Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Landsbréf gera tilboð í hlutabréf í Sameinuðum verktökum Eftirsóknar- verð fyrir líf- eyrissjóði LANDSBRÉF hf. hafa gert hluthöf- um í Sameinuðum verktökum hf. til- boð um kaup á hlutabréfum í félag- inu á genginu 7,40. Davíð Bjömsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum, segir ástæðuna þá að töluverð eftirspurn sé eftir þessum bréfum hjá lífeyris- sjóðum. „Það hefur verið mikill uppgangur á hlutabréfamarkaði að undanfömu, margir vilja kaupa hlutabréf en fram- boðið er lítið. Hjá Landsbréfum ger- um við reglulega úttektir á því hvað bréf hafa hækkað eða gefið í ávöxt- un á ákveðnu tímabili. í nýjustu út- tekt okkar kemur skýrt fram að Sameinaðir verktakar hafa farið var- hiuta af þessari miklu hækkun á markaðnum," segir Davíð. Áhrif tekjuskatts Ástæða þess að gengi hlutabréfa í Sameinuðum verktökum er töluvert undir innra virði segir Davíð að miklu leyti skattalega. Hluthafar í Samein- uðum verktökum séu að megni til einstaklingar eða félög í eigu ein- staklinga. „Þama hefur verið greidd- ur út mjög hár arður undanfarin ár og einstaklingar þurfa að greiða tekjuskatt af þessum arði. Hins veg- ar er skattaleg staða lífeyrissjóða þannig að arður vegna hlutafjáreign- ar er ekki skattlagður. Núvirði lífeyr- issjóða af hlutafjáreign í Sameinuð- um verktökum er því mun meira en núvirði einstaklinga og arðsemin meiri.“ Davíð segir að gengið 7,40 sé gott tækifæri fyrir lífeyrissjóði vegna skattleysis arðtekna. Undanfarið hafí kauptilboð í þessi bréf verið á bilinu 7,10-7,20 þannig að þama sé um að ræða sanngjamt tækifæri fyrir einstaklinga til þess að selja bréf sín. Töluverðar fjárhæðir „Landsbréf eru í sambandi við nokkra lífeyrissjóði sem eru sammála þessu mati okkar og því settum við þessa auglýsingu í blaðið," segir Davíð og vitnar þar til auglýsingar í viðskiptablaði Morgunblaðsins síð- asta fimmtudag. Þar var hluthöfum í Sameinuðum verktökum gert tilboð um kaup á bréfum á genginu 7,40. í auglýsingunni sagði ennfremur að hlutabréfín yrðu staðgreidd við af- hendingu, að þóknun vegna sölu bréfanna væri 1,25% af söluverði og Landsbréf áskildu sér rétt til að tak- marka kaup bréfanna, reyndist fram- boð meira en fyrirliggjandi pantanir. Viðbrögð við auglýsingunni sagði Davíð hafa verið prýðileg, þama væri um töluverðar fjárhæðir að ræða. Þýski seðlabankinn Vill „leið- rétta“ gengi marksins MEÐ því að lækka vexti í kjölfar lækkandi gengis þýska marksins er Þýski seðlabankinn í raun að leggja blessun sína yfir lægra mark. Þetta er mat sérfræðinga á stöðu mála eftir að Þýski seðla- bankinn lækkaði forvexti um hálft prósentustig í 3,5% á fimmtudag. Þýski seðlabankinn hefur getið sér orð fyrir að leggja ofurkapp á að vernda styrk og stöðugleika þýska marksins. Umrædd vaxta- lækkun þykir benda til þess að þar á bæ vilji menn nú berjast á móti neikvæðum áhrifum af mik- illi hækkun þýska marksins á þessu ári á samkeppnisstöðu fyrir- tækja og hagkerfisins i heild. Vaxtalækkunin á fimmtudag, sem þýðir að forvextir hafa ekki verið Iægri síðan í desember 1988, kemur í kjölfar óvæntrar þátttöku þýska seðlabankans í skipulögðum aðgerðum til að styrkja dollar. Sérfræðingar telja að bankinn muni gera sig ánægðan með mark- ið í nánd við 1.50 á hvern dollar. Fyrr á árinu hækkaði markið um 13% gagnvart dollar og náði methæð í 1,3450 á dollar. A sama tíma hækkaði gengið verulega gagnvart öðrum helstu viðskipta- þjóðum Þýskalands, svo sem Ital- íu, Bretlandi og Spáni. Frá því í apríl sl. hefur markið síðan gefið eftir. „Þýski seðlabankinn leggur mikla áherslu á styrk marksins. Hins vegar er ekki litið á lækkun- ina undanfarið sem veikleika hjá gjaldmiðlinum, heldur að þarna VAXTALÆKKUN ÞÝSKA SEÐLABANKANS Þýski seðlabankinn lækkaði á fimmtu- dag forvexti um hálft prósentustig, í 3,5%, sem er lægsta vaxtastig frá því í desember 1988. % Forvextir i ----1---—i-------1------1------r ‘91 '92 '93 '94 '95 sé verið að leiðrétta „skot yfir markið“ sem átti sér stað fyrr á árinu,“ segir Ian Amstad, hag- fræðingur hjá bandaríska fjárfest- ingarfélaginu Bankers Trust. „Enn er litið svo á að full leiðrétt- ing hafi ekki átt sér stað.“ Aðalhagfræðingur Þýska seðla- bankans, Otmar Issing, sagði seint á fimmtudag að nýleg hækkun dollars hefði verið skref í þá átt að koma málum í eðlilegt horf. Menn gætu dregið þá ályktun af þátttöku bankans í aðgerðum síð- ustu viku til styrktar bandaríska gjaldmiðlinum að Þjóðveijar vildu að gengi dollars hækkaði. Borgarljós hf. Undanþága til verð- samráðs Samkeppnisráð hefur úrskurðað að samstarfssamningur sá sem Borgar- ljós hf. og einstök fyrirtæki í Borgar- ljóss-keðjunni hafa gert með sér sé undanþeginn ákvæðum samkeppnis- laga, að því að fram kemur í frétta- tilkynningu frá Borgarljósi hf. Haukur Þ. Hauksson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins segir að tilgangur þessa samstarfssamnings hafi verið að sameinast um innflutn- ing, dreifingu og sölu á rafvörum, m.a. í þeim tilgangi að styrkja rekstr- argrundvöll viðkomandi verslana. Borgarljós-keðjan samanstendur af 11 verslunum og er þorri þeirra stað- settur á landsbyggðinni. Hann segir að í samningnum felist ákvæði um verðsamráð á milli verslananna en tilgangurinn hafi verið sá að lækka vöruverð og sameina auglýsingar þeirra. Meðal annars standi til að gefa út auglýsingarbækling undir nafni keðjunnar. „Með þessum hætti getum við auglýst verð á vörum okk- ar sameiginlega og fólk gengið að því vísu að verðið sé hið sama í öllum verslunum. Þetta styrkir líka tiltrú landsbyggðarinnar á verslun í heima- byggð." Haukur segir að í úrskurði Sam- keppnisráðs hafi niðurstaðan verið sú að markaðshlutdeild þessarar keðju væri nægilega lítil til þess að hægt væri að veita undanþágu frá samkeppnislögum. Þá hafi það einnig verið tekið fram í úrskurðinum að þau gögn sem lögð hefðu verið fram bentu til þess að samstarf þetta hefði leitt til verðlækkunar á þeim vöruteg- undum sem það næði til. Afkoma ÚA fer batnandi sökum hækkandi gengi dollars og aukins vinnsluvirðis afurða félagsins Stefnt að hagnaði af rekstrinum íárslok vinduna til lengri tíma höfum við frekar hagnazt en tapað á því að leggja svona mikla áherzlu á banda- ríska markaðinn. Markaðurinn fyrir þessar afurðir er fyrst og fremst í Bandaríkjunum og þó gengi dollars- ins lækki, er ekkert hlaupið að því að færa framleiðsluna yfir á aðra markaði, þeir taka einfaldlega ekki yið henni. GENGISLÆKKUN dollars leiddi til mikils tekjutaps hjá ÚA á fyrri hluta þessa árs en einnig hef- ur ssamdráttur í veiðum á grálúðu komið illa við fyrirtækið. Með hækkandi gengi dollars og hærra afurðarverði horfir hins vegar til betri vegar hjá félaginu á seinni hluta ársins. GENGISLÆKKUN dollarsins leiddi af sér um 100 milljóna króna tekjutap af útflutningi Útgerðarfélags Akureyringa á fyrri hluta þessa árs. Þá varð mikill sam- dráttur í veiði og vinnslu á grálúðu og verkfall sjómanna fyrirtækinu þungbært. Á hinn bóginn hefur vinnsluvirði afurðanna aukizt tölu- vert og segir Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri ÚA, að stefnt sé að hagnaði, þegar upp verði staðið um áramót. Þá hefur orðið umtalsverður bati á rekstri hins þýzka dótturfyrir- tækis ÚA, sem nú er rekið með hagn- aði eftir mögur undanfarin ár. „Við erum með mjög hátt hlutfall framleiðslu okkar í dollurum og pundum," segir Gunnar. „45% land- framleiðslunnar eru seld til Banda- ríkjanna, og 35% allrar framleiðslu fara þangað. Við framleiðum einnig mikið til sölu á Bretlandi og gengi dollarsins og pundsins hefur verið okkur mjög óhagstætt. Rúmur helm- ingur framleiðslu okkar er seldur í þessum gjaldmiðli og vegur gengis- lækkun hans þyngst í taprekstrinum á fyrri helmingi þessa árs. Dollarinn hefur fallið um 12 til 13% miðað við sama tímabil í fyrra og það þýðir hvorki meira né minna en um 100 milljóna króna tekjutap. Mikill samdráttur í landvinnslu á grálúðu Þá hefur grálúðuveiði og fram- leiðsla verið einn af burðarásunum í starfsemi okkar. Það má segja að hún hafi verið okkar loðna eða rækja, en nú er grálúðustofninn afar slakur og veiðin hefur minnkað mikið. Við höfum að vísu haldið hlut okkar í sjófrystingunni, enda með einu frys- tiskipi fleira en á sama tíma í fyrra. Hins vegar hefur landvinnslan hrun- ið. Þegar bezt lét vorum við að frysta um 2.000 tonn á hveiju vori. í fyrra unnum við 1.100 tonn í landi, en nú varð þetta ekki nema rétt rúmlega 100 tonn. Þessi mikli samdráttur hefur komið mjög illa við okkur. Þá kom sjómannaverkfallið í vor sér afar illa fyrir okkur. Vorið hefur oft verið einn af okkar beztu tímum og við vitum ekki nema við hefðum til dæmis náð meiri grálúðu, hefði ekki komið til þessa verkfalls. Ég býst við því að verkfallið kosti okkur 50 til 60 milljónir," segir Gunnar. Birgðastaða í fimm pundum nokkuð góð Hefur verið um einhveija birgða- söfnun á þessu tímabili, svo sem í fímm punda pakkningum fyrir Bandaríkin? „Birgðastaðan í fímm punda þorskpakkningum er betri núna og birgðir hafa minnkað eftir að hafa verið fullmiklar. Framleiðsla þeirra var takmörkuð og það kemur ekkert of vel út, því fimm pundin eru ein hagkvæmasta framleiðslan og salan hefur verið góð. Það á frekar viö um ýsuna að birgðir hafi aukizt. Ýsu- veiði hefur aukizt mikið síðustu miss- eri og vel gekk að selja hana fyrst í stað enda vantaði ýsu inn á alla markaði. Nú er framleiðslan almennt orðin það mikil, að dálitlar brigðir hafa safnazt upp. Á hinn bóginn hefur gengið mun betur í karfanum en í fyrra. Mikil karfaveiði hefur verið í júlí og ágúst og við höfum verið að auka verðmæti framleiðsl- unnar verulega og er því útkoman í karfavinnslu betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.“ Má draga þá ályktun af þessu að of mikil áherzla sé lögð á fram- leiðslu á markaðinn í Bandaríkjun- um? „Eins og ég sagði áðan hafa fimm pundin verið hagkvæmasta fram- leiðslan í þorskinum og þessi mikla framleiðsla inn á Bandaríkin hefur komið okkur til góða, þegar dollarinn hefur staðið vel. Það er ekkert langt síðan hann stóð í 73 krónum og þá nutum við þess. Fallið var anzi mik- ið nú, þegar dollarinn var kominn niður í 63 krónur. Nú er hann farinn að hækka á ný og er kominn í 66 krónur og því er heldur bjartara framundan. Þegar litið er á fram- Betri horfur Nú horfír á ýmsa lund betur síð- ari hluta ársins, en þann fyrri. Gengi dollarsins er að hækka á ný, við erum stöðugt að auka vinnsluvirðið og júlí og ágúst hafa verið okkur hagstæð- ir, bæði í veiðum og vinnslu. Karfa- veiðamar hafa gengið mjög vel og venjulega hefur seinni hluti ársins komið betur út hjá okkur. Markmið okkar er að hagnaður verði af rekstr- inum, þegar upp verður staðið í árs- lok.“ Endurskipulagning í Þýzkalandi Hveiju má þakka hinn mikla rekstrarbata hjá dótturfyrirtæki ykk- ar, Mechlenburger Hochseefíscherei? „Það, sem mestu veldur, er að félagið hefur verið endurskipulagt fjárhagslega og framleiðslan verið löguð betur að kröfum markaðsins og afurðirnar unnar í dýrari pakkn- ingar. Þá hefur almenn verðhækkun orðið, þannig að meðalverð á hvert kíló er mun hærra en áður. Við höf- um einnig endursamið við sjómanna- samtökin um að sjómennirnir fari af launaskrá yfír veturinn, þegar skipin liggja. Afli hefur verið góður, sérstaklega í maímánuði. Loks höf- um við selt tvö skip, meðal annars stórt síldar- og makrílskip, sem var mjög dýrt í rekstri. Allt þetta hefur gert það að verkum að reksturinn er nú farinn að skila hagnaði. Fjár- hagsstaða félagsins er allgóð, eigið fjárhlutfall er á milli 70 og 80% og skuldir litlar, aðeins um 250 milljón- ir. Við gerum okkur því vonir um að við séum búnir að ná utan um þennan rekstur og bjartara sé fram- undan," segir Gunnar Ragnars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.