Morgunblaðið - 19.08.1995, Page 20

Morgunblaðið - 19.08.1995, Page 20
20 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Reuter Trollið verður ekki sýnt KANADÍSK stjómvöld hafa, að beiðni Evrópusambandsins, ákveðið að falla frá þeirri ákvörðun að sýna þéttriðið troll spænska togarans Estai á sýn- ingu í Ottawa, sem opnuð var í gær. Trollið var veitt af hafs- botni eftir að áhöfn togarans skar það frá er kanadíska strand- gæslan réðst til atlögu er deila ríkjanna stóð sem hæst í mars- mánuði. Vakti það mikla reiði i Kanada er í ljós kom hve litlir möskvar trollsins voru. Brian Tobin sjávarútvegsráðherra Kanada sagði í gær að nú væri stefna stjórnvalda sú að vemda fiskistofna með samstarfi við ESB í stað átaka en fulltrúar Evrópusambandsins hefðu bent á að hægt hefði verið að mistúlka sýningu á trollinu. A myndinni má sjá Tobin fyrir framan troll Estai veifandi smárri grálúðu á blaðamannafundi, sem hann hélt í New York vegna úthafsveiðir- áðstefnu SÞ í aprfl. Vakti það mikla reiði innan Evrópusam- bandsins að Kanadamenn skyldu sýna netið í New York. Hæstiréttur Spánar rannsakar dráp lögreglusveitar á Böskum íhugar hvort sækja eigi Gonzalez til saka Madrid. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Spánar tilkynnti í gær að hann tæki við rannsókn á ólöglegri starfsemi lögreglusveitar, sem barðist gegn hermdarverka- mönnum á síðasta áratug. Felipe Gonzalez forsætisráðherra og fleiri forystumenn Sósíalistaflokksins hafa verið sakaðir um að vera við- riðnir starfsemi lögreglusveitarinn- ar og búist er við að rétturinn ákveði í næsta mánuði hvort ákæra beri forsætisráðherrann. Baltasar Garzon, dómari í undir- rétti, hefur annast rannsóknina til þessa og á að afhenda hæstarétti öll gögn málsins. Forsætisráðherr- ann hefur margsinnis neitað því að hafa samþykkt eða vitað af starf- semi lögreglusveitarinnar, sem nefnist Frelsishópur gegn hermdar- verkum, GAL. Lögreglusveitin var óvönd að meðulum og drap 27 meinta félaga í aðskilnaðarhreyf- ingu Baska, ETA (Baskneskt heimaland og frelsi), á árunum 1983-87. Mörg fómarlambanna reyndust ekki tengjast ETA á nokk- um hátt. Femando Cotta, deildarforseti hæstaréttar, sagði í gær að réttur- inn myndi skipa eigin rannsóknardómara og gaf öllum málsaðilum tíu daga frest til að leggja fram gögn eða yfirlýsingar. Talið er að rétturinn þurfi síð- an tvær vikur til að meta gögnin og úr- skurða hvort þau rétt- læti ákæru á hendur Gonzalez og þrem öðr- um sósíalistum - Narci Serra, fyrrver- andi aðstoðarforsætis- ráðherra, Jose Barri- onuevo, fyrrverandi innanríkisráðherra, og þingmannin- um Jose Maria Benegas. Ricardo Garcia Damborenea, sem var áður leiðtogi Sósíalistaflokksins í Baskahéruðunum, hafði sakað alla þessa menn um að hafa samþykkt starfsemi lögreglusveitarinnar. Rjúfa þarf þinghelgi Úrskurði hæstiréttur að rétt sé að ákæra Gonzalez og félaga þarf hann að biðja neðri deild þingsins um að rjúfa þinghelgi þeirra. Þing- deildin þarf að sam- þykkja það með meiri- hluta atkvæða. Telji rétturinn hins vegar að gögnin rétt- læti ekki ákæru getur hann vísað málinu aft- ur til Garzons dómara. Þá yrði ekki hægt að ákæra fjórmenningana þar sem þeir njóta al- gjörrar þinghelgi gagnvart öðrum dóm- stólum en hæstarétti. 14 fyrrverandi emb- ættismenn og lög- reglumenn hafa verið ákærðir vegna málsins. Gonzalez hefur verið hlynntur því að hæsti- réttur taki við málinu í von um að lát verði á nær stöðugum ásökunum og vangaveltum í spænskum blöð- um um að stjómin hafí samþykkt dráp lögreglusveitarinnar. Stjómin stendur mjög höllum fæti vegna GAL-málsins og fleiri hneykslis- mála og stjómarandstaðan hefur ítrekað krafist þess að Gonzalez segi af sér og boði til þingkosninga. Forsætísráðherra Tékklands Hver verður eftirmaður Ingvars Carlssons? Ekki í kapphlaupi við Pólland um aðild Kona félli vel að jafnréttisstefnunni Silherovice, Tékklandi. VACLAV Klaus, forsætisráðherra Tékklands, segir að ríkisstjóm sín sé ekki í neinu kapphlaupi við Pól- land um að fá inngöngu í Evrópu- sambandið. Klaus átti daglangan fund með -Jozef Oleksy, pólskum starfsbróður sínum, í veiðikofa við landamæri ríkjanna á fimmtudag. „Við erum ekki að reyna að komast hvor fram úr öðrum hvað varðar aðild að Evrópusambandinu," sagði Klaus eftir fundinn. Pólveijar hafa gagnrýnt tékk- nesku stjórnina fyrir að hugsa að- eins um sjáifa sig, í stað þess að leggja áherzlu á samstarf við grannríkin, sem einnig vilja komast Brussel. Reuter. • SÉRFRÆÐINGAR Evrópusam- bandsins í kjarnorkumálum munu hitta fulltrúa frönsku stjórnarinn- ar í næstu viku til að ræða áætlað- ar kjarnorkuvopnatilraunir Frakka í S-Kyrrahafi. Fundurinn fer fram þann 24. ágúst nk. Fram- kvæmdastjórn ESB hafði þrýst á um að af þessum fundi yrði, en hún bindur þær vonir við fundinn að hann leiði til þess að sérfræð- ingar ESB geti verið viðstaddir tilraunirnar á Mururoa-rifi. • VIÐRÆÐUR ESB og Marokkó um nýjan fiskveiðisamning hafa nú staðið yfir í viku án þess að tekið hafi verið á megindeiluefn- inu: ákvörðun kvóta fyrir skip ESB-ríkja í lögsögu Marokkós. Umræður um þetta efni hófust á fimmtudag en lítið hefur miðað enn í samkomulagsátt. • EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur ákveðið að veita 15 miHjónum ECU til sérstakrar neyðarhjálpar fyrir flóttafólk í Bosíu og Serbíu. A örfáum dögum hafa um 140.000 Serbar í Krajina-héraði í Króatíu tekið sig upp og eru á flótta til inn í Evrópusambandið. Klaus hefur hins vegar haldið því fram að Tékk- land sé einfaldlega lengst á veg komið í umbreytingu efnahagslífs- ins frá sósíalisma til kapítalisma, og eigi að fá sjálfstætt mat sem aðildarríki ESB, en ekki sem hluti af stærri hópi ríkja. Mikill halli á viðskiptum Mikill halli er á viðskiptum Tékk- lands og Póllands, Tékkum í vil. Þeir seldu vörur fyrir um 26 millj- arða króna norður yfir landamærin á fyrri helmingi ársins, en keyptu vörur fyrir um 19 milljarða í stað- inn. Serbíu og um 50.000 Króatar og Bosníumenn hafa verið hraktir frá heimilum sínum í Bosníu. Fjárveit- ingin á að renna til að lina neyð þessa fólks sérstaklega og mun ECHO, hjálparstofnun ESB ásamt Rauða krossinum og yfirstjórn hjálparstarfs SÞ í fyrrv. Júgó- slavíu, UNHCR, sjá um að koma hjálpinni til réttra aðila. • STEFNA ESB í heilbrigðismál- um þarf á betri samræmingu að halda að mati Evrópsku heilsugæz- lusamtakanna. Framkvæmda- stjómin verði að sjá til þess að ekki sé staðið að svo ósamkvæmum aðgerðum eins og að styðja við ræktun tóbaks en reka jafnframt krabbameinsvarnaráætlanir. • AÐILDARRÍKI CEFrA, Frí- verzlunarsamtaka Mið-Evrópu, ákváðu á fundi I Varsjá í gær að koma á fullri fríverzlun sín á milli með flestar iðnaðarvörur arið 1997, ári á undan áætlun. í CEFTA eru Pólland, Tékkland, Slóvakía og Ungverjaland. Búizt er við að Slóvenía fái aðild á CEFTA-fundi í Slóvakíu í október. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NÆSTI formaður sænska Jafnað- armannaflokksins verður sjötti for- maðurinn síðan flokkurinn var stofnaður 1889. Um hugsanlegan eftirmann sinn vildi Carlsson ekki segja neitt, því það væri flokksins að ákveða hann. En ýmis nöfn fljúga um í Svíaveldi. Það hefur legið í loftinu að næsti. formaðurinn verði kona til að efía jafnréttisímynd flokksins. Það sjónarmið getur verið útlend- ingum torskilið, en jafnréttismál vega afar þungt í Svíþjóð. Mona Sahlin er sú sem allir nefna fyrst, en fremur af því hún hefur verið talin krónprinsessa Carlssons en af sannfæringu, því stjarna hennar hefur dalað. Hún er fædd 1957, var farin að starfa af krafti í ung- mennahreyfingunni 1973 og hefur klifrað hratt upp flokkskerfið. Hún var kosin á þing 1982 og var at- vinnumálaráðherra 1990-1991. Carlsson hefur haldið henni mjög frammi, ekki síst með því að gera hana að varaforsætisráðherra, auk þess sem hún gengur formanninum næst í flokknum. Hún er gift og á þrjú böm. Skortir festu Frammistaða Monu Sahlin hefur hins vegar verið umdeild. Margir álíta hana skorta festu og vera yfírborðskennda. Hins vegar hefur hún verið vinsæl í kvennahreyfingu flokksins og þótt tala þannig að allir skildu. Hún hefur talað af sannfæringu fyrir ESB, þó flokk- urinn og ekki síst konur í flokknum hafi verið á móti, auk þess sem hún hefur talað fyrir niðurskurði og uppstokkun velferðarkerfms. Sahlin vildi ekki segja neitt um hugsanlegt framboð. Hún væri með kökk í hálsinum yfir tilkynn- ingu Carlssons og það væri flokks- ins að ræða eftirmann hans. Göran Persson fjár- málaráðherra skortir að hluta aðdráttarafl Sahlins, þar sem hann er karlkyns. Hann er fæddur 1949 og þó hann hafi starfað í nefndum og ráðum flokksins er það fyrst nú sem ráðherra að hann hefur orðið þekktur meðal al- mennings. Hann þykir vera harður og seigur fj ármálaráðherra, bæði þéttur á velli og þéttur í lund, óhræddur að tala fyrir breytingum og uppstokkun velferðarkerfisins og mælskur. Veika hlið hans er hins vegar ein- mitt að hann er styrkur fiármála- ráðherra og því næstum ómissandi í stjóminni. Hann sagði hins vegar strax að hann hefði ekki áhuga á starfinu, en að sjálfsögðu gæti hann þurft að hugsa það mál upp á nýtt. Bæði Sahlin og Persson eru fulltrúar hins frjálslynda arms flokksins, sem líkt og Tony Blair í Bretlandi eru óhrædd við að ákalla markaðsöflin sem hjálpar- anda í stjórnmálunum. Persson er fráskilinn og á tvær dætur. Gæti sameinað armana Maðurinn, sem var oft nefndur í sænskum fjölmiðlum í gær var Jan Nygren samræmingarráð- herra. Hann var sagður hinn óþekkti, eljusami stjómmálamað- ur, er gæti sameinað ólíka arma flokksins. Hann er fæddur 1950, fráskilinn og býr með syni sínum og það færir honum samúð kynja- jafnréttissinna í flokknum. Hann gekk ungur til starfa í flokknum og mátti ekki vera að því að ljúka verkfræðinám- inu, sem hann hóf. Utan flokksins er hann alveg óþekktur og eins meðal óbreyttra flokks- manna. í innstu véum flokksins er hann vel þekktur og þá fyrir að vera lúsiðinn og gæddur ríkri skipu- lagsgáfu. Styrkur hans gæti verið hæfi- leikar til að bræða saman ólík sjónarmið, eins og hann hefur gert í stjórninni. Veikleiki hans er að hann hefur fremur á sér yfirbragð embættismanns en stjórnmálamanns og er alveg laus við mælsku og fæmi í samskiptum við fjölmiðla. Sænski Jafnaðar- mannaflokkurinn þarf þó ekki ann- að en að líta til bróðurfiokksins í Danmörku til að sjá að þar hefur einmitt slík manngerð valist til forystu í stað mælsks hugsjóna- manns. Hann hefur áður sagst til- búinn að taka áskorun um for- mannsembættið. Stefna hans er á svipuðum nótum og hinna tveggja, en hann gæti átt auðveldara með að tala til vinstriarms flokksins, vegna þess hve hann er óskrifað blað út á við. Margareta Winberg landbúnað- arráðherra hefur einnig verið nefnd sem frambærilegur kven- maður og þótt vera skörulegur ráðherra. Veikleiki hennar er að hún var andstæðingur ESB-aðildar og þó hún hafi starfað vel á vett- vangi ESB hefur hún vart hæfí- leika til að leiða ólíka arma flokks- ins. Frakkar fallast á fund um kjamavopnatilraunir MONA Sahlin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.