Morgunblaðið - 19.08.1995, Side 8

Morgunblaðið - 19.08.1995, Side 8
8 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Búferlaflutriingar íslendinga til útlanda: Fólk í vaxandi mæli f lytja alfarið utan Það er aldeilis efnahagsbati hjá okkur Dóra mín. Allir bara að fara í siglingu... Nýtt veitufyrirtæki á Akranesi um áramótin Akranesi. Morgunblaðið ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja á stofn nýtt veitufyrirtæki á Akranesi og verður tillaga um stofnun þess lögð fram á fundi bæjarstjómar nk. þriðjudag. Þetta veitufyrirtæki mun annast sölu á rafmagni og heitu vatni á Akranesi. Veitufyrirtækið mun auk þess annast rekstur vatnsveitu, áhalda- húss og tæknideildar bæjarins. í umræddri tillögu er gert ráð fyrir að bæjarráði og bæjarstjóra verði falið að vinna að frekari fram- gangi og undirbúningi málsins þar með talið að auglýsa eftir veitu- stjóra fyrir hið nýja fyrirtæki og leggja fyrir bæjarstjórn tillögur að reglugerðum og gjaldskrám og ganga til samninga við starfsfólk. Undir störf veitustjóra mun einn- ig falla framkvæmdastjórn fyrir aðveitufyrirtæki HAB, sem er eign Akraneskaupstaðar, Borgarbyggð- ar og Andakílsárvirkjunar. Málefni hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar hafa verið til skoðunar um langt skeið og hafa ýmsar hugmyndir skotið upp koll- inum. Þessi hugmynd sem nú er gerð tillaga um er niðurstaða þeirr- ar umræðu sem staðið hefur yfir og fyrsta formlega ákvörðun sem tekin er um stofnun bæjarveitu á Akranesi. Áætlað er að hið nýja fyrirtæki taki til starfa um næstu áramót. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FULLTRÚAR íbúa við Urriðakvísl, Ingibjörg Ólafsdóttir og Jens Guðjónsson, tóku við viðurkenning- unni fyrir fegurstu götuna í Reykjavík úr hendi borgarsljórans, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. FEGRUNARVIÐURKENNING- AR Reykjavíkurborgar voru veittar í Höfða gær, á afmælis- degi Reykjavíkurborgar. Veittar voru viðurkenningar til íbúa, stofnana og fyrirtækja sem sérstaklega hafa lagt sig fram um að fegra umhverfi sitt. íbúum Urriðakvíslar var veitt viðurkenning fyrir fegurstu göt- una í Reykjavík, fyrir að ganga frá lóðum húsa sinna á fjölbreyti- legan hátt án þess að það rýri heildaryfirbragð götunnar. Papco hf. við Stórhöfða fékk viðurkenningu fyrir að fegra Urriðakvísl valin falleg- asta gatan umhverfi í iðnaðarhverfi og Vík- urvagnar hf. og Hótel Vík við Síðumúla hlutu viðurkenningu fyrir skemmtilegan frágang á þröngri lóð í verslunar- og þjón- ustuhverfi. fbúar að Jörfabakka 2-16 fengu viðurkenningu fyrir feg- urstu fjölbýlishúsalóðina m.a. fyrir gott og fallegt leiksvæði fyrir börn og hugmyndaríka gróðursetningu. Fyrir endurbætur á gömlu húsi hlutu eigendur húsanna Reynis- staðs og Reynisness við Skildinga- nes i Skerjafirði viðurkenningar. Kristín Claessen, annar eigenda Reynisstaðs er fædd og uppalin í húsinu sem að mestu var byggt árið 1871. Eggert Hjartarson, annar af eigendum Reynisness, er einnig uppalinn í sínu húsi og hefur hann ekki búið annars stað- ar, rétt eins og Kristín. Ingolfs - leiðangurinn til Islands Reykjaneshrygg- ur fundinn með lóðlínumælingum Einn fremsti sjávar- dýrafræðingur Dana, Dr. Torben Wolff, er kominn hingað til lands til að setja upp sýningu í Norræna húsinu á leiðangri danska rann- sóknaskipsins Ingolf til íslands, Grænlands og Færeyja árin 1895 og 1896. Sýningin er hönnuð af Zoologisk Museum í Kaupmannahöfn undir stjórn Wolffs en meðal sýningargripa eru fjöl- mörg dýr og plöntur úr leiðangrinum og ritröðin The Danish Ingolf Exped- ition sem er ein merkasta heimild sem til er um líf- ríki sjávar á íslandsmið- um. „Allt fram til 1870 var almennt talið að ekkert líf leyndist á djúpsjávarmiðum og það var fyrst eftir að breski Chal- langer-leiðangurinn, sem stóð yfir í fjögur ár, hafði lokið rann- sóknum sínum að sannanir feng- ust fyrir því að dýralíf er alveg jafn fjölskrúðugt á miklu sjávar- dýpi sem á minna dýpi. Síðar gerðu öll stórveldin út rannsókn- arleiðangra og það gerðu Danir og Norðmenn einnig. 1880 var danska rannsókna- skipið Wandel gert út í leiðangur til Ameríku þar sem það tþk þátt í amerískri djúpsjávarrannsókn. Skipinu hafði áður verið siglt til íslands og Grænlands, þar sem m.a. gerðar voru mælingar á hita- stigi og seltumagni sjávar.. Eftir Ameríkuleiðangurinn kynntust Danir nýjustu aðferðum sem beitt er við djúpsjávarrannsóknir. En það liðu fjórtán ár áður en danska ríkið veitti 120 þúsund dönskum kr. til leiðangurs á íslandsmið sem stóð yfir í fjóra sumarmán- uði árin 1895 og 1896. Leiðangurinn hófst í maí 1895 og farkosturinn var Tngolf, stærsta skip danska herskipaflot- ans. Ingolf var seglskip með gufuvél. Send voru kol til Islands og Grænlands sem síðar voru flu^t um borð. Fyrra árið var Ing- olf við mælingar austan, sunnan og vestan Islands og vestan Grænlands. Þetta sumar var lagnaðarís 11 km út af norðvest- urströnd íslands og hann sást frá Iandi,“ sagði Wolff. Hann segir að árið 1896 hafi Ingolf eingöngu verið við mæling- ar við ísland og þá hafi Reykja- neshryggurinn verið uppgötvað- ur. „Lögð var út lóðlína -------- með reglulegu millibili og þannig var dýptin fundin og í ljós kom þessi gríðarstóri neð- ansjávarhryggur suð- austur af Islandi sem Reykjaneshryggur Torben Wolf ►Dr. Wolff er einn þekktasti sjávardýrafræðingur Dan- merkur. Hann hóf feril sinn sem fræðimaður um borð í rannsóknaskipinu Galathea sem stundaði djúpsjávarrann- sóknir og sigldi í kringum heiminn á árunum 1950-1952. Þetta er í fyrstasinn sem Wolff kemur til íslands. 130 Ijósmynd- ir sýndar frá leiðangrinum kallast Gerðar voru mælingar á 144 stöðum, fyrst var dýptin mæld með lóðlínu, síðan voru tekin botnsýni og loks var hitastig og seltumagn sjávar mælt sem og ýmsar lofttegundir í sjónum. Þetta var í fyrsta sinn sem hitastig var mælt við sjávar- botn og á yfirborði sjávar. Lagn- aðarísinn var jafnnærri landi og sumarið áður en austan við land- ið var auður sjór allt að Jan Mayen. Mikilvægustu niðurstöður leið- angranna voru þær að hægt var að sýna fram á mikinn mun á djúpsjávardýralífi norðan Norð- ur-Atlantshafshryggsins, sem liggur frá Austur-Grænlandi, yfir ísland og Færeyjar og til Skot- lands, og sunnan hans. Dýpt á þessum slóðum er hvergi meiri en 600 metrar," sagði Wolff. Hann segir að við rannsóknirn- ar hafi fundist í fyrsta sinn fjöl- mörg dýr og þeim sé öllum lýst í Ingolfs skýrslunni sem er í 17 bindum. Skýrslan er 5.550 stórar blaðsíður með 330 teikningum. Útgáfa skýrslunnar hófst 1898 og síðasta bindið kom út 1953. Merkustu munirnir á sýningunni eru þó án efa 130 ljósmyndir frá leiðangrinum, einkum íslands- hluta hans. „Hugsanlegt er að þarna sé að finna elstu Ijósmyndir frá ís- landi, alltént sagði kona mín mér að elstu ljósmyndirnar frá íslandi sem hún hefði séð á Þjóðminja- safninu væru frá 1903. Einnig eru ljósmyndir af lífinu um borð í Ingolf en þær tók skipslæknir- inn. Einnig eru til sýnis fjölmörg sjávardýr úr leiðöngrunum og teikningar úr Ingolfs skýrslunni, þurrkaðar plöntur sem grasa- fræðingurinn um borð safnaði á þremur stöð- um á íslandi. Ingolfs leiðangurinn var fyrsti danski djúp- sjávarrannsóknaleið- angurinn og hann varð upphafið að því að Danir skipuðu sér í fremstu röð á sviði rannsókna af þessu tagi. Árið 1928 til 1930 gerðu Danir út Dana Ieiðangurinn sem enn í dag er mesta rannsókn sem gerð hefur verið á lífríki sjáv- ar frá yfirborði niður á u.þ.b. 3.500 metra dýpi. Og enn síðar, 1950-1952, hófst Galathea leið- angurinn sem einkum var helgað- ur botndýrarannsóknum og leiddi m.a. í ljós að það finnst líf jafn- vel á dýpstu hafsvæðum heims, eða á um 10 km dýpi í Marianas- skurði við Fillipseyjar," sagði dr. Torben Wolff.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.