Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ PÁLL TORFASON + Páll Torfason var fæddur á Garðsenda í Eyrar- sveit 27. september 1928. Hann varð bráðkvaddur í heimasveit sinni 2. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Torfi Jörgen Hjaltalín, f. 22. júlí 1895, d. 30. maí 1953, og Ingi- björg Kristín Finnsdóttir, f. 30. júní 1893, d. 21. febrúar 1974. Páll var níundi í röðinni af tólf systkinum. Hin voru: Stefán, f. 1. ágúst. 1916, Ólafur, f. 12. júlí 1917, Guðrún, f. 30. júlí 1918, Lilja, f. 26. janúar 1920, d. 18. desember 1991, Herdís, f. 10. júní 1921, Guðmundur, f. 25. júní 1923, Kristjana, f. 5. september 1924, d. 15. apríl 1925, Kristján, f. 2. júní 1927, Unnur, f. 23. aprfl 1930, Karl, f. 31. júlí 1932, og óskírð stúlka, f. 1. mars 1934, d. sama dag. Hinn 6. apríl 1958 giftist Páll eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Erlu Hallsdótt- ur, f. 27. febrúar 1935. Þau hófu búskap á Garðsenda og bjuggu þar til árs- ins 1967 er þau fluttust að Naust- um í sömu sveit. Páll og Margrét eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Ingibjörg Torfhild- ur, f. 15. agúst 1958, maki Eiður Örn Eiðsson; þau eiga tvær dætur, Ástrósu og Sigur- rósu. Börn Torf- hildar af fyrra hjónabandi eru tvö: Eiríka Benný og Páll Mar. Sambýlismaður Ei- ríku er Árni Bjarki Kristjáns- son, þau eiga eina dóttur, Mar- en Sif. 2) Hallur, f. 18. ágúst 1960, 3) Hrafnhildur, f. 18. mars 1963, maki Gunnar Ólaf- ur Einarsson; dætur þeirra eru Margrét Pollý, Gunnhildur Rán og Magnea Rún. 4) Sigríð- ur Herdís, f. 14. júní 1966, maki Höskuldur Reynir Hö- skuldsson: þau eiga tvö börn, Axel Björgvin og Snædisi Birtu. 5) Illugi Guðmar, f. 24. apríl 1974. Útför Páls fer fram frá Set- bergskirkju í dag og hefst at- höfnin ldukkan 14.00. ÞAÐ VAR svo sárt að fá þá fregn að afi væri dáinn. Afi sem var allt- af svo hlýr og góður. Hann tók alltaf vel á móti mér þegar ég kom í sveitina og hann var alltáf til í að skreppa með mér á hestbak. í sumar þurfti afi að leita sér lækninga í Reykjavík og þá dvaldi hann hjá okkur í nokkra daga. Það var bæði gott og gaman að hafa hann. Systur mínar voru ekki lengi að finna út hvað það var auðvelt að fá hann til að dekra við sig. Gunnhildur gat alltaf fengið hann til að lesa margar bækur fyrir sig áður en hún sofnaði á kvöldin. Mamma og pabbi eru vön að lesa bara eina. Og Magnea fékk nú loks einhvem sem nennti að halda á henni endalaust og orðið „afa“ bættist í orðasafnið hennar. Þegar afi hafði verið hjá okkur í GUÐRÍÐUR S. MAGNÚSDÓTTIR + Guðríður Stein- þóra Magn- úsdóttir, Heima- völlum 5, Keflavík, var fædd í Vest- mannaeyjum, 11. júlí 1937. Hún and- aðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja, Kefla- vík, laugardaginn 2. september sl. Foreldrar hennar voru Magnús Jóns- son, f. 19. ágúst 1875, d. 28. febrúar 1939, og Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 14. ágúst 1899, d. 4. október 1982. Eignuðust þau átta börn. Þau eru auk Guðríðar Stein- þóru: Guðríður, f. 14. mars 1923, d. 12. september 1937, Guðsteinn, f. 18. mars 1925, giftur Rögnu G. Hermanns- dóttur, Guðjón, f. 12. ágúst 1927, giftur Sigríði Helgu ívarsdóttur, Björgvin, f. 28. september 1928, giftur Sigríði K. Karlsdóttur, Jóna, f. 14. apríl 1930, gift Gunnari Sigur- jónssyni, Ása, f. 15. júlí 1931, Séifræðingar í bloiiiaskroyliiigiini við öll la'kilæri Bblómaverkstæði I INNAfel Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 gift Jóni H. Her- mundssyni, Gísli, f. 13. desember 1932, d. 25. apríl 1993, eftirlifandi eigin- kona er Jóna Sveinsdóttir. Guð- rún giftist árið 1944 seinni eigin- manni sínum Gísla Brynjólfssyni, smið, f. 2. október 1903, d. 24. október 1977. Guðríður giftist 8. júní 1957 Helga Unnari Eg- ilssyni, verksljóra, f. 15. júlí 1929, og eignuðust þau þijú börn. Þau eru: Frið- björg, f. 19. febrúar 1957, gift Árna Björgvinssyni og eiga þau þrjá syni, Ingvar, Guðmund Jóhann og Björgvin, Guðrún, f. 27. apríl 1958, gift Friðbirni Björnssyni og eiga þau fjögur börn, Vignir, Baldur, Helga Rúnar og Margréti Rós, og Þorsteinn, f. 22. apríl 1968. Útför Guðríðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. HÚN Gurrý tengdamóðir mín er látin, þessi glaðlynda og kjarkaða kona varð að láta undan, langt um aldur fram. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðumesja, laugardaginn 2. september, á 59. aldursári, eftir erfíða baráttu. Fyrstu kynni mín af Gurrý voru þegar ég kynntist eiginkonu minni og dóttur hennar, fyrir rúmum 20 ámm. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari hennar var hversu fijálsleg í skoðunum, ein- læg og glaðlynd hún var. Mér var ávallt talið trú um, að tengda- mæður væru áfskiptasamar og MINNINGAR rúma viku var hann orðinn dálítið eirðariaus og langaði aftur heim í sveitina sína. Þar undi hann sér líka best því hann þurfti alltaf að vera að vinna eitthvað. Ég man svo vel eftir honum á hlaupum, annað hvort að eltast við óþekka hesta eða þtjóskar kýr. En afi var líka þijósk- ur og náði þeim alltaf að lokum nema í hinstu ferðinni þegar maður- inn með ljáinn náði honum áður. Ég mun alltaf eiga mynd af afa í huga mér í bláa fjósgallanum. Ég á erfítt með að trúa því að hann sé farinn frá okkur en hugga mig við eftirfarandi setningu úr Biblíunni: „Sælir em sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.“ Ástarkveðja til afa. Margrét Pollý. Sárasta reynslan, sem ég hef orðið fyrir, er að heyra andláts- fregn föður míns. Það var svo margt sem ég átti eftir að segja við hann, ég hélt bara að ég fengi að hafa hann hér miklu lengur. Við vitum að sorgin knýr dyra, fyrr eða síðar, hjá flestum. Maður telur sig vera undir það búinn að nokkm leyti en samt verður maður eitthvað svo vanmáttugur þegar stundin rennur upp. Mér hefur reynst vel undanfarið að lesa ýmis- legt af því sem gefið hefur verið út um sorgina - eins og t.d. þetta spakmæli: „Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Ég er þakklát honum föður mín- um fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég veit að hann mun taka vel á móti mér þegar minn tími kemur en þangað til mun minningin um hann lifa með mér. Hrafnhildur Pálsdóttir. Sú sorgarfregn barst mér að kvöldi laugardagsins 2. september þær bæri að umgangast með var- úð, en svo var ekki með Gurrý, hún var vinur. Gurrý greindist með sjúkdóm þann, sem að lokum dró hana yfír móðuna miklu, fyrir 10 árum. Þrátt fyrir erfíð veikindi gaf hún sig hvergi og starfaði á dagheimil- inu Garðaseli í Keflavík, þar til starfsþreki þraut. Hún hafði sér- staka ánægju af þessu starfi og það gaf henni mikið, enda voru börn henni mjög hugleikin, svo ekki sé minnst á frábæra vinnufé- laga, sem reynst hafa henni betur en orð fá lýst í veikindum hennar. Gurrý reyndist barnabörnum sínum vel, sem nú sjá á eftir góð- um vini og félaga sem alltaf var tilbúin að leika við þau, spila, föndra eða bara spjalla. Hún kenndi þeim öll spil sem hún kunni og alltaf þegar einhver fékk ný spil var rölt til ömmu og spilað, því alltaf gaf hún þeim tíma. Það er ávallt sárt að sjá á eftir ástvini yfír móðuna miklu, en nú veit ég að henni líður betur og kannski hljóma ljóðin og tónlistin, sem hún hafði svo mikla gleði af, betur í eyru í dag en í gær. Hennar er nú sárt saknað af okkur öllum. En nú er hún farin í annan heim og minningin um hana lifír í huga okkar. Við þökk- um samfylgdina. Blessuð sé minning Guðríðar Steinþóru Magnúsdóttur. Elsku Helgi, börn, barnabörn og aðrir ástvinir, Guð veiti ykkur styrk í sorg ykkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. að hann Palli frændi væri dáinn. Hann hafði orðið bráðkvaddur þar sem hann var að sækja kýrnar sem höfðu strokið úr haganum og farið inn að Hjarðarbólsá. Það var dá- góður spölur að ganga en þrátt fyrir að Palli væri orðinn heilsutæp- ur og mæddist fljótt vílaði hann ekki fyrir sér að ganga eftir kún- um. Eg er hrædd um að margur yngri og tápmeiri maðurinn hefði talið það eftir sér að ganga alla þessa leið og valið auðveldari ferða- máta. En svona var Palli. Hann hefur líklega talið það fásinnu að fara akandi eftir skepnunum ekki lengri leið og nær væri að njóta veðursins og nálægðar við náttúr- una. Palli var fæddur og uppalinn að Garðsenda í Eyrarsveit. Hann gekk í farskóla nokkra mánuði á ári frá 10 ára aldri fram að fermingu. Palli var frekar heilsuveill á upp- vaxtarárum sínum og var ekki tal- ið líklegt að hann hefði heilsu til að vinna erfíðisvinnu. Hann fór því í klæðskeranám í Stykkishólmi hjá Kristni L. Jónssyni klæðskera- meistara. En aðstæður höguðu því þannig að áður en hann lyki námi varð hann að halda heim að Garð- senda til að aðstoða foreldra sína við búskapinn. Varð búskapurinn hans ævistarf upp frá því; fyrst á Garðsenda og síðar á Naustum í sömu sveit. Ég ólst upp á næsta bæ við Palla og fjölskyldu og voru sam- göngur tíðar. Ég kynntist honum þó ekkert að_ ráði fyrr en ég fór að stálpast. Á unglingsárum mín- um þótti mér gaman að spjalla við Palla um daginn og veginn. Hann var ekki með nein fullorðinsmerki- legheit við okkur unglingana en gaf sér tíma til að ræða við okkur og hafði þá ýmislegt til málanna að leggja, yfírleitt kátur og hress. Þessi skemmtilegu samskipti héld- ust alveg fram á seinasta dag og man ég að síðast þegar við áttum tal saman, fyrir nokkrum vikum, Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Árni Björgvinsson, Keflavík. Snert hörpu mín himinboma dls, svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinboma dís, og hlustið englar Guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Elsku Helgi, Friðbjörg, Guðrún, Steini og fjölskyldur. Við sendum - ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Egill, Lilja, Kristbjörg, Sigurður, Jóhannes, Elín, Marta, Jóhann, Sigrún, Magni og börn. Okkur hjónin langar til að minn-, ast góðrar vinkonu sem lést 2. sept- ember eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Margs er að minnast enda nær vinskapur okkar og fjölskyldutengsl yfir tugi ára. Við systkinin, Helgi og Fanney, fórum bæði ung að aldri að vinna í Vestmannaeyjum og lá það fyrir okkur báðum að finna ævifélaga okkar þar. Helgi og Gurrý eignuð- ust síðar sitt heimili í Éyjum en undirrituð fluttu heim í Þykkvabæ- inn. Góður vinskapur einkenndi alltaf okkar samband og ferðuð- umst við mikið með þeim á árum áður. Þær voru ekki fáar ferðirnar sem við fórum hér innanlands og eru þær ákaflega minnisstæðar. Það var gott að ferðast með þeim hjónum og gaman var í tjaldferðun- um en þá var tekið í spil og sung- ið mikið því Gurrý var með eindæm- um söngelsk. Það sem helst einkenndi Gurrý var hversu glaðlynd og hláturmild töluðum við um hina dæmigerðu ættarþijósku sem einkenndi ættina okkar og skapgerð sem ætti fáa sína líka. Palli hafði unun af því að dansa og sjaldan hef ég dansað við jafn- fiman dansherra. Enda tilkynnti ég Margréti konu hans að ef ég ætti Palla fyrir mann væri ég dans- andi við hann á hveijum degi. Palli hafði líka mikinn áhuga á hestamennsku og fór oft á hestbak á árum áður en þeim ferðum fór fækkandi um leið og aldur færðist yfir. Þó skrapp hann stundum með barnabörnunum í stutta reiðtúra hin síðari ár, nokkurs konar hvíld- arferðir frá erli dagsins. Hann hafði einnig áhuga á garðrækt en hafði lítinn tíma til að sinna því áhugamáli sínu. Ég má til með að minnast á þegar ég hitti hann í kirkjugarðinum í sumar þar sem hann var að hlynna að gróðri á legstað foreldra sinna og fleiri ættingja. Ég kraup niður við hlið hans og hjálpaði honum við að hreinsa illgresið. Við röbbuðum saman um tilvonandi niðjamót og naut ég þessarar samverustundar. Svo léttur var hann í tali að ég veitti því ekki athygli hversu sjúk- ur hann var þá orðinn. Og skyndilega ertu horfinn af sjónarsviðinu, frændi, og ég sé þig ekki meir, hérna megin að minnsta kosti. Mig langar til að þakka fyrir góð kynni og óska þér velfarnaðar á nýja staðnum. Ég veit að margir eiga erfítt með að sætta sig við að hann sé farinn og þá sérstaklega eftirlifandi maki, börn, tengdaböm og barna- börn. Sendi ég ykkur öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ef að lít ég ögn til baka allt þá færist nær. Minningamar munu vaka meðan hjartað slær. (I.K.F.) Ásthildur Elva Kristjánsdóttir. hún var. Gurrý var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom og var oft glatt á hjalla hjá okkur í sveit- inni um helgar. Þá var setið í eld- húskróknum og spjallað um lífið og tilvemna og aldrei var dauft yfir þeim umræðum þar sem Gurrý og tengdapabbi hennar voru annars vegar. Eftir gosið fluttu Helgi og Gurrý til Keflavíkur og fjölgaði þá ferðum okkar á milli. Gurrý var jákvæð kona og greið- vikin og var ekkert tiltökumál hjá henni að taka við aukafólki inn á heimili sitt. Börn okkar nutu góðs af gestrisni þeirra hjóna og bjuggu Egill og Kristbjörg hjá þeim meðan þau voru á vertíð í Eyjum. Marta dóttir okkar bjó síðan hjá þeim í Keflavík meðan hún var á vertíð þar. Gott er að eiga góða að og börn okkar minnast þess hversu gott var að eiga Gurrý og Helga að er þau fóru ein á unglingsaldri burt frá heimili sínu til að vinna. Bjartsýni einkenndi baráttu hennar Gurrýjar við sjúkdóminn sem að lokum bar hana ofurliði. Það var aðdáunarvert að fylgjast með að hún lét nær ekkert buga sig. Ef hún var spurð hvernig hún hefði það, var svarið alltaf á þá leið að þetta væri allt að koma og að hún hefði það bara ágætt. En nú hefur hún fengið hina eilífu hvíld. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gíeðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá I alsælu og fógnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún.) Elsku Helgi, Friðbjörg, Guðrún, Steini og fjölskyldur. Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tím- um, megi góður Guð veita ykkur styrk. Fanney og Grettir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.