Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 13 LANDIÐ Ungir vísindamenn frá Eyjum taka þátt í Evrópukeppni Rannsóknir á atferli og líf- fræði loðnunnar Nemendur úr Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum sem hlutu 1. verðlaun í Hug- vísiskeppni íslenskra framhaldsskólanema í vor héldu til Newcastle í gær, þar sem þeir taka þátt í vísindakeppni evrópskra ung- menna fyrir íslands hönd. Grímur Gíslason kynnti sér starf ungu vísindamannanna. UNDIRBÚNINGUR fyrir keppnina hefur staðið í alit sumar en keppnin stendur 11. til 13. september nk. 10 nemendur úr Framhaldsskólanum unnu að rannsóknarverkefninu, sem fjallar um atferli og líffræði loðnunn- ar við strendur íslands, en þrír þeirra munu fylgja verkefninu eftir í keppn- inni. Mikil vinna að baki Geysileg vinna liggur að baki rannsóknarverkefni ungu vísinda- mannanna í Eyjum. Þeir hófu vinnu við verkefnið 15. febrúar og stóðu rannsóknir fram í maí en síðan tók við skýrslugerð um verkið og úr- vinnsla rannsóknanna. Eftir að ljóst var að verkefni þeirra hlaut 1. verð- laun í Hugvísiskeppninni og öðlaðist þannig þátttökurétt "^Evrópukeppn- inni hófu þeir undirbúning fyrir þá keppni og hefur sá undirbúningur staðið nánast í allt sumar. í keppn- inni í Newcastle þurfa þeir að hafa svör á reiðum höndum við spurningum sem beint verður til þeirra um rannsóknirnar. Fer allt fram á ensku þannig að þeir hafa þurft veru- lega þjálfun í ensku til að vera reiðubúnir til þátttöku í keppninni auk þess að vera með allt sem snýr að rannsókn- inni á hreinu. Verkefni ungu vísindamannanna í Eyjum rannsókn á hrygningaratferli loðnu, klak og þroskun seiða. Tekin voru sýni úr förmum fjögurra loðnu- báta frá Eyjum og þau rannsökuð. Mæld var lengd loðnanna, kynjahlut- . fall athugað, hrogna- og svilapró- senta fundin, stærð hrognanna skoð- uð og ýmislegt fleira athugað. Þá var Iifandi loðnum komið fyrir í búr- um á Náttúrugripasafninu í Eyjum og fylgst með hrygningaratferlinu og það myndað. í þijár vikur, meðan hrygningartíminn stóð yfir, stóðu ungu vísindamennirnir vaktir í Nátt- úrugripasafninu frá kvöldmat til átta á morgnana en að deginum til fylgd- ist safnvörðurinn með og kallaði vís- indamennina til ef eitthvað var að gerast. Merkilegar niðurstöður um hrygningu loðnunnar Margar niðurstöður rannsóknar- innar eru merkilegar en að þeirra sögn er einna merkilegast að rann- sóknirnar benda til þess að mun færri hrogn séu í hverri hrygnu en talið hefur verið fram til þessa. Talið hefur verið að 30 til 40 þúsund hrogn væru í hverri hrygnu en niðurstöður rannsóknarinnar voru að 7 til 30 þúsund hrogn væru í hverri hrygnu og að meðaltali væru þau um 18 þúsund. > Hrygningaratferli loðnanna á Náttúrugripasafninu í Eyjum var allt kvikmyndað en ekki er vitað til að það hafi verið gert áður. í lýsingum á hrygningaratferlinu í skýrslu vísindamannanna kemur fram að rétt fyrir hrygningu myndist dökkir blettir á hængunum sem séu viðmiðunarmerki fyrir hrygnuna því augu hrygnanna hafi numið við svarta blettinn á meðan á pörun stóð. Reynt var að framkalla hrygninu með áreiti, bæði með ljósá- reiti og eins með því að dreifa hrogn- um í búrin. Dreifing hrogna virtist hafa mikil áhrif á hængana sem urðu órólegir en ekki hrygnurnar en aftur á móti virtist ljós hafa áhrif og stuðla að hrygningu. í rannsókninni kom fram að við hrygningu verður ioðnan oft fyrir áverkum er pörin þeytast um með botninum því oft lýkur þessum risp- um með að þau rekast á og yfirleitt er það hængurinn sem tekur höggið og drepst síðan af þeim áverkum sem hann hlýtur, en hrygningin tekur um eina sekúndu og á þeim tíma hrygn- ir loðnan 7 til 30.000 hrognum. Að meðaitali eru um 18 þúsund hrogn í hverri hrygnu Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HÓPURINN sem stóð að loðnurannsóknunum en það verkefni hlaut 1. verðlaun í Hugvisiskeppninni hér á landi og keppir fyrir íslands hönd á Evrópukeppni ungra visindamanna í Newcastle í næstu viku. Allir hængarnir sem voru í búrun- um á Náttúrugripasafninu drápust en enn iifa 4,7% af hrygnunum og nú bíða vísindamennirnir spenntir eftir því hvort þær hrygna aftur á næsta vetri. Að hrygningu lokinni var fylgst með klakinu og þroska seiðanna og allt kvikmyndað. Kennaraverkfallið bjargaði rannsókninni Morgunblaðið heimsótti vísinda- mennina þijá, Aldísi Egilsdóttur, Jóhann Örn Friðsteinsson og Reyni Hjálmarsson, þar sem þau voru að undirbúa sig fyrir keppnina í New- castle í Rannsóknarsetri Háskólans í Eyjum. Með þeim voru Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður Rannsókn- arsetursins, en hann hefur verið aðal leiðbeinandi þeirra við rannsóknina, og Alan Friðrik Alisson, sem var að þjálfa þau í ensku, fara yfir skýrslu þeirra á ensku og æfa þau í að svara fyrirspurnum á ensku. Þau Aldís, Jóhann Örn og Reynir voru valin úr tíu manna hópi sem vann að verkefninu til að fara fyrir því en einungis er heimilt að senda þijá þátttakendur frá hveiju landi til keppninnar og mun Páll Marvin fara með þeim en hinir úr hópnum munu einnig fara til Newcastle til að fylgjast með keppninni ásamt Kristjáni Egilssyni, forstöðumanni Náttúrugripasafnsins, .og Gísla Ósk- arssyni sem báðir hafa veitt þeim aðstoð og ráðgjöf við rannsóknirnar. Þau sögðu að frá því Hugvísis- keppninni lauk hefði staðið yfir und- irbúningur fyrir Evrópukeppnina sem nú væri framundan og lægi mikil vinna að baki. Þau væru búin að liggja yfir verkefninu og síðan hefði auðvitað farið mikill tími í að undirbúa tungumálakunnáttuna fyrir keppnina þar sem þau þyrftu að getað kynnt rannsóknina og svarað fyrirspurnum á ensku. Þau voru greinilega orðin nokkuð spennt en þó líka þreytt eftir mikla undirbún- ingsvinnu síðustu mánuði enda þurfi sífellt að vera að rifja upp svo ekki gleymist, þvi á þetta löngum tíma sem liðinn er frá því rannsóknirnar hófust vilji eitt og eitt atriði gleym- ast. Aðspurð um það hvort þetta verkefni hafí ekki tekið tíma frá námi segja þau að kennaraverkfallið síðasta vetur hafi nánast bjargað því að þau gátu unnið svo vel að þessum rannsóknum því þann tíma sem verk- fallið var hafi rannsóknir staðið sem hæst og þau verið að meira og minna allan sólarhringinn. ísland með í fyrsta sinn Keppnin í Newcastle, sem ber nafnið European Uninon Contest for Young Scientists, er nú haldin í sjö- unda skipti en íslenskir þátttakendur eru nú með í keppninhi í fyrsta skipti. 23 lönd senda þátttakendur tii keppninnr og verða verðlaun veitt fyrir 12 verkefni. Þátttakendur fá afmarkað svæði, nokkurskonar bás, þar sem þeir setja upp kynningu á rannsóknum sínum, með myndum og texta. 12 dómarar, sem eru sér- fræðingar á ýmsum sviðum, dæma síðan rannsóknirnar en einn yfirdóm- ari sér um að deila dómurum á verk- efnin í samræmi við sér- fræðikunnáttu þeirra. Dómarar munu heim- sækja bása ungu vísinda- mannanna og láta þá kynna rannsóknir sínar og síðan spyija þá í þaula um rannsóknina til að fullvissa sig um að ungu vísindamennirnir standi fyllilega klárir á verkefninu. Peningaverðlaun verða veitt þeim verkefnum sem best þykja auk þess sem sigurvegurunum er boðið á ráðstefnu nóbelsverð- launahafa í Svíþjóðl haust. Eyjakrakkarnir eru búnir að skipuleggja bás þann sem þeir verða með í keppninni. Þar verða þeir með myndir og upplýsingar í texta auk kynningarkvikmyndar um þá sjálfa og verkefnið og síðan kvikmynd um hrygningaratferlið sem tekin var er rannsóknirnar fóru fram á Náttúru- gripasafninu í Eyjum. Lokaspretturinn í undirbúningi fyrir keppnina stendur nú yfir. Nú í vikulokin heimsóttu þeir Hjálmar Vilhjálmsson, fískifræðing, og ræddu við hann til að afla sér upplýsinga og eins áttu þeir fund með Sigurði Snorrasyni, líffræðingi, sem. kennir þroskunarfræði við Háskóla íslands, til að fá upplýsingar hjá honum en áður hafði Sigurður komið til Eyja ásamt Gísla Má Gíslasyni, forstöðu- manni líffræðiskorar Háskólans, til að ræða við vísindamennina og veita þeim upplýsingar. Karl Bretaprins afhendir verðlaunin Vísindamennimir þrír frá Eyjum héldu til Englands í gær ásamt Páli Marvin. Þar bíður þeirra þaulskipu- lögð dagskrá fram á miðvikudag er keppninni lýkur. í dag og á morgun verður farið í skoðunarferðir og ýmsar kynningar fara fram en sjálf keppnin hefst á mánudag. Þann dag verða keppendur frá morgni til kvölds í keppnishöllinni og dómarar heimsækja þá fyrsta sinn. Á þriðju- dag verða keppendur við bása sína og dómarar heimsækja þá og spytja um verkefnið en auk þess munu skólanemar heimsækja keppnina og kynna sér rannsóknarverkefnin. Á miðvikudag verður al- menningi heimilt að skoða keppnina, þá verð- ur haldinn blaðamanna- fundur þar sem rannsókn- arverkefnin verða kynnt og síðar þann dag mun Karl Breta- prins afhenda sigurvegurum keppn- innar verðlaun sín við lokaathöfn. Þar sem einungis þrír keppendur máttu fylgja verkefninu út til keppn- innar, en fýrir þá er allur kostnaður greiddur af kepnishöldurum, en 10 stóðu að rannsóknunum var ákveðið að þeir sjö sem eftir sátu ásamt helstu leiðbeinendum við rannsókn- ina færu einnig utan. Fyrirtæki í Eyjum og víðar hafa styrkt þau til fararinnar og munu þau halda utan eftir helgi og fylgjast með keppninni í Newcastle á þriðjudag og miðviku- dag en síðan mun hópurinn koma saman heim eftir að hafa aðeins skoðað sig um á Englandi. 4,7% hrygn- anna lifðu af hrygninguna. Hrygna þær aftur að ári? Björgunar- sveitir æfa rústabjörgun Fagradal - Björgunarsveitir Slysavarnafélags íslands og Landsbjargar í umdæmi 10, sem nær yfir V-Skaft., Rangárvallasýslu og Vest- mannaeyjar, voru með samæfingu í Vík í Mýr- dal um síðustu helgi. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins kom á svæðið var verið að æfa rústabjörgun þar sem stór skriða átti að hafa komið úr fjallinu og farið yfir bíla sem voru á ferð fyrir neðan og var fólk fast í þeim. Svona björgun og ruðnings- æfingar geta nýst björgunarsveitunum vel ef til Suðurlandsskjálfta kæmi. Þá var æft bjarg- sig og björgun úr hömrum svo og sjóbjörgun. Reynir Ragnarsson, sem var einn af stjóm- endum, sagði að menn hefðu yfirleitt verið ánægðir með hvernig til tókst enda veður hið besta. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson B J ÖRGUN ARS VEITIRN AR æfðu m.a. björgun úr hömrum. HINAR ýmsu aðstæður voru skapaðar fyrir björgunarsveitarmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.