Morgunblaðið - 19.08.1995, Page 29

Morgunblaðið - 19.08.1995, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 29 AÐSENDAR GREIIMAR Hvers vegna ekki sænsk iðgjöld? SÉRKENNILEG umræða hefur átt sér stað í fjölmiðlum undanfarna daga. Þeir sem þar ræða saman og deila tala hvorir úr sínu horni en sá sem umræðuna hóf skilur því miður ekki merg málsins. Forráða- menn FÍB boðuðu blaðamenn til fundar og sögðu eitthvað á þessa leið: „Iðgjöld bifreiðatrygginga eru lægri í nokkrum grannlöndum en hér. Þess vegna eru iðgjöld á ís- landi of há og þau ber að lækka.“ í töflum sem fylgdu fréttatilkynn- ingu voru tilgreind iðgjöld fyrir bif- reið af gerðinni Toyota Corolla (sem er í eigu fertugs manns o.s.frv.) á Norðurlöndunum. Lægst er iðgjaldið í Svíþjóð en hæst á Islandi. Næst- hæst er iðgjaldið í Danmörku eða tæplega tvöfalt iðgjaldið í Svíþjóð. (Hvernig er það annars, hafa sam- tök bifreiðaeigenda í Danmörku krafizt lækkunar bifreiðatrygginga- iðgjalds á þeim forsendum að það væri nær helmingi lægra í Svíþjóð!?) Það sæmir ekki forráðamönnum FÍB að beita þeirri röksemdafærslu sem þeir gera í þessu máli, þ.e. að iðgjöld í Svíþjóð eigi að vera for- senda iðgjalda á íslandi. Það kemur málinu ekkert við á sama hátt og það kemur launakjörum á íslandi ekkert við hver launakjör eru í Sví- þjóð eða Grikklandi. Samanburður milli landa á verð- og kauplagi ger- ir kröfur til vandaðri vinnubragða en FÍB-menn beita í þessu máli og þjónar í sjálfu sér ekki öðrum til- gangi en að reyna að skýra ástæður hugsanlegs mismunar. Iðgjaldsákvörðun Vátryggingariðgjöld í einstökum greinum vátrygginga eru ákveðin þannig að þau standi undir bóta- greiðslum, rekstrarkostnaði og ein- hverjum hagnaði að teknu tilliti til fjár- munatekna. Hvaða ályktanir mætti draga af því að iðgjöld séu hæst á íslandi ef ekki liggja fyrir frekari upp- lýsingar? í fyrsta lagi gæti rekstrarkostnaður verið allt of hár en í fréttatilkynningu FÍB fá bifreiðatryggingafé- lögin á íslandi sérstakt hól fyrir litla yfirbygg- ingu og lágan rekstrar- kostnað. Það er því vart ástæðan. í öðru lagi gæti hagnaður fé- laganna verið óeðlilega hár af þessari starfsemi. Þrátt fyrir verulegar búsifjar norrænna vá- tryggingarfélaga vegna fjárfesting- artapa á síðustu árum er eiginfjár- hlutfall sænskra og danskra félaga miklu hærra en þeirra íslenzku og hagnaður er líka verulega meiri sem hlutfall af iðgjöldum. (Vilji menn tölur skulu þær fúslega veittar.) Almennt gildir það bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum að bif- reiðatryggingar vátryggingafélaga eru óhagstæðari en önnur viðskipti þeirra. Ég fullyrði: Félögin hafa heldur tapað á þessum viðskiptum þegar litið er til nokkurra undanfar- inna ára. Þá stendur aðeins eftir spurningin um það hvort bætur til tjónþola hér á landi séu hærri en í grannlöndunum eða ekki. Svarið er einfalt: Bætur eru mun hærri fyrir hveija vátryggða bifreið hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. í rauninni skiptir það ekki nokkru máli varðandi ákvörðun iðgjalds fyr- ir bifreiðatryggingu á íslandi hvert iðgjaldið er í Svíþjóð eða Grikk- landi. V átry ggingafé- lög í Svíþjóð eða Grikk- landi mundu ekki nota sömu iðgjaldaskrár og þeir nota á heimamark- aðnum, ef þeir hyggð- ust selja bifreiðatrygg- ingar á íslai\di. Vel á minnzt; hér starfa tvö vátryggingafélög sem eru að meiríhluta í eigu sænskra_ vátryggingar- félaga. Ábyrgð hf. hef- ur starfað hér um ára- tugaskeið, fyrst sem umboðsskrifstofa sænska vátryggingar- félagsins Ansvar og síðan sem hlutafélag í eigu þess, lengst af að langmestu leyti. Forráðamönnum Ansvar virð- ist ekki hafa dottið í hug að nota sænsku skrána. Ef þeir hefðu notað hana segir mér svo hugur um að Ábyrgð hf. væri ekki lengur með vátryggingastarfsemi því annað- hvort hefði Vátryggingaeftirlitið stöðvað reksturinn áður en til gjald- þrots hefði komið eða félagið hefði orðið gjaldþrota. Nú á öflugasta vátryggingafélag Norðurlanda, Skandia í Svíþjóð, dótturfélag á ís- landi. í fréttatilkynningu FÍB kemur fram að iðgjöld þess eru ívið lægri fyrir almenna bíleigendur en hjá öðrum félögum og nokkru lægri fyrir félaga í FÍB. Þeim virðist held- ur ekki hafa dottið snjallræði FIB í hug og lái þeim hver sem vill. Bótasjóðir Nú skulum við snúa okkur að bótasjóðum félaganna en þeir hafa orðið æ veigameiri þáttur umræð- unnar eftir því sem á hana hefur liðið. Það er eflaust þýðingarlaust Bjarni Þórðarson Hér starf a tvö vátrygg- ingafélög, segir Bjarni Þórðarson, sem eru að meirihluta í eigu sænskra vátrygginga- félaga. að reyna að skýra fyrir FÍB-mönn- um hvað bótasjóðurinn er í raun og veru. Engum sem hugar að árs- reikningi banka eða sparisjóðs blandast hugur um að innstæður í stofnuninni eru skuld hennar gagn- vart innstæðueigandanum. Hver innstæðueigandi á sína ákveðnu inn- stæðu og um það er enginn ágrein- ingur. Það sem kallað hefur verið bóta- sjóður hjá vátryggingarfélagi er mjög hliðstætt heildarinnstæðum í innlánsstofnun en þó er munur á. í hvert skipti sem vátryggingafélagi er tilkynnt um tjón, áætlar það hvaða fjárhæð félagið muni þurfa að greiða til þess að bæta tjónþolan- um tjón _ hans þegar að uppgjöri kemur. í sumum tilvikum líður skammur tími þar til uppgjör fer fram en í öðrum líða mörg ár og jafnvel áratugir. Bótasjóður hjá einu vátryggingafélagi er samtala þeirra fjárhæða sem félagið hefur áætlað að það muni þurfa að greiða einstök- um tjónþolum. Einnig verður það að áætla fjárhæðir vegna tjóna sem hafa orðið en það hefur ekki fengið tilkynningu um enn. í mörgum til- vikum gera tjónþolar sér nefnilega alls ekki grein fyrir því að þeir muni þurfa að kreQa félag um bæt- ur vegna tjóns sem þeir hafa orðið fyrir, t.d. þegar um slys er að ræða þar sem afleiðingar verða ekki ljós- ar fyrr en löngu eftir slysatburðinn sjálfan. Hér verður félagið að byggja á reynslu úr fortíðinni um síðbúnar tjónstilkynningar. Þegar félagið gerir svo tjón upp við tjón- þola er sjaldnast um sömu fjárhæð að ræða og það hefur áætlað. í sumum tilvikum er hún hærri en í öðrum lægri en sú sem skráð er í bótasjóði. Það er skylda stjórnvalda að fylgjast með því að vátryggingafé- lög hafi nægjanlegt gjaldþol til þess að reka vátryggingastarfsemi, en einn veigamesti þátturinn í mati á gjaldþoli er mat bótasjóðsins. Það verkefni er falið sérstökum eftirlits- stofnunum, sem hafa á að skipa sérhæfðu starfsliði til þess að meta gjaldþol félaga, en hér á landi ann- ast Vátryggingaeftirlitið þetta starf. Sú staða má helzt ekki koma upp að vátryggingafélag verði gjald- þrota með þeim afleiðingum sem slíkt kynni að hafa fyrir tjónþola og vátryggingataka. Fái t.a.m. sá sem slasast hefur í bifreiðarslysi ekki bætur úr hendi vátryggingafé- lagsins sækir hann bæturnar beint í hendur ökumanns og eiganda öku- tækisins. FÍB-mönnum vex í augum þróun bótasjóðsins síðustu ár. Ég ætla mér ekki þá dul að skýra hana þar sem mig skortir upplýsingar, en ljóst er að meginástæður eru þrjár: 1) Ný umferðarlög tóku gildi 1988 en samkvæmt þeim öðluðust slasaðir rikari bótarétt en áður jafnframt því sem allir ökumenn og eigendur ökutækja skyldu slysatryggðir. 2) Veruleg fjölgun krafna um slysa- bætur (umfram þær sem stafa af 1. lið), bæði vegna fjölgunar slysa og aukinnar vitundar slasaðra um rétt sinn til bóta. 3) Verklagsreglur bifreiðatryggingafélaganna sem hafa leitt til frestunar uppgjörs margra slysatjóna. Það er ekki ólíklegt að erlend vátryggingafélög fáist til þess að bjóða einhveijum hópum bifreiða- eigenda hagstæðari kjör en nú eru í boði. Hins vegar segir sig sjálft að þessi félög koma ekki hingað til annars en að hagnast þannig að fljótt mundi sækja í sama farið nema íslenzkir ökumenn taki sig á í um- ferðinni. Það er það eina sem dugir til þess að ná fram varanlegri lækk- un iðgjalda. Höfundur er tryggingastærðfræð- ingur. Fjarkennsla inn tölvur VERKMENNTASKÓLINN á Akureyri hóf tilraun með fjar- kennslu um tölvur árið 1994 á vo- rönn. Tilraunin fólst í því að kenna tvo áfanga í ensku: ÉNS 102 og ENS 212. Ástæðan fyrir því, að þessir áfangar urðu fyrir valinu var fyrst og fremst sú, að efni til þessar- ar kennslu var tiltækt. Valið reynd- ist hins vegar heppilegt, þar sem tungumál er væntanlega með þvi torveldara að kenna með tölvusam- skiptum. Reynslan af þessari tilrauna- kennslu var góð; svo góð, að ástæða þótti til þess að halda áfram á sömu braut. Á annarri önn fjarkennslunn- ar um tölvur var því boðið upp á fleiri greinar og stefnan sett á það að.byggja upp námsefni, sem leiddi til lokaprófa á framhaldsskólastigi, hvort heldur stúndentsprófs eða annarra. Á þriðju önninni, vorönn 1995, var boðið upp á þijú erlend tungumál auk íslensku, bókfærslu, eðlisfræði, félagsfræði, sögu, sál- fræði, stærðfræði og þjóðhagfræði. U ppbyggingarstarfið hefur gengið vel, þó að enn sé að vísu flarri því, að því sé lokið. Á haust- önn þeirri, sem senn fer í hönd, verður boðið upp á fyrrgreindar greinar og auk þess bætt við efna- fræði, íþróttafræði, næringarfræði, rekstrarhagfræði, verslunarfræði og verslunarreikningi. Framboð námsefnis er því orðið verulegt, svo mikið, að segja má, að fjarkennsla Verkmenntaskólans á Akureryi um tölvur hafi slitið barnsskónum og sé að festast í sessi. Undirstöður starfsins Starfið að fjarkennslu Verk- menntaskólans á Akureyir byggist framar öðru á miklum áhuga kenn- ara skólans og fúsleika þeirra að taka þátt í því. Enn sem komið er hefur ekki þurft að leita út fyrir starfsmannaflokk skólans sjálfs, þó að ugglaust komi að því, að þess gerist þörf. Annað, sem skiptir miklu máli, er ötult starf stjórnenda skól- ans, en þeir hafa verið vakandi og sofandi yfir framgangi þessa námsframboðs. í þriðja lagi er öflugur stuðn- ingur menntamála- ráðuneytisins við starf- semina jafnt í tíð fyrr- verandi menntamálaráðherra, Ólafs G. Einarssonar, sem hins núver- andi, Björns Bjarnasonar, ómetan- legur. Fjarkennslan er vitanlega starf- semi, sem þarfnast fjármuna. Greiða þarf kennurum og einnig eru nokkrar greiðslur vegna annarra rekstrarþátta, svo sem samskipt- anna sjálfra. Fjármunir koma af námsgjöldum nemenda, sem eru að nokkru hliðstæð þeim, sem greidd eru í öldungadeildum, og í formi framlags frá menntamálaráðuneyt- inu, sem hefur, eins og fyrr er nefnt, sýnt þessari tilraun Verkmennta- skólans á Akureyri mikinn skilning og áhuga. Framgangur nemenda Nemendur fara í gegnum sama námsefni og aðrir nemendur í fram- haldsnámi í hlutaðeigandi greinum. Þeir ljúka yfirferð sinni jafnstíga nemendum, sem eru til dæmis í öldungadeiídum á sömu önn, og þreyta í lokin próf á svipuðum tíma og þeir nemendur, sem mæta í skól- ann til þess að sækja sér kennslu. Námsstarfið stunda hins vegar fjarnemend- ur við tölvuna heima hjá sér, en próf eru lögð fyrir í samvinnu við skóla hið næsta nemandanum. Nokkrar kvaðir fylgja náminu og er þar helst skilaskylda á verkefnum, sem á að tryggja, að nemandi dragist ekki aftur úr í yfirferð sinni. Kvaðir leggjast einnig á kenn- arana, en þeir eiga að skila af sér verkefni nemandans svo fljótt sem unnt er, eða helst innan sólar- hrings eftir að nemandinn hefur sent það frá sér í tölvupósti. Þessi atriði og önnur eru hugsuð sem hvati til starfs og virðast hafa verkað þannig. Framgangur nem- enda almennt hefur verið góður og árangur þeirra á prófum verulega yfir meðallagi. Ef til vill er það ekki undrunarefni, þar sem hér er í raun um einstaklingskennslu að ræða. Nemandinn sendir sína úr- lausn og fær sínar eigin villur leið- réttar og ræddar. Nýti nemandinn sér það, sem í þessu felst, hlýtur árangur að verða góður. Af því, sem verður séð af reynslu af hliðstæðri kennslu erlendis frá er það líka svo, að í heild tekið er framgangur nemenda í fjarkennslu um tölvur almennt að minnsta kosti fyllilega sambærilegur og gjarnan betri en með öðrum kennsluháttum. Tæki og búnaður Til þess að stunda nám um tölvu- samskipti þarf vitanlega tölvu og gott getur verið að eiga með henni prentara. Þessi tæki eiga nú orðið Haukur Ágústsson Nemendur fara í gegnum sama náms- efni, segir Haukur Ag- ústsson, og aðrir nem- endur í framhaldsnámi. margir hér á landi. Auk þeirra þarf að vera til mótald til þess að unnt sé að tengja tövluna símakerfí landsins. Mótaldið þarf helst að vera ekki minna en 14.400 baud (baud er eining, sem notuð er um sendingarhraða). Auk þess, sem hér er talið, þarf nemandinn að hafa í tölvu sinni fjar- skiptaforrit, sem gerir honum fært að tengjast íslenska menntanetinu, eða internetinu. Forrit þessi eru jafnan afhent ókeypis og er þá kostnaður vegna þeirra ekki’ annar en verð disklinganna, sem þau eru á. Til hvers fjarkennsla? Nútíminn krefst sívaxandi þekk- ingar og hæfni á öllum sviðum. Þessara atriða verða flestir að afla sér með skólagöngu af einhveiju tagi. Fjöldi fólks, sem hefur hug á því að afla sér þeirra, hefur ekki tök á því að fara að heiman eða hætta í vinnu til þess að setjast á skólabekk með hefðbundum hætti. Þessu fólki er fjarkennslan um tölv- ur ætluð. Það er að finna um allt landið jafnt í þéttbýli sem þreifbýli, til sjós og lands. Fjarkennslan gerir þessu fólki fært að stunda nám án þess að fara að heiman eða verða fyrir truflunum í lífsbjargarstarfi sínu. Það er iðulega rætt um jöfnun aðstöðu til náms. Það er trú þeirra, sem standa að fjarkennslu Verk- menntaskólans á Akureyri með tölvusamskiptum, að með henni sé stigið eitt stærsta skrefið að þessu marki, sem stigið hefur verið hin síðari árin. Sá virðist líka vera skiln- ingur yfirvalda menntamála í land- inu. Því má telja nokkuð víst, að sú litla byrjun, sem fólst í tilraun Verkmenntaskólans á Akureyri á vorönn, 1994, sé á leiðinni að verða að öflugri starfsemi til hagsbóta menntunarfúsu fólki hvarvetna á landinu. Höfundur er umsjónarmnður fjar- kennslu. 136.000 gestir í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn RUMLEGA 136.000 gestir hafa lagt leið sína í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn í sumar. Laugardaginn 19. ágúst, milli kl. 14 og 16, koma matreiðslu- meistararnir Oskar Finnsson og Ingvar Sigurðsson í heimsókn til að kynna áhugasömum grillurum hvernig á að grilla íslenskt lamba- kjöt. Naglabandið mun spila nokk- ur lög kl. 15 og kl. 16 koma tannp- ínumeistararnir Karíus og Baktus og vekja athygli á iðju sinni. Sunnudaginn 20. ágúst verður þjóðlegur dagur. Mókollur og fé- lagar koma í heimsókn kl. 14, glímukappar mæta á Víkingsvelli og sýna glímu og leyfa áhugasöm- um að spreyta sig á íþróttinni. Þjóðdansafélagið sýnir og kennir þjóðdansa kl. 16 og einnig munu látbragstrúðar heilsa upp á gesti garðsins kl. 16. Opið er alla daga í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum fram að 4. september milli kl. 10 og 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.