Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur ASÍ um kjarasamninga ASÍ og VSÍ Verðbólgan gæti kippt stoðum undan samningum GYLFI Ambjörasson, hagfræðingur ASÍ, segir að haldi sú verðlagsþróun áfram sem verið hef- ur síðustu þijá mánuði sé hætta á að sú for- senda kjarasamninga ASÍ og VSÍ um að verð- bólga hér á landi verði ekki meiri en í nágranna- löndum okkar bregðist. Þar með hafi ASÍ rétt til að segja samningunum upp um næstu áramót. Gylfí sagði að verðbólga hér á landi hefði hækkað um 1% á tímabilinu frá júlí til septem- ber, þ.e. 0,3% í júlí, 0,4% í ágúst og 0,3% í sept- ember. Ef miðað væri við þriggja mánaða tíma- bil væri verðbólgan komin upp fyrir 4%. Verð- bólga mæld á einu ári væri þó ennþá innan við 2%. Verðbólga í nágrannalöndunum er á bilinu 2-2,5% Gylfi sagði að ástæðan fyrir þessum verðlags- hækkunum væru ýmsar. Hann nefndi sem dæmi að bændur virtust hafa fengið mikið skjól af GATT-samningnum sem kæmi fram í mikilli hækkun á grænmeti. Kartöflur hefðu t.d. hækk- að um 50% og væru búnar að vera á mjög háu verði í heilan mánuð. í fyrra hefði verðhækkun á kartöflum varað aðeins í rúma viku. Eins væru þær miklu launahækkanir sem ýmis verkalýðsfé- lög hefðu fengið, sérstaklega opinberir starfs- menn, líklega famar að hafa áhrif á verðlag. Samningar byggðu á tveimur forsendum Kjarasamningur VSÍ og landssambanda ASÍ byggir á tveimur forsendum, að ríkisvaldið standi við yfírlýsingar sem það gaf í tengslum við samn- ingana og að verðbólga hér á landi verði ekki meiri en í samkeppnislöndum okkar. Orðrétt segir í 14. og 15. gr. samninganna: ^„Forsenda samnings þessa er yfírlýsing ríkis- stjórnarinnar sem fylgir samningi þessum. Þá er jafnframt á því byggt að verðlagsþróun á samningstímanum í heild verði áþekk því sem gerist í helstu samkeppnislöndum, þannig að stöðugleikinn í efnahagslífínu verði tryggður... Á samningstímabilinu skal starfa sérstök launanefnd skipuð þremur fulltrúum frá lands- samböndum ASÍ annars vegar og vinnuveitend- um hins vegar og skal hún á samningstímanum fylgjast með framvindu efnahags-, atvinnu- og verðlagsmála og gera tillögur um viðbrögð til samtakanna og stjórnvalda eftir því sem aðstæð- ur krefjast á hveijum tíma. Nefndin og samtök- in sem að henni standa munu beita sér fyrir umfjöllun og aðgerðum til þess að auka fram- leiðni í atvinnulífinu í samræmi við markmið samningsins. Hvorum aðila er heimilt að segja samningum lausum með minnst mánaðar fyrir- vara ef marktæk frávik hafa orðið á samnings- forsendum skv. 14 gr. Komi til uppsagnar samn- ingsins skv. framanskráðu tekur hún gildi 31. desember 1995.“ ' 11$ —3§ijk 1 laK-i 1 8 fp;|| frí t IfP I H ■I ÍH; MMi fKrjwB; B.fl m y WmM Eyvindur Vopni í tog TOGARINN Eyvindur Vopni er með bilaða vél í Smugunni. Að sögn Friðriks Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra Tanga hf., sem gerir skipið út hefur verið samið við Sjólastöðina hf. um að Haraldur Kristjánsson taki skipið í tog og er búist við að siglingin til Vopnafjarð- ar taki sex til sjö daga. Eyvindur Vopni hélt í Smuguna 11. ágúst síðastliðinn og hefur fiskað um 170 tonn upp úr sjó. Gott veður er í Smugunni og sagði Friðrik að ekkert amaði að mönnun- um um borð en búist er við að skip- ið verði tekið í tog næsta sólarhring. Þá tók norskur dráttarbátur við Sindra frá Vestmannaeyjum af varðskipinu Óðni klukkan 4:36 að- faranótt laugardags. Vélarbilun varð í Sindra aðfararnótt fimmtu- dags og tók Óðinn skipið í tog til móts við dráttarbátinn. Vegna slæmra skilyrða gekk ferðin seint og er ekki enn vitað hvenær Sindri er væntanlegur til Hafnarfjarðar, þar sem gert verður við hann. Sinfónían í Kringlunni STARFSÁR Sinfóníuhljómsveit- ar íslands er að hefjast og af því tilefni hélt hljómsveitin tvenna tónleika i Kringlunni í gær, en það er árviss atburður að hljómsveitin leiki fyrir gesti og gangandi fyrir upphafstón- leika vetrarins. Leikin voru létt og skemmtileg verk undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Heimilislæknar mótmæla vaktþjónustu barnalækna í BRÉFI stjómar Læknavaktarinn- ar sf. til heilbrigðis- og trygginga- ráðherra er vaktþjónustu bama- lækna, sem starfa í Domus Medica, harðlega mótmælt, en læknamir hyggjast taka á móti sjúklingum fram til kl. 22 alla virka daga. í bréli Læknavaktarinnar sf. kemur fram að Tryggingastofnun hafi samþykkt að niðurgreiða þjón- ustu barnalæknanna gegnum sjúkratryggingar. Bent er á að þar með gangi sérfræðingar inn á verk- svið heimilislækna og þar með við- urkenndan og umsaminn vinnu- markað Læknavaktarinnar sf. í gildandi reglum segi að samskipti sjúklings og læknis hefjist hjá heilsugæslu- eða heimilislækni og að sérfræðingi sé óheimilt að starfa jafnframt sem almennur heimilis- læknir. Aðför að heimilislæknum Gunnar Ingi Gunnarsson, for- maður stjómar Læknavaktarinnar sf., segir að ef Tryggingastofnun hafí samþykkt að greiða niður þessa þjónustu, sem augljóslega sé almenn heimilislæknisþjónusta, þá hljóti stofnunin að hafa samþykkt frávik frá ákvæðum í samningi sérfræðinga og þar með heimilað þeim að hefja almenna heimilis- læknisþjónustu. „Við lítum á þetta sem aðför að starfsvettvangi heim- ilislækna og munum aldrei sætta okkur við að af henni verði,“ sagði hann. Morgunblaðið/Kristinn Viðræður um framtíð Keflavíkur- herstöðvar VIÐRÆÐUR um framtíð herstöðv- arinnar á Keflavíkurflugvelli hafa átt sér stað upp á síðkastið milli íslenskra og bandarískra stjórn- valda, og að sögn Halldórs Ásgrims- sonar, utanríkisráðherra, vom hátt- settir bandarískir fulltrúar hér á landi fyrir skemmstu og áttu stjóm- völd mjög gagnlegar viðræður við þá. Bærilega bjartsýnn „Ég er bærilega bjartsýnn á að það takist að ljúka málinu með far- sælum hætti, en það er ekki í höfn. Ég tel að því _sé lokið á farsælan hátt ef varnir íslands eru tryggðar með eðlilegum hætti og að það verði staðið í einu og ölju við ákvæði vamarsamningsins. Ég hef enga ástæðu á þessu stigi en að ætla að svo verði gert,“ sagði Halldór. Hann sagði að nú væri í undir- búningi fundur um málið sem ákveðið hefði verið að halda í Wash- ington síðar í haust. Dagsetning fundarins hefði ekki verið ákveðin, en hann yrði líklega haldinn í nóv- ember. A ► l-52 Leiftursókn hershöfð- ingjans ►Líkur era á að Colin Powell, þeldökkur hershöfðingi og stríðs- hetja, verði í framboði i forseta- kosningunum í Bandaríkjunum á næstaári./lO Líftaug byggðanna ►Ýmsum íbúum á norðanverðum Vestfjörðum og fólki úr atvinnulíf- inu finnst að sveitarstjómarmenn hafí drepið sameiningarmálunum á dreif. En lokst virðist einhver hreyfing komin á málið./12 Skyldi hjartastærðin vera í réttu hlutfalli við raddstærðina? ►Elisabeth Meyer-Topsöe er dönsk söngkona, sem vakið hefur mikla athygli víða á meginlandinu, þó Danir hafi verið seinir að taka við henni./20 Ýmsir klárari en ég ►í Viðskiptum og atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Eyjólf Páls- son í Epal./22 B ► 1-32 Af mönnum og tröllum íMjóafirði ►í góðu færi er ekki nema fjöru- tíu mínútna akstur frá Egilsstöð- um ofaní Mjóafjörð. En það er bara sjaldan gott færi, því Mjóa- fjarðarheiðin er ófær stóran hluta ársins. Morgunblaðsmenn heim- sóttu Mjóafjörð og nokkra íbúa hans ogúppgötvuðu að fjögur hús geta alveg heitið þorp./l og 16-17 Einn á Norðurheim- skautið, einn niður Grænlandsjökul ► Fyrir sautján árum vann Japan- inn Naomi Uemura það einstæða afrek að ganga einn síns liðs á Norðurpólinn og skömmu síðar að ganga fyrstur manna einn eftir endilörigum Grænlandsjökli./2 Úr höftum í frelsi ►í upphafi var Samband veitinga- og gistihúsa kallað Sykurmolafé- lagið því á haftaárunum gengu sykurkörin að láni veitingahúsa á milli. Hér segir af ýmsum baráttu- málum sambandsins, spjallað við sæla í Sælakaffí og birtir kaflar úr nýútkominni bók, Gestir og gestgjafar./8 Hinn nýi Mozart ►Meðal gesta á Uxahátíðinni var Richard James, sem nefnir sig Aphex Twin, og kallaður er hinn nýi Mozart./16 BÍLAR______________ ► 1-4 FordTaurus ►Hár kostnaður við hönnun og smfði nýs Taurus sagður draga muni úr hagnaði Ford. /1 Harðkornadekk ► Sænsk rannsókn sýnir að fslensk harðkornadekk hafa mun meira viðnám en venjuleg dekk. /2 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Velvakandi 40 Leiðari 26 Fólk 1 fróttum 42 Helgispjall 26 Bló/dans 44 Reykjavíkurbréf 26 fþróttir 48 Minningar ’ 28 Útvarp/sjónvarp 49 Myndasögur 38 Dagbók/veður 61 Brids 38 Mannlffsstr. 4b Stjömuspá 38 Kvikmyndir 12b Skák 38 Dægurtónlist 14b Bréf til blaðsins 38 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.