Morgunblaðið - 20.09.1995, Page 6

Morgunblaðið - 20.09.1995, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Launakjör og starfskostnaður forseta íslands Tekjur svara til 685 þús. kr. heildarlauna Samgönguráð- - herra vill ekki nýju reglurnar MEÐ úrskurði Kjaradóms voru bein mánaðarlaun forseta íslands hækk- uð úr 334.319 kr. í 400.000 kr. Forseti greiðir ekki tekjuskatt af þessari upphæð, og svara hreinar tekjur forsetans þannig til 685.443 kr. heildarlauna ef um skattsskyld laun væri að ræða og er þá ekki tekið tillit til lífeyrisréttinda. Samkvæmt lögum heldur forseti Islands fullum launum fyrstu sex mánuðina eftir að látið er af emb- ætti, en eftir það á fyrrverandi for- seti rétt á eftirlaunum og nema þau 80% af launum, hafi forseti gegnt embættinu lengur en tvö kjörtíma- bil. Eftirlaun forseta njóta ekki skattfrelsis. Forseti greiðir ekki í lífeyrissjóð og lífeyrisréttindi forseta myndast ekki í hlutfalli við starfs- aldur. Er því ekki unnt að leggja mat á lífeyrisréttindin á grundvelli iðgjaldaþarfar sjóðs og ávöxtunar með sambærilegum hætti og eftir- launarétt ráðherra og þingmanna. Forsetaembættið á tvo viðhafn- arbíla sem forseti hefur til emb- ættisafnota og eru einnig heimil einkanot af bifreiðunum. Skv. upp- lýsingum forsetaskrifstofunnar not- ar forseti embættisbílana í reynd aðeins starfs síns vegna. Forsetinn fær greiddan bensín- kostnað vegna nota á eigin bifreið. Samkvæmt upplýsingum sem feng- ust á skrifstofu forseta má áætla að sú upphæð geti numið að jafnaði nálægt 6.000 kr. á mánuði. Forset- inn greiðir hins vegar allan annan rekstrarkostnað vegna eigin bifreið- ar. Samkvæmt lögum um laun for- seta íslands frá 1990 hefur forseti ókeypis bústað, ljós og hita og er undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum. Þrátt fyrir þetta lagaákvæði um skattfrelsi greiðir forsetinn í reyndinni ýmis opinber gjöld, vegna eigna sinna og persónulegra útgjalda, sem ekki tengjast embættisstörfum, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem feng- ust á skrifstofu forseta. Greiðir for- seti þannig fasteignaskatta af eigin íbúðarhúsnæði og hefur ekki nýtt sér lagaheimild til að fá endur- greiddan virðisaukaskatt vegna inn- kaupa sinna. Forsetinn getur fengið felld niður aðflutningsgjöld og hefur nýtt sér það við endurnýjun einkabifreiðar sinnar á nokkurra ára fresti. Forset- inn hefur hins vegar ekki notfært sér þessa heimild vegna annarra persónulegra innkaupa sinna, skv. upplýsingum forsetaskrifstofu. Útleiga túna og ðúntekja í Bessastaðalandi Fylgt hefur verið þeirri hefð frá stofnun embættisins að forseti ís- lands nytji Bessastaðaland og eru helstu hlunnindi af landinu vegna leigu á túnum og dúntekju. Rennur afraksturinn til forsetans persónu- lega, en ekki embættisins, en á móti þarf forseti að standa straum af kostnaði vegna dúntekjunnar og viðhalds. Skv. upplýsingum sem fengust á skrifstofu forseta námu tekjur vegna leigu á Bessastaðatúni og dúntekju nálægt 600.000 kr. á seinasta ári. Þessi upphæð er breyti- leg frá ári til árs en fer að verulegu leyti til að standa undir kostnaðinum skv. upplýsingum forsetaskrifstof- unnar. Skv. lögum skal greiða úr ríkis- sjóði allan útlagðan kostnað vegna rekstrar forsetaembættisins, s.s. risnu, kostnað við embættisferðalög og bifreið. Þeirri venju hefur lengi verið fylgt að forseti reki risnu vegna Bessastaða í eigin nafni og fær greiddar 250.000 kr. á mánuði til að standa straum af kostnaði sem fylgir móttökum og veislum sem haldnar eru á Bessastöðum. Er risn- an notuð til að greiða fyrir hráefnis- kaup en ekki vinnulaun starfsfólks í sambandi við móttökur á Bessa- stöðum. HALLDÓR Blöndai samgönguráð- herra vill ekki taka upp hjá stofnun- um samgönguráðuneytisins nýjar reglur fjármálaráðuneytisins um greiðslu aksturskostnaðar ríkis- starfsmanna. Reglurnar gera ráð fyrir að núverandi samningum um greiðslu fasts bílastyrks vegna akst- urs, sem sé meiri en 2.000 kílómetr- ar á ári, verði sagt upp og viðkom- andi ríkisstarfsmönnum, sem eru um 780 talsins, verði í staðinn greitt gjald á hvem ekinn kílómetra. Sam- gönguráðherra segir þetta hafa óhagræði í för með sér. Reglurnar, sem um ræðir, eru byggðar á samþykkt ríkisstjórnar- innar frá því í júlí í fyrra, að sögn Skarphéðins Steinarssonar, deildar- stjóra hjá gjaldaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins. Samþykktin fjallaði meðal annars um dagpeningagreiðsl- ur, bílastyrki og aðra endurgreiðslu kostnaðar ríkisstarfsmanna. Á ekki að skerða kjör starfsmanna „Sú stefna var þá mótuð að svo- kallaðir lokaðir aksturssamningar, þ.e. samningar sem gera ráð fyrir greiðslu bílastyrks fyrir ákveðna kílómetratölu, skyldu takmarkaðir við 2.000 kílómetra á ári,“ segir Skarphéðinn. „Við höfum verið að undirbúa að segja upp þeim samning- um, sem gera ráð fyrir akstri umfram það. Aksturssamningur er endur- gjald fyrir veitta þjónustu starfs- m’annsins, og ef akstur er umfram 2.000 kílómetra á ári, teljum við eðlilegt að greitt sé fyrir ekna kíló- metra samkvæmt akstursbók, í stað þess að áætla aksturinn.“ Skarphéðinn segir að breytingin eigi ekki að skerða kjör ríkisstarfs- manna, að því gefnu að núverandi aksturssamningar hafi verið miðaðir við raunverulegan akstur. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa félagsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið ekki vilja taka upp hinar nýju reglur. Friðrik Sophusson ljármálaráðherra sendi samráðherrum sínum minnisblað um málið i síðustu viku. Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að í félagsmála- ráðuneytinu hafi menn ekki verið sannfærðir um að nýju reglumar myndu verða til spamaðar. Hann hyggist hins vegar ekki skerast úr leik, og þær muni verða teknar upp hjá stofnunum ráðuneytisins. Tapa á að aka eigin bíl Halldór Blöndal samgönguráð- herra segir hins vegar að undir ráðu- neyti hans heyri þær ríkisstofnanir, þar sem starfsmenn aki langlengstar vegalengdir á einkabílum, til dæmis Vegagerðin, Vita- og hafnamála- stofnun og Siglingamálastofnun. „Við viljum fara hagkvæmar leiðir, en ekki hlaupa niður á lausnir, sem hafa aukinn kostnað í för með sér,“ segir Halldór. Aðspurður hvort hinar nýju reglur hefðu ekki verið ákveðnar í ríkis- stjórn fyrir rúmu_ ári, sagði sam- gönguráðherra: „Ég hef ekki séð neina niðurstöðu um það milli mín og fjármálaráðuneytisins. Ef slík nið- urstaða liggur fyrir, hefur minn ráðu- neytisstjóri fallizt á hana, en ég ekki verið við. Ég treysti honum alveg til þess. Ég fer einungis fram á að ekki sé verið að samþykkja hluti, sem koma illa út fyrir stofnanir sam- gönguráðuneytisins." Ríkisskattstj óri Hægtað krefja ráð- herrajafnt og aðra skýringa REGLUR um takmörkuð einkaaf- not ráðherra af ríkisbifreiðum og launamanna af bifreiðum vinnuveit- enda sinna byggjast, að sögn Guð- rúnar Brynleifsdóttur vararíkis- skattstjóra, á 5. grein laga um stað- greiðslu opinberra gjalda. Sam- kvæmt henni teljast fríðindi og hlunnindi á borð við fatnað, fæði, húsnæði og afnot bifreiða, til launa sem reikna skal staðgreiðslu af. Samkvæmt 116. grein laga um tekjuskatt og eignarskatt er ríkis- skattstjóra falið að meta hlunnindi af þessu tagi til verðs. Guðrún Brynleifsdóttir segir að í samræmi við þessi ákvæði hafi ríkisskatt- stjóri metið hlunnindin til verðs þannig að reikna skuli til tekna 33,50 krónur fyrir hvern ekinn kíló- metra í eigin þágu og gildi það jafnt um ráðherra og aðra sem hafa bíl vinnuveitenda sinna til takmark- aðra einkaafnota. Yfirmenn meta hlunnindi yfirmanna Guðrún sagði að það að leggja mat á í hve miklum mæli væri um einkaafnot að ræða væri sameigin- legt verkefni launþegans og vinnu- veitandans. Oftar en ekki mætti gera ráð fyrir að það væru yfir- menn fyrirtækja sem hefðu bíla fyrirtækjanna til umráða. Það lægi í hlutarins eðli að ákvarðanir á borð við mat á hlunnindum af þessu tagi vaaru á verksviði yfirmanna. í reglugerð fjármálaráðherra frá 4. desember 1991 er ekki gerð krafa um að greinilega skuli færð gögn um takmörkuð einkaafnot ráðherra af embættisbifreiðum og að þau gögn séu aðgengileg skattyfirvöld- um í bókhaldi launagreiðanda eða hjá launamanni, eins og við á um takmörkuð einkanot almennra laun- þega af bifreiðum vinnuveitenda sinna. Guðrún Brynleifsdóttir sag;ði að þetta þýddi þó ekki að skattyfirvöld gætu ekki krafið ráðherra jafnt og aðra skýringa um það hvernig stað- ið væri að mati á einkanotum þeirra á embættisbifreiðum sínum. Raunveruleg bifreiðahlunnindi vanmetin samkvæmt gildandi reglum skattalaganna Skattafsláttur ráð- herra 14.798 á mánuði Hlunnindamat starfsmanna af fullum og ótakmörkuðum afnotum bifreiðar í eigu vinnuveitanda Miðað er við að verðmæti bifreiðarinnar sé kr. 3.000.000 Ár1 Ár 2 Eigin afnot 15.000 km á 25 kr. km Afskrift/affölH 2% á ári af kostnaðarverði Vaxtatekjur 6% af kostnaðarverði Ár3 375,000 375,000 375,000 360,000 360,000 360,000 180,000 190,800 202,200 Samtals metin hlunnindi Hlunnindamat samkvæmt skattalögum Staðgreiðsla skatta 41.93% 915,000 925,800 937,200 600,000 600,000 450,000 251,580 251,580 188,685 GILDANDI reglur skattalaga van- meta raunveruleg hlunnindi þeirra sem hafa bifreiðar í eigu vinnuveit- anda síns til fullra og ótakmarkaðra umráða. Á þriggja ára tímabili eru raunveruleg hlunnindi þess sem hefur 3 milljón króna bíl frá fyrir- tæki til umráða 1.128 þúsund krón- ur umfram þá fjárhæð sem skatta- lög leggja til grundvallar. Við þessa útreikninga er miðað við að afföll eða afskriftir bílsins nemi 12% af kostnaðarverði á ári hveiju. Bílnum er samkvæmt dæminu ekið 25 þúsund kílómetra á ári, þar af 15 þúsund kílómetra vegna einkanöta. Þá er tekið tillit til 6% vaxta- tekna af kostnaðarverði bifreiðar- innár. Það er byggt á því að sá sem hlunnindanna naut hefði lagt and- virði bifreiðarinnar, 3 milljónir króna, til ávöxtunar á 6% vöxtum. Eftir 3 ár ætti hann kr. 3.573.000 á meðan sá sem hefði ekið eigin 3 milljóna króna bíl í þijú ár þyrfti að leggja fram 1-1,5 milljónir króna til viðbótar endursöluverði bílsins til að hafa 3 milljónir króna í höndum. Samkvæmt þessum forsendum eru raunveruleg hlunnindi metin til 915 þúsund króna fyrsta árið, 925.800 króna annað árið og 937.200 króna þriðja árið eins og fram kemur í töflunni. Miðað við þetta bæri að greiða í tekjuskatt af hlunnindunum kr. 383.659 fyrsta árið, kr. 388.187 annað árið og 392.967 krónur þriðja árið, eða samtals 1.164.813 á þriggja ára tímabili. í töflunni kemur jafnframt fram hvernig skattalög gera ráð fyrir að hlunnindi af þessu tagi séu metin. Samkvæmt þeim eru skattalegu hlunnindin metin til 20% af and- virði bifreiðar fyrstu 2 árin en síðan til 15%. Fyrstu tvö árin eru því umrædd- um manni reiknaðar 600 þúsund krónur til tekna vegna bílahlunn- inda og þriðja árið eru hlunnindin metin til 450 þúsund króna. Skattagreiðslan á þriggja ára tímabili er samtals kr. 691.845 eða kr. 19.218 á mánuði. Miðað við fyrrgreindar forsendur um mat á raunverulegum hlunnind- um fá þeir sem hafa bíl frá fyrir- tæki sínu til frjálsra umráða, því í raun skattaafslátt sem nemur kr. 472.968 á þriggja ára tímabili, eða að jafnaði 13.138 krónum á mánuði. Ef gerður er samanburður á skattgreiðslum í dæminu hér á und- an og þeim sköttum sem ráðherra mundi greiða miðað við að hann hefði bifreið í eigu ríkisins til emb- ættisafnota og takmarkaðra einka- nota kemur í ljós að skattgreiðslur ráðherrans væru kr. 1.660 lægri en í hveijum mánuði miðað við við framangreint dæmi og jafnmikil einkaafnot. Ef ráðherrabifreið væri ekið 25 þúsund kílómetra á ári og þar af teldust 15 þúsund kílómetrar til einkaafnota ráðherrans yrði það metið honum til tekna sem kr. 502.500. Skattgreiðsla af því næmi 210.698 eða 632.094 krónur á þriggja ára tímabili. Það svarar til kr. 17.558 skattgreiðslna á mánuði. Raunverulegar skattafsláttur Sé gerður samanburður á því sem fyrr var sagt um samanburð á raun- verulegu og skattalegu mati á þeim hlunnindum, sem felast í því að hafa bíl í eigu vinnuveitanda til fullra umráða, og þeim skatti, sem ráðherrar greiða af takmörkuðum einkaafnotum af bílum ríkisins, nemur raunverulegur skattaafslátt- ur ráðherra á þriggja ára tímabili kr. 532.728 eða kr. 14.798 á mán- uði. Þá er sú forsenda gefin að í raun sé um sambærilegan afnotarétt af bifreiðunum að ræða hjá ráðherra sem ekur ríkisbifreið og manni sem ekur fyrirtækisbifreið. - I > i i i \ I I i i i- fe fe D I fe I I í I I fe I I I [ I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.