Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Silli ALBERT Arnasson, verslunarstjóri Þingeyjar og Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri. Skipaafgreiðsla Húsavíkur breytir um eignaraðild SKIPAAFGREIÐSLA Húsavíkur hf., fjölskyldufyrirtæki tveggja fjöl- skyldna, Árna Grétars Gunnars- sonar og Hannesar Höskuldssonar, var stofnuð 1984 og gerðist hún umboðsaðíli Eimskipafélaganna og síðar annarra skipafélaga. Fyrirtækið rekur einnig flutn- ingaþjónustu á landi og er einnig mjög stór framleiðandi vörupalla undir útflutningsvörur. Árið 1992 keypti fyrirtækið matvörumarkað sem hér hafði verið rekinn og hóf rekstur undir nafninu Þingey sem er orðinn vel þekktur vörumarkað- ur hér á Norðurlandi. Nú hefur orðið sú breyting á eignaraðild að Árni Grétar hefur selt Hannesi sinn hlut í fyrirtækinu og jafnframt látið af framkvæmda- stjórn en við því starfi tók Friðrik Sigurðsson sem starfað hefur sem skrifstofustjóri fyrirtækisins. Verslunarstjóri í Þingey hefur verið Albert Arnarsson og verður svo áfram. Vaðbrekku - Eðvarð Sigurgeirs- son, ljósmyndari á Akureyri, tók mynd af ungum dreng í bæjar- dyrunum í Sænautaseli á Jökul- dalsheiði vorið 1943. Drengurinn hét Eyþór Guðmundsson og var einn af sonum síðustu ábúenda á Sænautaseli en bærinn fór í eyði þetta haust. Myndin hefur víða farið, var meðal annars gefin út á póstkorti. Bærinn í Sænautaseli grotnaði niður enda byggður úr torfi og * Asömu bæjar- hellunni gijóti. Bærinn hefur nú verið byggður upp í sinni upprunalegu mynd og var verkinu lokið sum- Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson arið 1993, fimmtíu árum eftir að hann fór í eyði. Á dögunum er fréttaritari Morgunblaðsins átti leið í Sæ- nautasel hitti hann Halldóru dóttur EyþórS Guðmundssonar og þótti tilvalið að ljósmynda hana í dyrunum og á sömu bæjar- hellunni og faðir hennar stóð forðum þegar Eðvarð átti þar leið um með myndavélina. Það fylgir sögunni að hundurinn sé ekki sá sami og á eldri myndinni. Morgunblaðið/Kári Jónsson HÓPUR íþróttakennara að loknu þriggja daga námskeiði á Laugarvatni. Iþróttakennaranámskeið á Laugarvatni Hreyfing hefur forgang Laugarvatni - Nýlokið er á Laug- arvatni árlegu íþróttakennaranám- skeiði. Yfirskrift námskeiðsins var nú: Hreyfing hefur forgang. Nám- skeiðið stóð í 3 sólarhringa og um fjórðungur allra starfandi íþrótta- kennara á landinu, um 120 manns, mættu á námskeiðið að þessu sinni. Helstu fyrirlesarar voru John Elvestad frá Noregi sem kynnti ýmsa þætti úr íþróttakennslu í grunn- og framhaldsskólum í Nor- egi. Hann tók einnig fyrir dans sem gleðigjafa í skólaíþróttum, slökun og streitulosandi þætti. Mile Krsta Stanojev var með yoga og Hafdís Ámadóttir kenndi skapandi dans. Á námskeiðinu voru íþróttakennurum einnig kynntar nýjar áherslur í sundkennslu og námsmati í sundi og íþróttakennslu. íþróttaiðkendur héldu aðalfund í tengslum við námskeiðið. Við for- mennsku félagsins tók Hörður Grétar Gunnarsson af Margréti Gunnarsdóttur. Aðrir nýir í stjórn eru Magdalena Berglind Bjöms- dóttir og Baldur Þorsteinsson. íþróttakennaranámskeiðið var haldið í samvinnu ÍKFÍ, sem er fag- félag íþróttakennara _ innan KI, Iþróttakennaraskóla Islands og íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins. Sérstak- ur stuðningsaðili var mjólkurdags- nefnd. Veiðidagur fjölskyldunn- ar í Vogum Vogum - Starfsfólki íslenskra aðalverktaka og fjölskyldum þeirra var fyrir skömniu boðið í veiði og grillveislu. Fjöldi fólks tók þátt í veiði- deginum og renndi fyrir silung í Selljörn þar sem fyi-irtækið Vinamót setur silung í vatnið og selur veiðileyfi. Um miðjan dag var boðið til grillveislu í Sól- brekkuskógi, þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur og ham- borgara. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson VEIÐIMENN renna fyrir silung í Seltjörn. Sjálfboðaliðar til Zimbabwe Þróunarhjálp frá fólki til fólks (DAPP) er að leita að sjálfboða- liðum til að taka þátt í 10 mánaða umhverfisverkefni til stuðn- ings við þróun í Zimbabwe. Allir geta tekið þátt. Verkefnið stendur yfir í 10 mánuði. 4 mánuðir í þjálfun hjá The Travelling High School, Lillehammer, Noregi. 4 mánuðir í sjálfboðavinnu í Kukwanisa, Zimbabwe og þar velur þú þér eitt af efirfarandi verkefnum: Kenna börnum í hverfisskólunum að hugsa betur um umhverfi sitt. Skipuleggja plöntun trjáa og heilbrigðisátak í þorpunum. Taka þátt í rekstri býla og endurbyggingu landbún- aðarskóla. Tveir mánuðir að meta árangurinn í skólanum í Noregi. Einnig innifalin upplýsingavinna í Evrópu. Þú þarft að greiða skólag- jald. Byrjar 3/1 og 1/5 1996. Fax: +47 61 26 40 17, eða skrifa: DAPP, Box 394, 2601 Lillehammer, Noregi. Merkið bréfið/faxið „NZ-mbl.“ SIÐASTI DAGUR ÚTSÖLUNNAR OPIÐ FRA KL. 10-16. »hummél SPORTBÚÐ \ N Ármúla 40, símar 581 3555 og 581 3655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.