Morgunblaðið - 19.08.1995, Page 36

Morgunblaðið - 19.08.1995, Page 36
36 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SÓLVEIG VILHJÁLMSDÓTTIR + Audrey Edna Buckie fæddist hinn 9. ágúst 1924 í Lundúnum. Árið 1947 giftist hún Bjarna Gíslasyni. Þau eignuðust tvo syni, Edvarð Bjarnason, fæddan 1960 og Gísla Bjarnason, fæddan 1965. Audrey og Bjarni skildu. Audr- ey fluttist aftur til Englands ásamt sonum sínum. Audrey andaðist á heimili sínu í Witney 4. mars síðastliðinn. ÞEGAR vinir kveðja, taka minn- ingamar völdin. Perlur minning- anna renna fram hver af annarri, en hveija á að velja? Audrey var slíkur vinur, perlumar em svo margar... Ég var tæplega 13 ára er fjöl- skylda mín fluttist í næsta hús við Audrey og hennar íjölskyldu. Það var framburður henn- ar Edvarð, sem kom okkur í kynni hvorri við aðra, árið 1961. Strax mynduðust sterk bönd milli okk- ar, var það ekki hvað síst „litla bróður" mínum að þakka. Árin liðu og fyrr en varði eignaðist ég annan „lítinn bróður“, er Gísli fæddist. Jafnvel eftir að Audrey flutt- ist aftur heim til Eng- lands, þá héldu bönd- in, þau styrktust enn frekar, þó langt væri á milli. „Sá er vinur sem í raun reynist" segir málshátturinn og það var hún sannarlega. Þegar sorgin knúði dyra hjá mér og mínum, þá opnaði hún hús sitt og hjarta fyrir okkur. Það var því jafnopið hús mitt og hjarta minnar fjölskyldu til handa Audrey, Edvarði og Gísla, er fyrr- verandi eiginmaður hennar andað- ist skyndilega. Dætur mínar kynnt- ust „stóru bræðrum" sínum enn betur. Áfram styrktust vináttu- böndin. Þau era styrkari í dag en nokkra sinni fyrr. Er ég kynntist Audrey fyrst, þá hafði hún dvalið hér á landi í tæp- an áratug. Hún talaði svo til lýta- lausa íslensku. Hún var hávaxin, grönn og tignarleg. Brá sjaldan skapi. Hún leiddi mig í gegnum leyndardóma stærðfræði sem var aldrei mín sterkasta hlið. Hún beið þolinmóð eftir að ég safnaði næg- um kjarki til að svara henni á ensku, eftir að hún vissi að ég gæti það. Þó Audrey sé farin frá okkur þá lifír hún áfram í minningum okkar, eins og aðrir burtfamir ást- vinir. Við sem eftir eram, eigum perlubönd minninganna, þau era dýrmætust. Að leiðarlokum langar mig og fjölskyldu mína að þakka fyrir að hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að þekkja góða konu, trygg- an vin, „stóra systur". Hafðu hjart- ans þakkir fyrir allt. Fyrir hönd fjölskyldu minnar, Sigríður Skúladóttir. Sorg og gleði auður er ðllum þeim sem vilja. Ég á margt að þakka þér þegar leiðir skilja. (Hulda) Áslaug, Herdís og Áslaug. + Sólveig Vilhjálmsdóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1947. Hún lést á heimili sínu í Skálatúni í Mosfellsbæ 26. júlí síðastliðinn og fór útför- in fram 10. ágúst. MIG langar í örfáum orðum að minnast hennar Sollu eins og hún var alltaf kölluð. Ég kynntist Sollu árið 1983 þegar ég kom sem þroskaþjálfanemi á Skálatún, okkar leiðir áttu eftir að liggja saman næstu tíu árin. Solla var blíðlynd, skapgóð og gamansöm en henni gat nú samt mislíkað og fór þá stundum bak við hurð og skammaði okkur þaðan eða hún horfði á mann, þóttist ekkert skilja og sagði „talarðu ensku eða hvað“. Solla var frekar seintekin en eignaðist góðar vinkonur þær Möggu, Gullu og Gunnu sem lengi var herbergisfélagi Sollu. í þann vinahóp er nú höggvið stórt skarð. Solla var svo lánsöm að eiga góða fjölskyldu sem hún talaði mikið um og var auðfundið að sterk tengsl vora þar á milli. Það era margar skemmtilegar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til Sollu, t.d. þegar hópur úr Blöndu- og Litluhlíð fór til Danmerkur, Sollu fannst mjög gaman að ferðást en hún vildi alltaf fá að vita hvenær komið yrði heim aftur því hún vildi ekki vera lengi í burtu frá Skálatúni. Solla var búin að vera nokkuð lengi rúmföst og var ljóst að hún ætti ekki eftir að birtast í dyragætt- inni og segja „kemur ég“ eins og hún gerði svo oft. Mig langar fyrir hönd heimilis- og starfsfólks Blönduhlíðar að senda foreldrum og systkinum Sollu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og enda á kvæði sem hún söng oft þegar hún var í gönguferð. Blátt lítið blóm eitt er ber nafnið: gleymdu ei mér væri ég fleygur fugl, flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú engu ég unna má ððru en þér. ■ (Þýsk þjóðvísa, S. Kucken.) Steinunn Guðmundsdóttir. AUDREYE. GÍSLASON AUGLYSINGAR Lögmenn I boði er innheimta o.fl. almenn lögfræði- og ábyrgðarstörf. Einstakt tækifæri fyrir traustan og duglegan lögmann sem þarfnast aukinna verkefna. Húsnæði fylgir. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 17.00 23. ágúst, merkt: „Trúnaðarmál - 15505“. Tannlæknastofa Aðstoð óskast á tannlæknastofu í 50°/o starf frá kl. 12.30-16.30. Áhugasamir sendi umsóknir til afgreiðslu Mbl. fyrir 24. ágúst merktar: „T - 2308“. „Au pair“ Fjölskylda í Pennsylvaníu óskar eftir „au pair“ í 1 ár, sem getur byrjað sem fyrst. Joyce Kruiger, 894 Slati Hill Road, Yardley, Pennsylvania 19067, USA, sími 00 1 215 3211967. íþróttakennarar Staða íþróttakennara við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er laus til umsóknar. Ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur. Upplýsingar gefur Guðmundur Þorsteinsson, skólastjóri, í símum 475 1159 og 475 1224. Grindavíkurskóli Við leitum að áhugasömum kennara til starfa við almenna bekkjarkennslu næsta skólaár. Mikil vinna og tækifæri til þess að taka þátt í starfsleikninámi sem unnið verður að í vetur. Frekari upplýsingar veita skólastjóri í heima- síma 426-8504 og vinnusíma 426-8555. Frá Flensborgarskólanum Haustönn 1995 Öldungadeild Innritun í öldungadeild Flensborgarskólans fyrir haustönn 1995 fer fram dagana 23.-25. ágústfrá kl. 14.00 til 18.00. Kennsla hefst skv. stundarskrá mánudaginn 4. sept. Kennt verður 4 daga-vikunnar, frá mánudegi til fimmtudags kl. 17.20 - 21.40. Námsgjöld eru kr. 11.500 fyrir 1-2 náms- áfanga og 16.500 fyrir 3 áfanga eða fleiri. Nemendafélagsgjald er kr. 200. Eftirtaldir námsáfangar verða kenndir ef næg þátttaka fæst: Bókfærsla 203 Danska 311 Efnafræði 123 Enska 102 Enska 302 Enska 522 Félagsfræði 203 Franska 103 íslenska 103 íslenska 413 Næringarfræði 103 Saga 252 Sálfræði 213 Sálfræði 303 Stærðfræði 102 Stærðfræði 122 Stærðfræði 363 Tölvufræði 103 Tölvufræði 203 Vélritun 101 Þjóðhagfræði 103 Þýska 103 Þýska 302 Þýska 502 Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 565-0400. Skólameistari Stakfell Fssteignasala Suðurlandsbraut 6 568-7633 íf= Logtræömgur Þorhildur Sandholt Solumenn Gish Sigurb/ornsson Sigurb/orn Þorbergsson Einbýlishústil leigu Gamalt, fallegt einbýlishús, kjallari, hæð og ris, til leigu í hjarta borgarinnar. Leigutími 2 ár. Laust í byrjun september. Leigist með húsgögnum. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Flekkudalsá Vegna forfalla eru þrír lausir dagar (allar þrjár stangirnar) í Flekkudalsá (Kjarlaksstaðaá, Tungná og Flekkudalsá) 25.-28. ágúst 1995. Hægt er að skipta tímabilinu. Upplýsingar í síma 554-0394. Jón Ingi Ragnarsson. _ Sma auglýsingar Fljótasiglingar Á gúmmíbátum á Hvítá í Árnes- sýslu og Austari-Jökulsá. Kanóferðir og kajaknámsk. Tjaldsvæði og svefnpokagisting á Drumboddsstöðum. Bátafólkið, Biskups- tungum, Árnessýslu, s. 588-2900. Þingvellir þjóðgarður Dagskrá þjóðgarðsins um helgina. Laugardagur 19. ágúst. 15.00 Ævintýraferð um Suð- urgjár. Náttúruskoðun með Ijóðrænu ivafi. Tekur 2 klst. Hafið með ykkur skjólföt og nesti. Hefst við Valhöll. Sunnudagur 20. ágúst. 11.00 Helgistund í Hvannagjá. Leikir, söngur og náttúru- skoðun fyrir börn. Tekur 1 klst. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvalla- kirkju. 15.30 Þinghelgarganga. Gengið um Almannagjá og hugað að þinghaldi til forna. Hefst við Þingvallakirkju og tekur 1 klst. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsíns er ókeypis og öllum opin. Nánari upplýsingar á skrifstofu landvarða í þjónustumiðstöð og í síma 482 2660. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Al- menn samkoma kl. 20.00. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. FERDAFÉIAG ® ÍSLANDS MORKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 20. ágúst 1. Kl. 08.00 Kjölur-Hveravellir. Ekið um Kjalveg til Hveravalla. Stansað þar í 2-3 klst., hvera- svæðið skoðað o.fl. Nýr upplýs- ingabæklingur um Hveravelli er komin út. Verð 2.700 kr. 2. Kl. 08.00 Þórsmörk-Langi- dalur. Stansað 3-4 klst. í Mörk- inni. Verð 2.700 kr. 3. Kl. 10.00 Hvala- og fugla- skoðunarferð (nýtt). Verð 4.500 kr. (með rútu). Nokkur pláss laus. Siglt frá Grindavík með Fpnncaol 4. Kl. 13.00 Lækjarbotnar- Tröllabörn. Auðveld og skemmtileg fjölskylduganga í nágr. Reykjavíkur. Verð 800 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brott- för frá BSl, austanmegin. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.