Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR í LOK ágúst var í þriðja sinn út- hlutað alþjóðlegum bókmennta- verðlaunum kenndum við Jean Monnet (1888-1979), sem var einn aðalhvatamaður að stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu 1951 á grundvelli Schumanáætl- unarinnar. Hann hefur stundum verið nefndur „faðir“ hugmyndar- innar um sameiningu Vestur-Evr- ópu. Að verðlaununum, sem eru einu samevrópsku verðlaun sinnar tegundar, stendur forseti Ítalíu ásamt utanríkis- og menntamála- ráðuneytunum þar, Ferðamálaráð Lígúríuhéraðs, Genovafylki og bæjarstjómir Montana Font- anabuona, Uscio og Santa Marg- herita Ligure. Verðlaunin voru fyrst veitt 1993, og tóku þá um 70 höfundur frá 10 löndum þátt í keppninni. Árið eftir voru þátttakendur 140 talsins,_ tæpur helmingur þeirra- ítalir. í ár voru þátttakendur 120 talsins frá 12 þjóð- löndum í Austur- og Vestur-Evrópu. Keppnin er í þremur deildum: Ljóðlist, smá- sögur, ritgerðir og ungir höfundar í Evr- ópu. í ár fóru leikar þannig að fyrstu verð- launum fyrir ljóðagerð skiptu með sér Italo Bonassi frá Ítalíu og Dorin Popa frá Rúme- níu. Önnur verðlaun hlutu Rainer F. Streng og Grikkinn Leonidas Panagiotidis, báðir frá Þýskalandi. Þriðju verðlaun hlutu frönsku skáldin Robert Bonnet og George B. Savina. Lofsamlega umsögn fyrir ljóðagerð hlutu Finnarnir Juha Vakkuri og Ossi Ojala. Fyrir smásagnagerð hlaut fyrstu verðlaun Liisa Mántymies frá Finnlandi, önnur verðlaun Heléne Richier frá Frakk- landi og þriðju verð- laun Riita Jalonen frá Finnlandi. Verðlaun fyrir ritgerð Fyrir ritgerðasmíð hlaut Sigurður A. Magnússon fyrstu verðlaun, Ludmila Cecchini frá Ítalíu önnur verðlaun og Aura Luohija frá Finnlandi þriðju verð- laun. Lofsamlega um- sögn fyrir ritgerðar- smíð hlaut Paola Milano Vieusseux frá Ítalíu. Af ungum skáldum hlutu ítal- irnir Andrea Zoppolato og Ales- sandro Vietti fyrstu verðlaun, Pá- ivi Alasalmi frá Finnlandi önnur verðlaun og Emilio De Lorenzi frá Ítalíu þriðju verðlaun. Verðlaunaritgerð Sigurður A. Magnússonar er samin á ensku og nefnist „Mania in the Icelandic Wilderness". Hún fjallar öðrum þræði um sagnir sem gengið hafa af Fjalla-Eyvindi og svo tengsl þeirra við forngríska harmleiki. Verðlaunuð verk eru gefin út í árbók sem nefnist L’Europa Racc- onta. Athöfnin fór fram í Durazzo- kastala í Santa Margherita Ligure 27. ágúst að viðstöddum verð- launaþegum, 11 manna alþjóðlegri dómnefnd og fulltrúum háskóla og annarra menningarstofnana á Norður-Ítalíu. Verðlaunahöfum voru afhent heiðursskjöl og silfurbikarar af mismunandi stærðum, og að auki var einum vinningshafa veittur sérstakur heiðurspeningur af silfri frá forseta Ítalíu. Hann hreppti Sigurður A. Magnússon fyrir framlag sitt til keppninnar. Haustsýning Safns Ásgríms Jónssonar Myndir úr Reylgavík o g nágrenni OPNUÐ hefur verið í Safni Ás- gríms Jónssonar að Bergstaða- stræti 74 sýning á olíu- og vatns- litamyndum sem Ásgrímur mál- aði í Reykjavík og Hafnarfirði og inni við Elliðaárvog. Á sýningunni eru nokkrar myndir frá fyrstu starfsárum listamannsins hér heima og enn fremur vetrarmyndir frá því um 1930, sem hann málaði í úljaðri byggðarinnar, og vatnslitamynd- ir sem hann málaði síðustu æviár- in af myndefni sem hann sá út um stofugluggann sinn. Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30 til 16 og stendur til 26. nóvember. Sigurður A. Magnússon sæmd- ur alþjóðlegum verðlaunum Sigurður A. Magnússon Nýjar bækur • ÚT er komin á vegum Tóna og steina bókin Sellódúettar og nokkur verk fyrir 3 og 4 selló- með frumsömd- um lögum fyrir 2, 3 og 4 selló eftir Elías Dav- íðsson. Bókin er ætluð selló- nemendum á fyrstu árunum. Bókin var samin að áeggj- an Gunnars Kvaran selló- leikara. Sex íslenskir tónlistar- skólar stóðu að því sameiginlega að panta verkið og voru lögin notuð í tilraunaskyni í þessum skólum og hjá nokkrum selló- kennurum í Bretlandi og Sviss. Bókin er gefin út með dreif- ingu erlendis í huga, þ.e. með skýringartextum á ensku, frönsku, þýsku og íslensku. Káp- una teiknaði Erlingur Páll Ing- varsson. Við útgáfu bókarinnar naut útgáfuaðilinn styrks Eiríku heitinnar Friðriksdóttur hag- fræðings og „er efniviður hennar jafnframt í samræmi við mann- úðleg viðhorf Eiríku, þ.m.t. já- kvæð viðhorf hennar til allra manna, án tillits til uppruna þeirra. Mörg lög í bókinni sækja lífsneista sinn til tónmenningar fjarlægra þjóða og eru þannig framlag til aukins skilnings ungs fólks á framandi menningu," seg- ir í kynningu. Þetta er önnur bók sem Tónar og steinar, forlag Elíasar Davíðs- sonar, gefur út ogersjötta tón- listarbók Elíasar sem ætluð er ungu fólki. Fyrr á þessu ári komu út á vegum Islensku tónverkmið- stöðvarinnar tvær bækur eftir sama höfund. Fimmur fyrirpíanó oghefti með fiðludúettum. • ÚT er komin fyrsta ljóðabók Mundu Pálínar Enoksdóttur, Ljúfu Ijós. Bókin er gefin út í 200 eintökum og er höfundur útgefandi. Bókin er prentuð í Prentseli á Selfossi og er til sölu í bókabúð Grindavíkur. Elías Davíðsson MANUDAGINN 11. september kl. 20 hefst á Kjarvalsstöðum fyrir- lestraröð vetrarins um byggingar- list og hönnun. Þetta er annað árið í röð sem Arkitektafélag íslands, Byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur og Norræna húsið standa saman að skipulagningu slíkrar dagskrár. Haldnir verða átta fyrirlestrar um þetta efni á mánudags- kvöldum einu sinni í mán- uði á tímabilinu september til apríl og fara þeir ýmist fram í Norræna húsinu, á Kjarvalsstöðum eða £ Ás- mundarsal, húsi Arkitekta- félagsins við Freyjugötu 41. Arkitektamir Michael Wilford frá Bretlandi, Ben van Berkel frá Hollandi og Eduardo Souto Moura frá Portúgal munu kynna verk sín, Juhani Pallasmaa frá Finnlandi og Carsten Thau frá Danmörku fjalla um fræðileg viðfangsefni tengd arkitektúr, dagskrá verður í nóvember tileinkuð Einari Sveinssyni arkitekt, íslenskir iðn-, húsgagna- og innanhússhönnuðir fjalla um möguleika ís- lenskrar hönnunar í fjölda- framleiðslu I desember og í janúar munu nýútskrif- aðir arkitektar kynna loka- verkefni sín. Michael Wilford Mánudagskvöldið 11. september kl. 20.00 á Kjarvalsstöðum mun breski arkitektinn Michael Wilförd fjalla um nýleg verk teikni- stofunnar Michael Wilford and Partners Limited í London. Hann er fæddur árið 1935 og stundaði nám í arkitektúr við Northern Po- lytechnic School of Architecture og Regent Street Polytechnic Plann- ing School í London. Árið 1960 hóf hann störf hjá James Stirling, ein- um þekktasta arkitekt Breta á seinni hluta aldarinnar. Á 7. áratugnum tók Wilford þátt í mótun nokkurra helstu bygginga hans, svo sem verkfræðideild háskólans í Leicester og bókasafni sögu- deildar Cambridgeháskóla. Árið 1971 varð hann annar eigandi að teiknistofunni Ja- mes Stirling Michael Wilford Associates. Saman unnu þeir að hönnun mikilvægra verk- efna, svo sem borgarlista- safnsins í Stuttgart, við- byggingar við Tate-lista- safnið og Vísindamiðstöðvar í Berlín. Er Stirling lést árið 1992 tók Wilford við rekstri teiknistofunnar og hefur síð- an unnið að úrvinnslu sein- ustu verka þeirra, auk nýrra viðfangsefna. Meðal nýlegra verkefna sem Wilford mun fjalla um eru byggingar Braun lyfjafyrirtækisins í Þýskalandi, breska sendiráð- ið í Berlín, Lowry-listamið- stöðin í Salford á Englandi, bókasafn við Kaliforníu- háskóla í Irvine, tæknihá- skóli í Singapore og járn- brautarstöð á Bilbao á Spáni. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku< Tilbrigði við húsa- gerð FYRIRLESTRARÖÐ um byggingarlist og hönn- un hefst á Kjarvalsstöðum á mánudagskvöld. Lögin hans Sigfúsar Halldórssonar ITILEFNI75 ára af- mælis tónskáldsins Sigfúsar Halldórsson- ar verður efnt til tón- leika í Listasafni Kópavogs-Gerðar- safni í kvöld kl. 20.30. Þar koma fram tíu söngvarar sem flytja munu lög hans. Lög Sigfúsar eru mörg hver landsþekkt og eru orðin hluti af þjóðarsálinni eins og Jónas Ingimundarson komst að orði þegar Morgunblaðið spurði hann um tónleikana. Nýtt lag frumflutt Sigfús Halldórsson tónskáld. Söngvararnir sem fram koma eru allir búsettir í Kópavogi. Má þar nefna Sigríði Gröndal, Eirík H. Helgason og Kristin Hallsson. Friðbjörn G. Jónsson endar síðan tónleikana með því að syngja við undirleik Sigfúsar Halldórssonar en þeirra samstarf hefur staðið í mörg ár og er mjög sérstakt að sögn Jónasar. „Þeir frumflytja nýtt lag eftir Sigfús sem heitir Minning, við texta Kópavogsbúans Þorsteins Valdimarssonar, en það er jafnframt lokalagið á dag- skránni. Það er „heitt úr ofnin- um“, Sigfús lauk við það fyrir tveim vikum,“ sagði Jónas. Sigfús er ljóðaunnandi og mörg ljóðin hafa bankað á dyrnar hjá honum og lög kviknað í kjölfar- ið. „Sigfús velur sér eingöngu mjög fal- lega texta,“ sagði Jónas. Innansveitar- kronika Margar skemmtilegar sögur eru af tilurð laganna og mun Jónas spjalla við áhorfendur á milli laga. „Þó lögin standi algjörlega fyrir sínu eip og sér þá gefur það oft annan blæ og nýja innsýn í lögin að heyra eitthvað um þau. Þetta verður svona innansveitarkronika, heimilisleg stemmning, og við munum enda samkomuna á að syngja saman, okkur til gleði og Sigfúsi til heiðurs. Lög eins og Dagný og Litla flugan er ekki hægt að syngja einn, heldur er betur við hæfi að syngja þau í hóp á góðri stundu,“ sagði Jónas sem á von á hátíðarstemmningu í kvöld. Tónleikarnir verða endurteknir á mánudaginn verði aðsókn góð. „Við höfum oft þurft að vísa fólki frá á svipuðum tónleikum í safn- inu þegar fullt hefur verið út úr dyrum," sagði Jónas að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.