Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samningur um aukið samstarf Flug- leiða og SAS á Skandinavíuleiðum Flugleiðir fljúga ínafni beggja Leiðir ekki til minni samkeppni að mati forsvarsmanna félagsins FLUGLEIÐIR og SAS hafa gengið frá samningum þess efnis að Flug- leiðir fijúgi í nafni beggja félaganna á milli íslands og Skandinavíu frá og með 11. september næstkom- andi. Þá verða flugferðir SAS milli íslands og Kaupmannahafnar næsta sumar sömuleiðis farnar í nafni beggja. Með tilkomu þessa samstarfs mun SAS hafa tiltekinn fjölda sæta í vélum Flugleiða frá- tekinn til sölu í sölukerfi félagsins. Þá verður allt flug Flugleiða til Skandinavíu skráð undir flugnúm- erum beggja flugfélaga. Styrkir stöðu beggja Að sögn Péturs J. Eiríkssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða, styrkir þetta samstarf sölunet félagsins verulega. „Allt flug Flugleiða milli íslands og Skandinavíu birtist nú á tölvuskjám ferðaskrifstofa hvort heldur þær leita undir nafni Flugleiða eða SAS. Fyrir SAS er ávinningurinn sá að það fær mikla viðveru hér á ís- lenska markaðnum með því að geta boðið upp á mikinn fjölda flugferða. Við fáum aftur á móti mjög stórt markaðs- og sölunet á bak við okk- ar flug. Þetta er því báðum aðilum til hagsbóta." Flugleiðir fljúga nú 28 sinnum milli íslands og Skandin- avíu í viku hverri. Pétur segir þó enga hættu á því að samkeppni milli félaganna minnki þrátt fyrir nánara samstarf þeirra á milli enda nái það á engan hátt til verðákvarðana fyrirtækj- anna. Hann segir þetta fyrirkomu- lag ganga undir nafninu „code- share“ á alþjóðlegum ferðamarkaði og sé það að verða æ meira ríkj- andi í samstarfi flugfélaga enda styrki það markaðsstöðu þeirra. Hann segir þennan samning styrkja verulega samstarf flugfélaganna tveggja sem hófst fyrir rúmlega tveimur árum. Fiskveiðasjóður lækkar vexti FISKVEIÐASJÓÐUR íslands lækk- aði um síðustu mánaðamót vexti af útlánum sem miðast við reikning- seiningu sjóðsins um 1 prósentustig eða úr 7,5% í 6,5%. Lækkunin nær til útlána að fjárhæð um 20 milljarð- ar króna og felur því í sér um 200 milljóna króna lækkun á vaxtakostn- aði fyrir lántakendur miðað við heilt ár. „Hluti af þessari lækkun stafar af því að við höfum verið að gera hagstæðari lánssamninga en áður og greiða upp eldri og óhagstæðari lán. Síðan hafa vextir í einstökum myntum lækkað í sumum tilfellum og við eigum von á að fá betri kjör í nóvember með því að endursemja um lán. Vaxtalækkunin er hins veg- ar aðeins tímabundin ráðstöfun því markaðsvextir erlendis eru síbreyti- legir og Fiskveiðasjóður sem ekki nýtur ríkisábyrgðar verður að sýna sterka eiginfjárstöðu og góða af- komu,“ sagði Már Elísson, fram- kvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs í sam- tali við Morgunblaðið. Reikningseining Fiskveiðasjóðs er samsett úr nokkrum myntum og er vægi hverrar myntar miðað við út- flutning sjávarafurða til einstakra myntsvæða. Már bendir á að mynt- karfan hafi yfirleitt komið vel út en fullnægi ekki þörfum allra fyrirtækja því sum flytji t.d. meira út til Japan en önnur. Fyrirtækin hafi í vaxandi mæli óskað eftir sérlánum til að breyta myntkörfu sinna lána. „Þessir aðilar eru fyrst og fremst að sækjast eftir annarri myntsamsetningu en er í körfunni okkar og vilja hafa meiri sveigjanleika. Samkeppnisstaða Fiskveiðasjóðs batnar því ekki veru- lega fyrr en tekið hefur verið upp kjörvaxtakerfi þannig að hægt verði að sinna betur þörfum þeirra sem þurfa á sérstökum lánum að halda. Ég hefði viljað gera það strax í haust en stjórn sjóðsins hefur frestað mál- inu til áramóta." Markaðshlutdeild innlendra bjórfram- leiðenda minnkar Bjórsalan eykst um 13% » i SALA á bjór fyrstu 8 mánuði þessa árs hefur aukist um rúm- lega 600 þúsund lítra eða tæp 13% ef miðað er við sama tíma í fyrra. Aukningin er mest í sölu á dósabjór en einnig hefur sala til vínveitingahúsa aukist nokkuð. Hlutdeild innlendra framleið- enda í bjórsölunni hefur minnk- að nokkuð frá því á sama tíma í fyrra og er hún nú rúm 60% í samanburði við tæp 70% á fyrstu átta mánuðum ársins 1994. Viking Brugg tapar sýnu meira af sinni hlutdeild, hefur nú 28,2% hlutdeild í bjórsölu en á sama tíma í fyrra var mark- aðshlutdeild fyrirtækisins 34,4 prósent. Ölgerðin tapar heldur minna, fer úr 35,5% markaðs- hlutdeild fyrstu átta mánuðina í fyrra í 32,4% á sama tíma í ár. Benedikt Hreinsson, mark- aðsstjóri Ölgerðarinnar, segir að þrátt fyrir minni markaðs- hlutdeild hafi fyrirtækið aukið söluna í lítrum talið. „í raun stafar þetta fyrst og fremst af því að bjórflóran er að aukast. Það hafa verið að bætast við nýjar tegundir og því ekki um það að ræða að einhver einn sé að bæta við sig.“ Hann segir það ennfremur ánægjulegt að sjá að bjórneyslansé að aukast en bendir þó á að enn séum við hálfdrættingar á við frændur okkar Norðmenn, sem þó séu með næstminnstu bjórneyslu á hvern íbúa í Evrópu. Því sé enn svigrúm til talsverðrar aukn- ingar til viðbótar. c r 24. september 10. september 17. september 1. október 'iðbeinandi: gvi Þorsteinsson 'ittúrufrœðingur ingið verður um land Alviðru ; um Öndverðames, óður skoðaður með tilliti lnnHnvtinvíir fvrr ns> nú Geymið auglýsinguna Fræðsludagar á hausti UMHVERFISFRÆÐSLUSETUR Næstu sunnudaga býður Landvemd almenningi í heimsókn í umhverfisfræðslusetrið í Alviðru í Ölfushreppi. í stuttum gönguferðum verður hugað að mismunandi þáttum í umhverfi okkar og fjölbreytileiki náttúmnnar skoðaður með sérfróðum leiðbeinendum Allir, ungir sem aldnir, eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Klæðist eftir veðri og komið með nesti með ykkur. Heitt verður á könnunni í Alviðru. Dagskráin hefst kl. 13:00 og tekur 2 til 3 klukkustundir. Nánari upplýsingar í símum 482 1109 og 552 5242 Verið velkomin s ! Landvemd Leiðbeinandi: Áslaug Ólafsdóttir kennari Farið verður um land Alviðru og um Öndverðames, saga og ömefni rifjuð upp og skoðaðar minjar um búsetu og menningu. Leiðbeinandi: Páll Skúlason prófessor Spjallað verður um sýn manna á náttúruna og hegðan þeirra gagnvart henni. Jafnframt verður rætt um forsendur umhverfis- og náttúruvemdar. Leiðbeinandi: Hreggviður Norðdahl jarðfrœðingur Eftir stutt spjall í Alviðruhúsinu verður farið í gönguferð og hugað að ýmsum jarðfræðifyrirbærum. t m í, € € ' I € C «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.