Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ rf AÐSENDAR GREINAR Hittu mig í Heiðmörk, Guðrún GUÐRÚN Hallgrímsdóttir bauð mér með grein hér í blaðinu hinn 18. ágúst sl. að kijúpa með sér á Kiii. Grein Guðrúnar, sem er and- svar við grein minni sem birtist hér í blaðinu hinn 9. ágúst sl., sá ég er ég var á leið í Hallormsstaðar- skóg mér til innblásturs og hvíldar. Ég þakka þann heiður sem mér er sýndur en myndi þó heldur leggja til stefnumót í góðum tijálundi, t.d. í Heiðmörk, þar sem ekki þarf að kijúpa til að sjá gróðurinn heldur horfa til himins. Eg tek engu að síður heilshugar undir með Guðrúnu um þá sérstöku fegurð sem víða má finna í hinni köldu og blautu eyðimörk sem öræfín og hálendið er. Fræðimenn telja nú að Kjölur hafí verið nokkurn veginn algróið svæði á landnámsöld og hefur feg- urðin þá verið dálítið annars konar en sú sem Guðrún naut þar í sum- ar. Þá hafa þær náttúruperlur sem Guðrún sá í gijóti og urðum hugs- anlega verið þaktar gróðurmold og lyngi. Því miður virðast litlar líkur til þess að slík gróðurlendi verði endurreist og er það unnendum auðnanna án efa mikill léttir. Ég tek einnig undir það sjónarmið að farið hafi verið offari í framræslu mýrlendis hér á landi. Skýring á því er að miklu leyti óhóflegir opin- berir styrkir til slíkra framkvæmda án tillits til þarfa eða aðstæðna. En bót í máli er að framræst mýrlendi breytist á nokkrum áratugum aftur í upp- runalegt horf ef skurð- um er ekki viðhaldið. Það þarf enginn að óttast að nægar auðnir og sérstæðar og gróð- urvana víðáttur verði ekki ætíð fyrir hendí á íslandi. Það er þó í mörgum tilfellum blekking að halda að íslenskar eyðimerkur séu ósnortið land. í mörgum tilfellum er um að ræða örfoka land, sem er afleiðing af skógareyðingu, ofbeit og örtröð. Að tala um varðveislu slíkra svæða komandi kynslóðum til yndisauka er vægast sagt broslegt. Andstöðu við uppgræðslu auðnanna hefur Sigurður Blöndal með réttu nefnt „vemdun niðurlægingarinnar", því með því er í raun stuðlað að við- haldi mun frumstæðari gróðurlenda en efni standa til. Það er ef til vill ekki að undra að þeir sem mest dásama sérstöðu og fegurð ís- lenskra auðna eru oft útlendingar eða Islendingar sem búsettir eru erlendis. En þó fagurt sé víða á íslenskum öræfum þá staldra menn þar ein- ungis skammt við sem gestir. íjóðin hefst við á því alltof litla og rýra gróðurlendi, sem er að finna á láglendi, og getur ekki annað. Nán- asta umhverfí okkar er manngert og rækt- un af ýmsu tagi er nokkurs konar fram- lenging af híbýlum okkar. Þannig hefur okkur viða tekist að gera umhverfíð mann- vænt og landið byggilegt. Það er útúrsnúningur að halda því fram að ég eða aðrir áhugamenn um ræktun og uppgræðslu beijist fyrir tilbúinni gróðurþekju milli fjalis og fjöru. Slíkt er hvorki raunhæft né arðsamt og reyndar tel ég að íjármunum hafí stundum verið sóað þannig, t.d. á Auðkúluheiði. Endur- reisn gróðurþekju eða endurheimt landgæða með uppgræðslu á ekki alls staðar við og yfírleitt ekki þegar komið er í eða yfír 400 m hæð yfír sjó. Það er aftur á móti ræktun lág- lendisins sem málið snýst um. Öfgar Öfgar hinna hreintrú- uðu náttúruvemdar- manna birtast, að mati Hermanns Svein- björnssonar, í and- stöðu þeirra við ræktun og breytta ásýnd lands. hinna hreintrúuðu náttúruverndar- manna birtist í andstöðu þeirra við ræktun og breytta ásýnd lands. Að líkja lúpínunni við mink í íslensku lífríki lýsir best ótrúlegum skoðun- um og hugmyndum þeirra. Og hin mikla þversögn er sú að allt þetta fólk kýs, eins og aðrir íslendingar, að njóta nútíma lífsþæginda í mann- gerðu og mismunandi mannvænu umhverfí þar sem ýmis ræktun og tijágróður skapa oft undirstöðu. Andstaða við breytta ásýnd lands í okkar nánasta umhverfí, þ. á m. vegkanta í Hallormsstaðarskógi, er því þversögn andspænis þeim for- sendum sem eru fyrir í byggð í land- inu. Hafandi farið um allt ísland, þar Hermann Sveinbjörnsson á meðal mikið um hálendið, í störf- xim við gróðurkortagerð og mæling- ar á landgræðslusvæðum, myndi ég þó heldur kjósa mér áningarstað eða stefnumót á svæði eins og í Heiðmörk, þar sem ég vann sem unglingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Þar sést nú stórkost- legur árangur af því starfí sem við unnum fyrir rúmum aldarfjórðungi. Barrtré og birki hafa náð margra metra hæð og blessuð lúpínan blómstrar og breiðist út þannig að fólk getur notið útivistar í skjóli við fuglasöng árið um. kring. Jóni Helgasyni, skáldi og prófess- or sem bjó í Kaupmannahöfn, var „löngum meir í hug melgrasskúfur- inn harði“, en okkur sem búum á íslandi árið um kring skortir oft skjól og blíðu og mörgum okkar er því löngum meir í hug „skrautleg suðræn blóm sólvermd í hlýjum garði“. Við skulum vona að ræktunarfólk og hinir hreintrúuðu geti lifað í bærilegum friði eins og vera ber í siðmenntuðu lýðræðisþjóðfélagi. Það verður ætíð nóg pláss á fjöllum fyr- ir þá náttúruunnendur sem óttans kæfandi jgróður og myrkviði um lág- sveitir Islands. Við hin munum áfram standa sem þéttast við bak starfsmanna Landgræðslu og Skóg- ræktar ríkisins og fagna öllu rækt- unarstarfí einstaklinga og félaga. Höfundur er líf- og umhverfis- fræðingur. ÍSLENSKT MÁL FRÁ ÞVÍ er að segja, að í 808. þætti birtist bréf frá Sverri Páli Erlendssyni menntaskóla- kennara. Það gaf efni til and- svara, enda eru þau nú fram komin. Ég nota tækifærið til að minna á, að allt frá upphafí hef- ur þessum pistlum verið ætlað að vera vettvangur umræðu og skoðanaskipta, en ekki dómstóll. Að svo mæltu gef ég orðið Sig- urði G. Tómassyni dagskrár- stjóra án frekari athugasemda, nema varðandi spumingu í lok bréfs hans: „Kæri Gísli! það hefur nú dregist hjá mér að enda þér þetta bréfkom en betra en seint en aldrei. í prýðilegum þætti þínum í Mbl. 5. ágúst var eins og þú segir sjálfur kafli úr „snaggaralegu og tæpitungu- lausu bréfí“ frá Sverri Páli og raunar ofurlítill inngangur frá þér. Ekki skal ég amast við skopi S.P. um nafn rásar 2 en mér finnst leiðinlegur lítilsvirðingar- og hrokatónninn sem gætir í tali hans um „svokallaða“ þjóð- arsál. Þessi þáttur er vitaskuld misskemmtilegur, eins og geng- ur, rétt eins og fólkið sem hring- ir í hann. Það er þó að mínu viti býsna góður þverskurður af óbreyttri alþýðu þessa lands, en flestir sem hringja eru rétt og slétt aiþýðufólk, þótt kannanir bendi til þess að fleiri hlusti. Og það er því slæmur vitnisburð- ur um viðhorf menntaðra manna til alþýðu landsins, þegar þeir tala í fyrirlitningartóni um þjóð- arsálina. En ég ætla ekki að eyða löngu máli í þetta. Efnislega var at- hugasemd Sverris Páls um orðið „ungabam“ sem notað var í til- teknum þjóðarsálarþætti. Þú tókst undir hana. Þótt þess sé ekki getið í bréfi S.P. var ég umsjónarmaður þjóðarsálar þennan dag. Nú man ég ekki, hvort það var ég eða viðmæl- andi minn sem notaði þetta orð og Sverrir lætur þess ekki getið. En þar sem það er mér ekki tamt, fínnst mér líklegra að það hafi verið konan sem hringdi og gerði við það réttmæta athuga- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 813. þáttur semd að engin aðstaða er fyrir fólk með ungbörn á salemi þjón- ustumiðstöðvarinnar á Þingvöll- um. í orðabók Menningarsjóðs er orðið „ungabam" athuga- semdalaust og hjá Sigfúsi Blön- dal er það sagt austfírska en engar athugasemdir gerðar við notkun þess. í mínum lítilfjör- legu leiðbeiningum um málfar, sem mér reyndar eru oftast gefnar án þess að ég geti leitað heimilda, hef ég reynt að forð- ast að fordæma orð og orðmynd- ir sem ég þekki ekki og virðast ekki geta valdið misskilningi. Ekki sé ég neina hættu á rugl- ingi í þessu tilviki, eins og reynd- in er um unghænu/ungahænu. Því fínnst mér rétt að þeir sem alist hafa upp við orðið „unga- barn“ noti það áfram og séu þar með trúir uppruna sínum. Ég hirði ekki um bollalengingar Sverris Páls um kynbundnar athafnir fólks á salemum, enda nauðsynlegt að menn hafí ein- hveijar gátur að glíma við. En meðal annarra orða, hefur þú, eða einhver annar snillingur, aldrei smíðað íslenskt orð fyrir slettuna „Besservisser"? Bestu kveðjur." ★ Og svo er það Besserwisser. Það er ekki hlaupið að því að fmna viðeigandi íslenskt orð sem hafi sama merkingarblæ og þýskan í þessu sambandi. Sjálfur hefur umsjónarmaður ekki látið sér detta neitt nothæft orð í hug, heldur oftsinnis slett þýsk- unni. En það rifjast upp að hann hefur lært af skilríkum mönnum, sem hann ræðir oft við, orðið bestvitandi. Þá er sá maður, sem allt þykist vita betur en aðrir, réttnefndur bestvitandi, t.d. Brúnfinnur bestvitandi. Fleirtalan er náttúrlega bestvit- endur. Rétt sem ég er að skrifa þetta, hringir í mig próf. Baldur Jóns- son, og með eftirgangsmunum fæ ég leyfí til að nefna frá hon- um uppástunguna beturviti, sbr. t.d. menningarviti. Síðar- nefnda orðið hefur nefnilega oft svipaðan blæ og þýska Bess- erwisser. ★ Glepsa úr bókmenntasögu Jón Skrikkur (Skriðukotslangur) Sigfússon, fændi minn, þótti heldur óframgnegur til afreka, svo andlegra sem líkamlegra. Var síðla fermdur. Tæplega mátti hann hagmæltan kalla, en þó orti hann tvær vísur sem menn kunna og entust honum til meiri frægðar en öðrum margar bækur. Er fyrri vísan ærið erfið stafsetningar. En þannig er mál vaxið, að Skrikk- ur kom í Dæli og hitti Ingibjörgu húsfreyju og bauð henni nefið. Ingibjörg þá ekki. Þá mælti Skrikkur: Huhn, huhn, huhn, hu, aldrei fær hún kvefið. Ekki vill hún Ingibjörg í nú nefið, nefið. Þó Skrikkur væri sýnn á eigið ágæti í mörgum greinum, raup- aði hann aldrei af kvenhylli (að heitið gæti) og þóttist heldur rati í þeim efnum. Hann eignað- ist þó konu þá er hét Sigurlaug, en um kvenkosti hennar veit ég færra en skyldi. Hún ól honum þó víslega eina dóttur. Þegar Skrikkur gekk af hjónasænginni hinn fyrsta morgun kvæntur maður, gáði hann vel til veðurs, sem siður hans var, og vætti hlaðvarpann. Síðan sneri hann aftur að brúðarsænginni og mælti: Guð gefi þér góðan dag og gleðilegan viðskilnað, sóma vafin silkihlín, Sigurlaug elsku konan mín. Þótti hinum eldri Svarfdæl- ingum að þarna hefði Skrikkur tekið á öllu sem hann átti til og hvergi dregið af sér, en um skiln- ing á hinum gleðilega viðskilnaði 2. braglínu fer tvennum sögum. ★ Van Basten er bólginn á rist, hann brestur ei umbúðaplasl; að sínum kvilla hann hló, , lagði á hilluna skó, enda hastarleg umskipti best. (Gautur af Meli; leysti af í sumarleyfi.) Það segir sig sjálft ÉG trúi síðustu dag- ar hafi verið undarlegir þeim mönnum er héldu að ályktanir pólitískra ungmennafélaga væru minnst lesinn litteratúr á íslandi. Alltjent hafa niðurstöður nýhaldins þings Sambands ungra sjálfstæðismanna sætt meiri opinberri umræðu en títt er um slík plögg. Málavextir eru þeir, að í ályktun sinni um utan- ríkismál mátu ungir sjálfstæðismenn stöðu svb kallaðra Evrópu- mála þá að hægt væri að útiloka aðild Islands að Evrópusambandinu. Fyrir því voru færð ýmis rök og þókti þá mörgum sem stefna ungra sjálf- stæðismanna gagnvart Esb. næstu misserin lægi ljós fyrir og yrði ekki misskilin fyrirhafnarlaust. En - það er ýmislegt hægt. í grein í Morgun- blaðinu fímmtudaginn 24. ágúst síð- ast liðinn fullyrti Jóhanna Vilhjálms- dóttir formaður utanríkisnefndar S.u.s. að ungir sjálfstæðismenn hefðu alls ekki hafnað aðild íslands að Esb. Þókti henni heldur en ekki gróft af Morgunblaðinu að segja í frétt að svo hefði verið. Rekur hún réttilega, eins og blaðamaður Morgunblaðsins hafði áður gert, að við afgreiðslu utanríkismálaályktun- ar S.u.s. þingsins hefði setningunni »Ekki er hægt að útiloka aðild ís- lands að Evrópusambandinu« verið breytt í »Hægt er að útiloka aðild íslands að Evrópusambandinu«. En segir svo og ítreka í annarri grein viku síðar, að síðari setningin segi ekkert annað en að »hægt sé« að útiloka aðild en hafí ekkert með það að gera að útiloka hana. Auðvitað er »engin ný uppgötvun að hægt sé að útiloka aðild íslands að ESB« segir Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Ungir sjálfstæðismenn hafi einungis nefnt eitt af því sem hægt sé að gera, ýmsar leiðir séu mögulegar, engu hafi verið játað og engu hafnað. í ljósi þessa væri freistandi að spyija Jóhönnu hvers vegna hún sjálf hafi þá á þinginu lagt til að ályktað yrði á þá lund að »ekki væri hægt« að útiloka þessa aðild. 0g þókt »mið- ur« að það hafi ekki verið gert. En við kenningar Jóhönnu er fleiru að bæta. í þeim drögum að ályktun um Evrópu- mál sem lágu fyrir S.u.s. þinginu var meg- inniðurstaðan sú að ekki væri hægt að útiloka aðild íslands að Esb. Þeirri niðurstöðu var svo breytt með all af- gerandi hætti eins og menn vita. Að telja að ungir sjálfstæðismenn hafi einungis verið að nefna eitt af því sem hægt sé heyrir undir útúrsnúninga. Þetta verður enn ljósara þeg- ar lengra er lesið. Á eftir þeirri setningu sem mest hefur verið rifizt um, kemur kafli sem ekki skiptir minna máli. Þar eru taldir upp nokkr- ir gallar sem ungir sjálfstæðismenn Þegar sagt er að á Evr- ópusambandinu séu gallar sem »Islendingar geta ekki sætt sig við« er ljóst, segir Þorsteinn Davíðsson, að menn eru að hafna aðild Is- lands að því, að minnsta kosti á meðan þessir gallar eru til staðar. telja á Evrópusambandinu, miðstýr- ing, forsjárhyggja og fleira. Er svo sagt: »Stærsti einstaki gallinn hlýtur þó að vera sameiginleg sjávarútvegs- stefna sambandsins, sem er nokkuð sem íslendingar geta ekki sætt sig við að mati ungs sjálfstæðisfólks.« Þegar sagt er að á Evrópusamband- inu séu gallar sem »íslendingar geta ekki sætt sig við« er ljóst að menn eru að hafna aðild íslands að því, að minnsta kosti á meðan þessir gallar eru til staðar. Það segir sig sjálft. Höfundur situr í stjórn ungra sjálfstæðismanna. Þorsteinn Davíðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.