Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ég þakka innilega öllum þeim, sem glöddu mig í tilefni níutíu og fimm ára afmœlis míns hinn 19. ágúst síðastliðinn. Blóm, skeyti og margar aörar fallegar gjafir, sem mér bárust þennan dag, voru mér óvœntur og mikill gleðigjafi. Sérstaklega verÖur mér minnisstœtt niðjamótiÖ á Hótel Sögu þennan sama dag, þar sem ég átti svo dásamlega stund meö fjölskyldum barnanna minna og mörgum öðrum nánum œttingjum og vinum. Kœrar þakkir og GuÖ blessi ykkur öll. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Flókagötu 3, Reykjavík. ZI KRI PALUJOGA^ Oonir tímar í Bolholti 4, 4. hæð. Tímarnir hefjast 12. sept. og verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18.15. • Jógastöður. • Öndun. • Slökun. Ókeypis prufutími ef óskað er. Nýir og eldri nemendur velkomnir. Upplýsingar og skráning: Yoga Studio - Ásmundur Gunnlaugsson, jógakennari, sími 552-1033 milli kl. 10 og 12 daglega. J HKmrkadnr í KOLAPORTINU alla daga fil 17. sepfember -,/Ví'i , ^ , t'- ' : i LAUGARDAGA KL. 10-16 OG SUNNUDAGA KL. 11-17 Opið virka daga kl. 12-18 LAUGAR ----------m*--- Méirlháttar Hr990® w„;j> Hnng0o t im~---- m im 'O i/i;? (5 ■ i-vm WBmí ca' Tónlist á kasettum verð frá Hr 490.® Lagersala á Saumastofan Artemis er með lagersölu á vefnaðarvöru, fatnaði, tölum, tvinna, teygjum og fleiru. T.d. efni í dragt Heildsölumarkadur á Hn 29D.o —Hn 2590.° - HrdH au.er 8; w . íÉH 3 $ s Hn 880 ® TUbodsveisla á Stafahálsmen. stafurinn kr. 40,« Skaphringir (skípta lltum) kr. 500,- St|örnumerkjahálsmen a kr. 500,- Lesgleraugu á kr. 690,- Urval af sólgleraugum frá kr. 690,- Lagerlosun á Hr 3950.® R’áhrlBO.® GAMnVCISUl ..nyir gámar opnadir í huern uihu vöruveislan ..homm aftur KOLAPORTIÐ -kemur sífelli á óvaii LYKILLINN AÐ RÉTTU VÖRUVERÐI p orpmlblaSíííi - kjarni málsins! ÍDAG SKÁK llmsjón Marfjcir l'étursson ■ b c d • | HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í þýsku Bundesligunni sl. vetur í viðureign tveggja stór- meistara. Ungverjinn Zolt- an Ribli (2.600) hafði hvítt og átti leik gegn öldungn- um Wolfgang Unzicker (2.440). 1. Rxh7! - Kxh7 2. Rg5+ - Kg8 3. Dh5 - Dc7 4. Bd4! (Hótar 5. Dh7+ - Kf8 6. Bc5+) 4. - Rd7 5. Bxd5 - exdð 6. Dh7+ - Kf8 7. e6 og svart- ur gafst upp. Það verða miklar breytingar á Bun- desligunni næsta vetur. Stórveldið Bayern Munchen sem þeir Hiibner, Jusupov, Ribli og Jóhann Hjartarson tefldu fyrir verður « ekki lengur með. Ástæðan er fráfall driffjöður skákdeildarinn- ar, Heinrichs Jellissen. Hiibner fer til Porz og Ju- supov til Empor Berlín. Þau félög eru nú langsterk- ust og munu vafalaust berjast upp að verða arf- taki Bæjaranna. HOGNIHREKKVISI uar bara uanurcá c*Jax HL kjrkj if á, Sunnuctögam-" VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tilmæli til hjólreiðafólks KONA sem gengur nánast daglega um Elliðaárdal- inn, hringdi til Velvakanda til að beina þeim tilmæl- um til hjólreiðafólks, að það sýni gangandi vegfar- endum þá tillitssemi að láta vita af sér komi þeir aftan að fólki, t.d. með því að nota bjöllu. Það skapar slysahættu ef þeir ekki láta vita af sér, því gangandi vegfarendum getur brugðið svo illa. Gæludýr Týnd læða GRÁYRJÓTT þriggja ára stygg læða hvarf frá heimili sínu á Öldugötu aðfaranótt mánudags- ins. Hún var ekki með ól en eyrnamerkinguna R-2025. Er fólk beðið að athuga í geymslur og kjallara nálægt heim- ili hennar ef ske kynni að hún hefði lokast inni og hringja í síma 552-6439 geti einhvér gefið upplýsingar um hana. Högni þarf heimili RJÓMAGULUR fjög- urra mánaða gamall ljúfur högni þarf að eignast gott heimili vegna heimilisaðstæðna á núverandi heimili. Dýravinir vinsamlegast hringi í síma 564-3388. Með morgunkaffinu SVO bætast 15 krón- ur við, þegar ég er búin ad selja glerið úti í sjoppu. Víkverji skrifar... AÐ er mikið fagnaðarefni að komin sé út ný frönsk-íslensk orðabók. Löngu var orðið tímabært að gefa út slíkt verk og hefur Vík- verji beðið hennar með eftirvænt- ingu allt frá því að útgáfa hennar var boðuð í opinberri heimsókn Francois Mitterrands, fyrrverandi Frakklandsforseta, fyrir nokkrum árum. Til þessa hefur eina fransk- íslenska orðabókin, sem fáanleg hefur verið, verið orðabók Gerards Boots, sem gefin var út árið 1953. Þó að hún sé um margt ágæt og hafi þjónað Víkveija vel er langt frá því að hún uppfylli lengur þær kröfur sem gerðar eru. Þótt lítil reynsla sé komin á nýju orðabókina lofa fyrstu kynni Víkverja af henni góðu og er við hæfi að óska þeim sem að verkinu stóðu til hamingju. xxx AFSTAÐA stjórnenda Áfengis- verslunar ríkisins til neytenda kemur Víkverja stöðugt á óvart. í sjónvarpsfréttum í síðustu viku var haft eftir forstjóra fyrirtækisins að breyttar reglur á áfengisinnflutn- ingi myndu væntanlega þýða að innflutningur myndi færast á herid- ur nokkurra stórra fyrirtækja. Þessi fyrirtæki myndu líklega hafa mest- an áhuga á að bjóða vörur, sem þau væru viss um að geta selt í miklu magni og því yrði afleiðingin sú að vöruúrval í verslunum ÁT\(R myndi versna. Víkveiji hefur reynt að fylgjast ueð fréttum af þeim breytingum sem eru að verða á áfengissölu vegna tilkomu EES-samningsins og kom þessi röksemdarfærsla ÁTVR- forstjórans honum nokkuð spánskt fyrir sjónir. í fyrsta lagi fær hann ekki séð að úrval ÁTVR hafi til þessa verið sérstaklega fjölbreytt. 1 öðru lagi hefur mátt rekja þær nýjungar, sem komið hafa á mark- aðinn undanfarið ár, til þess að opnað hefur verið fyrir reynslusölu á nýjum tegundum. Það er hins vegar áfengisverslunin sem ákveður hversu margar tegundir eru teknar í reynslusölu í einu og að auþi hversu mikið verður að selja af nýrri tegund, meðan á reynslusölu stendur, til að hún verði boðin í ölium verslunum einokunarsölunn- ar. Reynslutegundir eru skilgreindar í ákveðna flokka og verður ný teg- und að ná ákveðinni lágmarkssölu í sínum flokki. Ef forstjóri ÁTVR óttast að þeim tegundum, sem neyt- endum standa til boða, muni fækka er fyrirtækinu væntanlega í lófa lagið að skilgreina þessa flokka þannig að ekki einungis sölutegund- ir eigi möguleika og að úrvalið verði sem fjölbreyttast. Þá skilst Víkveija að ef sótt er um tegund til reynslu- sölu í sumum flokkum sé nú margra ára bið áður en hún kemst að. Hvers vegna er þá reynslusalan ekki látin ganga hraðar fyrir sig til dæmis með því að láta fleiri teg- undir spreyta sig í einu en nú er raunin? Væri það ekki öllum í hag? xxx ASTÆÐA reynslusölunnar er sú að ÁTVR er samkvæmt EES- samningnum meinað að mismuna framleiðendum í verslunum sínum og á þetta kerfi að tryggja að allir hafi jafnan aðgang að smásölu. Áfengisverslunin á einungis að vera óháður söluaðili. Það kom því Vík- vetja nokkuð á óvart er vinkona hans sagði honum reynslusögu af því er hún fór í áfengisverslunina í Kringlunni til að kaupa vín fyrir veislu er hún hugðist halda. Hún hafði ákveðið fyrirfram tvær teg- undir er hún hugðist kaupa en fann þær ekki strax í hillum verslunar- innar og leitaði því aðstoðar hjá starfsmanni. Hann hafði allt á horn- um sér varðandi hvitvínið sem hún bað um og sagði það vera „allt of súrt“. Vinkona Víkveija gaf sig hins vegar ekki þar sem hún hafði reynslu af þessari tegund og taldi sig vita betur en afgreiðslumaður- inn. Fékk hún sínu framgengt en þegar kom rauðvíninu endurtók sagan sig. Starfsmaðurinn hafði allt á hornum sér varðandi viðkom- andi tegund og vildi endilega að hún keypti aðra. Vinkonan stóð hins vegar enn föst á sínu og var að lokum afgreidd með semingi. Taldi hún þessa framkomu nokkuð furðu- lega ekki síst í ijósi þess að í báðum tilvikum mælti starfsmaðurinn með tegund sem hún taldi vera síðri. Það má líka spyija hvort að ákveð- in „mismunun“ milli framleiðenda felist ekki í ráðleggingum sem þess- um. Hvað skyldi Eftirlitsstofnun EFTA segja um það? Vinkona Víkveija kvaðst enn- fremur ósátt við litla þjónustulund margra starfsmanna ÁTVR. Hvort að einokun stofnunarinnar á áfeng- issölu og þar með skortur á sam- keppni verði til þess að starfsmönn- um þyki ástæðulaust að veita fólki eðlilega þjónustu skal ósagt látið en reynsla vinkonunnar af viðskipt- um við „Ríkið“ í Svíþjóð er þó ág- ætt dæmi um það að slíkri stofnun er vel mögulegt að laga sig að þörf- um viðskiptavinanna og leggja sig fram um að þjóna þeim sem best.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.