Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SESSELJA JÓHANNSDÓTTIR + Sesselja hannsdóttir, Cacilia Höfner, fæddist í Hof bei Salzburg 12. júlí 1934 og lést 23. ág- úst 1995 í Sjúkra- húsi Seyðisfjarðar. Foreldrar hennar voru Johann Höfn- er bóndi, Hirc- hberg, Hof bei Salz- burg og kona hans, Martina, fædd Wimmer. A lífi eru systurnar Martina, Anne Marie og El- isabeth fóstursystir. Sesselja giftist Emil Emilssyni kennara 29. júní 1957, þau eignuðust 5 börn: 1) Emil Gautur, f. 10. maí 1958, verkfræðingur, kennari og rennismiður, k. Svava Björnsdóttir bókasafnsfræð- ingur. Þau eiga 3 dætur, Auði, 12 ára, Björk og Silju, 5 ára. 2) Jó- hann, f. 15. júní 1959, verkfræðing- ur, k. Hermína Guð- brandsdóttir mann- fræðingur. Þeirra' börn, Yr, 12 ára, og Ymir, 7 ára. Búsett í Michigan. 3) Helga Martína, f. 21. mai 1960, verslunar- maður. Á soninn Loga, 16 ára. 4) Dagur, f. 29. apríl 1963, kennari, k. Ingibjörg Jóhanna Jónsdóttir kennari. Þeirra barn, Máni, 4 ára. 5) Snorri, 5. mai 1964, verkamaður, k. Lauf- ey Böðvarsdóttir, skilin. Þau eiga 2 dætur, Rakel, 6 ára, og Sjöfn, 2 ára. Utförin fer fram frá Seyðis- fjarðarkirkju í dag kl. 14.00. HÚN Sillý hans Emils er frá okkur farin, yfir móðuna miklu. Hin lífs- glaða, sterkbyggða og kjarkaða kona varð einnig að láta undan, löngu fyrir aldur fram, þrátt fyrir hetjulega baráttu. Eg vil með nokkrum orðum minn- ast þessarar fágætu konu, því það var hún svo sannarlega, og um leið þakka henni fyrir hönd fjölskyldu minnar fyrir samfylgdina gegnum árin. Hún Sillý, eins og við kölluðum hana alla tíð, var fædd 12. júlí 1934, og uppalin í Austurríki, en kom hingað til Seyðisfjarðar 1959 með eiginmanni sínum Emil Emils- syni kennara. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt og tók sér nafnið Sesselja Jóhannsdóttir. Ég og fjölskylda mín áttum því láni að fagna þegar við fluttum til Seyðisfjarðar fyrir 35 árum, alls ókunnug í plássinu, að þar voru fyrir Sillý og Emil. Þau hjónin bjuggu þá á neðri hæð að Vestur- vegi 8. Forlögin komu því þannig fyrir að við Dóra kona mín og bömin settumst að á efri hæð sama húss. Síðar þegar við fjölskyldan fluttum upp á Múlaveg, byggðu þau hús sitt í „brekkunni“ ofan við húsið okkar. Það fór því ekki hjá því að við ættum margar samverustundir með þeim hjónum og börnum þeirra. Oft var glatt á hjalla á Vestur- veginum, og stutt var á milli hæða. Þá var oft kallast á og málin af- greidd á léttari nótunum. En ef meira þurfti til og viðfangsefnið krafðist frekari og vandaðri vinnu- bragða þá var sest niður í eldhúsinu hjá henni Sillý með allnokkra sykur- ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÓTEL LÖFTLEIDIR mola, kaffibolla og „Sillýjarkökur“ sem enn þann dag í dag þykja ómissandi á stórhátíðum eins og á jólum í minni flölskyldu. Emil og Dóra hlustuðu þá gjam- an á þegar við Sillý ræddum málin, ekki alltaf endilega á hefðbundnum eða lágværum nótum, heldur miklu fremur eins og okkur báðum hent- aði best. Þegar. „málfundi" okkar lauk buðu Dóra og Emil upp á spil, og þá var gjarnan slegið í „rommý.“ Sillý var með afbrigðum dugleg og kjörkuð kóna. Þar veit ég fáar eða engar í spor hennar fara. Hún „blés“ á almenningsálitið og ef sá var gállinn á henni bauð hún því byrginn, og á stundum skemmtum við okkur saman yfír viðbrögðum þessa og hins í bænum. Strax við fyrstu kynni mátti merkja hinn mikla áhuga hennar og elsku á gróðrinum og þeim fjöl- breytileika og fegurð sem hann gefur umhverfínu sé vel um hann haldið. Fyrstu árin lét hún sér nægja að rækta og lita garðinn sinn við Múlaveginn og hjálpa nánustu vin- um sínum og nágrönnum, og eins og henni var lagið var vasklega gengið að verki. Síðar gerðist hún með dyggri aðstoð eiginmannsins sannkallaður „vemdari" blóma og tijágróðurs hér í bæ, með því að stjóma, skipu- leggja og vinna við umhirðu blóma og mnna ásamt gróðursetningu tijáa í kaupstaðarlandinu nú sl. 8-10 ár. Sá þáttur í lífsstarfí Sillýj- ar mun verða sjáanlegur um langa framtíð og ber Seyðfírðingum að þakka það sérstaklega. Einnig höfðu þau hjónin með að gera umsjón kirkjugarðs og skrúð- garðs í allmörg ár. Það var því við þessi störf sem Sillý naut sín best, dugnaðarforkurinn, sem hafði þeg- ar á reyndi ráð við öllu og í þeim efnum var henni ekkert óviðkom- andi. Það var því ef til vill engin tilviljun að við áttum síðast tal sam- an í þessu lífi, þar sem hún sat úti á svölum Sjúkrahússins í sumarblíð- unni, og fylgdist með þar sem lífs- förunautur hennar leiðbeindi nokkr- um börnum og foreldrum þeirra við gróðursetningu tijáa neðan við leiguíbúðir aldraðra við Múlaveg. Fallegri umgjörð minninga er vart hægt að hugsa sér þar sem hin eina og sanna Sillý á í hlut. Emil minn og fjölskylda, við þökkum ykkur fyrir að fá að kynn- ast syo fágætri konu og móður. Blessuð sé minning hennar. Dóra, Þorvaldur og fjöl- skylda. Mér finnst ég verði að minnast hennar Cilliar fáeinum orðum, hún er mér svo hugstæð fyrir margra hluta sakir. Hún var ein af hetjum þessa lands. Miklu betri íslendingur en margir innfæddir. Cilli var frá Austurríki, kom hingað ung stúlka á vegum íslenskrar skólasystur sinnar sem hún hafði kynnst í Þýskalandi, ætlaði að vinna hér á landi í stuttan tíma en það urðu nær 40 ár. Hún fór að vinna á heimili skólastjórans í Reykjanesi fyrir vestan, og kynntist þar kenn- aranum Emil Emilssyni og varð úr því lífstíðar sambúð mjög farsæl og skemmtileg. Eignuðust þau fimm börn sem þau hafa komið vel til manns, vel menntuð og á allan hátt vel gerð. Cilii og Emil giftu sig í Salzburg 29 júní 1957. Þeim stóð til boða atvinna þar en Cilli vildi ala börn, sem hún ætti eftir að eignast, upp á íslandi. Ég kynntist henni ekki fyrr en Dagur og Snorri komu í ME. Þá fylgdist hún vel með hvernig þeir stóðu sig við nám gegnum skóla og var hamingjusöm þegar þeir voru útskrifaðir stúdentar sem henni fannst vera sú menntun sem foreldrum bæri að standa straum af, hvað sem þeir gerðu þar eftir, það var þeirra mál. Cilli gerði sér mikið betur grein fyrir hvað voru þarfír hlutir og hvað var bara óþarfí og hvemig var hægt að komast af á skynsamlegan hátt og mennta börn sín sem er meira virði en ýmiss konar óþarfa eyðsla. Hún var alin upp við allt annan lífsstíl en hér gerist, það var margt hægt að læra af henni. Það hafa verið mik- il umskipti fyrir unga_ stúlku að koma frá Austurríki til íslands það sá ég best þegar ég kom í hennar heimabyggð Salzburg, sá allan skóginn, blómin og gróðurinn mið- að við ísland kalt og berangurslegt. Þau Cilli og Emil bjuggu í Garðinum veturinn 1956-1957, Emil var kennari þar. Á Höfn í Hornafírði 1957-1959 og 1959 réðst Emil sem kennari til Seyðis- fjarðar þar sem þau hafa búið síð- an. Auk heimilisstarfa vann Cilli mikið utan heimilis í fiski, við garð- yrkjustörf og yfírleitt hvað sem til féll. Það var ekki að ástæðulausu að hún lagði sig alla fram um að rækta tré og blóm, hann er falleg- ur garðurinn þeirra á Múlavegi 19 sem hún hefur ræktað. Þar hefur hún komið með blóm sem hún hef- ur haft með sér úr heimabyggð sinni þegar hún hefur farið í heim- sókn til ættingjanna. Hún var ætt- rækin við sitt fólk og það heim- sótti hvert annað eftir því sem efni og ástæður leyfðu. Eins var hún mjög góð og hugsunarsöm við sitt tengdafólk, það þótti ábyggilega öllum vænt um hana. Mörg síðustu ár hefur Cilli hugs- að um skrúðgarðinn og kirkjugarð- inn á Seyðisfírði og lýsir það henn- ar smekkvísi og fallegum vinnu- brögðum. Eins tók hún þátt í að planta tijáplöntum í land sem verið er að græða upp til skógræktar, ég hugsa að hennar draumur hafi verið að gera ísland hlýlegra land en það er. Ég held að það megi aðeins minnast Cilliar í sambandi við leikfélagið. Þótt hún hafi aldrei gefíð sig út sem leikari þá lánaði hún leikfélaginu alla fjölskyldu sína. Ég hef aldrei komið svo á leiksýningu á Seyðisfirði að þar hafí ekki verið einn eða fleiri úr fjölskyldunni þar. Emil var lengi formaður og Snorri í stjórn eftir að faðir hans hætti, en hún Cilli skaust oft með næringu handa leik- fólkinu, eins lagaði hún leiktjöld, saumaði búninga og fleira sem hvergi er nefnt þegar talað er um starfsemi félaganna auk þess að hafa heimilið undirlagt af starfsem- inni hluta vetrar. Eitt er það sem ekki er hægt að ganga framhjá þegar Cilliar er minnst en það eru bamabömin hennar, þau dáðu hana, þeirra heitasta ósk var alltaf að heimsækja Cilli ömmu á Múla- vegi, hún var þeim kærari en allir aðrir. Stærsti draumur þeirra minnstu að fá að sofa í „holunni“ milli afa og ömmu. Hún naut þess að hafa þau hjá sér og hafði sér- staklega gott lag á að hafa þau þæg og góð. Þau hafa misst mikið. Eg og mitt fólk þökkum henni allt og allt. Innilegar samúðar- kveðjur til Emils og allra hinna. Guðrún Aðalsteinsdóttir. + Dagbjörg fædd- ist á Vesturgötu 51b í Reykjavík 24. október 1911. Hún lést í Landspítalan- um 24. ágúst sl. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Þórarinsdóttur, f. 8. júlí 1878, d. 18. desember 1950, og Benedikts Péturs- sonar, f. 17. júlí 1887, d. 8. júní 1949. Börn þeirra voru: Davíð, f. 25. ágúst 1905, Magn- fríður Þóra f. 22. september 1906, Sigurður, f. 22. septem- ber 1908, Dagbjörg, f. 24. októ- ber 1911, Björgvin, f. 23. ágúst 1917. Nú eru þessi systkini öll látin. Dagbjörg verður jarðsett frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. „AÐEINS sá sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Spámaðurinn bls. 88.) Dagga, eins og hún var kölluð, hefur verið samofín mínu lífi frá því að ég man fyrst eftir mér. Benedikt faðir hennar, eða Bensi eins og hann var kallaður, var mikill vinur föður míns og gamall skipsfélagi hans. Bensi og Guðrún, kona hans, voru auðfúsugestir og komu oft á sumrin og hjálpuðu þá oft til við heyskap- inn. Það var mikill fengur fyrir okk- ur systkinin að fá þau í heimsókn, sérstaklega þó Bensa því hann lék sér við okkur og kenndi okkur hina ýmsu leiki. Ég var mikil mannfæla sem bam, það tók mig því langan tíma að kynnast Döggu. Mér eru sérstaklega minnisstæð okkar fyrstu kynni. Ég var 2-3 ára gömul og Dagga hefur verið rúmlega tví- tug. Dagga var ásamt systkinum mínum að snúa þurrheyi á túninu heima við bæinn. Ég var hins vegar eitthvað að þvælast í kringum fólk- ið. Dagga kallaði í mig og bað mig um að koma til sín. Ég vildi ekkert við hana tala og hljóp inn í hlöðu til að fela mig. Dagga hljóp á eftir mér, þreif í mig og sagði við mig: „Stebba, ég ætlaði að gefa þér gott.“ Þá skammaðist ég mín mikið. Tók hún þá upp tyggjópakka þar sem hver tafla var innpökkuð í bréfí og gaf mér eina t-öflu sem ég stakk upp í mig. „Ætlarðu að éta bréfið Stebba“, varð henni þá að orði, en hún hló ekki að mér og það þótti mér vænt um. Síðan hefur verið óijúfanleg vinátta á milli okkar Döggu. Seinna meir, er ég fór að fara til Reykjavíkur, gisti ég alltaf á Öldu- götu 32 hjá Bensa og Guðrúnu. En eftir að ég flutti til Reykjavíkur þá hafði ég fyrir fasta venju að heim- sækja Döggu og Davíð því þau bjuggu í húsi foreldra sinna eftir lát þeirra. Árið 1956 var ég sjálf farin að búa. Dagga kom oft í heimsókn til mín. Eitt kvöldið kom Gunnar, bróðir minn, í heimsókn líka. Það var orðið áliðið kvölds er Dagga hugsaði til heimferðar og bað ég því Gunnar um að fylgja henni áleið- is og sagði: „Þú kemur svo Gunnar minn og gistir hjá mér.“ Þá sagði Dagga: „Hann getur nú líka gist hjá mér, það er nóg pláss.“ Það þáði hann og hefur hann gist þar síðan og haft þar athvarf og að- hlynningu. Á öllum hátíðisdögum hefur verið mikill samgangur á milli heimilanna. Þau voru boðin í mat til mín og við í súkku- laði og kökur til þeirra og alltaf gáfum við Dagga hvor annarri jólagjöf. Dagga var gáfuð kona sem hafði yndi af góðum bókum en einn- ig hafði hún gaman af öðru léttmeti eins og t.d. dönsku blöðunum, s.s. Hjemmet og fleiri slíkum. Hún fylgdist mjög vel með öllum fréttum bæði í útvarpi og blöðum. Eftir að sjónvarpið kom var það henni mikil dægrastytt- ing. Hún hafði líka gaman af að fara í leikhús og fyrsta sinn sem ég fór í leikhús í Reykjavík, þá var það Dagga sem bauð mér. Ánnars lifði hún fábrotnu lífi. Hún var lærð- ur kjólameistari frá Rebekku Hjört- þórsdóttur og vann þar eins lengi og heilsan leyfði, en hún var snemma heilsuveil og þá sérstaklega slæm í baki. Vinnuaðstaðan var heldur ekki upp á marga fiska því í þá daga sátu stúlkurnar á baklaus- um stólum, bognar í baki við sau- mana; það þætti víst ekki gott í dag. Dagga kvartaði aldrei, það var ekki til siðs hjá henni. Hún kynntist ekki mörgum en hún ræktaði vinátt- una við skyldfólkið og voru systur- börn hennar henni sérlega kær, einkum þó Guðrún sem var elst þeirra, en hún var alltaf prinsessan hennar Döggu. Dagga var ávallt .gestrisin og skemmtileg heim að sækja. Hún hafði yndi af blómunum sínum í glugganum og ræktaði garð við húsið sitt meðan kraftar leyfðu. Undanfarin ár rétti ég henni hjálp- arhönd við að hreinsa til í garðinum hennar á vorin. Var hún mjög þakk- lát fyrir þá litlu hjálp. Síðastliðinn vetur var búinn að vera henni erfið- ur. Hún þurfti oft að leggjast inn á sjúkrahús en gat þó alltaf komið heim á milli og var þó nokkuð hress þó að mátturinn þverraði smátt og smátt. Einu sinni er henni leið von- um framar vel sagði hún við mig: „Mig langar að lifa til aldamóta og sjá hvemig allt verður þá.“ Nokkr- um dögum áður en hún andaðist sagði hún við mig: „Nú er ég hætt að hafa gaman af að hlusta á út- varpið“ og þá vissi ég að hún mundi eiga skammt eftir ólifað. Hún var svo lánsöm að tapa aldrei minninu í öllum þessum veikindum og gat því rætt um alla hluti fram í andlát- ið. Fábrotnu lífí hennar er nú lokið. Eftir stendur minningin um hennar fágæta persónuleika. Óumbreytan- leg í útliti, róleg og yfírveguð. Ætt- ingjar hennar og hinir fáu traustu vinir eiga eftir að sakna hennar um ókomin ár, en ég mun hugsa um langa vináttu okkar sem aldrei bar neinn skugga á. Langar mig að kveðja hana með fallegum kafla úr bókinni „Litla prinsinum". „Stjörnurnar eru fallegar, þær eru fallegar vegna blóms, sem mað- ur sér ekki ... Ég svaraði „vissu- lega“ og ég horfði, án þess að segja orð, á bylgjóttan sandinn í tungls- ljósinu. Eyðimörkin er falleg, bætti hann við ... Og það var satt. Mér hefir alltaf þótt vænt um eyðimörkina. Maður sezt á sandöldu. Maður sér ekkert, heyrir ekkert. Og þó er eins og eitt- hvað geisli í þögninni. Það sem gerir eyðimörkina fal- lega, sagði litli prinsinn, það er, að hún geymir einhvers . staðar brunn ..." Samúð votta ég syrgjendum. Stefanía R. Pálsdóttir og fjölskylda. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er aeskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lcngd greina fari ekki yfir eúia og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — cða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grcinunum. DAGBJORG BENE- DIKTSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.