Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C ffttunMnftifr STOFNAÐ 1913 205. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Líkurnar á rauðumjól- umaukast LÍKLEGT er, að rauð jól verði fremur reglan en undantekningin víða á norð- urhveli næstu 20 árin ef marka má spádóma bandarísks vísindamanns, dr. Hals Zirins, forstöðumanns Tækni- stofnunar Kaliforníuríkis. Segir hann, að nú sé að hefjast nýtt sólblettatíma- bil en talið var, að það myndi ekki byrja fyrr en um aldamót. Við það eykst útgeislun sólar, að vísu aðeins örlít.ið en þó nóg til að þess gæti í hærra hitastigi á jörðu. Til jafnaðar eru sólblettirnir í hámarki í 11 ár og í lágmarki í önnur 11 en á því er þó ýmis gangur. I júní sl. birtist grein eftir danska visindamanninn dr. Eigil Friis-Christensen í tímaritinu Atmos- pheric and Terrestrial Physics þar sem hann segir, að veðurfar á jörðinni síð- ustu 500 ár megi alveg skýra út frá sólblettum. Segir hann, að köldu skeið- in stafi af því, að þá hafi lágmarkstíðn- in staðið lengur en hámarkstíðnin. Hann fullyrðir einnig, að þess sjáist engin merki, að hitastig á jörðu sé að hækka vegna svokallaðra gróðurhúsa- áhrifa. Vakti það reiði margra um- hverfisverndarmanna og áhugamanna um gróðurhúsaáhrif og sagt er, að þeir reyni að þegja grein Friis-Christ- ensens í hel. Aldrei of varlega farið BANDARÍSKI repúblikaninn Newt Gingrich, sem hugsanlega lítur hýru auga til Hvíta hússins, lætur oft gamm- inn geysa en gætir þess þó jafnan að móðga ekki áhrifamikla kjósendahópa. Blaðafulltrúi hans, Tony Blankley, hefur líka yfirleitt vaðið fyrir neðan sig en þó varð honum alvarlega á í messunni fyrir skömmu. I grein, sem hann ritaði i dagblaðið Washington Post, lét hann þess getið eins og í fram- hjáhlaupi, að hann hefði lesið ævisögu breska stjórnmálamannsins Olivers Cromwells, sem uppi var á 16. og 17. öld, og sagði um hann, að hann hefði verið „merkilegur hugsjónamaður", sem hefði alla tíð verið misskilinn, jafnt i lifanda líl'i sem síðar. Þessi orð hans höfðu svipuð áhrif og kastað hefði verið sprengju inn í þann fjöl- menn hóp Bandaríkjamanna, sem eru af írskum ættum. Blóði drifin herför Cromwells í írlandi er írum ekki úr niinni liðin og Sean McManus, formað- ur í samtökum írskættaðra Banda- ríkjamanna, sagði, að engan mann hötuðu írar meira en Cromwell. „Hann er okkur það, sem Hitler er gyðing- um." METTE Marie Bjerregaard, dönsk kona, sem hefur f erðast um landið í sumar og er nú um stundarsakir vinnumaður á bænum Skjaldf önn Fjárleit í Kaldalóni við ísafjarðardjúp, var við fjárleit í Kaldalóni á f östudag. Hér hefur hún tyllt sér niður skammt þar frá sem Drangajökull steypist fram af Úfin- Morgunblaðið/RAX um en mikið skrið hefur verið á hon- um að undanförnu. Tvær kindur komu í leitirnar og fundust þær rétt við jökulinn. Samkomulagsdrögum um frið í Bosníu fagnað en varað við bjartsýni Fyrsti vonarneistinn í þriggja ára styrjöld Napólí, Santander, Sarajevo. Reuter. BRÁÐABIRGÐASAMKOMULAGI um fram- tíð Bosníu, sem náðist í Genf í fyrradag, var fagnað víða í gær. Malcolm Rifkind, utanríkis- ráðherra Bretlands, sagði að um væri að ræða sögulegt skref og fyrsta vonarneistann frá því stríðið í Júgóslavíu fyrrverandi braust út fyrir meira en þremur árum. Hann varaði þó við of mikilli bjartsýni og ekki að ástæðu- lausu því að yfirlýsingar deiluaðila í Bosníu í gær sýna, að þeir vilja lítið gefa eftir. Her- þotur Atlantshafsbandalagsins, NATO, héldu uppi árásum á stöðvar Bosníu-Serba í alla fyrrinótt og fram á dag. Richard Holbrooke, aðstoðarutanríkisráð- herra og sérstakur sendimaður Bandaríkja- stjórnar, sagði í gær um samkomulagsdrögin, sem náðust á fundi með fulltrúum Bosníu, Króatíu og Serbíu, að þau væru mikilvægur áfangi á leið til friðar og Bill Clinton Banda- ríkjaforseti sagði að tilgangur þeirra væri sá" að stöðva mannvígin í Bosníu. Sýna vanmátt ESB Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að drögin væru fyrsti vonarneistinn frá því óöldin í Júgóslavíu fyrrverandi hófst og hann færði Bandaríkjastjórn sérstakar þakkir fyrir þátt hennar í þeim. Segja fréttaskýrend- ur, að gangi dæmið upp muni það verða gífur- legur sigur fyrir bandaríska utanríkisstefnu og sýna um leið ljóslega vanmátt Evrópusam- bandsríkjanna, ESB. Búist er við, að samkomulagið verði aðal- málið á fundi utanríkisráðherra ESB-ríkj- anna, sem hófst í Santander á Spáni í gær. Samkomulagsdrögin gera ráð fyrir, að Bosnía verði eitt ríki en skiptist þó í tvennt, annars vegar milli Króata og múslima og hins vegar Serba. Enn hefur þó ekki verið ákveðið hvernig landsvæðum skuli skipt og yfirlýsing Alija Izetbegovic, forseta Bosníu, þykir ekki boða gott. Hann sagði í gær, að ekki kæmi til greina að skipast á landsvæðum og stjórnarherinn myndi hvergi draga sig til baka. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu- Serba, sagði að vísu, að „leiðin til friðar væri greið" en lagði áherslu á, að aðeins væri um að ræða munnlegt samkomulag. Stjómmál i Bandaríkjunum LEIFTURSÖKN HERSHQFÐIN6JANS Líftaug Byggðanna Skyldi hjartastærðin vera í réttu hlutfalli við raddstærðina?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.