Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 15 IMEYTENDUR Mikið úrval af skólavör- um og verðið misjafnt Synt í Kópavogi SUNDKEPPNI fyrir almenning, sem nefnd hefur verið Kópavogs- sundið, verður haldin næstkom- andi sunnudag, 3.sept. í Sundlaug Kópavogs. Keppnin var haldin í fyrsta sinn í fyrra og tóku um 500 manns þá þátt. Þeir sem synda 500-1.500 metra fá viðurkenn- ingapeninga, en þátttakendur ákveða sjálfir hve langt þeir synda og engar tímatakmarkanir eru settar aðrar en tímamörk keppn- innar, sem er kl. 7-22. í fréttatilkynningu frá sund- lauginni kemur fram að allir þátt- takendur fá skjal sem staðfestir þátttöku í keppninni, þar sem fram kom auþplýsingar um vegalengd sem synt var. Einnig fá þeir stutt- ermabol, svaladrykk og hársápu. Þeir sem synda lengstu vegalengd í hverjum aldursflokki fá einnig afreksverðlaun. Þátttökugjald er 700 kr. fyrir þá sem fæddir eru 1979 eða fyrr, 500 kr. fyrir 67 ára og eldri og 300 fyrir þá sem fæddir eru eftir 1980. Skráning fer fram í sund- laug Kópavogs. Á keppnisdag verður selt kaffí ásamt kökum í anddyri sundlaugarinnar. FLEST börn eiga að mæta í skól- ann á morgun eða strax eftir helgi. Sex ára börnin bíða með eftirvænt- ingu eftir því að fá sína fyrstu skólatösku, pennaveski, liti og jafn- vel skólaföt. Bókaverslanir eru yfirfullar af skólavarningi og búðir eins og Hag- kaup og Bónus eru farnar að selja slíkar vörur á haustin. Það er afskaplega erfitt að gera verðkönnun á skólatöskum, þær eru það mismunandi að gæðum og út- liti. Það er auðvelt að finna tösku á innan við þúsund krónur og að sama skapi líka á um tíu þúsund krónur. Skólataska á 700 krónur eða 7.000 krónur? í Bónus fást skólatöskur á innan við sjö hundruð krónur og síðan upp í á þriðja þúsund krónur og víða í bókabúðum eru bakpokar fáanlegir á innan við þúsund krónur. Scout- töskumar, sem hafa verið mjög vin- sælar fyrir yngstu börnin, kosta um sjö þúsund krónur. Nokkrar eftir- líkingar eru á markaðnum og þær kosta frá um tvö þúsund og upp í fimm þúsund. Erfitt er að dæma um hversu líkar tösk- urnar eru að gæðum, sumar eru með endurskinsmerkjum, mörgufn hólfum, pennaveski fylgir einhverjum töskutegund- um og svo framvegis. Best er að fara á nokkra staði og bera saman verð og gæði. Úrvalið af pennaveskjum er ótrú- lega mikið og hægt að kaupa þau úr plasti á nokkur hundruð, jafnvel eitt til tvö hundruð krónur. Sé lagt í pennaveskin og þau úr öðru en plasti kosta þau mun meira. Al- gengt verð fyrir skrautlegt en til- tölulega vandað pennaveski er frá þúsund krónum og upp í um fímm- tán hundruð. Þá fylgja bæði trélitir og tússpennar, blýantar, yddari, reglustika og strokleður og penna- veskið er gjaman úr strigakenndu efni. Munar miklu ef skóladótið er keypt á útsölu - Kostnaður við að búa sex ára barn í skólann getur því verið afar mismunandi og veltur allt á því hveiju foreldramir vilja til kosta. Á götumarkaðnum sem haldinn var á göngum Kringlunnar fyrir skömmu voru gerðarlegar töskur fyrir yngstu skólakrakkana á tilboði hjá Pennanum á fimm hundruð krónur. Þar fengust líka pennaveski á 50 krónur, strokleður á 10 krónur og reglustikur á 20 krónur. Og hafi foreldrar verið forsjálir og keypt skólafötin á útsölu í janúar þá er eflaust hægt að kaupa alklæðnað og skóladót á um fímm þúsund krónur. Kaupi forráðamenn barna það sem vantar fyrir skólann þessa dag- ana og ef þeir þurfa ekki að halda fast utanum budduna þá er auðvelt að eyða tuttugu og fimm þúsund krónum í skóladót og föt. Bolur kr. 1.290 Gallaskyrta kr. 2.790 Gallabuxur kr. 3.890 Morgunblaðið/Þorkell ÆL JmmrnÁ Salöt í innsigl- aðar umbúðir NÝLEGA var farið að pakka brauð- salötum frá fyrirtækinu Eðalfíski hf. í Borgarnesi í innsiglaðar umbúðir með álfílmu sem á að tryggja öryggi og geymsluþol. Um er að ræða um- búðir utanum laxasalat, rækjusalat, skinkusalat, túnfisksalat og ítalskt salat og er smellulok á dósunum eft- ir sem áður. --------»-♦ --------- Svíar endur- vinna fernur í JÚLÍ var farið að endurvinna mjólk- ur- og djúsfernur í Svíþjóð. Hafa 261 sveitarfélög af 288 fallist á að koma upp aðstöðu til að taka við fernum sem fari í endurvinnslu. Svíar hafa verið iðnir við að skila gleri í endur- vinnslu, rafhlöðum ofl. Fernurnar verða að smátrefjum sem til dæmis verða síðan notaðar í sjónvörp og skrifstofuhúsgögn. Fer endurvinnsl- an fram í Þýskalandi. Yogastöðin Heilsubót Síðumúli 15 *Sími 588 5711 Konurog karlarathugiðl Vetrardagskráin byrjar 4. september. Við bjóðum mjög góðar alhliða æfingar sem byggðar eru á HATHA - YOGA, til viðhalds þrótti, mýkt og andlegu jafnvægi. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Sértími fyrir barnshafandi konur. Yogastöðin Heilsubót Síðumúli 15 • Sími 588 5711

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.