Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 33 MINNINGAR ELÍNGUNN ÞOR VALDSDÓTTIR + Elíngunn Þor- valdsdóttir fæddist á Tungnfelli í Svarfaðardal hinn 30. deseraber 1921 og Iést á heimili sínu 15. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þor- valdur Baldvinsson frá Böggvisstöðum, f. 6. nóvember 1873, d. 1967, og Sigríður Sigurðardóttir frá Tungufelli, f. 4. nóv- ember 1880, d. 1963. Elíngunn var yngst af níu systkinum, en þau voru: Þóra Sigurrós, f. 3. mars 1902, látin; Guðlaug Ingibjörg, f. 4. júní 1903, látin; Baldvin Gunn- laugur, f. 21. júní 1905, látinn; Sigurður, f. 11. ágúst 1906, lát- inn; Jóhann, f. 16. maí 1909, búsettur á Siglufirði; Kristín Guðrún, f.' 30. september 1910, Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum) Þessar ljóðlínur komu mér í huga þegar Ella frænka mín lést á heim- ili sínu þann 15. ágúst sl. Hún var umvafin kærleika ástvina sinna á heimili sínu þar sem hún var alvöld drottning hússins. Tár ástvinanna eru þjónusta kærleikans. Mínar minningar tengdar þessari miklu og góðu konu spanna nú um fimm áratugi. Ég geymi í minni 10 ára afmælisdaginn minn þegar ég dvaldi hjá ömmu og afa á Fróni, látin; Hartmann, f. 6. maí 1914, látinn; Rósa, f. 19. júlí 1916, látin. Elíngunn giftist 27. júní 1947 eftirlif- andi eiginmanni sín- um> Friðgeiri Jó- hannssyni frá Skagaströnd. Brúð- kaup þeirra fór fram á Völlum í Svarfaðardal. Börn þeirra eru: Stefán Ragnar, kvæntur Önnu Margréti Hall- dórsdóttur, Jóhann Þór, kvæntur Elsu Stefánsdótt- ur, Rebekka Sigríður og Ragn- heiður Rut, gift Sævari Frey Ingasyni. Elíngunn er amma að 12 börnum og langamma að 4 börnum. Útför Elíngunnar fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Dalvík. Ég hljóp upp götuna til Ellu frænku í Dröfn með rauða hárborða í hendi. Frænka mín greiddi mér og fléttaði og hnýtti slaufurnar í, kyssti mig á kinnina og sýndi mér stóra afmæliskringlu sem hún hafði bakað. Ég var svo hamingjusöm, hljóp út í sólina og vildi að allir vissu að ég ætti þessa yndislegu frænku. Árin liðu og við frænkurnar nálg- uðumst hvor aðra meir og meir í tíma og rúmi. Tungufellsþráinn var orð sem við frænkur fengum að heyra og vorum stoltar af, því án hans hefðum við ekki stigið lífs- dansinn með þeim takti sem okkur lét best. Frænka mín steig sinn lífs- dans af ákveðni, mildi og reisn. Hún var mikilhæf kona, stolt en hlédræg með afbrigðum. Hún naut sín með blómum og hafði sönginn fyrir sig og þau. En stærst var hún í eigin- konu- og móðurhlutverkinu og átakalaust breiddi hún sig yfir aðra ástvini líka. Milli föður míns og hennar ríkti einstakt systkinaþel sem þurfti ekki alltaf á orðum að halda. Elskan til gróðursins var þeim líka sameigin- leg. Atvik höguðu því þannig að Ella frænka dvaldi á heimili mínu síð- ustu páska. Við ræddum þá mikið saman um lífið og tilveruna. Frænka mín vissi þá að nú væri komið að lokadansi þessa lífs, en hún var staðráðin í að ganga hann á enda með allri þeirri reisn sem henni var gefin og það tókst henni. Hún var líka viss um það að dauðinn væri aðeins vatnaskil og handan hans tæki við annar dans þar sem líkamlegir fjötrar eru eng- ir og sálin fijáls á dansgólfí eilífðar- innar. Þannig sé ég Ellu frænku kveðja okkur að sinni. Blessuð sé minning mætrar konu. Sigríður Jóhannsdóttir Hún amma er dáin, farin og kem- ur aldrei aftur. Aldrei eigum við eftir að sitja í mjúka, hlýja faðm- inum hennar og heyra fallegu rödd- ina hennar syngja okkur vísur og Ijóð. Aldrei eigum við eftir að fínna yndislegu höndina á höfði eða vanga. Ó elsku amma, þú sem nú ert komin á annað tilverustig, laus við þjáningar og stríð í veikindum þín- um, skildir eftir minningar sem við geymum í hjarta okkar. Minningar sem eru okkur ljúfsárar nú, en verða sem perlur í minningasjóði ókominna ára. Sárt er til þess að hugsa að engin amma verði til að taka á móti okkur þegar við skrepp- um upp á Mímisveg. En eins og þú sagðir alltaf sjálf, þetta er leiðin okkar allra, og þegar þar að kemur tekur þú örugglega á móti okkur. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt og biðjum guð að passa þig og kveðjum þig með ljóðunum sem hann afí samdi til þín fyrir okkur. Elsku amma! ertu sjúk og þreytt? þú sem okkur ætíð hefur leitt og þerrað tárin blítt af votum vanga og víst var gott við þína hlið að ganga. Elsku amma, 511 við þökkum þér þína ástúð geyma munum vér. Ei lengur getur hlýja höndin þín hjúkrað og þerrað sorgar tárin mín. Ómar Freyr, Elíngunn Rut, Amar Ingi og Rebekka Rún. Nú á ég erfítt, tengdamamma. Það er eins og eitthvað vanti inn í mig, tómarúm, sem ég veit ekki hvernig á að fýlla. Það eina sem kemur upp í huga minn núna er þakklæti. Þakklæti fyrir dóttur þína 0g þakklæti fyrir stundirnar sem þú passaðir börnin okkar og veittir þeim af kærleiksbrunni þínum. Ég minnist þess sérstaklega þegar þú sast á stólnum þínum í eldhúsinu og rerir með Ómar minn í fanginu, syngjandi eitthvað fyrir hann. Það færðist alltaf svo mikill friður og ró yfír drenginn að þó að ég kæmi inn í eldhúsið þá hreyfði hann sig ekki heldur leit aðeins á mig og sneri svo vanganum að þínum og þið hélduð áfram að horfa út um eldhúsgluggann. Þetta sá ég þig gera seinna við nöfnu þína Elín- gunni, Amar Inga og svo Rebekku Rún. Það var engu líkara en að börnin færu í einhvers konar trans og auðséð var að þeim leið vel. Þessa tilfinningu fann ég líka þær stundir sem við vorum ein í eldhúsinu og þú varst að bera í mig kaffíð og brauðið. Við sátum svo og ræddum málin og þá var nú víða komið við og mikið voru ^ nú þessar spjallstundir okkar nota- legar. Það var á þeim stundum sem ég komst að því hversu heilsteypt persóna þú varst og frá þeim kom ég betri og þróttmeiri maður. Aldrei varst þú eða tengdapabbi með afskiptasemi eða stjórn- mennsku en alltaf var gott að leita til ykkar og stóð þá ekki á aðstoð- inni eða ráðunum. Og þrátt fyrir allmikinn aldursmun á ykkur og okkur þá fannst mér hann ekki vera svo mikill þegar við vorum öll að tala eða að gera eitthvað sam- an. Elsku tengdamamma þakka þér fyrir allar yndislegu stundimar okk- ar saman og þakka þér fyrir að vera sú amma sem þú varst bömun- um mínum og sú tengdamóðir sem þú varst mér. Eftir erfíð veikindi hefur þú fengið hvíld og hvíldin kom á fallegu og hlýju ágústkvöldi, kvöldi sem var eins og þú. Elsku tengdapabbi, vertu sterkur, minn- ingin lifir með okkur og gefur okk- ur þrek og þor til að halda lífs- göngunni áfram eins og hún hefði viljað. Þegar ég hef skrifað þetta þá veit eg hvemig ég fylli upp í þetta tómarúm sem í mér er. Ég fylli það með minningum um þig tengda- mamma. Og minningarnar hef ég reynt að setja í þessar tvær vísur. Öll þau bera það bömin mín blessaðan ömmu friðinn þú rerir með þau kinn við kinn og kenndir þeim litlu ljóðin. Þú varst mér góður vinur en vissir það ei það fylgdi þér mikill friður ég gleymi þér aldrei. Þinn tengdasonur, Sævar Freyr Ingason. AÐALHEIÐUR HULDA BJÖRNSDÓTTIR + Aðalheiður Hulda Björns- dóttir var fædd í Reykjavík 13. júní 1916. Hún lést á Ljósheimum á Sel- fossi aðfaranótt 20. ágúst 1995. Foreldr- ar hennar voru Svanhvít Sumarrós Samúelsdóttir, f. 4. júní 1897, Skuld, Hafnarfirði, d. 27. mars 1961 á Kjóa- stöðum, Biskups- tungum. Björn Filip- us Andrésson, f. 8. júní 1889, Efri Vaðli, Barða- strönd, d. 1924 á Bíldudal. Þau bjuggu aldrei saman. Svanhvít giftist síðar Gústaf Loftssyni, f. 9.10. 1891, d. 13.6. 1983. Aðal- heiður ólst upp í Galtafelli hjá Guðrúnu Stefánsdóttur og Jak- obi Jónssyni þar til þau brugði búi þá fór hún að Ásum í Hrepp- um til systur Guðrúnar og ólst þar upp til 17 ára aldurs, er hún fór til móður sinnar og stjúpa, én þau bjuggu þá í Skollagróf í Hrunamannahreppi. Aðalheið- ur átti tvö hálfsystkin; Sigríði Gústafsdóttur, f. 29.2. 1920. Bjó hún lengi að Kjóastöðum í Bisk- upstungum, nú á Selfossi, og Björn Jónatan Björnsson, f. 26.1. 1925, útgerðarmað- ur á Patreksfirði. Fyrri maður Aðal- heiðar var Þorvald- ur Sigurðsson frá Stekkum, Hafnar- firði, f. 8.11. 1911, d. 21.7. 1952, Syðri Brú, Grímsnesi. Áttu þau einn son, Sigurð Þorvalds- son, bifvélavirkja, f. 26.12. 1939. Sig- urður átti fimm börn, þau eru: Þor- valdur, f. 2.8.1963, d. 11.2.1992, Aðalheiður Svana, Viktor Svan, Hlynur Smári og Aron Snær, barnabörnin eru orðin tvö, Jó- hanna og Bjarki. Seinni maður Aðalheiðar var Björn Júlíusson rafvirki, f. 29.9.1924 að Ingunn- arstöðum, Geiradal. Bjuggu þau á írafossi Grímsnesi frá 1956 til 1994 er Björn lét af störfum vegna aldurs og fluttu þau þá á Selfoss. Þau eignuðust eina dótt- ur, Ingibjörgu Erlu Björpsdótt- ur, leikskólakennara, f. 16.1. 1957. Útförin fer fram frá Selfoss- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. MEÐ þessum fátæklegu línum vil ég minnast Aðalheiðar Björnsdótt- ur, tengdamóður minnar, eða Öllu eins og hún var alltaf kölluð. Sumarið 1978 kynntist ég Öllu og manninum hennar, Birni Júlíus- syni heima á írafossi og tóku þau vel á móti mér. Ég man hvað ÁUa hafði gaman að sýna mér útsaum- inn sinn, sem hún gat svo sannar- lega verið stolt af. -_ Alla og Bjössi tóku alltaf vel á móti öllum sem komu í heimsókn á þeirra heimili sem var svo myndar- legt. Og eldhúsborðið var alltaf hlaðið alls kyns góðgæti sem hún bar fram, eins og henni var einni lagið. Þá var „ömmukæfan“ hennar í sérstöku uppáhaldi hjá börnunum mínum og gerðu þau henni góð skil, og var hún alltaf pöntuð sér- staklega þegar sest var til borðs. Margar ánægjustundimar áttum við fjölskyldan í eldhúsinu á íra- fossi. Alla var trúuð kona og trúði hún að annað líf tæki við að lokinni þessari jarðvist, og vil ég trúa að vel verði tekið á móti henni þar sem hún dvelur nú. Alla átti við mikil veikindi að stríða í mörg ár, og síðustu mánuð- ir voru henni afar þungbærir, og smám saman dofnaði ljósið. Þótt , Alla sé dáin þá lifir hún áfram í huga okkar og hjarta. Elsku Bjössi minn, Siggi og Erla, elskuleg eigin- kona og móðir er burtu kölluð. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Elsku Alla mín, ég kveð þig með þessu erindi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Marey Linda Svavarsdóttir. Mig langar í fáum orðum að kveðja hana mömmu mína og þakka henni fyrir samfylgdina í gegnum lífið. Fyrir nokkrum árum greindist hún með alzheimersjúkdóm og þá fór að halla undan fæti og hún missti smám saman tökin á tilver- unni. Þótt sorgin og söknuður séu mikil erum við pabbi samt glöð yfir að vita að nú líður henni vel og við eigum eftir minningarnar um fal- legu _og góðu stundimar okkar sam- an. Ég hef reyndar saknað hennar mömmu minnar eins og hún var um langan tíma eða allt frá því hún fór á sjúkrahús fyrir tæpu ári. Hún var mér góður vinur og það var sárt að geta ekki hringt í hana og spjallað eins og við gerðum nærri því daglega. Bara það að heyra röddina var svo gott. Ég vil þakka honum pabba fyrir alla þá ást, umhyggju og óendan- legu þolinmæði sem hann átti handa henni, en pabbi hætti að vinna fyr- ir um fjórum árum til að vera heima og annast mömmu. Hann stóð sig eins og hetja. Elsku pabbi, þín sorg er mikil og ég sendi þér mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð styrki þig í sorginni. Mig langar að lokum að kveðja mömmu með tveimur litlum ljóðum er segja þó svo margt. Fyrra ljóðið las ég nýlega og lýsir það vel alzhei- mersjúkdómnum. Þú hvarfst þér sjálfri og okkur hvarfst inn í höfuð þitt dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr, bústaður sálarinnar er þar enn, en stendur auður líkami þinn hlekkjaður við líf sem ekki er hægt að lifa þú horfir framhjá mér tómum augum engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast. Allar fagrar minningar er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. Erla. Þegar fólk kveður og fer yfir móðuna miklu, verður ófyllt skarð hjá okkur sem eftir erum, og þá förum við að líta til baka. Þegar við hjónin fluttum austur í Sogsvirkjun í janúar 1960 voru hjónin Aðalheiður Bjömsdóttir og Björn Júlíusson þar fyrir. Með okk- ur tókst strax góður kunningsskap- ur, óháð vinnunni, og hefur haldist æ síðan. Við fórum saman í ferða- lög og héldum uppi gagnkvæmum heimsóknum. Eftir 19 ára starf og búsetu í Steingrímsstöð fluttum við svo nið- ur að Irafossi í parhús, þar sem þau bjuggu fyrir í hinum endanum. í 16 ár bjuggum við þar við hlið þeirra og á þeim ámm kom aldrei neitt það upp á, sem breytt gæti vinarþeli þeirra í okkar garð. í störfum okkar sem þama unn- um reyndi mikið á konumar sem alltaf voru heima og höfðu engin tök á að leita sér að vinnu utan heimilis, en það kom ekki að sök hvað Aðalheiði varðaði, þar var allt- af sama vinsemdin og hlýjan. Þessi 36 ára samskipti skilja eftir marg- víslegar minningar og góðar, sem lýsa Aðalheiði vel. Þegar við nú kveðjum hana eftir langvarandi og erfið veikindi, vottum við Birni og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð og virðingu. Ágústa Skúladóttir, Kjartan T. Ólafsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERLAGUÐRUM LÁRUSDÓTTIR, Krossholti 17, Keflavík, andaðist 24. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Óli Jón Bogason, Heiðar Ólason, Ragna Sveinsdóttir, Grétar Ó.lason, Þórunn Sigurðardóttir, Sólveig Óladóttir, Kristinn Kárason, Valþór Ólason, Kristrún Sæbjörnsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.