Morgunblaðið - 20.09.1995, Page 4

Morgunblaðið - 20.09.1995, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fegurðarsamkeppni Norðurlanda í Finnlandi Brynja Björk í 3. sæti BRYNJA Björk Harðardóttir, tvítug Njarðvíkurmær, hreppti 3. sætið í Fegurðarsamkeppni Norðurlanda sem haldin var í Kuopio í Norður-Finnlandi 16. september sl. Fulltrói Svíþjóðar lenti í 1. sæti og fulltrúi Noregs í 2. sæti. Þetta er þriðja fegurð- arsamkeppnin sem Brynjatekur þátt í á árinu. Hún var kosin fegurðardrottning Suðurnesja i lok mars og lenti i3. sæti keppn- innar um Ungfrú ísland í maí auk þess að vera kjörin vinsæl- ásta stúlkan. „Það var farið með okkur eins og prinsessur og mjög vel staðið að keppninni," sagði Brynja í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við fórum í 10 daga ferðalag um Finnland og söfnuðum fé til byggingar barnaspítala. Við heimsóttum sjúkrahús og komum fram á ýmsum stöðum. Einnig fórum við í siglingu til Eist- lands.“ Fegurðarsamkeppni Islands ber af Brynja sagðist vera þreytt eft- ir keppnina. Dagskráin í Finn- landi hafi verið strembin og tek- ið á taugarnar. Stúlkurnar voru að frá 7 að morgni og oft fram yfir miðnætti. Þegar Brynja bar saman keppnirnar þrjár sagði hún Fegurðarsamkeppni íslands bera af. Auk Brynju var Sigríður Ósk Kristinsdóttir frá Akureyri full- trúi íslands í keppninni. Hún var valin „Ungfrú fjölmiðlar" af fjölmiðlafólki sem fjallaði um keppnina. Morgunblaðið/RAX BRYNJA Björk Harðardóttir úr Njarðvík varð í 3. sæti í Fegurðarsamkeppni Norður- landa sem nýlega var haldin í Finnlandi. Kristni og Gruberovu ákaft fagnað í Miinchen MUnchen. Morgunblaðið. KRISTINN Sigmundsson barítón- söngvari söng hlutverk Raimondos í Luciu di Lammermoor eftir Don- izetti á fyrstu sýningu nýs leikárs í Ríkisóperunni í Miinchen í gær- kvöldi. Sýningin hlaut góðar við- tökur áhorfenda og söngvararnir voru klappaðir upp að minnsta kosti tíu sinnum. Titilhlutverkið söng slóvakíska sópransöngkonan Edita Gru- berova sem líkt hefur verið við Mariu Callas. Tvisvar var henni ákaft fagnað með klappi og húrra- hrópum í miðju atriði. Kristinn söng hlutverk Raim- ondos á tveimur sýningum á síð- asta leikári í Múnchen. Annað skiptið var á Sumaróperuhátíðinni sem haldin var í júlí. Innan óper- unnar var rætt um að íslenska söngvaranum hefði tekist mjög vel í þessari frumraun hans á sviði í Munchen. Ekki eini íslendingurinn Kristinn syngur á þremur sýn- ingum í viðbót í Múnchen, á laug- ardaginn og síðan tvisvar í októ- ber. Hann mun einnig syngja hlut- verk Bartolos í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart sem frumsýnt verður 30. september í óperunni í Dresd- en. Kristinn var ekki eini íslenski söngvarinn á sviðinu í Múnchen í gærkvöldi, því Haukur Páll Har- aldsson hefur fasta stöðu í kór óperunnar. Mun hann einnig á næstunni syngja hlutverk Charpl- es í Madame Butterfly eftir Pucc- ini og kónginn í Die Kluge eftir Orff á söngferð með óperuflokki í Suður-Þýskalandi. Kristín ræddi við fulltrúa kínverskra sljórnvalda Lýsti áhyggum af mannréttindum stúlkubama KRISTÍNU Ástgeirsdóttur, þing- konu Kvennalistans, tókst að ná fundi með fulltrúa kínverskra stjórnvalda til að ræða mannrétt- indamál á síðasta degi kvennaráð- stefnunnar í Kína. Sagðist hún sér- staklega hafa rætt mannréttindi stúlkubarna. Kristín fór ásamt Ragnari Bald- urssyni frá sendiráði íslands til fundar við kínversku sendinefndina. „Við skýrðum fyrir þeim að ég hefði verið að leita eftir fundi og ekki fengið," sagði hún. „Þá sat þarna mjög háttsett kona og hún kippti þessu í liðinn og það kom háttsettur maður úr fjölskylduráðuneytinu skömmu síðar. Við ræddum við hann í góða stund um mannfjölgunar- stefnu þeirra og ég byijaði á að lýsa því að ég hefði mikinn áhuga og áhyggjur af mannréttindamálum í Kína. Ekki síst stúlkubörnum í Kína og því hafi ég viljað ræða við fulltrúa Kínveija um hvað þeir ætla að gera í þessum málum til að bæta stöðuna." Viðurkenndi vandamálið Sagði Kristín að fulltrúinn hafi svarað því til að þetta væri vanda- mál á ákveðnum svæðum í Kína, að stúlkubörn væru borin út, að fólk vildi frekar eignast son en dótt- ur og að fóstur væru kyngreind í þeim tilgangi að eyða fóstri ef um stúlkubarn væri að ræða, eða ef börnin væru orðin of mörg. „Hann viðurkenndi þessi vandamál," sagði hún. „Hann þekkir vel til myndar- innar Biðsals dauðans og þeir höfðu áttað sig á hvar hún hafði verið tekin en það var á mörgum stöðum. Þeir höfðu farið ofan í mál þessa stúlkubarns sem dó og kom fram að jafnframt því að „óæskilegar“ stúlkur væru bomar út þá væru veikburða og fötluð börn einnig borin út. Hann sagði að þessi litla stúlka hafi þjáðst af sjúkdómi, en ég gat ekki áttað mig á því hvað það var. Sagði hann að sum heimil- anna væru einkarekin af samtökum en önnur af ríki, en þeir væra ein- faldlega ekki búnir að ná betri tök- um á þessum málum en svo að það væri regla um eitt bam í borgum en tvö í sveit, en sumstaðar á lands- byggðinni ætti fólk allt upp í sjö börn. Nefndi hann sérstaklega að fiskimenn væru erfiðir. Þar væri hefðin sú að sonur ætti að taka við af föður.“ Ætla að banna kyngreiningu Kristín sagði að Kínveijar hafi lýst því yfir á ráðstefnunni að þeir ætli að banna kyngreiningu á fóstr- um. „Þeir era að byggja upp ráð- gjöf, þjónustu og fjöiskylduáætlanir og reyna að auðvelda fólki notkun getnaðarvarna, en sumstaðar vill fólk ekki nota þær. Þetta er svo ótrúlega framstætt en hann sagði að þetta væri ekki stefna stjóm- valda, að það fæddust drengir frem- ur en stúlkur. Það myndi skapa mikil vandamál í framtiðinni," sagði Kristín. - i > t t I Skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins Kynnir ljóð sínum kirkjur á alnetinu ÞEIR sem hafa aðgang að alnetinu (Internet) eiga þess nú kost að kynna sér væntanlega útgáfu Ijóðaflokks um kirkjur á Islandi eftir Jón Ögmund Þormóðsson, skrifstofustjóra í viðskiptaráðu- neytinu. Birt eru sýnishorn af tveimur Ijóðum á netinu um Skál- holtskirkju og Hlíðarendakirkju, en í síðarnefnda Ijóðinu eru Hall- gerður langbrók og Gunnar á Hlíðarenda meðal yrkisefna. Væntanleg er bók eftir Jón Ög- mund, sem er í senn Ijóðabók, myndabók og fræðibók og ber heitið Fegursta kirkjan á íslandi. 1 bókinni er að finna 40 ljóð í einum ljóðaflokki eftir Jón Ög- mund um ýmsar af fegurstu kirkj- um íslands. Greip Jón Ögmundur til þess ráðs að kynna bókina og safna áskrifendum á alnetinu en útgáfa bókarinnar er styrkt af Menningarsjóði. Að sögn Jóns voru ljóðin samin á sl. átta árum og eru öll um kirkj- ur á Islandi. Verða birtar litmynd- ir af hverri kirkju með ljóðunum, sem hann hefur tekið á undan- förnum árum, auk margskonar upplýsinga og skýringa. Hann segist hafa átt mikinn fjölda mynda sem hann hafi tekið í kirkjum um allt land og ljóðin tt 4AAAA w f f V f ' n hafi svo smám saman orðið til í tengslum við þær. Mestur tími hafi hins vegar farið í að semja skýringarnar. Myndir, ljóð og skýringar „Útgefandi nokkur sagði við mig að sjálfsagt væri að gefa bók- ina út en með því skilyrði að Fram- sóknarflokkurinn efndi það kosn- ingaloforð sitt að fella niður virð- isaukaskatt á bækur. Ekki leist mér allt of vel á að það kosninga- loforð yrði efnt og því ákvað ég að fara hina leiðina og safna áskrifendum," segir hann. Kveðst hann hafa fengið þá hugmynd að áhugavert væri að kynna efni bók- arinnar á alnetinu og voru kynn- ingarsíður settar upp í seinustu _ viku. Þar segir höfundur m.a.: „I ferðum mínum í svo til allar kirkj- ur íslands á undanförnum árum hef ég séð hvílíkan fjársjóð kristn- in, kirkjurnar og sagan hefur að geyma.“ Þeir sem hafa aðgang að verald- arvefnum, alneti (interneti), geta nú kynnt sér efni bókarinnar á mcnningarsíðu með því að slá inn slóðina: http://www.treknet.is + I Ibuum á norðanverðum * Vestfjörðum fækkar enn Fækkun íbúa á norðanverðum Vestfjörðum 1. desember 1994 til 30. ágúst 1995 Fjöldi fólks fe I I I t Fækkun á öllum stöðunum nema Flateyri ísafirði. Morgunblaðiö. NÆR 200 manns hafa flust búferl- um frá norðanverðum Vestíjörðum, umfram aðflutta, það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands, sem miðaðar era við 31. ágúst sl. íbúum allra sveitar- félaga fækkar, nema á Flateyri en þaðan hafa 29 manns flutt og 38 komið í staðinn. Þann 1. desember á síðasta ári var íbúafjöldi staðarins 279 manns og nemur fjölgunin nærri þremur prósentum. Engin einhlít skýring Kristján Jóhannesson, sveitarstjóri á Flateyri, sagðist í samtali við blað- ið ekki hafa neina einhiíta skýringu á fjölguninni. „Eftir margra ára fækkun fjölgaði fólki hjá okkur á síðasta ári. Auðvitað tengir maður þetta atvinnulífínu, en hér er búin að vera stöðug vinna og verður það áfram með ákvörðun atvinnurekenda um kaup á tveimur bátum frá Kefla- vík. Með kaupunum tvöfaldast kvóti byggðarlagsins. Við höfum alla þá þjónustu sem sveitarfélög af þessari stærðargráðu bjóða og kannski horf- ir fólk einnig til þess að jarðgöngin opnast innan tíðar,“ sagði Kristján. Til ísafjarðar hafa 165 manns flutt á yfirstandandi ári á móti 259 sem farið hafa á brott. Þann 1. desember 1994 voru íbúar fsafjarðar 3.531 og lætur því nærri að um 2-3% fækkun sé að ræða þar. í Bolungarvík hefur íbúum fækkað um 34 á sama tíma- bili, 43 hafa flust til bæjarins, en 77 á brott. íbúar í Bolungarvík voru 1.139 þann 1. desember sl., og nem- ur því fækunin um 3%. Til Súðavíkur hafa flust 26 manns en 35 hafa til- kynnt búferlaflutninga frá staðnum. íbúar Súðavíkur voru 227 þann 1. desember sl., og er fækkun vegna brottflutnings því 3-4%. Frá Suður- eyri hafa flust 33 einstaklingar á árinu en 28 hafa sest að í sveitarfé- laginu á sama tíma. 320 manns bjuggu á Suðureyri í desember á síð- asta ári og nemur fækkunin því rúm- um 3%. Þingeyri sker sig nokkuð úr hvað varðar fækkun íbúa, en einungis sjö manns hafa flust til staðarins á ár- inu, en 52 farið á brott. Lætur nærri t að fækkunin sé um 10%, en 480 ® manns bjuggu á Þingeyri í desember | á síðasta ári. Bergþóra Annasdóttir, oddviti Þingeyrarhrepps, sagði í samtali við blaðið að óvenjumikil hreyfing hefði verið á fólki í sumar, en bætti því við að nokkrar fjölskyldur ættu eftir að tilkynna búferlaflutninga til stað- arins, þ.á m. kennarar sem ráðnir hefðu verið, sem og fjölskyldur starfsmanna vð Mjólkárvirkjun. „Það era ekki allir komnir inn á íbúa- f skrána, en um einhverja fækkun | verður að ræða,“ sagði Bergþóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.