Morgunblaðið - 19.08.1995, Page 4
4 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Úthlutun landbúnaðarráðuneytisins á tollkvótum á ostum
Hagkaup fékk ekkert
AÐALMAGNIÐ af þeim ostum
sem landbúnaðarráðuneytið hefur
úthlutað tollkvótum á eru
parmesanostur sem hefur verið
fluttur inn áður og cheddarostur
til matvælaframleiðslu. Hagkaup
sótti um 17,9 tonn, en fékk ekkert.
Guðmundur Sigþórsson, skrif-
stofustjóri í landbúnaðarráðu-
neytinu, segir að ef þessi úthlutun
gangi eftir þá valdi hún því að
ástand hvað varðar ostainnflutn-
ing verði sem líkast því sem það
var áður en GATT samningurinn
tók gildi 1. júlí sl., og þannig
komi ekki til með að vanta þá
vöru sem var á markaðnum áður.
„Tilgangurinn með þessu er sá
að hafa sem líkast ástand meðan
Ráðuneytið vill að ostainnflutningur
verði sem líkastur því sem áður var
þetta er að ganga yfír og raska
ekki því sem er hvorki til hækkun-
ar eða lækkunar á verði eða þá
að útiloka vörur sem hafa verið í
innflutningi," sagði Guðmundur.
11 fyrirtæld sóttu
um 78,5 tonn
Alls bárust umsóknir frá 11
fyrirtækjum um rúmlega 78,5
tonn, en úthlutað var 19 tonna
tollkvóta í osti sem ekki er fram-
leiddur hér á landi.
Umrædd fyrirtæki eru: List hf.,
sem sótti um og fékk 3 tonn, Kís-
ill hf. sem sótti um og fékk 2,6
tonn, Pastahúsið, sem sótti um 3,4
tonn en fékk 1,6 tonn, S. Ingi-
mundarson, sem sótti um 13,5
tonn en fékk ekkert, Bergdal hf.,
sem sótti um 3 tonn en fékk ekk-
ert, Hagkaup, sem sótti um 17,9
tonn en fékk ekkert, Iðnmark, sem
sótti um og fékk 1,2 tonn, Osta-
og smjörsalan, sem sótti um 18
tonn og fékk 6,7 tonn, Kostur, sem
sótti um 10 tonn og fékk 2 tonn,
Karl K. Karlsson sem sótti um 4,5
tonn en fékk 0,5 tonn og Ark hf.
sem sótti um og fékk 1,4 tonn.
Áskilnaður um notkun
Guðmundur sagði að þar sem
séð hafí verið fram á að hugsan-
lega hafi verið sótt um sama
magn af fleiri aðilum hafi verið
gerður áskilnaður um að ef þeir
sem fengu úthlutun nota ekki
kvótann fyrir 15. október næst-
komandi þá verði þeir að skila
honum inn til úthlutunar.
„Ef þeir skila kvótanum ekki
inn og liggja með hann án þess
að nota hann þá gerum við ráð
fyrir að þeir geti staðið frammi
fyrir því að fá ekki úthlutun
framar þar sem ekki væri hægt
að líta á þá sem alvöru umsækj-
endur.“
Óskar Magnússon forstjóri Hagkaups
Leitum skýrínga
ÓSKAR Magnússon, forstjóri
Hagkaups, segir að engin
ákvörðun hafi verið tekin um
hvemig fyrirtækið muni
bregðast við úthlutun land-
búnaðarráðuneytisins á toll-
kvótum á osta, eða hvort reynt
yrði að fá málsmeðferð ráðu-
neytisins vegna úthlutunar á
tollkvótanna ógilta, en Hag-
kaup telur að þær reglur sem
úthlutað er eftir eigi sér enga
lagastoð. Hagkaup sótti um
úthlutun vegna 17,9 tonna af
ostum, en fékk ekkert.
Óskar sagði í samtali við
Morgunblaðið að leitað yrði
skýringa ráðuneytisins á því
hverjir hafi fengið úthlutun
tollkvóta og fyrir hvers konar
osta. Hann sagði Hagkaup
hafa sótt um tollkvóta vegna
ýmissa ostategunda sem
skyldar séu tegundum sem
framleiddar em hér á landi,
en þó ekki eins.
Sagðist hann vilja fá skýr-
ingar ráðuneytisins á því
hvort það skipti ostategundun-
um niður í einhvers konar
yfirflokka og hvort það réði
afstöðu þess til umsóknanna
ef skyldir ostar þeim sem sótt
væri um tollkvóta fyrir væru
framleiddir hér, en samkvæmt
reglugerð sem farið er eftir
við úthlutun hafa ostar sem
ekki em framleiddir hér á
landi sérstakan forgang við
úthlutun tollkvóta.
Útlendingar
velta bílum
ÚTLENDIhÍGAR á bílaleigubíl veltu
bifreið sinni á Möðrudalsöræfum
austan við Grímsstaði í gær.
Bíllinn fór útaf við blindhæð og
er talið að ökumaðurinn hafi misst
vald á honum í lausamöl. Tveir voru
í bílnum og voru þeir fluttir til Húsa-
víkur, en reyndust ómeiddir. Bíllinn
er stórskemmdur.
Þetta er þriðja bílveltan í umdæmi
lögreglunnar á Húsavík i þessari
viku þar sem útlendingar koma við
sögu. Að sögn lögreglu vantar
greinilega mikið upp á að erlendir
ökumenn ráði við að aka á íslenskum
malarvegum.
• •
Oruggnr
sigur
Margeirs
MARGEIR Pétursson fór með sigur
af hólmi, fyrir hönd Búnaðarbanka
íslands, á Borgarskákmótinu sem
haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur á
afmælisdegi borgarinnar í gær.
Hann hlaut sjö vinninga af sjö vinn-
ingum mögulegum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg-
arstjóri, lék fyrsta leik mótsins fyrir
Þröst Þórhallsson sem nýlega náði
þriðja og síðasta áfanga til stór-
meistaratitils. í öðru til þriðja sæti
urðu Jóhann Hjartarson, fyrir hönd
Plastos, og Jón Garðar Viðarsson
sem tefldi fyrir Iðnnemasamband
íslands.
Taflfélag Reykjavíkur og Taflfé-
lagið Hellir stóðu að mótinu og var
þetta í tíunda skipti sem það var
haldið.
Rannsóknir á kýlaveikiafbrigðinu sem greinst hefur í laxi úr Eiliðaánum að undanf örnu
Á TILRAUNASTÖÐ Háskólans í meinafræði
að Keldum er nú í undirbúningi tilraun í
samvinnu við fleiri aðila, þar sem kannað
verður hvort það bóluefni sem nú er notað
í íslenskum fiskeldisstöðvum gegn þeirri und-
irtegund kýlaveikibakteríunnar, sem hér hef-
ur verið landlæg frá því 1980, veitir fiskinum
líka vöm gegn sýkingu undirtegundarinnar
sem vart hefur orðið í Elliðaánum, eða hvort
nauðsynlegt verður að flytja inn nýtt bóluefni.
Bóluefni gegn þeirri undirtegund kýla-
veikibakteríu, sem nýverið var einangruð úr
laxi úr Elliðaánum, hafa mikið verið notuð
erlendis með góðum árangri, en að sögn
Bjarnheiðar K. Guðmundsdóttur, líffræðings
á Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði
að Keldum, hafa þau ekki verið flutt hingað
til landsins ennþá þar sem þessarar undirteg-
undar bakteríunnar hefur ekki orðið vart hér
fyrr.
Fjórar undirtegundir
Að sögn Bjarnheiðar veldur kýlaveikibakt-
erían Aeromonas salmonicida sjúkdómum í
ýmsum fisktegundum bæði í fersku vatni og
sjó. Tegundin skiptist í fjórar undirtegundir:
salmonicida, achromogenes, masoucida og
smithia. Undirtegundin salmonicida, sem nú
hefur greinst í laxi úr Elliðaánum, veldur
kýlaveiki í laxfiskum bæði í fersku vatni og
sjó, og geta ýmsar fiskitegundir verið smit-
berar sýkilsins. 1 nágrannalöndunum, t.d.
Noregi, Skotlandi og írlandi, hefur þessi
undirtegund valdið mestu tjóni allra fisksýkj-
andi baktería.
„Undirtegundimar achromogenes, maso-
ucida og smithia valda afbrigði af kýlaveiki
íslenskt bóluefni
gæti varið laxinn
í fjölmörgum fískteg-
undum, en mikill
munur er á því hve
alvarlegum sjúkdómi
hinar mismunandi
undirtegundir kýla-
veikibakteríunnar
valda," segir Bjarn-
heiður.
Svipuð
sjúkdómseinkenni
Kýlaveiki af völd-
um undirtegundar-
innar achromogenes
hefur verið landlæg í
villtum laxfiskum og
fiskeldi á íslandi frá
því Sigurður Helga-
son, fisksjúkdóma-
fræðingur á Keldum,
einangraði bakter-
íuna fyrst úr eldis-
fiski frá Suðurnesjum árið 1980, en hún veld-
ur svipuðum sjúkdómseinkennum og sjást á
kýlaveika laxinum úr Elliðaánum. Afföll af
lUUigUMDiauiu/nttnuui
SIGURÐUR Helgason, fisksjúkdóma-
fræðingur, og Bjarnheiður K. Guð-
mundsdóttir, líffræðingur.
völdum sjúkdómsins
voru allt að 30% af
heildarmagni slátur-
fisks í eldisstöð og
lyfjakostnaður mikill.
Aðrar undirtegundir
kýlaveikibakteríunnar
hafa ekki greinst hér
fyrr en undirtegundin
salmonicida greindist
nú í laxi úr Elliðaán-
um.
íslenskir fiskeldis-
menn, dýralæknar og
líffræðingar hafa öðl-
ast mikilvæga reynslu
í áralangri baráttu við
kýlaveikina, og urðu
þáttaskil í þeirri bar-
áttu árið 1992 þegar
farið var að bólusetja
eldisfisk gegn sýkingu
/ í stöðvum um land
allt. Á Rannsóknardeild fisksjúkdóma að
Keldum hafa verið stundaðar rannsóknir á
meinvirkni kýlaveikibakteríunnar og þróun
og prófun kýlaveikibóluefna frá 1987 undir
stjóm Bjarnheiðar. Ymsir aðilar hafa stutt
rannsóknirnar með fjármagni og samvinnu,
en Rannsóknarráð íslands hefur verið stærsti
styrktaraðilinn.
Mikilvægt að fólk hræðist ekki
Bjarnheiður segir að ástæður þess að það
afbrigði kýlaveikibakteríunnar sem mestan
vanda hefur skapað í fiskeldi hjá nágranna-
þjóðum okkar hafi ekki einangrast hér fyrr
en nú kunni að felast í sérstöðu íslenskra
aðstæðna. Hér sé t.d. sjaldgæft að hiti í fersk-
vatni og sjó nái því stigi sem sýkinga verður
oftast vart við erlendis, það er um eða yfir
10 gráður á Celsíus.
„Erlenda bóluefnið veitir ekki eins góða
vörn gegn íslenska afbrigðinu og það bólu-
efni sem við höfum, svo það sem við ætlum
að gera er að gera rannsókn sem svarar
þeirri spurningu hvort við getum notað áfram
það bóluefni sem við höfum, eða hvort við
verðum jafnvel að láta búa til nýtt bóluefni
fyrir okkur.
Það er mikilvægt að enginn örvænti vegna
þess að það er mikil þekking hér til staðar
og miklar framfarir í forvarnastarfi erlendis,
og við höfum náð ágætum tökum á kýlaveik-
inni hérna. Eg held að það sé einmitt mjög
mikilvægt að það sé gripið til allra tiltækra
aðgerða. Það er einnig mikilvægt að fólk sé
ekki hrætt við kýlaveikan fisk, því bakterían
veldur ekki sýkingu í spendýrum og hún er
eingöngu bundin við fisk sem hýsil og af-
markaðar tegundir fisks við sérstakar að-
stæður. Fólki stafar því ekki hætta af þess-
ari bakteríu," sagði Bjarnheiður.
I
>
>
>
>
i
I
i
I
I
1
I
I
s
I
s