Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 3/9 - 9/9. ►VÉL togarans Sindra VE bilaði þeg-ar hann fékk tóg í skrúfuna í Smugunni. Varðskipið Óðinn dró skip- ið til móts við norskan dráttarbát sem nú er á leið með Sindra til íslands. Ungur skipveiji á Óðni slasaðist alvarlega þegar varðskipið tók Sindra í tog. ► SÆTANÝTING í Amer- íkuflugi Flugleiða var að meðaltali yfir 90% í sumar og hæst í júlí. Á einni flug- leiðinni var nýtingin 97% í þeim mánuði. Að sögn Birgis Þorgilssonar, for- manns flugeftirlitsnefndar, er æskilegt að nýting fari ekki yfír 90% því það bitni á ferðaþjónustunni í lndinu. ►SKAGAMENN og Blika- stúlkur urðu um siðustu helgi íslandsmeistarar í knattspyrnu, Blikar eftir sigur á Stjörnunni og Skagamenn eftir að Valur vann KR sem verið hafði eina liðið sem átti fræði- lega möguleika á að vinna upp forskot Akurnesinga. Er þetta fjórða árið í röð sem Skagamenn verða ís- landsmeistarar en slfkt hef- ur ekki gerst hér á landi síðan 1945. ►NÆSTU þrjú ár munu vísindamenn frá fjórum löndum í Evrópu taka þátt í umfangsrniklu rannsókn- arverkefni sem lýtur að því að fylgjast með breytingum á landslagi á Suðurlandi. Stjórnandi verkefnisins segir að ísland sé einstak- lega áhugavert rannsókn- arsvæði því nánast hvergi í heiminum ættu sér stað eins miklar náttúrulega breytingar og hér. Auknar vonir um frið í Bosníu DRÖG að samkomulagi um frið í Bos- níu voru samþykkt á fundi utanríkis- ráðherra Bosníu, Króatíu og Serbíu í Genf á föstudag og hefur því verið fagnað sem fyrsta vonameistanum í þrjú ár. Richard Holbrooke, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði milligöngu um það en hann og aðrir vara þó við of mikilli bjartsýni. Herþot- ur Atlantshafsbandálagsins, NATO, héldu uppi linnulitlum árásum á stöðv- ar Bosníu-Serba alla síðustu viku, hernaðar- og samgöngumannvirki, vopnabúr og íjarskiptastöðvar, og héf- ur verið lýst yfír, að árásum verði hald- ið áfram þartil Serbar hafí flutt þunga- vopn sín frá hæðunum við Sarajevo. Hefur Borís Jeltsín, forseti Rússlands, brugðist ókvæða við árásunum og að því er virðist getuieysi sínu til að hafa áhrif á stefnu Vesturveldanna í Bosn- íu. Hefur hann hótað að taka upp bein- an stuðning við Serba, að hætta friðar- samstarfínu við NATO og á föstudag sagði hann, að yrði NATO stækkað til austurs væri hætta á styijöld í allri Evrópu. Frakkar sprengdu á Mururoa FRAKKAR sprengdu fyrstu kjarnorku- sprengjuna af átta fyrirhuguðum á Mururoa-eyju í Suður-Kyrrahafí si. þriðjudagskvöld. Varð það til að auka enn á fordæmingu þeirra víða um heim og hefur sprengingunni verið mótmælt harðlega. Mest urðu viðbrögðin á Ta- hítí, í höfuðborginni Papeete, þar sem andstæðingar kjamorkutilraunanna og fylgismenn sjálfstæði Frönsku Pólý- nesíu brenndu flugstöð og unnu mikil hervirki önnur. Franskir iðnrekendur óttast, að kjamorkusprengingarnar, sem fyrirhugaðar eru í vetur, muni halda við áróðrinum gegn Frökkum og franskri vöru. Launahækkun æðstu embættismanna ÚRSKURÐUR kjaradóms um launa- kjör æðstu embættismanna ríkisins fel- ur í sér meðal annars að kaup alþing- ismanna hækkar um 17.þúsund krón- ur, úr 178 í 195 þúsund, og laun ráð- herra um 20%, eða úr 294 í 350 þús- und kr. að meðaltali. Laun forseta ís- lands hækka einnig um tæp 20%, úr 334 í 400 þúsund kr. Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasarrí- bands íslands segir að forsendur kjara- samninga á almennum vinnumarkaði séu brostnar. Seiðavísitala þorsks yfir meðallagi SEIÐAVÍSITÁLA þorsks á þessu ári er yfír meðallagi síðustu tíu ára og sú hæsta síðan 1986. Þorskvísitalan er aðeins hærri en 1993 og virðist sá ár- gangur vera meðalstór. Jakob Jakobs- son, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, ( segir ánægjulegt að þama skuli kominn efniviður í meðalárgang, en leggur áherslu á að seiðavísitala af þessari stærð hafí bæði gefið af sér góða og lélega árganga. Minni framkvæmdir í heilbrigðisþjónustu INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðis- ráðhérra hefur ákveðið að fresta öllum byggingarframkvæmdum í heiibrigðis- þjónustu, öðrum en þeim sem búið var að gera skriflegan samning um við verktaka. Sveitarstjómum Búðahrepps, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Stöðvar- hrepps hefur verið tilkynnt að ekki verði af áformum um byggingu tólf rúma hjúkrunarheimilis á Fáskrúðs- fírði. Engum flármunum verður heldur varið til framkvæmda við K-byggingu Landspítalans á næsta ári. Ríkisstjóm- in og stjómarflokkamir afgreiddu drög að fjárlagafrumvarpi næsta árs í vik- unni. Þar koma m.a. fram hugmyndir um tengingu tekjutryggingar ellilífeyr- is við fjármagnstekjur. ^ERLENT ►STJÓRNVÖLD í Kína, sem reyndu að þegja þunnu hljóði um ræðu Hillary Clinton á kvennaráðstefn- unni Sameinuðu þjóðanna í Peking, rufu loks þögnina á fimmtudag og sögðu, að gagnrýni á mannréttinda- mál í Kina væri tilhæfulaus. Hillary var þó ekki nefnd á nafn en sagt, að Bandarikja- menn skyldu líta sér nær. ►HÆSTIRÉTTUR Spánar hefur falið dómara að rann- saka ásakanir um að stjórn Sósíalistaflokksins hafi heimilað morðherferð gegn baskneskum aðskilnaðar- sinnum á síðasta áratug. Verður meðal annars kann- að hvort ástæða er til að ákæra Felipe Gonzalez for- sætisráðherra en spænsk nlöð hafa birt leyniskýrslu, sem sagt er, að leyniþjón- ustan hafi samið til undir- búnings aðgerðunum. ►BANDARÍSKI öldunga- deildarþingmaðurinn Bob Packwood sagði af sér þing- mennsku á fímmtudag en siðanefnd þingsins hafði lagt til, að honum yrði vik- ið. Voru honum bornar á brýn ýmsar yfirsjónir og aðallega að hafa áreitt kon- ur kynferðislega um meira en 20 ára skeið. Packwood hefur verið formaður fjár- hagsnefndarinnar, sem er mjög valdamikil, og sjálfur hefur verið meðal áhrifa- mestu manna á þingi. Með afsögninni tryggir hann sér fullan lífeyri og önnur rétt- indi. FRETTIR Laun og fastar kostnaðargreiðslur þingmanna Hæstu mánaðar- greiðslur 400 þúsund Kostnaðargreiðslur alþingismanna* Álagsgreiðslur á þingfararkaup Varaforsetar, formenn fastanefnda og fonmenn þingflokka fá 15% álag, 29.250 kr. Varaformenn fjárlaga- og utanrikismálanefndarfá 10% álag, 19.500 kr. (Þetta álag hefur verið greittfrá 1. jú!í, skv. nýjum lögum um þingfararkaup) Húsnæðis- og dvalarkostnaður Alþ.m. fyrir kjötdæmi utan Reykjavíkur og Reykjanessfóháð búsetu). 53 þús. Alþ.m. sem hefur „tvö heimili" fær 40% álag, samtals 74.200 Alþ.m. sem á heimili utan Rv. eða nágr. og fer daglega á miili (t.d. á Suðurn.), 17.666 (Áður fengu landsbyggðarþingmenn 42 þúsund ef þeir áttu lögheimiii (kjördæmi en 18 þúsund ef þeir áttu lögheimili I Reykjavik eða á Reykjanesi.) Ferðakostnaður í kjördæmi Þingmenn Reykjavíkur 24.000 varáður 24.000 Þingmenn Reykjaness 31.000 var áður 24.000 Þingmenn landsbyggðarinnar 31.000 varáður31.000 Til viðbótar allt að 1.200 km akstur innan kjördæmis, sem áður var innifalið í föstu greiðslunni, og heimild til að greiða gistikostnað í sérstökum tilvikum. Ferðakostnaður milli heimilis og Reykjavíkur Kostnaður endurgreiddur eins og áður. Þingmaður sem fer daglega á milli heimilis utan Reykjavíkur og nágrennis og Reykjavíkur fær kostnaðinn - endurgreiddann eins og verið hefur. Fundaferðir Endurgreiddur kostnaður við ferðír í önnur kjördæmi og í sérstakar fundarferöir þingmanna í eign kjördæmi. Óbreytt fráfyrri reglum. Dagpeningar Dagpeningar eru greiddir á ferðaiögum innanlands eins og áður. Almennur starfskostnaður Endurgreiddur kostnaður við heimasíma, eins og verið hefur. Alþingi leggur til fareíma, faxtæki og tölvu á heimili þingmanns, skv. fjár- veitingum. Greiddar 40 þúsund kr. vegna annars starfskostnaðar. Á móti falla niður 30 þúsund kr. dvalarkostnaður (fæðispeningar) sem landsbyggðatþingmenn með iögheimili utan Reykjavíkurfengu en landsbyggðarþingmenn með heimili í Reykjavík höfðu fengið 15 þúsund kr Áður höfðu ýmsir aðrir reikningar sem undir þetta faila verið greiddir skv. reikningum. ‘Helstuliðir LAUN og fastar kostnaðargreiðslur þingmanns geta hæstar orðið tæpar 400 þúsund krónur á mánuði, sam- kvæmt nýjum úrskurði kjaradóms, lögum um þingfararkaup og reglum um þingfararkostnað. Er þetta rúm- um 117 þúsund kr. meira en sami maður hafði áður fast og nemur hækkunin um 42%. Þingmaður sem er varaforseti Alþingis og jafnframt formaður þingnefndar fær tvisvar sinnum 15% álag á þingfararkaup og eru laun hans þá 253 þúsund kr. Ef maður- inn er þingmaður fyrir landsbyggð- arkjördæmi og heldur heimili á báð- um stöðum fær hann 74.200 kr. í húsnæðis- og dvalarkostnað. Síðan bætist við ferðakostnaður í kjör- dæmi, 31 þúsund og svo starfs- kostnaður sem allir þingriienn fá, 40 þúsund krónur. Laun þessa þing- manns og fastar kostnaðargreiðslur eru því 398.700 kr. á mánuði. Áður gat þessi þingmaður fengið tæp 281 þúsund kr. á mánuði. Hækkunin nemur 117 þúsund eða liðlega 42%. Mest munar þar um álagsgreiðsl- urnar sem þingmenn fengu ekki áður. Þessu til viðbótar eiga þing- men kost á endurgreiðslu ýmiss kostnaðar, einkum við ferðalög, svo og dagpenínga. Lægstu laun 202 þúsund Lægstu hugsanlegu laun þing- manns og kostnaðargreiðslur ,eru 259 þúsund kr. Það eru laun þíng- manns Reykjavíkur sem ekki gegnir þeim stöðum að vera varaforseti Alþingis, formaður eða varaformað- ur í þingnefnd eða formaður þing- flokks. Hann fær þingfararkaup, 24 þúsund í ferðakostnað og_40 þúsunþ í annan starfskostnað. Áður hafði þessi þingmaður tæp 202 þúsund og hækkar því um 28%. Ritsljóra- skipti á Helg- arpóstinum SIGURÐUR Már Jónsson ritstjóri Helgarpóstsins hefur ákveðið að láta af störfum frá og með næsta blaði og mun hefja störf sem blaða- maður á Viðskiptablaðinu í kjölfar- ið. Karl Th. Birgisson, fyrrum rit- stjóri Heimsmyndar og Pressunn- ar, mun leysa Sigurð af hólmi. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæður vista- skiptanna væru persónulegar, en hann tók við ritstjórastól Helgar- póstsins eftir að Gunnar Smári Egilsson, þáverandi ritstjóri, sagði starfi sínu lausu. Launahækkun æðstu embættismanna Laun Laun Krónutölu- Hækkun voru kr. verða kr. hækkun Forseti íslands 334.319 400.000 65.681 19,6% I Forsætisráöherra* 323.103 385.000 61.897 19,2% 1 Aðrir ráðherrar* 293.728 350.000 56.272 19,2% Þingfararkaup alþíngismanna 177.993 - 195.000 17.007 9,6% Forseti hæstaréttar 278.064 304.480 26.416 9,5% Hæstréttardómarar 252.786 276.800 24.014 9,5% Umboðsmaður Alþingis 252.786 276.800 24.014 9,5% Ríkíssaksóknari 252.786 276.800 ,24.014 9,5% | Ríkissáttasemjari 252.786 276.800 24.014 9,5% Ríkisendurskoðandi 224.426 245.750 21.324 9,5% Biskup íslands 220.700 241.700 21.000 9,5% Dómstjóri Héraðsd. í Reykjavík 220.700 241.700 H-OÖO 9,5% Aðrir dómstjórar 199.518 218.500 10.982 9,5% Héraðsdómarar 192.511 210.800 18.289 9,5% Umboðsmaður bama 192.511 210.800 18.289 9,5% \ * Þíngfararkaup er innifalið í iaunum ráðherranna • * Oldungarnir misstu af vinningum SKAKMENN af eldri kynslóðinni tefldu mjög sannfærandi í sjöttu umferð Friðriksmótsins á föstu- dagskvöld og byggðu upp mjög sterkar stöður. Einungis Bent Larsen tókst þó að innbyrða vinn- inginn, gegn Helga Áss Grétars- syni, en hinir misstu af vinningi. Þannig átti Svetozar Gligoric afar vænlega stöðu gegn Hannesi Hlíf- ari og sömuleiðis missti Vassilí Smyslov aldrei þessu vant unnið endatafl niður í jafntefli gegn und- irrituðum. __ Friðrik Ólafsson átti sína bestu skák á mótinu til þessa. Hann samdi um jafntefli á góða stöðu gegn Jóhanni Hjartarsyni. Þröstur og Helgi Ólafsson voru báðir peði yfir í sínum skákum, en tókst ekki að nýta sér það til vinnings. Fimm jafntefli í sex skákum voru því alls ekki vegna skorts á vinningst- ilraunum. Staðan 1.-2. Hannes Hlífar og Margeir 4Vi v. 3. Jóhann 3 v. og frestuð skák. 4. -7. Smyslov, Soffía Polgar, Jón L. og Gligoric 3 v. 8. Helgi Ól. 2lh v. og frestuð skák. 9.-10. Larsen og Þröstur 2Vi v. 11. Helgi Áss 2 v. 12. Friðrik IV2 v. 7. umferð í dag Sjöunda umferð mótsins fer fram í Þjóðarbókhlöðunni í dag. Þá tefla saman: Margeir-Hannes, Gligoric-Helgi Ól., Soffía Polgar- Jóhann, Friðrik-Jón L., Helgi Ass- Smyslov, Þröstur-Larsen. Auk þess sem efstu menn mæt- ast innbyrðis er rétt að benda á að elsti og yngsti keppandinn tefla. Aldursmunurinn á Helga Áss og Smyslov- er 57 ár!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.