Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 25 Morgunblaðið/Þorkell iem nú eru orðnar að dómsmáli. ikyldur tidur endur sumarbústaða í uppsveitum Ár- nessýslu eigi að sækja um bygging- arleyfi til sín. Byggingafulltrúi ákveði m.a. staðsetningu bústaðanna á lóð- inni. Staðsetning húsanna sé mikilvæg og stefnt hafi í óefni í þeim efnum áður en skipulagsskyldan var tekin upp, m.a. varðandi það sjónarmið að þeir sem stæðu í nýbyggingum virtu rétt þeirra sem áður höfðu byggt í grenndinni, en eyðilegu t.d. ekki út- sýni eldri húsa. Auk þess eru gerðar kröfur í lögum og reglugerðum um að sumarbústaðir skeri sig ekki óþarf- lega úr umhverfinu. Byggingarlög gera ráð fyrir að há- marksstærð sumarbústaðar sé 60 fer- metrar. Að auki er heimilt að veita leyfi til að byggja 10 fermetra geymslu og 15 fermetra bátaskýli við sérstakar aðstæður. Frávik frá hámarksstærð Hilmar kannast við að þess séu dæmi að samþykktar séu frávik frá ákvæðum um 60 fermetra hámarks- stærð sumarbústaða þar sem lóðir séu stórar, 'h -1 hektari. Það fari m.a. eftir hvernig húsið standi og hve sýni- legt það sé en forsenda undanþágu sé að menn snúi sér til yfirvalda og sæki um leyfi. Hann segist ekki minnast þess að fallist hafi verið á slíkar undan- þágur hjá þeim sumarhúsaeigendum sem eigi hús innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Hilmar segir að þegar hann hafi gefíð skipun um að framkvæmdir við sumarbústaðinn í Þingvallahreppi skyldu stöðvaðar hafi húsið verið fok- helt og gler hafi verið komið á stað- inn. Þess vegna hafi hann heimlað að gluggar yrðu gleijaðir til að hægt yrði að afstýra óþarfa skemmdum á húsinu. _________ í því hafi ekki falist neitt )ÚStaA- samþykki við áframhald- 500 ar>di framkvæmdum eins og ■ ' *■ *esa hafi mátt út úr ummæl- iar lo°ir um Stefáns í Morgunblað- ”;nu Hilmar óskaði ekki að- stoðar lögreglu þegar gefin var skipun um að framkvæmdum skyldi hætt og hann segir að eftir á að hyggja kunni það að hafa verið mistök. Haft var eftir Stefáni Kristjánssyni í Morgunblaðinu á sunnudag að bygg- inganefnd Þingvallahrepps hefði sam- þykkt í fyrra fyrir sitt leyti byggingu sumarbústaðarins eftir á og sent málið hreppsnefnd sem ekki hafí afgreitt það. Hilmar Einarsson segir ekki rétt með farið. Bygginganefndin hafi fyrir sitt leyti fallist á sáttatillögu Stefáns um að hluti sumarhússins yrði tekinn undir baðhús og geymslu. Hrepps- nefndin hafi hins vegar hafnað þeirri tillögu enda hafi hún ekki leitt til þess að sumarbústaðurinn minnkaði. Guðfræðingur leiðir þýska Rúmena Gegri kúg- un minni- hlutahópa Paul Philippi hefur áhyggjur af því að hug- myndir um hið „kosmíska hlutverk hins rúm- enska anda“ gætu orðið afdrifaríkar fyrir Rúmeníu. Philippi er leiðtogi þýska minni- hlutahópsins í Rúmeníu Karl Blöndal ræddi við hann um stjómmálaástandið í landinu og stöðu minnihlutahópa þar. Minnihlutahópar í Rúmeníu eru ekki sáttir við stefnu stjórnvalda í Búkarest í málefnum þeirra. Ungveijar fara þar fremstir í flokki, en þýskir Rúmenar hafa einnig gagnrýnt stjóm Ions Iliescus forseta, nú síðast vegna nýrra laga um menntamál. Guðfræðingurinn Paul Philippi, leiðtogi flokks Þjóðveija í Rúmeníu, sagði nýlega að verið væri að setja sögu Rúmeníu í stað sögu Rúmena og gera skipulega aðför að minnihlutahópum í landinu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að Rúmenar byggju við lýðræði. Þótt ýmsu væri ábótavant væri Rúmenía engin Júgóslavía . . . enn sem komið væri. Þjóðveijar eiga sér langa sögu þar sem nú er Rúmenía. Fyrsti hópurinn, hinir svokölluðu Saxar frá Sieb- enbiirgen, fluttist til Transylvaníu á tólftu öld og myndaði meira að segja sjálfstætt furstadæmi á 16. öld. Þjóð- veijar frá Schwaben eiga sér einnig langa sögu í Banat-héraði. Þessir Þjóðveijar reistu virki og efldu þorp til að veija Evrópu, og um leið krist- indóminn, ágangi tatara og Tyrkja. „Þeir, sem skópu söguna í Transyl- vaníu og Banat fram að fyrri heims- styijöld voru ekki aðeins Rúmenarn- ir, heldur fyrst og fremst aðrir,“ sagði Philippi, sem nýlega var á ís- landi. „Þeir hlutu viðurnefnið Germanis- simi Germani eða hinir sannþýsku Þjóðveijar,“ sagði Philippi, þegar Morgunblaðið náði tali af honum. „Þetta kann að virðast ósvífni, en við getum rakið sögu okkar á þessum svæðum lengra aftur en Rúmenar, þótt þeir hafi ef til vill verið komnir fyrr á staðinn." Fækkað um 400.000 á 50 árum Fyrir heimsstyijöldina síðari voru 800 þúsund Þjóðveijar í Rúmeníu, en þegar henni lauk var um hálf milljón eftir. Eftir að kalda stríðið hófst áttu vestur-þýsk stjómvöld tvo kosti. Annars vegar að hjálpa Þjóðveijum austan- tjalds með því að styðja þá sem heild, eða aðstoða einstaklinga með því að hjálpa þeim að flytjast vestur. Hvort tveggja minnti á fortíð- ina. Á tímum Weimar-lýðveldisins og Þriðja ríkisins var stutt við þýska minnihlutahópa erlendis, oft með því að senda ýmsum samtökum fé á laun. I tíð Adolfs Hitlers var einnig rekin stefna, sem kallaðist „heim í ríkið“ (heim ins Reich). Það var því sama í hvom fótinn yfirvöld í Bonn stigu, alltaf mátti væna þau um að sækja í smiðju Hitlers. Fyrri kosturinn, að ýta undir að þessir hópar héldu kyrru fyrir, virtist hins vegar lítt fysilegur vegna þeirrar stefnu stalínskra stjórnvalda að láta minnihlutahópa aðlagast heildinni. Byijað var að kaupa Þjóðveijum í Rúmeníu frelsi eftir heimsókn Gustavs Heinemanns, forseta Vest- ur-Þýskalands, árið 1971. í upphafi var þetta laumuspil og fé var skilið eftir á landamærum Rúmeníu í ómerktum umslögum í skiptum fyrir fólk. Er á leið komst hins vegar meiri regla á þessi skipti og árið 1978 komust Helmut Schmidt kansl- ari og Nicolae Ceausescu, kommún- istaleiðtogi Rúmeníu, að samkomu- lagi um að minnst 12 þúsund Þjóð- veijum yrði hleypt úr landi árlega. Vestur-Þjóðveijar greiddu vel fyrir og árið 1983 var upphæðin næstum því átta þúsund vestur-þýsk mörk fyrir hvern einstakling. Nú er talið að aðeins séu 100 þúsund manns í þýska minnihlutanum í Rúmeníu. Philippi kveðst alla tíð hafa verið andsnúinn þessari stefnu og hafa mótmælt henni í ræðu og riti, jafnt þegar hann bjó í Vestur-Þýskalandi og eftir að hann fluttist til Rúmeníu. Með þessu hefðu vestur-þýsk stjórn- völd verið að grafa undan þýskri menningararfleifð. Philippi segir að sú þjóðernis- hyggja, sem hafi skotið rótum í Rúmeníu á síðustu öld, sé enn fyrir hendi í stærstu fjölmiðlunum. Hin ýmsu þjóðarbrot og minnihlutahópar hafi þó haft það misgott. Þetta hafi einnig átt við í stjórnartíð Ceausescus Þjóðernishyggja Ceausescus „Á fyrstu áratugunum er óhætt að segja að Þjóðveijar hafí sætt of- sóknum í Rúmeníu og sagt er að 70 þúsund hafí verið fluttir til Rúss- lands. Á sama tíma kvað nokkuð að ungverska minnihlutahópnum og hann fékk sjálfstjórn á ákveðnu svæði. Ceausescu lagði það síðar af og upp frá því hefur þjóðernis- hyggja, sem einnig rúmaðist innan kommúnismans, rutt sér til rúms. Með henni var stöðugt lögð meiri áhersla á hina einsleitu þjóð. Að vísu var viðurkennt að Ungveijar og Þjóð- veijar væni hluti af henni. Til margra ára hljómaði sama við- kvæðið eins og kirkjuleg kennisetning hjá Ceau- sescu: „Allir borgarar Rúmeníu, Rúmenar, Ung- veijar, Þjóðveijar og aðr- ir . . . “ Þessi setning hvarf hins vegar á síðustu árum stjórnarinnar og þá hófust ofsóknirnar. Til dæmis var Rúmenum laumað inn í skóla minnihlutahópanna til að koma í veg fyrir að kennsla færi fram á öðrum tungumálum en rúmensku. Þetta bitnaði bæði á Þjóðveijum og Ung- veijum og á þessum tímum jókst kúgunin.“ Ar breytinganna í Austur-Evrópu var blóðugra í Rúmeníu, en annars staðar. Fall Ceausescus vakti hins vegar vonir um betri tíð. „Eftir byltinguna í desember 1989 virtist nýr tími frelsis og fijálslyndis ganga í garð,“ segir Philippi. „Fljótt Þjóðernis- hyggju hald- iðmjögálofti Morgunblaðið/Emilía PAUL PHILIPPI, guðfræðingur og leiðtogi flokks þýska minnihlutans í Rúmeníu. birtust þó blikur á lofti. í mars 1990 kom til óeirða og átaka í Tirgu Mur- es í Transylvaníu og að þessu sinni beindist ofbeldið að Ungveijum. Það féll ekki í góðan jarðveg að Ungveij- ar hugðust hreinsa til í skólum sínum og kenna eingöngu á ungversku. Við beitum hins vegar þeirri að- ferð að leyfa þeim, sem eru í skólan- um, að ljúka prófi en tökum ekki nema þýskumælandi nemendur inn, þannig að eftir ákveðinn tíma mun námið fara fram á þýsku aftur. Ungveijarnir hefðu vitaskuld get- að farið þessa leið. Ungverski minni- hlutahópurinn er mjög stoltur. Hann fór með pólitísk völd í þessu landi svo árum skipti. Á sumum svæðum eru þeir einnig í miklum meirihluta, eru milli 80 og 90 af hundraði íbúa. Kosningalög í Rúmeníu kveða á um að gera eigi öllum minnihlutahóp- um kleift að eignast fulltrúa á þingi. Þýski minnihlutahópurinn hefur einn þingmann. Þingmaður þarf að fá 26 þúsund atkvæði í sínu kjördæmi. Þýski minnihlutinn hefði ekki getað náð saman svo mörgum atkvæðum í neinu kjördæmi. Þegar minnihluta- hópar eiga í hlut má hins vegar leggja saman atkvæði um landið allt. Að baki okkar þingmanni eru 35 þúsund atkvæði þegar allt er talið, en reynd- ar í tíu kjördæmum. Pólitískt ástand slæmt Hið pólitíska ástand er að mörgu leyti slæmt, en þó ekki þannig að líkja megi við Júgóslavíu. Ungverski minnihlutinn er ekki kúgaður. Hann hefur sína skóla, sín leikhús og menn- ingarstofnanir. Það andrúmsloft, sem stjórnmálamenn og fjöl- miðlar hafa skapað, er hins vegar slæmt. Stunduð hef- ur verið múgsefjun, þar sem grafið er undan ung- verska minnihlutanum. Við þetta hefur skapast óþarfa spenna. Til skamms tíma litið mun þessi spenna þó ekki leiða Rúmeníu inn á sömu braut og Júgóslavía fylg- ir nú. Þegar fram í sækir mun hún hins vegar eitra andrúmsloftið ef haldið verður áfram að mála svo eins- leita og ýkta mynd af þjóðinni með ofmetungshætti og vísunum í tvö þúsund ára gamla sögu elstu þjóð- menningar Evrópu, sem útilokað er að Rúmenar eigi því ekki er hægt að rekja tilvist þeirra nema um þús- und ár aftur í tímann. Það er þessi stöðuga sjálfsdýrkun og hugmyndin um hið „kosmíska hlutverk hins rúm- enska anda“. Þjóðernishyggjunni er haldið mjög á lofti í fjölmiðlum. Ceausescu tók hið rómantíska þjóðemishugtak borgarastéttarinnar, sem fyrir var, gerði það frumstæðara' og upphóf það. Sá sem hefur alist upp í Rúmen- ■ íu frá því að kommúnistar komust til valda og þekkir ekki söguna, trú- ir einfaldlega þessari einfölduðu kenningu, sem var innprentuð á námsárunum, vegna þess að hann hefur ekki heyrt annað alla sína ævi. Og hún hverfur honum ekki úr minni. Þetta heldur áfram og gerist að minnsta kosti ekki gegn vilja stjórnvalda.“ Vandi ungverska minnihlutans Stjórnmálaástandinu í Rúmeníu hefur oft verið líkt við aðstæður í Slóvakíu, þar sem lýðræði virðist eiga erfitt uppdráttar. „Margt er sameiginlegt með Rúm- eníu og Slóvakíu finnst mér,“ segir . Philippi. „Þar má nefna að í báðum ríkjum er ungverskur minnihlutahóp- ur. í báðum tilfellum er talað um að Ungveijarnir, sem þekktir eru fyrir að vera stolt þjóð, vilji meira. Leið- togar ungverska minnihlutans í Rúmeníu hafa fullvissað mig um að tryggð þeirra við rúmenska ríkið sé alger og þeir geri engar kröfur um breytt landamæri eða sameiningu við Ungveijaland. Engu að síður fara rúmenskir fjölmiðlar þegar að tala um landheimtustefnu og sjálfsstjórn- arkröfur þegar ungverski minnihlut- inn svo mikið sem krefst réttar síns.“ Philippi gagnrýnir þó ekki aðeins ástandið í landi sínu. „Það er lýðræði í Rúmeníu. Hins vegar eru kjósendur þar ekki vanir lýðræðisfyrir- komulagi og auðveldara að þyrla ryki í augu þeirra, en í rótgrónum lýðræðisríkj- um. Sem dæmi get ég nefnt síðustu kosningar. Þá fékk Ion Iliescu forseti aðeins 30% atkvæða í einu héraða Ungveija, en í Moldóvu fékk hann 80%. Hann er daglega í fréttum sjónvarps, sem er áhrifamesti miðill- inn í Rúmeníu samkvæmt könnunum. Hátt í 90% horfa á sjónvarp, en að- eins 10 til 15% lesa dagblöð sam- r kvæmt niðurstöðum könnunar um það hvernig fólk myndar sér skoðanir.“ Philippi kveðst oft hafa spurt sig hvað hafi breyst frá tímum Ceausesc- us og hefur svarið á reiðum höndum. „Þá ríkti ógnarstjórn og allar hryll- ingssögumar eru sannar. Nú er þó fjöldi dagblaða og fólk getur óhrætt sagt skoðun sína.“ * 100.0001 þýska minni- hlutanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.