fólkið og framtíðina og komandi kynslóðareikninga, en yfírskrift þingsins er einmitt „Okkar framtíð". Davíð Oddsson talaði í ávarpi sínu um málefnafátækt og kreppu stjórn- arandstöðunnar og vinstri stefnu almennt. Um stjórnarsamstarfið sagði hann að sjálfstæðismenn gætu sæmilega vel við stjómarsáttmálann unað. Forsætisráðherra sagði að breyta NORSKUM álfyrirtækjum er ekki heimilt að ráða verktaka til starfa nema í samráði við verkalýðsfélög og starfsfólk í áliðnaði. Lítið er um verktaka í áliðnaðinum í Noregi, enda eru verktakar dýrari starfs- kraftur en almennir launþegar. Olav Stöylen, formaður verkalýðs- félaga í norskum áliðnaði, sagði að hugmyndir stjómenda álversins í Straumsvík um að ráða fleiri verk- taka til starfa í álverinu yrðu aldrei heimilar í Noregi. Norska vinnumarkaðslöggjöfín setur vinnu verktaka vemleg tak- mörk. Verkalýðsfélögin í norskum áliðnaði hafa að auki gert samninga sem takmarka mjög svigrúm álfyr- irtækjanna til að ráða verktaka til starfa. Vinnuveitendum er skilt að hafa samráð við verkalýðsfélögin, trúnaðarmenn á vinnustað og starfsfólk ef þeir hafa uppi áform um að ráða verktaka til starfa. Vinnuveitendur eru skyldugir til að kynna verkalýðsfélögum þau til- boð sem þeir fá frá verktökum. Trúnaðarmenn fylgjast með að verktökum sé ekki greitt undir lág- markslaunum. Verkalýðsfélögin hafa rétt til að óska upplýsinga um umfang vinnunnar og fjárhagsstöðu verktakans. Þau geta ennfremur þyrfti hugsunarhætti fólks sem teldi sig eiga eitthvað inni hjá hinu opin- bera. Hann vildi skilgreina hið opin- bera sem öryggisnet, ekki síldamet sem allir festast í. Um þá ákvörðun Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra að fjarlægja málverk af Bjama Bene- diktssyni í Höfða sagði Davíð Odds- son: „Málið er ekki stórt í sniðum í sjálfu sér en það segir mjög stóra sögu um reisn annars vegar og lág- kúm og pólitískt ofstæki hins veg- ar. Ég hef verið húsbóndi í ráðherra- bústaðnum í fjögur ár en ekki hefur mér dottið í hug að fjarlægja styttu af Hermanni Jónassyni." Ekki að missa af ESB-flugvél í pallborðsumræðum ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi svaraði Davíð Oddsson fyrirspum um afstöðu þá til aðildar að Evrópu- sambandinu, sem komið hefði fram í þjóðhátíðarræðu hans 17. júní. Davíð sagði að það skipti ekki máli gert kröfu til þess að verktakinn uppfylli kröfur um öryggisútbúnað og þekki til öryggisreglna. Olav sagði að lítið væri um verk- taka í norskum áliðnaði. Ástæðan væri m.a. sú að fyrirtækin sæju sér ekki hag í því. Verktakar væru ef eitthvað væri dýrari starfskraftar en almennir launþegar. Hann sagði að verktakar væru helst ráðnir til starfa þegar kæmu vinnutamir. Ekki kröfur um aukna verktöku Fram kom á fundinum að norsk- ur áliðnaður framleiðir í dag um 700 þúsund tonn af áli á ári og búist er við að innan fárra ára verði framleiðslan ein milljón tonn. Olav sagði að norsk fyrirtæki, sem væm að undirbúa stækkun álvera, hefðu ekki uppi kröfur um ráðningu fleiri verktaka til starfa. Stækkun álvera í Noregi þrátt fyrir vinnuumhverfið Sigurður Sigurðsson, formaður Hlífar í Hafnarfírði, sagði að fund- urinn hefði verið mjög gagnlegur og starfsmenn ísal vissu nú betur hvemig þeir ættu að svara kröfum stjómenda álversins. Hann sagði athyglisvert að heyra að í Noregi hvort ísland myndi eftirláta yfirráðin yfír auðlindum sjávar eftir þijú ár innan ESB eða sex, því að ekkert myndi gerast fyrr en eftir ríkjaráð- stefnu ESB, sem gæti staðið til árs- ins 1997 eðajafnvel 2000. íslending- ar væru ekki að missa af flugvél, sem færi ekki fyrr en eftir fimm ár eða meira. Hann spurði: „Hvað rek- ur okkur til að ganga inn í samband- ið?“ og svaraði að bragði: „bara að vera eins og hinir?" Forsætisráðherra sagðist ekki sjá neina aðra ástæðu fyrir inngöngu í ESB, nema þá þau áhrif, sem allir væm að tala um, en lítil ríki hefðu lítil áhrif. Hann sagði að stefna Al- þýðuflokksins í Evrópumálum væri máttlaus og aumingjaleg og aðeins ljósrit af stefnu annarra krataflokka. Davíð sagðist þó ekki vilja loka neinum möguleikum fyrir þeim, sem kynnu að koma á eftir honum og vildu vera eins og hinir. ísland gæti hvenær sem er sótt um inngöngu í ESB. væm ekki uppi kröfur um aukna verktöku í álverum. Það vinnuum- hverfí sem norski áliðnaðurinn byggi við virtist ekki fæla fyrirtæki frá því að ráðast í stækkun álvera. Hann sagði að verkalýðsfélögin myndu halda áfram að leita sér upplýsinga erlendis frá um þessi mál. Sigurður sagði óvíst hvenær starfsmenn álversins myndu svara hugmyndum vinnuveitenda um aukna verktöku. Hann sagði að mikið væri um að menn væm í fríum þessa daganna. Sér hefði t.d. ekki tekist að ná nema hálfri stjórn Hlífar saman til fundar í fyrradag, en þá átti að ræða þetta mál. VSÍ hefur óskað eftir fundi með starfsmönnum ísal í næstu viku til að ræða þessi mál og ekki síst yfír- lýsingar forystumanna verkalýðsfé- laganna um tillögur VSÍ. Fram- kvæmdastjóri VSí hefur gagnrýnt það sem hann kallar „illmælgi í fjöl- miðlum um hugmyndir okkar“. Sig- urður sagði að það væri ekki nýtt að annar hvor samningsaðila færi hörðum orðum um tillögur gagn- aðilans. Yfírlýsingar forstjóra Isal um verkalýðsfélögin í gegnum árin hefðu t.d. ekki verið fallnar til að greiða fyrir samningum. Nýr samningxtr við sérfræðinga Sami sparn- aður og á heilu ári með til- vísanakerfi EKKI er gert ráð fyrir tilvísana- kerfí í nýjum samningi Trygginga- stofnunar og sérfræðilækna sem nú hefur tekið gildi og nær til áramóta. Samningurinn er talinn munu spara ríkinu talsverð útgjöld miðað við heilt ár. Jón Sæmundur Siguijónsson formaður Tryggingaráðs segir að leiða megi líkum að því að ef samningurinn hefði verið gerður í upphafi ársins hefði hann sparað ríkinu jafn háa upphæð og tilvís- anakerfinu var ætlað að spara á heilu ári. Sá sparnaður var áætl- aður um eitt hundrað milljónir króna. Samið var um þak á greiðslum Tryggingastofnunar til sérfræð- inga og rannsóknarstofa sem þýð- ir að Tryggingastofnun greiðir um 1,4 milljarða krória á árinu. Jón Sæmundur segir að að hugsanlega sé ríkið að spara milli 25-30 millj- ónir á tímabilinu frá 1. ágúst til áramóta. Rannsóknagjaldskrá lækkuð Einnig var samið um að lækka rannsóknagjaldskrá um 10%. Guð- mundur Eyjólfsson formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur sagði að þessi afslátt- ur gæti sparað ríkinu a.m.k. 30 milljónir á ársgrundvelli. ■ Tilvísanakerfi/10 Forsætisráðherra við setningn 33. þings SUS á Akureyri Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson SVANHILDUR Hólm Valsdóttir formaður Varðar, Guðlaugur Þór Þórðarson formaður SUS og Davíð Oddsson forsætisráðherra við setningu SUS-þingsins á Akureyri í gær. Breyta þarf viðhorfi gagnvart hinu opinbera

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.