Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frestun byggingar tólf rúma hjúkrun- arheimilis á Fáskrúðsfirði Ráðherra segist ekki munu hvika INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segist ekki munu hvika frá þeirri ákvörðun að fresta fram- kvæmdum við hjúkrunarheimili á Fáskrúðsfirði. „Ég hef ekki það svig- rúm hér í ráðuneytinu að ég geti seitt framkvæmdir í útboð sem ég sé ekki hvernig á að fjármagna, þó svo að menn hafi skrifað undir eitt- hvað,“ sagði Ingibjörg. Ný forgangsröðun Fjármálaráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra skrifuðu undir samning við þijú sveitarfélög á Aust- urlandi um byggingu hjúkrun- arheimilsins og var búið að bjóða verkið út. Jón Kristjánsson, þing- maður Austurlands og formaður fjárlaganefndar, hefur sagt að ræða þurfí ákvörðunina nánar þar sem framkvæmdin sé samningsbundin. Ingibjörg segir að í ár séu áætl- aðar 15 milljónir til verksins en út- boðið hafi hljóðað upp á 46 millj- ónir. Heildarkostnaðurinn við bygg- inguna sé áætlaður 80-90 milljónir. Þá verði erfítt að fjármagna rekstur heimilisins, en hann muni kosta a.m.k. 50 milljónir íjrlega. „Auðvitað er hart að þurfa að gera þetta en það er miklu harðara að draga úr þjónustu þar sem mannvirkin eru fyrir og vera með hálfkláraða kassa út um allar trissur. Ég er ekki að rifta samningi heldur fresta fram- kvæmdinni. Það er þörf fyrir hjúkr- unarheimili á þessum stöðum en er hún brýnust þar?“ sagði Ingibjörg. Fjórir þurfa hjúkrunarvistun í við- komandi sveitarfélögum og segir heilbrigðisráðherra að ráðuneytið muni gera það sem í þess valdi standi til að vista þá annars staðar. Pálmi Stefánsson um stækkun ISAL Ljóst að skammtíma- tímasjónarmið ráða PÁLMI Stefánsson verkfræðingur, tæknilegur framkvæmdastjóri Hydro Equipment AS í Noregi, seg- ir að viðbrögð Christian Roth, for- stjóra ÍSAL, staðfesti það mat hans að skammtímasjónarmið ráði varð- andi fyrirhugaða stækkun álvers- ins. Pálmi sagði að þegar leitað hafí verið eftir áliti hans á stækkun ÍSAL hafí hann gert sér grein fyrir að erfítt yrði að gera málinu fullnægj- andi skil í blaðaviðtali. „Viðbrögð ÍSAL má skilja sem svo að um endanlega stækkun sé að ræða. Fyrir rúmum áratug var gerð áætlun um rúmlega 40 þúsund tonna stækk- un og þá átti að nota 180 kílóam- pera ker. Var þar líka gert ráð fyrir frekari stækkun síðar. Vegna þess að stærri ker eru hlutfallslega ódýr- ari en smærri, þá verður sami kostn- aður, þ.e. með stærri kerum verður kerskáli, skautsmiðja og breytingar í kersmiðju á næstum sama verði og bara kerskáli með minni kerum nú, og auðvelt að halda áfram með stækkun eða stækkanir síðar. Ég ítreka það álit mitt að framtíð álversins er best tryggð með stærri, afkastameiri kerum auk sem mestri framleiðslugetu," sagði Pálmi. í NÝJASTA tölublaði fréttatímaritsins Time er heil síða lögð undir viðtal og grein um Björk Guð- mundsdóttur. Viðtalið er tekið í Los Angeles, þeg- ar Björk var þar á ferð vegna plötu sinnar Post. Fyrirsögn viðtalsins er „Rödd frá Reykjavík" og í undirfyrirsögn segir að íslenska söngkonan Björk fari yfir tónlistar- leg landamæri með hríf- andi nýrri breiðskífu sinni, Post. í upphafi greinarinnar er sagt almennt frá breiðskífu Bjarkar sem aðdraganda að viðtali við hana og blaðamaðurinn rekur hvernig þau hafi hist. Hann segir þar meðal annars að hún hafi áður verið gift manni sem heiti Þór, en sambýl- ismaður hennar nú sé tónlistarmaðurinn Tricky. I viðtalinu segir Björk meðal annars að íslend- ingar séu nær náttúrunni og andlegri iðju vegna stijálbýlisins, en einnig að löndum hennar þyki hún sérkennileg. Rakið er hverra manna hún sé, saga hennar og Sykur- molanna og síðan er hún sagði skilið við Sykur- molana og gaf út Debut, „tætingslegt safn til- raunapopplaga" sem selst hafi í um þremur milljónum eintaka. Blaðamaðurinn, Christopher John Farley, segir síðan að plat- an nýja sé öllu þroskaðri og eftirtektarverðari. Hann leggur nokkurt rými undir umfjöllun um söngstíl hennar og fjöl- breytta raddbeitingu. Vinnusjúk Undir lok spjallsins segir Björk að fyrir bestu vinum sín- um sé hún jarðbundin, hagsýn og afskaplega vinnusöm. „Ef eitthvað þarf að gera sé ég um Björk slegið upp í Time Post selst í á þriðju milljón eintaka það, hvort sem það er að útvega íbúð, eða skipuleggja samsæti, eða hvaðeina. Eg er einstæð móðir. Ég er vinnusjúk.“ í lok greinarinnar segir blaðamaðurinn að Björk geti sýnst viðkvæm og brothætt, en hver sá sem hafi þá ákveðni sem þarf til að skilja við hljómsveit sína, land sitt og eiginmann sem heiti Þór og verði sjálfsköpuð alþjóðleg poppstjarna þurfi varla tilsjónarmann. Björk hefur nú gert stutt hlé á tónleikaferð sinni um Evrópu, en hún hefst að nýju næstkomandi föstu- dag, þegar hún leikur í Madríd á Spáni. Að sögn Sue Johnston hjá plötu- fyrirtæki hennar í Bret- landi, One Little Indian, hefur miðasala á tónleik- ana í Evrópuferðinni gengið að óskum og upp- selt er á alla tónleika í ferðinni og á suma tón- leikana seldist upp með löngum fyrirvara. Loka- tónleikar í ferðinni verða í París 17. október, en stuttu eftir þá heldur Björk til Bandaríkjanna til frekara tónleikahalds og verður þar fram í nóvemberlok. í janúar hefst svo tónleikaferð hennar um Asíulönd. Sue Johnston segir að Post hafi þegar selst álíka mikið og Debut, eða nokkuð á þriðju milljón eintaka, en sala í Bretlandi hafi þó verið dræmari, þar sem selst hafa um 250.000 eintök, en Debut seldist alls í 800.000 eintökum þar í landi. „Það er enn skammt liðið á kynning- arherferðina hér,“ segir Sue Johnston, „en það seldust 400.000 eintök af Debut eftir að Björk fékk Brit-verðlaunin. Við gerum okkur vonir um að næsta smáskífa, Oh, So Quiet, sem kemur út 13. nóvember, eigi eft- ir að ná til fleiri en síðustu smáskífur.” Hún segir að fyrri hluti Evr- óputónleikanna hafi gengið að óskum, sérstaklega í Israel, „það má segja að það sé Bjarka- ræði meðal ungmenna þar f landi og áhuginn ótrúlegur". Hún segir að sala í Bandaríkj- unum hafi líka gengið mun betur en ætlað var og eigi enn eftir að aukast þegar Björk fer aftur til Bandaríkjanna síðar á árinu. Aðgerðir vegna fjárlagahalla heilbrigðisráðuneytis Fjögnr sjúkrahús fá tilsjón- armann til áramóta HEILBRIGÐISRÁÐHERRA segir að tilsjónar- menn verði settir með rekstri fjögurra sjúkra- húsa til áramóta. Stjómarmenn eins sjúkrahúss- ins segja að heilbrigðisráðuneytið vilji færa til- sjónarmanninum alræðisvald í málefnum sjúkra- hússins. Um er að ræða Sjúkrahús og Heilslugæslu- stöð Suðumesja, Sjúkrahús Akraness og Heilsu- gæslustöðina, St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og Sjúkrahúsið - Heilsugæsluna á Neskaupsstað. Búið er að ráða Friðrik Andersen viðskiptafræð- ing sem tilsjónarmann Sjúkrahúss Suðurnesja og St. Jósepsspítala. Þá hefur Símon Steingríms- son, starfsmaður heilbrigðisráðuneytisins, und- anfarið fylgst með rekstri Sjúkrahúss Akraness en ekki hefur enn verið ráðinn tilsjónarmaður á Neskaupsstað. Langvarandi vandamál Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra sagði að langvarandi vandamál hefðu verið hjá þessum sjúkrahúsum. „Ef við ætlum að ná hallalausum fjárlögum í framtíðinni þá verður hver og ein stofnun að halda sig innan síns ramma. Við erum að kafa ofan í reksturinn og ætlum að bera rekstur sjúkra- húsanna saman. Það kann að koma í ljós, að einhveijar þessara stofnana sé ágætlega rekin en takist samt ekki að halda sig innan rammans og þá þarf að taka ákvörðun um hver framtíðar- þjónustan eigi að vera,“ sagði Ingibjörg. Hún bætti við að um væri að ræða tilrauna- verkefni fram að áramótum og búast mætti við að framhald yrði á. „Þetta er alls ekkert eins- dæmi með þes'Sar ijórar stofnanir, því miður, heldur er það viðvarandi vandamál víða að menn telja sig ekki geta unnið innan fjárlagaramm- ans,“ sagði Ingibjörg. Valdaafsal Eyjólfur Eysteinsson, stjórnarmaður í Sjúkra- húsi og Heilsugæslustöð Suðurnesja, sagði ekki væri búið að ganga frá samningi við ráðuneytið og því væri að sínu mati ofsagt að búið væri að setja tilsjónarmann með rekstrinum. Á mánu- daginn var hefði stjórn sjúkrahússins fengið sím- bréf frá heilbrigðisráðuneytinu með tillögu að samningi milli sjúkrahússins og ráðuneytisins um skipan tilsjónarmanns. Og eina grein þess samnings mætti túlka þannig að tilsjónarmaður- inn hefði óskorað vald til að breyta til í rekstrin- um, hugsanlega að loka deildum á sjúkrahúsinu, án þess að bera það undir stjórn sjúkrahússins. Eyjólfur sagði að stjórn sjúkrahúsSins væri alls ekki mótfallin því að ráðuneytið kynnti sér rekstur stofnunarinnar sem allra best en hún væri mótfallin því að tilsjónarmaðurinn fengi slíkt vald. Því hefði hún sent ráðuneytinu á fimmtudag breytingartillögur við samninginn. Þar væri einkum um að ræða breytingar á þeim kafla sem fjallaði um hvernig tilsjónarmaður eigi að starfa og lytu að því að sjúkrahússtjórn- in fengi að kynna sér tillögur hans jafnt og ráðu- neytið og afsalaði sér því ekki valdi til tilsjónar- mannsins. Eyjólfur sagði að ekki hefðu borist svör við þessum tillögum en áformaður væri fundur með ráðherra á mánudag. Eyjólfur sagði stjórn sjúkrahússins raunar fullvissa um að við athugun á rekstinum komi í ljós að fjárframlög hefðu verið vanáætluð og ekki fengist bættar launahækkanir sem sjúkra- húsið hefði ekkert ráðið við. „En aðalástæða þess að við viljum ekki skrifa undir óútfylltan víxil er auðvitað sú að við teljum ekki mögulegt að ganga lengra í niðurskurði nema loka deildum við stofununina. Og það hlýtur að verða pólitísk ákvörðun," sagði Eyjólfur. Frumkvæði sjúkrahússins Ríkharður Jónsson, stjórnarformaður Sjúkra- húss Akraness, sagði að á síðasta ári hefðu verið gerðir samningar milli sjúkrahússins og heilbrigðisráðuneytisins um að uppsafnaður rekstrarhalli yrði greiddur upp gegn því að reynt yrði að reka sjúkrahúsið innan fjárlaga á næstu tveimur árum. Ef ekki næðist árangur í þessum málum myndi heilbrigðisráðuneytið setja sjúkra- húsinu tilsjónarmann. „Við teljum okkur nú í töluverðum erfiðleik- um, eins og önnur sjúkrahús, og samþykktum miðsumars að fara fram á það við ráðuneytið að það léði okkur mann - ekki tilsjónarmann - til að fara ofan í saumana á þessu með okkur. Og hann er að því,“ sagði Ríkharður. Hann sagðist ekki líta svo á að viðkomandi starfsmaður heilbrigðisráðuneytisins hefði al- ræðisvald í rekstri sjúkrahússins. „Stjóm sjúkra- hússins er einfaldlega að vinna eins og hún var búin að gangast undir að gera.“ Andlát MATTHÍAS JÓHANNS- SON MATTHÍAS Jóhannsson, kaup- maður Siglufirði, lést í gær í Sjúkrahúsi Sigluíjarðar, 72 ára. Matthías fæddist 23. júlí 1923 að Strönd á Seyðisfirði, sonur Jó- hanns Siguijónssonar vélstjóra og eiginkonu hans, Kristjönu Hall- dórsdóttur. Matthías fór ungur til sjós frá Siglufirði og var sjómaður um árabil en söðlaði um og gerðist kaupmaður 1970. Matthías Jóhannsson var um langt skeið umboðsmaður og fréttaritari Morgunblaðsins í Siglu- firði. Eftirlifandi eiginkona hans er Jóna Vilborg Pétursdóttir. Þau eignuðust níu böm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.