Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ hikaði. Hugsaði sem svo að fyrst þeir vildu hana ekki á Konunglega væri það af því að hún væri ekki nógu góð. Hún lét þó til leiðast, en framan af háði það henni að röddin þótt góð og mikil, en hún hafði enga sviðsreynslu. En það greiddist úr hlutunum, einn samningur tók við af öðrum, síðast í Niimberg. Og nú hefur Konunglega leikhúsið líka opnað henni dymar og boðið henni þriggja ára gestasamning á heimaslóðum, þar sem hún syngur meðal annars htutverk Desdemónu í Otello á næstunni. Undanfarið hefur hún sungið i París og svo í Finnlandi, svo þar með var engin ástæða til að búa lengur í Bæjaralandi. Þess vegna fluttu þau sig til Kaup- mannahafnar, þó það leyni sér ekki á dætrunum að þær hefðu kosið að vera áfram í Bæjaralandi. „Við söknum öll Þýskalands. Við bjuggum úti á landi, fórum yfir Dóná, þegar við þurftum að kaupa inn. Þjóðveijar hafa líka skilning á því hvað það felur í sér að taka hlutina föstum tökum. Það var eng- in fyrirstaða að fá skattafrádrátt út á ferðir mínar til Birgit Nils- sons, því það var fullur skilningur á að maður legði á sig útgjöld og erfíði til að ná árangri. Hér er bara tautað um hvort það sé nú nauðsyn- legt að fara í annað land til að fá tilsögn... Það em ekki peningarnar, sem ég er að tala um, heldur þessi afstaða. Nú hef ég búið þijú ár í Stokkhólmi, fímm í Þýskalandi og næstum eitt í París. Það er mikið lán og fjarska hollt að eiga kost á að búa annars staðar en heima.“ í íslandsferðinni bregður Elisa- beth Meyer-Topsöe sér í ný hlut- verk, því hún ætlar í fyrsta skipti að veita nemendum tilsögn, auk þess sem hún heldur fyrirlestur, að ógleymdum tónleikum hennar í ís- lensku óperunni. „Ég hef aldrei áður prófað að kenna, en get þó altént hlustað og veitt almennar leiðbeiningar, þó ég treysti mér ekki til að fikta við einstök atriði hjá nemendunum. Um áhuga minn á Heise má segja að ég sé heilluð af tónskáldinu og þeim tíma, sem hann var uppi á. Hann hefur tví- mælalaust liðið fyrir að hann var Dani. Bæði Gade og Carl Nielsen eru mun þekktari en Heise, þó eng- inn þeirra komist í hálfkvist við Grieg og Sibelius að þessu leyti. Heise var fæddur 1835 og samtím- is honum voru uppi aðrir andans menn eins og H.C. Andersen, Grundtvig og ballettmeistarinn Bo- urnonville, sem Heise kallaði ein- fætta vin sinn. Heise var alla tíð strákslegur, kannski af því hann eignaðist aldrei börn. Það er frá mörgu skemmtilegu að segja í kringum hann.“ Röddina þarf að rækta rétt eins og garðinn Hvað röddina varðar segir söng- konan að hún eigi erfítt með að tala um hana, en geti þó altént sagt að hún fái oft að heyra að rödd hennar og útlit fari vel saman. „Hlutverk Sentu í Hollendingnum, marskálksfrúin í Rósariddaranum, Elsa í Lohengrin óg Elisabeth í Tannháuser henta mér vel. Röddin hentar í norræn hlutverk, án víbrat- ós, en ég syng hvorki Mozart né Rossini. Wagner og Strauss henta mér. Ágæt vinkona mín segir að mér hæfí best að syngja ekki snarp- ar persónur, engin sköss eða gribb- ur. Sama er í ljóðunum. En þetta hefur mér fyrst orðið ljóst með árunum. í byijun var ég beðin um að syngja allt mögulegt, en núna geri ég mér betur grein fyrir hlutverkunum. Það er varla hægt að kvarta yfír að hafa fímm eða sex Wagnerhlutverk í takinu, Strauss og fjögur eða fímm Verdi- hlutverk. Það gildir að rækta rödd- ina eins og garð. Ef að rósir vaxa vel í garðinum, þá borgar sig varla að breyta honum í jurtagarð. Og ef kartöflur henta jarðveginum, þá er varla hægt að rækta þar bamb- us. Rétt eins og í garðrækt þá gild- ir það fyrir söngvara að syngja það sem hentar og eflir röddina. Svo fylgir þessari tilfínningu til- fínning fyrir líkamsburði. Það biður mig enginn að syngja Næturdrottn- inguna. Ég líkist heldur ekki lítilli og nettri þjónustustúlku og buxna- hlutverkin henta mér heldur ekki. En það er líka óþarfí að festast í því sama, þó maður hafí ekki heil býsn af hlutverkum í takinu. Það er spennandi að fást við sama hlut- verkið í ólíkum uppsetningum. Ég hef verið með í fjórum uppsetning- um á Hollendingnum og Senta mín var hver með sínu sniði.“ Að syngja á vöxtunum en ekkí höfuðstólnum Að lokum berst talið að því hvort Elisabeth Meyer-Topsöe lumi á góðu ráði til ungra söngvara og þá hugsar hún sig ekki um eitt augna- blik. „Það skiptir öllu máli að syngja á vöxtunum en ekki ganga á höfuð- stólinn og þetta eru gömul sann- indi, en ekkert sem ég hef fundið upp. Eftir sýningu þarf söngvarinn helst að hafa það á tilfinningunni að hann geti sungið sig í gegnum sýninguna aftur upp á nýtt. Það er hægt að lifa það af að ganga stöku sinnum inn á sviðið með fjöl- skylduvanda, smá kvef, þreytu og þunga búninga á öxlunum, en til lengdar gengur það ekki. Sérstaða söngvara, miðað við hljóðfæraleikara er að við höfum hljóðfærið í okkur. Það er hluti af okkur, sem við getum aldrei lagt frá okkur. Éf fiðlustrengur slitnar á tónleikum, þá er ekkert annað að gera en að gera hlé og skipta um streng. Þetta getur söngvari ekki gert, ef eitthvað kemur fyrir raddböndin. Slæmur hljóðfæra- kennari getur kannski seinkað þroska nemanda síns um einhver ár, en slæmur söngkennari getur hreinlega eyðilagt hljóðfæri söngv- arans.“ Rétt þegar samtalinu er að ljúka hringir síminn. Söngkor.an talar ljúflega við franskan viðmælanda, sem ræðir við hana um hugsanleg verkefni og tímasetningar og hún tekur því vel að reyna að hliðra til dagsetningum, svo hún geti mætt óskum hans. Að loknu samtalinu skellir hún upp úr við mann sinn og segist hafa hlaupið heldur betur á sig. Hafi alveg verið búin að gleyma að hún ætlaði sér að halda viðmælanda sínum í fjarlægð, en hafí verið alltof elskuleg, um leið og hún hlær að öllu saman. Það hentar henni tæpast að vera óþægi- leg við fólk. Kannski gildir um fleiri en Birgit Nilsson að hjartastærðin stendur í réttu hlutfalli við radd- stærðina... Ending skiptir öllu Pípugerðinh/í Skrifstofa Suðurhráun 2 • 210 Garðabær & verksmiðja: Sími: 565 1444 • Fax: 5652473 Verksmiðja: Sævarhöfði 12*112 Reykjavik Sími: 587 2530 • Fax: 587 4576 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER1995 21 Fræðsla um kristna trú Hefur þú áhuga á námskeiði um trúfræði? Eru játningar kirkjunnar eintómar gamlar kreddur? Leikmannaskóli kirkjunnar. Skráning og upplýsingar á Biskupsstofu í síma 562 1500. KOMIÐOG 'Vx DANSlD!1 :RÐU LÉTTA DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUM! æstu námskeið um næstu helgi 557 7700 Áhugahópur um almenná dansþátttöku | íslandi hringdu núna UZUKI BALHNO ÁRGERÐ 1996 Vandaður og öflugur japanskur bíll á verði sem kemur þægilega á óvart. $ SUZUKI SUZUKI - Afl og övyggi ---////------------ SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100 OLIVIA KOBALT er komíð aftur Einnig mörg önnur postulínsstell á verði sem kemur á óvart. Væntanleg brúðhjón og aðstandendur þeirra: Munið óskalista brúðhjónanna. @ SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 - Sími 568-9066

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.