Morgunblaðið - 19.08.1995, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 35
PÁLL
SIG URBJÖRNSSON
+ Páll Sigurbjörnsson fæddist
í Brekkubæ á Hellnum á
Snæfellsnesi 2. apríl 1917.
Hann lést 1 Borgarspítalanum
16. júlí síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Fossvogskirkju
21. júlí.
PÁLL Sigurbjörnsson var mikill
atorkumaður, duglegur við hvað
sem hann gerði og lagvirkur. Hans
lífsstarf var margþætt og féll hon-
um sjaldan verk úr hendi. Hann var
lengi hjá móður sinni eftir að faðir
hans dó og var hennar stoð og
stytta. Hann hjálpaði henni við bú-
skapinn og svo stundaði hann lengi
sjóinn á árabátum og trillum frá
Hellnum allt til ársins 1948 að mig
minnir.
Árin 1942 til 1944 var ég ásamt
bróður mínum Ólafi að byggja íbúð-
arhús á eiðibýli sem við keyptum
og heitir Laugarbrekka við Hellna.
Þá hjálpaði Páll okkur við bygging-
una og Pétur bróðir hans. Þeir voru
báðir góðir verkmenn og bráðlagn-
ir. Það var gaman að vinna með
þeim. Árið 1974 hóf ég byggingu
á hýju íbúðarhúsi á jörðinni og þá
hjálpaði Páll okkur að múra það
að utan. Hann vann þetta múrverk
vel eins og allt sem hann gerði.
Páll var öðlingur í lund, ávallt glað-
ur og gaman að tala við hann.
Hann átti góða konu og voru þau
mjög samhent, gestrisin og tóku
með gleði móti gestum, þau tóku
ávallt elskulega á móti mér. Það
var indælt að heimsækja þau. Ég
á góðar minningar um Pál sem
ekki gleymast. Eg þakka honum
indæla samleið á lífinu allt frá
æskuárum. Guð gefi honum sælu í
sólardýrð. Blessuð sé minning hans.
Ég bið Guð að styrkja og blessa
eftirlifandi konu hans Pálínu, börn
þeirra og aðra aðstandendur.
Finnbogi G. Lárusson,
Laugarbrekku.
Við brottför mannkostamanns er
margt það sem á hugann leitar og
erfitt er að færa í letur. Þó er gott
að eiga þess kost að tjá hug sinn
þegar innri þörf knýr á.
Eg minnist Páls fyrst þegar hann
kom á heimili foreldra minna eftir
að þau Pálína höfðu lifað þá sáru
raun að missa nýfætt sitt fyrsta
barn. Ég minnist þess, að sem ung-
um dreng bauð mér í grun það sem
ég svo oft síðar tel mig hafa fengið
staðfest, að þarna fór maður sem
hafði til að bera skapfestu, æðru-
leysi, en umfram allt eðlislægan
góðleik, er vel mundi duga á þeirri
göngu sem við köllum lífsleið, jafnt
í gleði hennar sem sorgum. Þótt
undirbúningurinn hafi verið strang-
ur, hann missti ungur föður sinn,
ólst upp í fátækt, við kröpp kjör
og harða vinnu frá barnsaldri, mun
á móti hafa komið kærleikur móð-
ur, sem vel kunni að miðla menn-
ingu læsrar og skrifandi þjóðar.
Hvað gerir hinn ungi maður sem
hlotið hefur slíkt uppeldi?
Hann stundaði sjóinn bæði á vél-
bátum og togurum og varð með
þeim hætti fær um að eignast sína
fyrstu íbúð þegar hann kvæntist
heitkonu sinni. Það var um þetta
leyti sem ég dvaldi fyrst, en ekki
síðast, á heimili þeirra hjóna.
Páll varð mér þá ungum ímynd
hins íslenska alþýðumanns sem ég
æ síðan virði. Við tók vinna í landi
við löndun úr togurum hjá Togara-
afgreiðslunni í Reykjavík. Þetta var
á frumbyggjaárunum í Kópavogi
og reiðhjólið það samgöngutæki
sem notað var til og frá vinnu á
hinum ýmsu tímum sólarhringsins.
Páll var hörku maður til hvers
kyns vinnu, en einnig handlaginn
og listfengur. Listfengi hans kom
vel í ljós þegar hann vann við leir-
munagerð hjá Guðmundi frá Miðdal
og hjá Funa í Kópavogi. Síðar byij-
aði Páll að vinna við múrverk, tók
sveinspróf í þeirri iðn sem hann og
vann við þar til hann lét af störfum,
sjötugur að aldri.
Við þessi tímamót er sú hugsun
áleitnust hversu mikið ég persónu-
lega á Páli Sigurbjörnssyni að
þakka. Þessi fáu kveðjuorð vitna
um það.
Heimili hans og Pálínu var annað
heimili mitt og fjölskyldu minnar
ótal sinnum. Ekki síst þegar erfið
veikindi kröfðust dvalar í nálægð
sjúkrahúss. Að beiðni minni kom
hann eitt sinn vestur í Svefneyjar
til að gera við íbúðarhúsið þar.
Hann vann eins og hamhleypa frá
morgni til kvölds, eins og hans var
vandi. Að verklokum reyndist
ógerningur að fá hann til að þiggja
greiðslu fyrir verk sitt, sem þar eins
og annars staðar ber fagmanninum
vitni.
Þegar leiðir nú skiljast er sú
spurning einnig áleitin, hvort við
almennt gerum okkur nógu vel
grein fyrir að það eru menn á borð
við Pál Sigurbjörnsson, sem með
lyndiseinkunn sinni og líferni hafa
verið einn hinn traustasti hlekkur
í þeirri keðju athafna sem fært
hafa íslenska þjóð frá fátækt til
bjargálna. En ekki síður sú fyrir-
mynd um heiðarleika, góðvild og
æðruleysi sem vel mundi duga ís-
lendingum framtíðarinnar.
Kæra Palla. Ég og fjölskylda mín
vonum að þú finnir styrk og jafn-
vægi þrátt fyrir það ósetna rúm sem
góður vinur skilur eftir sig. Við
sendum þér og allri fjölskyldunni
hugheilar samúðarkveðjur.
Nikulás Jensson.
BJÖRGVIN VIKTOR
FÆRSETH
+ Björgvin V. Færseth var
fæddur á Siglufirði 3. febr-
úar 1916. Hann lést í Sjúkra-
húsi Siglufjarðar aðfaranótt
laugardagsins 22. júlí síðastlið-
ins. Foreldrar Björgvins voru
hjónin Ágústa Pálína Færseth,
fædd Sæby, og Einar Andrés
Færseth frá Noregi. Björgvin
var elstur fjórtán systkina og
eru níu á lífi.
Hinn 18. júlí 1942 giftist
Björgvin Petrínu Ragnhildi
Guðmundsdóttur, f. 10. septem-
ber 1910, d. 22. júlí, 1993, frá
Gröf í Grundarfirði. Þau voru
búsett í Samtúni 20 í Reykja-
vík. Petrína átti einn son, Jó-
hann R. Símonarson, skip-
stjóra, sem kvæntur er Helgu
Þ. Gunnarsdóttur. Þau eru bú-
sett á ísafirði.
Útför Björgvins fór fram frá
Fossvogskirkju 28. júlí.
BJÖRGVIN stjúpafi minn las mikið
og hafði afskaplega gaman af að
segja sögur og vitnaði þá löngum
í kvæði. Fyrir mig sem barn var
þetta afar framandi, en eins og
heiti kvæðis Steins Steinarrs
„Mannkynssaga fyrir byijendur",
dró Björgvin ævinlega fram það
sem hæfði hverju sinni, hvort sem
var fyrir börn eða fullorðna. Björg-
vin var mjög lífsglaður maður. Þeg-
ar hann sagði mér sögur þurfti ég
oft að stoppa hann þegar ég skildi
ekki iengur hvað hann sagði, því
hann hló svo mikið.
Björgvin ólst upp á Siglufirði.
Líkt og önnur ungmenni vann hann
við síldina. Hugur hans leitaði þó
annað og hann fór í nám við Sam-
vinnuskólann.
Hann var verslunarstjóri hjá
KRON og Mjólkursamsölunni, rak
eigin verslun, Hagabúðina, vestur
í bæ, og vann síðast hjá ÁTVR í
Borgartúni.
Árið 1962 keyptu þau hjón Björg-
vin og amma, jörðina Gilslaug norð-
ur í Fljótum ásamt Andreasi Fær-
seth, bróður Björgvins, og konu
hans Sigrúnu Eiríksdóttur. Gilslaug
var sælureitur þeirra hjóna og biðu
þau hvers sumars með mikilli eftir-
væntingu að komast í Fljótin. Þar
var nú margt sér til gamans gert.
Björgvin skrapp niður að á og sótti
bleikju, jafnvel lax í matinn, meðan
amma fór og tíndi aðalbláber í fötu.
Veiðin var elduð um kvöldið og
aðalbláber með ijóma í eftirmat.
Síðan var sest niður og spilaður
ólsen, ólsen eða kani. Björgvin
keyrði oft inn á Siglufjörð eða niður
í Haganesvík með okkur börnin að
hitta ættingja, vini og kunningja.
Hann laumaðist til að fá sér vindil
eða pípu á leiðinni og ævinlega
skammaði amma hann, þegar við
komum heim fyrir að vera að reykja
fyrir framan okkur börnin. Já, hann
plataði hana ömmu sko ekki.
Eitt síðasta verk hans á Gilslaug
var að mála bústaðinn hátt og lágt
að utan. Það skyldi sko líta vel út
á Gili.
Björgvin og amma voru góðir
vinir og ákaflega samrýnd. Hún
skammaðist í honum eins og geng-
ur og gerist, stundum svolítið mik-
ið að okkar barnanna mati, og
hann tuðaði hvaða læti þetta væru.
Þegar við vorum síðan kömin úr
talfæri við ömmu, sagði hann, með
sínum gamansama tón við okkur
börnin, jááh, það gustar stundum
á Gili.
Björgvin og amma spiluðu mikið
brids, tóku þátt í mörgum mótum
og eignuðust stóran vinahóp. Þau
héldu upp á gullbrúðkaup sitt 18.
júlí 1992. Rúmu ári síðar, 22. júlí
1993, lést amma. Björgvin saknaði
hennar mjög sárt og sama mánað-
ardag tveimur árum seinna lést
hann.
Björgvin hafði ævinlega mikinn
áhuga á því hvernig fólkinu í kring-
um hann gengi í leik og starfi. Það
var ekki ósjaldan að hann hringdi
út í sjó í pabba til að fá fréttir af
aflabrögðum og hringdi síðan til
að segja mér fréttir.
Elsku Björgvin, mig langar til
að kveðja þig með broti úr kvæði
Einars Benediktssonar, sem var eitt
af þínum eftirlætis skáldum.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri’ en auga sér
mót ðllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Ég og fjölskylda mín vottum öll-
um aðstandendum innilega samúð.
Blessuð sé minning góðs vinar.
Guðmundur Fr. Jóhannsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför konu minnar,
BERGLJÓTAR EINARSDÓTTUR.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bjarni Pálsson.
JENNÝ
SIG URÐARDÓTTIR
+ Kristbjörg Jenný Sigurðar-
dóttir, kennari, fæddist að
Húsey í Hróarstungu 25. apríl
1941. Hún lést í Landspítalan-
um 5. ágúst síðastliðinn og fór
útförin fram frá Bústaðakirkju
14. ágúst.
GÓÐ VINKONA okkar, Jenný Sig-
urðardóttir, er flogin inn í aðra vídd.
Góð kona, sem átti oft við mikla
erfiðleika að stríða en tókst samt
að gefa meir af sér en hún tók.
Góð manneskja, sem með breytni
sinni gefur okkur hinum sem lífið
hefur ef til vill farið mildari höndum
um tækifæri til þess að staldra við
og hugsa hvers vegna við, í allri
okkar kröfuhörðu síngirni, reynum
ekki að fara að fordæmi Jennýar:
Að vera þakklát fyrir það sem við
höfum og nýta hvert tækifæri sem
okkur býðst til þess að gera tilveru
annarra bærilegri og skemmtilegri
en krefjast einskis í staðinn.
Við kynntumst Jenný fyrst í byij-
un áttunda áratugarins. Hún gekk
þá til liðs við félagsskapinn Sam-
hygð (sem var það nafn sem Húm-
anistahreyfingin bar um þær mund-
ir). Hún tók virkan þátt í öllu starfi
Samhygðar og hélt oft fundi heima
hjá sér í Kóngsbakkanum þar sem
hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft
varð til þess að tengja betur saman
þá sem sóttu hana heim og varð
til þess að gera fundina hjá henni
sérlega ánægjulega.
Jenny bar þá von í bijósti að
hægt væri að búa til réttlátara og
manneskjulegra þjóðfélag og trúði
því að með virkri þátttöku margra
yrði slík von að raunveruleika. Þess
vegna lagði hún sig alla fram bæði
í skipulögðu starfi svo og einnig
og sér í lagi með eigin fordæmi.
Sú persónulega greiðvikni sem hún
sýndi mörgum fór langt fram úr
því sem vanalegt er, hvað þá sem
hægt væri að ætlast til. En Jenný
fannst allt sem hún gerði fyrir aðra
smámunir einir og það tæki því
varla að minnast á þá, og alls ekki
að standa í þakkarskuld við hana.
Okkur er mjög ljúf sú minning
af Jenný heima hjá systur sinni
Aðalbjörgu á Egilsstöðum þar sem
þær systur tóku höfðinglega á móti
stórum hópi félaga í Húmanista-
hreyfingunni sem var á hringferð
um landið fyrir mörgum árum. Allt
gekk svo auðveldlega fyrir sig og
gleði og kátína Jennýar virkaði
smitandi á lúna ferðalanga.
Það er alltaf erfitt að kveðja fyr-
ir fullt og allt. Þótt við getum ekki
lengur heyrt djúpan og innilegan
hlátur Jennýar bergmála og hrífa
okkur með er hún samt áfram hluti
af okkar tilveru. Við erum þakklát-
ir fyrir að hafa kynnst þessari góðu
manneskju sem gerði engum mein
en hjálpaði mörgum þótt oft hafi
það verið hún sem var hjálpar þurfi.
Við erum vissir um að hún er kom-
in á dásamlegan stað sem ef ein-
hver á skilið að vera á þá er það
hún Jenný okkar.
Pétur Guðjónsson og Þor-
steinn Sigmundsson, félagar
í Húmanistahreyfingunni.
Séifræðingar
í bloniaskreytingiini
vid öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
ó horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
t
Elskulegir foreldrar okkar,
IIMGIRÍÐUR NIKULÁSDÓTTIR
MARKÚS BÖÐVARSSON
eru látin.
Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinna látnu.
Lilja Markúsdóttir,
Katrin Markúsdóttir
og fjölskyldur.
t
Faðir okkar, sonur minn og bróðir okkar,
GUÐMANN KRISTBERGSSON,
Tunguseli7,
Reykjavík,
lést á heimili sínu þann 12. ágúst.
Útför hans fer fram frá Haukadalskirkju
miðvikudaginn 23. ágúst kl. 16.00.
Þeir, sem vilja minnast hans, eru beðn-
ir um að láta líknarfélögin njóta þess.
Hrefna Guðmannsdóttir,
Einar Guðmannsson,
Guðdís Sigurðardóttir,
Hrefna Kristbergsdóttir,
Jón Kristbergsson.
t
Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU KRISTÍNAR
GUNNLAUGSDÓTTUR,
Víðilundi 15,
Akureyri.
Steinunn Guðmundsdóttir, Björn Baldursson,
Gunnlaugur Guðmundsson, Guðlaug Stefánsdóttir,
Margrét Guömundsdóttir, Kristinn Hólm,
Guðrún Guðmundsdóttir, Hannes Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.