Morgunblaðið - 20.09.1995, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
l
FRÉTTIR
Aðgerðir í Súðavík
Niður-
staðna að
væntaí
október
HELGI Hallgrímsson, formað-
ur Ofanflóðanefndar, segir að
reynt verði að hraða saman-
burði á tillögum um aðgerðir í
Súðavík eftir megni. Hann seg-
ist vonast til þess að niðurstöð-
ur liggi fyrir snemma í októ-
ber. Vinna við samanburð á til-
lögum um byggingu vamar-
mannvirkja og/eða kaup á hús-
eignum í Súðavík er rétt nýhaf-
in, að sögn Helga.
Helgi sagði að gögn vegna
tillagna um snjóflóðavamir
og/eða kaup á húseignum í
Súðavík hafi borist Almanna-
vömum ríkisins fyrst í fyrra-
dag. Ofanflóðanefnd muni, sem
starfsnefnd Almannavama,
láta sannreyna gildi þessara
áætlana og bera þær síðan
saman með tilliti til hag-
kvæmni.
Þegar tekin hefur verið af-
staða til tillagnanna og morkuð
stefna varðandi endurreisn
Súðavíkur kemur að því að
skipta verkinu í áfanga og út-
vega fjármagn, að sögn Helga.
Reykjavíkurborg
Fjárreiðu-
stjóri
ráðinn
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að ráða Önnu Skúladóttur, við-
skiptafræðing, í starf fjárreiðu-
stjóra Reykjavíkurborgar.
Fjórtán umsóknir
Aðrir sem sóttu um voru,
Eiríkur Grímsson, rekstrar-
fræðingur BS frá Samvinnu-
skólanum, Hulda Óiafsdóttir,
hagfræðingur (útskrifast í okt.
1995), Ingvar Ásgeirsson, við-
skiptafræðingur, Jón Gunnar
Borgþórsson, viðskiptafræðing-
ur, Jónas H. Jónsson, viðskipta-
fræðingur, Kristin Kalmans-
dóttir, viðskiptafræðingur,
María Grétarsdóttir, viðskipta-
fræðingur, María Guðrún Sig-
urðardóttir, viðskiptafræðing-
ur, Páll R. Pálsson, við-
skipta/hagfræðingur, Ragn-
hildur Erla Bjamadóttir, við-
skipta/hagfræðingur (erl. há-
skóli), Sigurbjörg Leifsdóttir,
viðskiptafræðingur, Sigurður
Kr. Friðriksson, viðskiptafræð-
ingur, og Sigurður Kristjáns-
son.
BRUNAVARNIR og björgun, átta
síðna blaðauki með kynningu á
starfsemi Slökkviliðs Reykjavíkur,
fylgpr Morgunblaðinu í dag.
Morgunblaðið/Júlíus
SIGRÚN Lilliendahl, til vinstri, og Bergþóra Aradóttir.
Frekar skrýtið að sjá
sig á hvíta tjaldinu
LEIKKONURNAR Sigrún Lill-
iendahl og Bergþóra Aradóttir
eru ungar að árum, Sigrún 16 ára
og Bergþóra 9 ára. Þær leika í
myndinni Tár úr steini sem bygg-
ist á atvikum úr ævi tónskáldsins
Jóns Leifs. Sigrún og Bergþóra
leika dætur Jóns og þykja standa
sig með mikilli prýði. Þær eiga
báðar töluverða leikreynslu að
baki, Bergþóra hefur leikið í sjón-
varpsmyndum og Sigrún m.a. í
stuttmynd, auglýsingu og heimild-
armynd.
Hvemig var að sjá sig á hvíta
tjaldinu? „Það var frekar skrýtið,"
segir Bergþóra og Sigrún er sam-
mála, en þótti það samt allt í lagi.
Aðspurðar sögðu þær að gaman
hefði verið að leika í myndinni.
„ Við fengum að fara til Þýska-
lands og dvelja á fimm stjömu
hóteli og andinn var mjög góður
í hópnum. Allir hjálpuðust að við
að gera þetta auðvelt fyrir okk-
ur,“ segir Sigrún.
Sigrún leikur Snót, eldri dóttur
Jóns. Hvernig persóna er hún?
„Snót er frekar lokuð manneskja.
Hún heldur vemdarhendi yfir Líf
[persónunni sem Bergþóra Ieikur]
þegar foreldramir rífast. Hún er
mömmustelpa og samband hennar
við föðurinn er ekki mjög náið,“
segir Sigrún. „Líf er aftur á móti
meiri pabbastelpa og kannski opn-
ari en Snót,“ segir Bergþóra.
„Það var mikil pressa á manni
og maður þurfti oft að bíða lengi
eftir að komast fyrir framan
myndavélarnar," segir Sigrún.
Bergþóra bætir við að stundum
hafi verið erfitt og þreytandi að
gera sífellt sama hlutinn aftur og
aftur. „Við þurftum líka að tala
þýsku'töluvert. Þá þurfti maður
að hugsa um tvo hluti í einu, leik-
inn og tungumálið," segir Sigrún.
Hvernig var samstarfsfólkið?
„Það var eins og ein stór fjöl-
skylda," segir Sigrún. „Andinn var
mjög góður og allir hjálpuðust
að,“ bætir Bergþóra við. Ætla þær
að halda áfram á þessari braut
og leggja Ieiklistina fyrir sig?
„Já,“ svarar Bergþóra án þess að
hika. Sigrún er ekki eins ákveðin.
„Ég veit það ekki. Ég ætla að klára
Versló og sjá svo til.“ Hún er i
4. bekk þeirrar menntastofnunar
en Bergþóra er í Víðistaðaskóla.
Utboð á þyrlutryggingum Landhelgisgæslunnar
Ríkiskaup verða ekki við til-
mæluni fjármálaráðuneytis
FORSTJÓRI Ríkiskaupa er ósammála þeirri nið-
urstöðu fjármálaráðuneytisins að ekki hafi verið
staðið með réttum hætti að framkvæmd útboðs
á þyrlutryggingum fyrir Landhelgisgæsluna og
ætla Ríkiskaup ekki að ganga til samninga við
NHK Intemationar Ltd vátryggingamiðlara um
bætur eins og ráðuneytið hefur mælst til. Að
sögn Júlíusar S. Ólafssonar, forstjóra Ríkiskaupa,
hefur ráðuneytinu verið gerð grein fyrir þessu og
á hann von á að ráðuneytið muni sjálft taka
málið að sér.
Útboð eina færa leiðin
Júlíus vísar því á bug að ekki hafi staðið rök
til hraðútboðs við kaup á vátryggingum þyrlunn-
ar TF-LÍF. Þegar málið hafi komið til kasta Ríkis-
kaupa hafi 30 dagar verið til stefnu þar til TF-
LÍF átti að koma til landsins. Ríkiskaup hafi tal-
ið að aðrar leiðir, eins og að stofna til tryggingar
til bráðabirgða við tryggingafélag, kæmu ekki til
greina vegna þeirrar uppákomu sem hafi orðið
hjá Landhelgisgæslunni þegar vátryggingar voru
færðar milli vátryggingamiðlara. Slíkt hefði ein-
göngu orðið til þess ýta undir gagnrýni á að ver-
ið væri að að mismuna aðilum og þar af leiðandi
hafi ekki verið önnur leið fær en útboð.
Júlíus bendir í þessu sambandi einnig á að ríkis-
kaup hafi staðið að um það bil 50 útboðum á
EES-svæðinu. „Ég held að þetta sé eina skiptið
sem við höfum farið í lokað hraðútboð, þannig
að við verðum ekki sakaðir um að hafa misnotað
þetta útboðsform með neinum hætti. Við lesum
einfaldlega fræðin öðruvísi heldur en lögfræðileg-
ur ráðunautur fjármálaráðuneytisins. Okkar af-
staða er því alveg óbreytt," segir hann.
Engar athugasemdir eða
ósk um frestun útboðs
Júlíus segir það rétt að skort hafi upplýsingar
í útboðslýsingu. Óskað hafi verið munnlega eftir
upplýsingum þótt reglur Ríkiskaupa kveði á um
að það sé gert skrifiega. Spurt hafi verið um tvö
atriði og annað verið upplýst strax en hvað hitt
atriðið snerti hafi fyrirspurnin borist rétt fyrir
helgi. „Við fengum strax svar frá Landhelgisgæsl-
unni en í stað þess að senda það á mánudegi fór
það ekki út fyrr en á þriðjudegi fyrir handvömm.
En að menn hafi ætlað að gera einhveijum erfið-
ara fyrir í tilboðsgerð finnst okkur afskaplega
annarlegur hugsunarháttur vegna þess að þetta
hlýtur að hafa komið jafnt niður á öllum og það
gerði enginn sérstakar athugasemdir við þetta á
þeirri stundu né fór fram á frestun útboðs,“ sagði
Júlíus.
Fj ármálaráðuneytið hefur mælst til þess að
Ríkiskaup gangi til samninga við NHK um hæfi-
legar bætur. Um það segir Júlíus: „Þar sem við
teljum að við höfum staðið rétt að þessu teljum
við okkur ekki rétta aðila til þess að fjalla um
þetta mál. Ég á von á að ráðuneytið taki það að
sér,“ sagði hann. „Okkur finnst eins og dómarinn
hafi dæmt víti í kappleik, rekið markmanninn
útaf og sagt við þann sem tekur vítaspyrnuna:
Það er alveg sama hvort þú hittir markið eða
ekki, ég mun dæma þér mark.
Við erum þeirrar skoðunar að svona mál eigi
að afgreiða fyrir dómstólum. Við erum afar íhalds-
samir á að samþykkja slíkar bætur," sagði hann.
*
Eg er sennilega
ekki feigur
Grindavík, Morgunblaðið.
SÆVAR Ásgeirsson, tvítugur pilt-
ur úr Grindavík, þakkar sínum
sæla eftir að hafa lent í hrakning-
um við Krísuvíkurberg í fyrra-
kvöld. Hann lenti í sjálfheldu í
fjörunni og fór í sjóinn en komst
við illan leik á syllu þar sem hann
beið hjálpar.
„Við fórum þarna til að leita
að baujum og belgjum sem reka
oft upp í fjöruna við Bergið. Við
komum keyrandi að berginu og
ég fór niður eftir kaðli eða spotta
sem við vorum með,“ sagði Sævar
í samtali við Morgunblaðið. Með
honum var félagi hans, Sveinbjörn
Sigurðsson, sem varð eftir uppi
meðan Sáevar fór niður.
„Ég komst niður en brenndi
mig illa á höndunum á kaðlinum
og gat ekki stöðvað mig. Við héld-
um að þetta væri brekka en svo
var þetta þverhnípi og mikil lausa-
möl sem erfitt var að fóta sig í.
Ég sá strax að ég gæti aldrei kom-
ist upp sömu leið því ég rann nið-
ur. Ég ákvað að ganga aðeins
austar og Sveinbjöm var uppi og
hifði belgina upp. Síðan ætlaði ég
að reyna að komast fyrir hora á
berginu en þar var svo mikið brim.
Þá vissi Sveinbjörn ekki af mér.
Þá var ég á milli þar sem ég kom
niður og þar sem hornið á berginu
var, á steini í fjörunni. Skyndilega
fór að bijóta á steininum og ég
fór á bólakaf í sjó. Um leið og
aldan kom yfir náði ég að gripa
í stein sem var ofar í fjörunni
áður en útsogið náði mér annars
hefði ekki þurft að spyija að leiks-
lokum.“
Var orðinn hræddur
Meðan á þessu stóð var Svein-
björa uppi á berginu og vissi ekki
hvað gekk á fyrr en Sævar komst
upp í fjöruna. Þá var hann renn-
andi blautur og úlpa sem hann var
í orðin þung. Þeir gerðu tilraun
til að draga hann upp í spotta en
hann var orðinn það kraftlaus að
það gekk ekki. Sveinbjörn klæddi
sig úr fötunum og henti þeim til
_ Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
FÉLAGARNIR Sveinbjörn Sigurðsson t.v. og Sævar Ásgeirsson.
Sævars sem klæddist þeim en var
samt í blautum nærklæðum og
veður fór kólnandi. Þeir ákváðu
að Sveinbjöm færi eftir hjálp en
Sævar biði á meðan. Björgunar-
sveitin Þorbjöra, sem var að að-
stoða við kvikmyndatöku við
Ægissand, brá skjótt við og fór
eftir Sævari. „Mér fannst Svein-
björa vera ansi lengi á leiðinni og
fór því að klöngrast ofar í bergið
og komst aðeins ofar en var þá
gjörsamlega búinn og settist niður
og beið eftir björginni. Ég verð
að viðurkenna að ég var orðinn
skíthræddur og hélt að eitthvað
hefði komið fyrir Sveinbjörn á
leiðinni. Ég varð því feginn þegar
ég sá ljósin frá björgunarsveitinni
og þeir komu niður til mín og
hjálpuðu mér upp,“ sagði Sævar.
Sævar sem lenti í bílslysi á síð-
asta ári sagðist vera mjög eftir
sig og allur í harðsperrum. Auk
þess hefði hann meitt sig á öxlinni
og í bakinu en hann fór samt beint
heim til sín að lokinni svaðilför-
inni og í heitt bað. „Ég hugsaði
þegar ég kom upp hvað í ósköpun-
um ég hefði verið að hugsa að
fara þarna niður og ætla örugg-
lega að hugsa mig tvisvar um áður
en ég læt mig vaða í svona,“ sagði
Sævar.
i
i
I
I
\
I
I
)
I
I
>
i
i
i
>
i