Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Líftaug byggðanna Keisarans skegg SVAVA og Vernharður vinna á ísafirði og búa á Suðureyri. SVANHILDUR Hlöðversdóttir og Haraldur Eggertsson með dóttur sína. NYTT ATAKSNAMSKEIÐ I I FITUBRENNSLU FYRIR KARLMENN I HEILAR VIKUR. NÁMSKEIÐIÐ verður A SDMU NDTUM MEÐ OLLUM DG MIKIÐ AÐHALD SVD ARANGURINN VERÐI FRJÁLS MÆTING í AÐRA TÍMA Takmarkaður aðgangur! SKRANING I SIMA TILLAGA að sameiningu sveitarfélaga var sam- þykkt í nóvember 1993 á Isafirði, Suðureyri og Flateyri. Blaðamaður reyndi að kanna viðhorf íbúa þessara staða með því að spyrja einn og annan hvort þeir væru hlynntir sameiningu sveitarfélaga eða ekki og spjallaði við þá. Ekki er hægt að segja að áhuginn á málinu sé mikill en sumir hveijir eru samt ósáttir við seina- gang sveitarstjórnarmanna til að taka á málinu. Maður á Suðureyri sagði: „Sveit- arstjómarmenn hafa drepið niður umræðuna. Þeir hafa verið að deila um keisarans skegg.“ Sagt er að nú sé vaknandi áhugi á ísafirði meðal fólksins um samein- ingu. Súgfirðingar virðast hins vegar málinu hlynntastir. „Við sækjum hvort sem er alla þjónustu til ísa- ijarðar, svo það er eins gott að sam- einast,“ sagði einn. A Flateyri virð- ist nokkurt áhugaleysi á málinu, sumir sögðust meðmæltir, aðrir ekki hafa gert upp hug sinn. Eitthvað þarf að gera Björn Garðarsson á ísafirði er hlynntur sameiningu. „Það er hvort sem er ekkert byggingarland eftir á ísafirði og eftir að jarðgöngin verða opnuð skiptir ekki máli hvoru megin heiðar maður býr,“ segir hann og bætir að hinumegin við heiðina hafi verið stungið upp á Hoiti í Önundarfirði sem góðu bygg- ingarsvæði. „Ég skil ekki ótta manna við að ísafjörður gleypi alla þjónustuna," segir hann. „Ekki finnst Mosfellsbæ- ingum eða Kópavogsbúum neitt til- tökumál að sækja þjónustuna til Reykjavíkur." IMýtt I_I Ld nd A KVLINh ULKIINU L 1 f—\ / cr ET-m i m \/cri í BEITNINGARSKÚR á Suðureyri. „Ég held að ísfirðingar séu yfir- leitt hlynntir sameiningu. Það myndi styrkja stöðu allra. Eitthvað þarf að gera. Við vorum 20 sem útskrifuð- umst árið 1982 úr Menntaskólanum á ísaflrði en erum aðeins 3 eftir héma,“ segir Björn. „Ef sveitar- 'stjórnarmönnum tekst ekki að sam- eina, þarf að stofna samtök íbúa á stöðunum til að sameina." Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn Vernharður Jósefsson og Svava Rán Valgeirsdóttir vinna bæði á ísafirði en búa á Suðureyri. Hann vinnur í versluninni Hljómum og hún er leikskólastjóri í Skólaskjóli. Þau keyptu hús síðasta vetur á Suður- eyri og eru að gera það upp. Jarð- göngin skiptu miklu máli í þessari ákvörðun þeirra, en Svava er frá Súgandafirði. Þau eiga eitt barn, Valgeir Snorra, 1 árs. Vernharður og Svava segjast hlynnt sameiningu sveitarfélaga en þau vilja fá að vita meira um hvað muni felast í henni. „Það vantar kynningu á hugmyndinni," segir Vernharður. Inga Ólafsdóttir sölustjóri Flug- Ieiða á ísafírði segist vera fylgjandi aukinni samvinnu sveitarfélagnna. Inga er formaður ferðamála- nefndar ísafjarðar, og telur að jarð- göngin muni laða fleiri ferðamenn að vegna betri tengingar milli byggðarlaganna allan ársins hring. Stólseta sveitarstjóranna Sveinbjörn Jónsson trillukarl á Suðureyri segir að sameining sé engin spurning í hans huga. „Vanda- málið er að sveitarstjórarnir vilja sitja áfram á sínum stólum,“ segir hann. „En sá sem getur gert sjálfan sig óþarfan hefur gert vel. Ég held að stærri eining geti eytt þessum skuldum sveitarfélaganna á 5 árum,“ segir Sveinbjörn. „Það er hægt að spara í yfirstjórn sveitarfé- lagsins og margt má einfalda." Blaðamaður opnaði beítningar- skúr á Suðureyri og fann þar fjóra menn og spurði hvort þeir væru hlynntir eða á móti sameiningu sveit- arfélaga. „Það er eina lausnin fyrir okkur og aðra,“ sagði Arnar Guð- mundsson og bætti við að minni sveitarfélögin gætu ekki staðið und- ir þjónustunni. Þorleifur Guðnason sagðist vera með sameiningu, Guðbjarni Karlsson hlynntur og Oddur Hannesson sagð- ist myndi kjósa sameiningu. Með öðrum orðum þeir eru allir með henni en misáhugasamir. Haraldur Eggertsson skipstjóri, búsettur á Flateyri, sagðist vera hlynntur sameingu sveitarfélaga. Það gæti samt verið erfitt að ná sáttum. „Menn óttast að missa sjálf- sagða hluti frá sér, eins og t.d. að sundlauginni yrði lokað.“ Svanhildur Hlöðversdóttir eigin- kona Haralds sagðist ekki hafa gert upp hug sinn til sameiningar. „Þetta hefur ekkert verið rætt hérna að undanfömu,“ sagi hún. Sigurbjört Eggertsdóttir hjá Fé- lagskaupum, einu matvöruverslun- inni á Flateyri, sagði að það væri allt í lagi þó 3-4 sveitarfélög samein- uðust. Hún sagði á hinn bóginn að kaupmenn á svæðinu hefðu ekki rætt um neina hagræðingu í verslun- inni í tengslum við jarðgöngin. „Ef fólk vill halda búð hér, þá verður það að versla hér,“ sagði hún. BJÖRN Garðarsson, ísafirði. SIGURBJÖRT Eggertsdóttir í Félagskaupum, Flateyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.