Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hæsta tré á íslandi er oröiö 20 metrar: Trjávöxtur öruggari en hagvöxtur Þarna væru hjúin á grænni grein og þyrftu ekki annað en að sveifla sér af og til eftir banönum sér til viðurværis. Viðbrögð við kjaradómi Kallar á endurskoðun BENEDIKT Davíðssorij forseti ASÍ, segir að launanefnd ASI og VSI verði að taka tillit til þeirrar launaþróunar sem orðið hafi á síðustu vikum og mánuðum þegar hún fjallar um end- urskoðun samninga um áramót. Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, segir að verkalýðs- hreyfingin hljóti að snúast heiftúð- lega til vamar núna þegar hálauna- hópar séu að fá mun meiri hækkanir en aðrir. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði að úrskurður kjaradóms kæmi sér ekki á óvart. Dómurinn væri að taka tillit til þeirrar launaþróunar sem orðið hefði hjá ópinberum starfs- 'mönnum, en þeir hefðu verið að fá talsvert miklar launahækkanir að undanfömú og mun méiri heldur en landssambönd ASÍ sömdu dm í febr- úar. „Velflestir, sem gert hafa kjara- samninga á síðustu mánuðum, virð- ast hafa viljað fara aðrar leiðir held- ur en við mörkuðumj febrúár. Þessi dómur er alveg í takt við hýju lín- una, að þeir hækki mest sem hafi hæst laun. Þetta stangast algerléga jí við þá línu sem við vorum að reyna að vinna eftir og hlýtur aó kalla á viðbrögð innan okkar hreyfíngar. Ég skal ekki segja með hvaða hætti tekið verður á málunum í haust. Við höfum gert samning út árið 1996. Launanefnd samnings- aðila kemur til með að starfa í októ- ber og nóvember og hún kemur til með að leggja mat á þær forsendur sem um var samið. Vitaskuld verður hún einnig að taka tillit til þeirra breyttu aðstæðna sem hafa orðið í þjóðfélaginu síðan. Þama tel ég að hafí orðið grundvallarbreyting á við- horfi og það af ekki ómerkari aðila heldur en ríkinu.“ Kjaradómur gleymir lífeyrisréttindunum „Mér virðist í þessari umQöllun kjaradóms, eins og hún birtist í Morgunblaðinu, að dómurinn hafi í engu litið til hinna sérstöku réttinda æðstu embættismanjja ríkisins, þar ber lífeyrismál alþingismanna og ráð- herra langhæst. Þessi lífeyrisréttindi eru fullkomlega úr samhengi við allt annað sem gerist í þessu landi,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ. Þórarinn sagði að úrskurður kjara- dóms tengdist tveimur ákvörðunum Alþingis frá því í vor, annars vegar þeirri ákvörðun að veita alþingis- mönnum rýmra fæðingarorlof en öðrum og hins vegar þeirri ákvörðun að endurgreiða með fastri upphæð ætlaðan útlagðan kostnað alþingis- manna án þess að nokkur sönnun á raunverulegum kostnaði liggi fyrir. Með því væri sett hættulegt for- dæmi. Eftir því sem séð yrði hefði kjaradómur ekki tekið tillit til þess- ara ákvarðana Alþingis þegar hann kvað upp sinn úrskurð. Þórarinn sagði ljóst að stuðning- urinn innan verkalýðshreyfingarinn- ar við þá leið sem mörkuð var í kjara: samningunum víð landssambönd ASÍ í febrúar hefði verið veikari en skyldi, líkt og VSÍ hefðl alla tíð óttast. Fjöldi félaga innan A'SÍ og BSRB hefði ekki verið tilbúinn að fara þá leið að veita þeim lægstlaunuðu hlutfalls- lega meiri hækkanir en öðrum. Verðum að sjiúast til varnar Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, sagði að kjara- dómur kæmi á sama tíma og al- mennt launafólk hefði verið að fá 2.700-3.700 króna hækkun og at- vinnuleysi í Reykjavík væri enn að aukast. „Landsfeðumir hafa verið að leggja áherslu á að sú stefna sem landssambönd ASÍ mörkuðu í febr- úar héldi til að halda niðri verðlagi og stöðugleika í efnahagsmálum. Nú virðist þessi latínuskólanefnd vera búin að afnema þessa kenningu og skammtar öllum þessum valdsmönn- RlKISSAKSÓKNARI hefur gefíð út ákæru á hendur ungum manni fyrir stórfellda líkamsárás. Maðurinn ók á fyrrverandi sam- býlismann móður sinnar, sem var á um margfaldar hækkanir á móti hin- um. Það er sjálfsagt hægt að rökstyðja þessar hækkanir með ýmsu móti. Afleiðingin er hins vegar sú að verkalýðshreyfingin hlýtur að snúast heiftúðlega til vamar, ekki vegna haturs á einhveijum einstök- um mönnum sem fá hækkanir nú, heldur vegna þess að lægstlaunaða fólkið þolir ekki að sitja eftir. Ef hún gerir það ekki er bara blautt púðrið í henni,“ sagði Guðmundur. Förum að lögum „Okkur ber að taka tillit til al- mennrar launaþróunar í landinu, en einnig ber okkur að gæta þess að þeiy sem við eigum að úrskurða um njóti sambærilegra launa og þeir sem gegna sambærilegu starfí með tilliti til ábyrgðar og starfsskyldna. Þama vega því nokkrir þættir saman og niðurstaðan er þessi,“ sagði Þor- steiiin Júlíusson, formaður kjara- dóms, þegar hann var spurður út í forsendur dómsins. Þorsteinn sagði að kjaradómur liti á marga þætti, m.a. réttindi æðstu embættismanna landsins eins og líf- eyrisréttindi. Hann sagði að þó að dómurinn hefði skoðað þetta frá mörgum hliðum hefði hann ekki sett upp nákvæman útreikning fyrir hverri krónu sem lægi að baki hækk- uninni. Hann benti þó á að frá því í júní 1992 til júlí 1995 hefði launa- vísitala hækkað um 7,4%. Hluta hækkunarinnar mætti einnig rekja til þess að dómurinn vildi fara eftir ákvæði laganna um að hann skuli taka tillit til launa í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærileg gætu talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Sérstaklega ætti þetta við um ráð- herra. reiðhjóli á götu í Hafnarfírði, með þeim afleiðingum að hann hlaut sár sem síðar Ieiddu hann til dauða. Varakrafa ríkissaksóknara er fyrir manndráp af gáleysi. Ákæra ríkissaksóknara Stórfelld líkamsárás Snillingur á spænskan gítar Hógvær, hljóð- látur en ekki týndur Kristinn H. Árnason Kristinn H. Ámason lék á tónleikum í Iðnó um síðustu helgi á Óháðri listahátíð. Athygli vakti stórorða dómur- tónlistargagnrýn- anda Morgunblaðsins um tónleikana þar sem hann kallar Kristin m.a. „virtu- ós“ eða snilling á spænsk- an gítar og lýkur allsheijar lofsorði á leik hans. Einnig verður honum á orði að „týndi gítaristinn" væri orðtak sem nota mætti um Kristin. - Hvernig tilfinning var það að vera kallaður snillingur af tónlistar- gagnrýnanda? „Það var náttúrlega fínt og ég varð mjög hrærður, þetta hvetur mig áfram til dáða. Ég hef fengið já- kvæða gagnrýni áður, þó ekki svona góða.“ - Það hefur ekki farið mikið fyrir þér. Auglýsir þú lítið tón- leika þína? „Ég hef leikið yfírleitt eina efnisskrá á ári á einum tónleik- um hér í borginni og úti á landi síðan ég kom heim úr námi árið 1989, þannig að ég er ekki alveg týndur. Ég er ekki mikið að ota mínum tota og reyndar oft það lítið að menn hafa verið að grín- ast með það. Ég hélt t.d. nokkra tónleika fyrir norðan einu sinni og á tónleikana í Dalvík mætti bara einn áhorfandi. Þeir gerast ekki öllu færri. Vinur minn sagði að ég hlyti að hafa hengt auglýs- ingaplakötin innan í súrheys- turna í sveitinni. Ég lét þennan eina gest bara hafa efnisskrána og svo valdi hann sér óskalög af henni og ég spilaði.“ - Tekurðu það nærri þér ef fáir mæta á tónleika þína? „Nei, nei, mér finnst það bara notalegt, það. skapast oft svo góð tengsl við áhorfendur. Á tónleikana í Iðnó mættu t.d. bara átta manns. Það varð ein- hver ruglingur með tímasetn- ingu á tónleikana en ég spilaði bara aftur um kvöldið og þá mættu tíu manns. Það er eini ókosturinn við að spila fyrir svo fáa að buddan þyngist lítið.“ - Hveijir eru það sem mæta á gítartónleika. Er þetta alltaf sama fólkið? „Já, yfírleitt er þetta sami hópurinn sem mætir. Ættingjar, vinir og gítaráhugamenn. Svo dettur inn einn og einn tónlistar- unnandi. Ég ætti kannski að fara að auglýsa mig sem týnda gítarleik- arann, það myndi kannski trekkja." - Ertu snillingvr? „Nei, mér finnst ég eiga margt ólært en mér finnst ég hafa eitthvað að segja fólki og ég vona að það skili sér. Gít- arinn er mjög erfitt hljóðfæri, en ef maður nær góðum tökum á honum er hægt að galdra fram fallega tóna úr honum og hann getur brugðið sér í ýmis gervi.“ - Þú leikur einnig á raf- magnsgítar. Hver er munurinn á þessum tveimur hljóðfærum? „Já, ég lék í hljómsveitinni Júpíters og leik núna í polka- sveitinni Hringjum. Tæknin við að leika á þessa gítara er ólík ►Kristinn H. Árnason er fæddur árið 1963. Hann lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar árið 1983 og stúdentsprófi frá MH sama ár. Árið 1987 lauk hann BM prófi frá Manhattan School of Music og hefur sótt einkatíma eftir það til Eng- lands og Spánar auk nám- skeiða undir leiðsögn heims- þekktra tónlistarmanna. Kristinn kennir við Tónlistar- skóla Kópavogs og Tónlistar- skóla Mosfellsbæjar. Hann er einhleypur og á einn son, Árna Dag, tveggja ára. og efnisúrvalið er allt annað m.a. Ég byijaði 10 ára gamall að leika á klassískan gítar en það var ekki fyrr en um tvítugt sem ég prófaði fyrst rafmagnsg- ítar. Munurinn á að leika á þetta tvennt felst ekki síst í stemmn- ingunni. Rafmagnsgítarinn tengist hávaða og dansi þar sem allt er á útopnu en klasSísk tón- list er svo mikið eintal sálarinn- ar og í henni er svo mikil kyrrð þó að dramatíkin sé vissulega þarna Iíka.“ - Er einmanalegt að vera gítarleikari? „Það er það að mörgu leyti því vandkvæðið við hann er hvað hann er hljóðlátur og blandast illa með öðrum hljóðfærum. Því er hann í flestum tilfellum ein- leikshljóðfæri. Það tapast oft viss blæbrigði ef leikið er með háværari hljóðfærum en stund- um gengur samspil með flautu eða rödd vel.“ - Hvað er fram- undan hjá þér. He- furðu fengið einhver gylliboð í kjölfar tónleikanna í Iðnó? „Það eru engir tónleikar á dagskránni og ég hef ekki feng- ið nein formleg tónleikaboð. Eg þarf að einbeita mér að plötu- upptökum i haust því það verður gefinn út diskur með leik mínum fyrir næstu jól. Það er Japis og hollenska fyrirtækið Arsis sem standa að þeirri útgáfu. Það verður rómantísk gítartónlist eftir tvö gítartónskáld. Kannski mun ég fylgja tónleikunum eitt- hvað eftir á næsta ári.“ Einn áhorf- andi mætti á Dalvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.