Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 11 FRÉTTIR Samvinnuferðir og VÍS svara Gæslunni Greiða ekki reikning fyrirbjörgun SAMVINNUFERÐIR-Landsýn og VÍS hafa tekið ákvörðun um að greiða ekki reikning sem Land- helgisgæslan hefur sent fyrirtækj- unum vegna björgunar átta út- lendinga af Kverkfjöllum síðastlið- inn mánudag. Gunnar Rafn Birgis- son, forstöðumaður innanlands- deildar SL, segir að allan lagaleg- an stuðning við kröfu Landhelgis- gæslunnar skorti. Krafan hljóðar upp á rúmlega 1,3 milljónir kr. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mjög algengt að slíkar kröfur séu lagðar fram í öðrum löndum. SL hefur allar sínar tryggingar hjá VÍS og sagði Gunnar Rafn að þessi ákvörðun væri tekin í sam- ráði við vátryggingafélagið. „Það á eftir að koma í ljós hvort við höfum gengist undir einhverja ábyrgðarskuldbindingu. Við skrif- um ekki undir plagg þar sem við tökum á okkur útgjöld sem við eigum ekki að taka á okkur. Við erum ekki að hafna því að fara í gegnum þessi mál með Landhelg- isgæslunni en við getum ekki gert það með þeim formerkjum sem hún óskar eftir,“ sagði Gunnar Rafn. „Ég veit ekki til þess að Land- helgisgæslan hafi áður sent inn- lendum aðila reikning vegna björgunar. Það hefur verið litið á þetta sem samfélagslega þjónustu. Mér finnst það mjög alvarlegt mál ef aðilar, sem þurfa á aðstoð Land- helgisgæslunnar að halda, þurfa að velta því fyrir sér hvort þeir hafi efni á því að notfæra sér þjón- ustu hennar eða ekki,“ sagði Gunnar Rafn. Kostnaðarsamir björgunarleiðangrar „Ég held að það sé hvergi í heiminum sem björgunarleiðangr- ar eru farnir án endurgjalds," sagði Hafsteinn Hafsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar. Hann sagði að það fyrirkomulag yrði aldrei tekið upp að fólk í nauðum þyrfti að veigra sér við því að leita aðstoðar Landhelgisgæslunnar. „Þetta gæti orðið til þess að ferða- menn sem fara hér um öræfi og óbyggðir taki sér vátryggingu. Sú vátrygging dekki þann kostnað sem getur skapast við leit að þeim,“ sagði Hafsteinn. „Mér skilst að í Sviss sé óskað eftir tryggingum áður en lagt er af stað í björgunarleiðangra en við munum aldrei láta það henda. Það hefur komið fram að slíkir björgunarleiðangrar eru kostnað- arsamir og auk þess leggja menn sig í hættu. Þess vegna hljóta ferðaskrifstofurnar að bera ábyrgð á sínum ferðalöngum og hljóta að hafa, eins og kom reynd- ar í ljós, tryggingar fyrir svona óhöppum. Þarna var ferðalöngun- um komið til hjálpar og eðlilegt er að ferðaskrifstofan beri kostnað af því. Það hefur hins vegar aldrei verið farið fram á greiðslu fyrir- fram og það verður aldrei rukkað fyrir eitthvað sem fólki er ofviða að borga,“ sagði Hafsteinn. Samkeppnisstofnun aðvarar Heimsferðir SAMKEPPNISSTOFNUN hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem auglýsingar frá ferðaskrifstofunni Heimsferðum eru harðlega gagn- rýndar. Stofnunin segir að verðupp- lýsingar Heimsferða séu villandi og fallnar til að blekkja neytendur. Andri Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Heimsferða, vísar þessu á bug og segir að Samkeppnisstofnun geti ekki staðið við fullyrðingar sínar. Heimsferðir auglýstu nýlega ferðir til London á 19.900 krónur. Að mati Samkeppnisstofnunar eru þessar verðupplýsingar villandi vegna þess að inn i verðið vanti skatta og opinber gjöld sem leggj- ast á fargjöld. Stofnunin segir að neytendur séu ekki aðeins blekktir með þessum upplýsingum heldur séu þær fallnar til að skaða keppi- nauta þess. Samkeppnisstofnun segir að ferðaskrifstofan Heimsferðir hafi ítrekað gerst brotleg við reglur um verðupplýsingar í auglýsingum. Stofnunin hafi í lengstu lög viljað komast hjá því að beita ýtrustu úr- ræðum sem hún hafi til að koma þessum málum í eðlilegt horf en ferðaskrifstofunni verði ekki birtar frekari aðvaranir. Andri sagði að það væri ekki rétt að Heimsferðir væru að auglýsa fargjöld á verði sem ekki væri til hjá ferðaskrifstofunni. Um 14% af ferðum sem skrifstofan biði til Lond- on væru seldar á 19.900 krónur. Skattar og gjöld væru innifalin í verðinu. Samkeppnisstofnun gæti því ekki staðið við fullyrðingar um að verið sé að blekkja neytendur. Alþekkt væri að ferðaskrifstofur auglýstu lægsta verð en biðu jafn- framt verð á öðru verðbili. Andri sagðist líta á þessa um- kvörtun sem eina hlið samkeppninn- ar á þessum markaði. Kvörtunin hefði upphaflega komið frá sam- keppnisaðila Heimsferða, en það fyrirtæki hefði auglýst sínar ferðir með svipuðum hætti og Heimsferðir. Breyting 1 yfirstjórn Faroe Seafood Company Vonast til að reksturinn batni AGNAR Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Icelandic Freezing Plants Limited, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby, hefur tekið að sér yfir- stjórn Faroe Seafood í Grimsby frá og með 24. ágúst. í frétt frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna segir að áætlanir um rekstur Faroe Seafood, það sem af er árinu, hafi ekki staðist og að þess sé vænst að með breyttri yfir- stjórn sem og öðrum breytingum sem greint verði frá síðar takist að koma rekstrar- og íjárhagsstöðu fyrirtækisins í gott horf. Breyting- arnar koma í kjölfar kaupa JPJ&Co. P/f í Færeyjum og Sölum- iðstöðvarinnar á Faroe Seafood í Grimsby. Kausfmarkaonr í KOLAPORTINU alla daga til 17« september virka daga kl. 12-19 LAUGARDAGA KL. 10-16 OG SUNNUDAGA KL. 11-17 Amerísku Englander Kíng og Queen hiónarumin H s \ Uerdfrálir 19000.° ~ V»o\t«*u'Pu ..homin aftur LEVl'S GALLABUXUR ATeVsku si,osfMi“ a frabæru veroí CHAMPION NBA BÚNINGAR ÆFINGADÝNUR OG MARGT FLEIRA. Sófi hr 35000.® Hinir vinsælu DISCUS ATHLETIC bómullar - jogginggollar komnir aftur. HETTUPEYSA OG BUXUR me« "erk/ USA Iiaö Jerd hr5500,® Derd hn 2500.« Uerd hrlSOO.® G ft WBV €ISIA K0LAPORTIÐ Hundruðir vöruteaunda á réttu verði (með afsl.). Til Uppþvottalögur 5.01. Klór 5.51 Alhliða hreinsilögur 5.5 1. Gillette Sensor rakvél 4 rafhlöður og rafhlöðuprófari Pipar 450 gr. Wilkingson rakvélasett VORUM AÐ TAKA UPP ÚR NÝJUM dæmis: Kr. 243,- Kr. 261,- Kr. 324,- Kr. 203,- Kr. 153,- Kr. 360,- Kr. 270,- GÁMUMI Meiriháttar geisladiskautsala Lagersala á skom og vefnadarvöru Mikið urval af skolafatnadi Ritfanga- og skolamarkaður Heildsölumarkadur á verkfærum Lagerlosun á leikföngum Ekki missa af einstöku tækifæri til að fata fjölskylduna upp fyrir skólann, verkfæra upp bílskúrinn eða kaupa uppþvottalög í eldhúsið á réttu verði. Láttu budduna ráða ferðinni og kíktu til okkar virka daga frá hádegi til kvöldmatar eða á venjulegum opnunartíma Kolaportsins um helgar. KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG LYKILLINN -kemur sífellt á óvart RÉTTU VÖRUVERÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.