Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Ungt sjálfstæðis- fólk og ESB JOHANNA Vil- hjálmsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Sambands ungra sjálf- stæðismanna, gagnrýn- ir fréttafrásögn Morgunblaðsins af þingi sambandsins um síðustu helgi, sem und- irritaður skrifaði. Segir hún það hafa verið „mjög gróft“ að túlka upphafssetningu ESB- kafla utanríkismálaá- lyktunarinnar þannig að verið væri að hafna aðild að bandalaginu. Setningin sem Jó- hanna á við hljóðar svo: „Hægt er að útiloka aðiíd íslands að Evrópusambandinu." Andstæðingar ESB-aðildar á þing- inu töldu að upphafleg drög að álykt- un væru of jákvæð í garð ESB og lögðu því fram breytingartillögu við kafiann, þar sem kveðið var á um að ofangreind setning kæmi í stað eftirfarandi setningar: „Ekki er hægt að útiloka aðild íslands að Evrópusambandinu.“ Marklaus setning? Allflestir hljóta að viðurkenna að merkingarmunur er á þessum tveim- ur setningum. Fullyrða má að þing- fulltrúar skildu breytingartillöguna almennt á þá leið að henni væri ætlað að koma á framfæri andstöðu gegn hugsanlegri ESB-aðild Islend- inga (eða hugsanlegri aðildarumsókn eftir ríkjaráðstefnuna 1996 því varla leggur ríki fram umsókn nema það stefni að aðild.) Þrír fulltrúar tjáðu sig um efni breytingartillögunnar úr ræðustóli og var ekki á neinum þeirra að heyra að hún væri marklaus eins og Jó- hanna heldur fram. Þvert á móti urðu fjörugar umræður um tillöguna og einn ræðumanna hvatti þingfull- trúa til að fella hana því að ekki væri rétt að útiloka aðild að ESB. Þá er það varla nein tilviljun að ann- ar ræðumaður,' sem er eindreginn andstæðingur ESB, hvatti þingfull- trúa til að styðja tillöguna. Hafi því einhveijir velkst í vafa um að setningin fæli í ‘sér viljayfirlýsingu hefðu alvöruþrungnar umræður um hana átt að sannfæra þá um ann- að. Því miður sá Jó- hanna (formaður nefnd- arinnar) sér ekki fært á þinginu að tjá sig um þann skilning sinn að umrædd setning væri marklaus. Hefði hún gert það hefði þess að sjálfsögðu verið getið í Morgunblaðinu. Gabb ársins? Breytingin var síðan samþykkt með 44 at- kvæðum gegn 32 og samkvæmt Jó- hönnu létu því 76 þingfulltrúar gabba sig til að greiða atkvæði um setningu sem „segir alls ekki neitt og hefur enga þýðingu í því samhengi sem hún stendur," svo notuð séu hennar eigin orð. Fleiri breytingartillögur komu ekki fram þannig að öðru leyti voru drög- in samþykkt óbreytt. Ályktunin varð því ruglingsleg, svo ekki sé meira sagt, þar sem ESB-aðild er útilokuð (hafnað) í byijun en síðar í textanum er dregið allverulega í land. Samræmingarnefnd þingsins ákvað síðan að bjarga því sem bjarg- að varð með því að breyta uppröðun ályktunarinnar þannig að í endan- legri útgáfu hennar kemur upptaln- ing á göllum ESB-aðildar í beinu framhaldi af umræddri setningu. Varla hefði samræmingarnefndin gert það ef hún teldi að tillagan breytti ekki innihaldi ályktunarinnar „að neinu leyti“ eins og Jóhanna heldur fram á ritvellinum. Tvíátta ályktun Þegar fréttin var skrifuð var stuðst við utanríkismálaályktunina eins og hún var afgreidd frá þinginu og stuðst við þá túlkuh sem kom fram í umræðum um hana þar. Ekki er skrítið þótt ályktun, sem stefnir í tvær áttir um jafn mikilvægt mál þyki tíðinda verð. í stuttu máli sagt skipt- ust þingfulltrúar í tvo flokka í afstöðunni til ESB segir Kjartan Magnússon. Annar vildi ekki útiloka aðild að ESB en hinn, sem vildi það, var fjölmenn- ari hvort sem Jóhönnu Vilhjálmsdóttur líkar betur eða verr. í stuttu máli sagt skiptust þing- fulltrúar í tvo flokka í afstöðunni til ESB. Annar vildi ekki útiloka aðild að ESB en hinn sem vildi það var fjölmennari hvort sem Jóhönnu Vil- hjálmsdóttur líkar betur eða verr. Jóhanna spyr: „Hvernig er hægt að hafna aðild að Evrópusambandinu þegar ekki 'hefur verið sótt um að- ild!!!“ Því er til að svara að ályktanir SUS-þings eru oft á tíðum almennar viljayfirlýsingar _ um helstu svið stjórnmálanna. Ákafi ESB-andstæð- inga til að álykta gegn sambandinu helgast líklega af því að þeir telja raunverulega hættu á að síðar verði sótt um inngöngu. Þeir kjósa því væntanlega að hafna henni fyrirfram þótt ekki hafi verið sótt um aðild. Til frekari skýringar skal Jóhönnu bent á að ungt sjálfstæðisfólk hafn- aði því t.d. einnig um síðustu helgi að ríkið tæki nokkurn þátt í bygg- ingu tónlistarhúss. Þetta gera þeir þrátt fyrir að málið sé einungis á umræðustigi og formlegur undirbún- ingur þess ekki hafinn af hálfu ríkis- stjórnarinnar. Það þýðir þó varla að þátttaka ríkisins í byggingu tónlist- arhúss sé hafnað um alla framtíð, ekki fremur en ESB-aðild. Höfundur er blaðamaður. Kjartan Magnússon Hvers virði eru börnin okkar? ERU börnin okkar ekki þess virði að við beijumst með þeim við vímu- efnavandann? Eru þau ekki þess virði að við stöndum með þeim þegar þau misstíga sig í lífinu? Jú, vissulega eru þau þess virði því þau eru það dýr- mætasta sem við „eignumst" í þessu lífi. Ef barnið þitt verður veikt, leitar þú til læknis því til hjálpar. Við for- eldrar sem höfum orðið fyrir þeirri hræðilegu lífsreynslu að horfa á eftir barninu okkar í vímuefnaneyslu, leit- uðum hjálpar hjá meðferðarheimilinu Tindar. Þar fengum við alla þá hjálp og aðstoð sem unglingurinn og fjöl- skyldan þurfti. Því er okkur foreldr- um óskiljanleg sú ákvörðun ráða- manna að ætla að loka Tindum. Hafa ráðamenn kynnt sér starf- semi Tinda nægilega? Hafa ráðamenn séð foreldra koma niðurbrotna með barnið sitt í meðferð? Hafa ráðamenn séð ungan vímu- efnaneytanda breyt- ast úr ósjálfbjarga vesaling í barnið aftur? Hafa ráðamenn séð gleðina sem skín úr andlitum foreldra þegar þeir endurheimta barnið sitt aftur? Það er ekki átaka- og sársauka- laust að fara með unglinginn sinn í vímuefnameðferð. Sennilega getur foreldri ekki orðið fyrir sárari og þungbærari reynslu í lífinu en að missa barnið sitt í neyslu vímuefna, því oft eru efnin svo eitruð að varan- leg skemmd getur orðið á óhörðnuð- um unglingum. Það er ógerlegt fyrir þá sem ekki hafa kynnst vímuefna- notkun unglinga af eigin raun að ímynda sér þá sálarkvöl sem fjöl- skyldur þessara barna ganga í gegn- um. Stöðugur kvíði, ótti, andvöku- nætur og reiði. Allt heimilið verður undirlagt og ástandið bitnar á öllum í fjölskyldunni, ekki síst á systkinum. Tindar eru eina úrræðið þar sem barnið og ijölskyldan öll fá þá aðstoð sem þau þurfa. Síðastliðin 4-5 ár hafa 250 ung- menni á aldrinum 13-18 ára verið þar í meðferð, sem þýðir að 250 fjöl- skyldur í landinu hafa fengið hjálp frá Tindum. Því viljum við beina þessum spurn- ingum til ráðamanna: „Erum við þessar 250 fjölskyldur einskis virði? Er hægt að meta líf og heilsu barn- anna okkar í peningum?" Hin eiginlega meðferð á Tindum tekur um það bil 3 mánuði og fara fyrstu vikurnar í móttöku og grein- Það voru alvarleg mis- tök að loka Tindum, segja foreldrar barna sem verið hafa þar í meðferð. ingu á vandamálum einstaklingsins. Eftir greiningu tekur meðferðin við sem byggð er á 12 spora kerfi AA- samtakanna. Þá er unnið með ungl- inginn og fjölskylduna í heild. Þessi samvinúa er ómetanleg því hér er lagður grunnur að nýju og betra fjöl- skyldulífi. Flestir unglingar fara heim að lokinni þessari 3ja mánaða með- ferð en sumir fara á áfangaheimili. En Tindar halda áfram að halda utan um börnin og foreldra þeirra. Því eftir útskriftina tekur eftirmeð- ferðarprógrammið við, þar sem fram fer einstaklings-, hóp- og fjölskyldu- meðferð , sem tekur 1 ár. Hér liggur fyrst og fremst hin mikla sérstaða Tinda í meðferðarmál- um unglinga hér á landi, sem hjálpar þeim að fóta sig án vímuefna og vera virk í þjóðfélaginu. Þess vegna skilj- um við foreldrar ekki þá ákvörðun ráðamanna að gera lítið úr reynslu og þekkingu, sem einstaklega færir starfsmenn Tindá hafa byggt upp. Ein áhrifaríkasta meðferð sem til er hér á landi fyrir börn sem eiga í vímu- efnavanda og foreldra þeirra. Það vita allir sem að meðferðarmálum standa að unglingar þurfa öðruvísi meðferð en fullorðið fóik, sem jafnvel á að baki margra ára alkóhólisma. Því er það einlæg ósk okkar foreldr- anna að ráðamenn geri ekki þau hræðilegu mistök að loka Tindum. Það er í anda 9. sporsins að vera reiðubúinn til að taka öllum afleiðing- um gerða sinna og jafnframt að ábyrgjast velferð annarra (úr lífsvið- horfi Bills). Foreldrar barna sem hafa verið í meðferð á Tindum. Áslaug Þórarinsdóttir, Svana Símonardóttir, Jórunn Magnúsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Dagný Sigurmundardóttir, Eric Olafsson, Helga Hauksdóttir. '96 ÁRGERÐIN AF AUDI A4 ER EINSTAKLEGA GLÆSILEG. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. m HEKLA VERIÐ VELKOMIN Á KYNNINGU Á '96 ÁRGERÐINNI AF AUDI A4 í HEKLUHUSINU LAUGARDAG KL. 12-17 OG SUNNUDAG KL. 13-17. EINNIG ER TIL SÝNIS EIN GLÆSILEGASTA BIFREIÐ SEM KOMIÐ HEFUR TIL ÍSLANDS, ÁLBÍLLINN AUDI A8, PLÚSVINNINGUR HAPPADRÆTTIS HÁSKÓLA ÍSLANDS í ÁR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.