Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 19 STUTT Hóta að myrða gísla HRYÐJUVERKAMENN Al- Faran múslimahópsins í Kas- hmír, sem berst fyrir aðskiln- aði héraðsins frá Indlandi, hótaði í gær að myrða fjóra vestræna gísla sína ef ind- versk stjórnvöld létu ekki lausa fanga úr röðum her- skárra aðskilnaðarsinna. í yf- irlýsingu hópsins, sem barst dagblöðum í héraðshöfuð- staðnum Srinagar, var sagt að láta yrði fangana lausa í síðasta lagi laugardagskvöld. Al-Faran myrti fímmta vest- ræna gíslinn, ungan Norð- mann, fyrir skömmu. Zhírínovskíj vinsæll meðal hermanna UM 15% rússneskra her- manna treysta þjóðernis- sinnanum Vladímír Zhír- ínovskíj betur en nokkrum öðrum stjórnmálamanni, ef marka má nýja skoðanakönn- un tímaritsins Moskvufrétta. Umbótasinninn Grígorí Javl- ínskíj var nú í öðru sæti en í áttunda sæti í sambærilegri könnun í mars. Kommúnistinn Gennadíj Sjúganov var í þriðja sæti en Viktor Tsjernomýrdín forsætisráðherra hrapaði úr öðru í fimmta sætið. Rólegra á Tahiti NÝ bylgja mótmæla vegna kjarnorkutilrauna Frakka á Mururoa-eyju reið yfir mörg Kyrrahafslönd í gær en hins vegar var rólegt á Tahiti eftir miklar róstur þar undanfarna daga. í Ástralíu neituðu verkalýðsfélög að afgreiða franskar vörur á flugvelli og mótmælendur hlekkjuðu sig við úran-tunnur sem átti að selja til Evrópu. Ræðir kjördag við Katalóna FELIPE Gonzalez, forsætis- ráðherra Spánar, mun í dag hitta að máli Jorge Pujol, for- seta Katalóníuhéraðs, en Ka- talónar hafa veitt minnihluta- stjórn sósíalista stuðning á þingi. Talið er líklegt Pujol krefjist þess að væntanlegum þingkosningum, sem eiga að verða næsta vor, verði flýtt. Stjórn Gonzalez á mjög í vök að veijast vegna spillingar- mála og ásakana um mann- réttindabrot í baráttunni gegn hermdarverkamönnum Baska. Ráðist á Kúrda TYRKNESKAR herflugvélar réðust í gær á stöðvar kúrd- ískra uppreisnarmanna í suð- austurhluta landsins og felldu 10 manns í Tunceli-héraði, að sögn stjórnvalda. Um 50.000 hermenn taka þátt í aðgerðum sem herinn segir að sé loka- sókn gegn Tyrkneska verka- mannaflokknum, PKK. ERLENT Skipuleggjendur óopinberu kvennaráðstefnunnar í Huariou ánægðir í ráðstefnulok Gámasala um helgina ♦ ♦ BASTVORUR Á KÍNAVERÐI Körfur aðeins eitt verð 200 kr. stk. Frjálst val Lautarkarra (Picknic) kr. 2.700 Borð og 4 stólar kr. 24.900 Hundakörfur 13 stærðir Verð frá 200 kr. til 2.600 Bastkistur Minni kr. 1.950 Stærri kr. 3.950 Deilt um álykt- un ráðstefnu SÞ Peking. Washington. Reuter. ÓOPINBERU kvennaráðstefnunni í Huairou í Kína lauk í gær. Niðurstað- an að mati þeirra sem sátu í skipu- lagsnefndinni er að hún hafí heppn- ast vel. Kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Peking heldur áfram og í gær lýstu skipuleggjendur hennar yfir því að tilraunir til að sætta ólík sjónarmið íhaldssamra trúfélaga og kvenréttindakvenna hefðu borið lít- inn árangur. Kínverski andófsmaður- inn Harry Wu, bar á fimmtudag lof á Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, fyrir skelegga framgöngu á kvennaráðstefnunni í Peking. Wu hafði áður gagnrýnt harðlega för hennar. Um 30.000 konur sem tengdust óopinberu ráðstefnunni á einn eða annan hátt, kvöddust í gær. í einni af lokaræðum ráðstefnunnar lýsti Xu Zhijian, varaforseti undirbún- ingsnefndarinnar, því yfir að hún hefði markað tímamót fyrir kvenna- hreyfinguna og Supatra Masdit, sem stýrði fundahöldum, tók í sama streng og sagði ráðstefnuna hafa tekist vel. Masdit notaði þó tækifær- ið til að lýsa yfir óánægju sinni með hið stranga eftiriit gestgjafanna, Kínverja, með sumum þátttakenda. Sjónvarpsfólk yfirheyrt Til átaka kom á milli kínverskrar lögreglu og tökuliðs frá Hong Kong í Peking í gær er kynna átti áskorun mannréttindasamtaka. Var sjón- •varpsfólkið fært til yfirheyrslu en fljótlega látið laust. Vika er þar til kvennaráðstefunni lýkur og eru mörg mál enn óleyst áður en hægt verður að leggja álykt- un ráðstefnunnar fyrir. Eru það eink- um kvenréttindakonur og fulltrúar trúarbragða, sem takast á, en af 430 atriðum sem deilt er um í ályktun- inni, hefur samkomulag tekist um 10. Sagði einn talsmanna SÞ að aðal- lega væri deilt um mannréttindi kvenna og réttindi þeirra í vopnuðum átökum. Harry Wu, sem var í síðasta mán- uði dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að hafa ljóstrað upp um ríkis- leyndarmál, var afar mótfallinn því að forsetafrúin héldi til Kína í Ijósi ástands mannréttindamála. I kjölfar ræðu hennar, þar sem hún beindi skeytum sínum augljóslega til kín- verskra stjórnvalda án þess að nefna þau á nafn, sagði Wu hins vegar að hann klappaði henni lof í lófa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.