Morgunblaðið - 20.09.1995, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995
MORGUNRLAÐIÐ
FRÉTTIR
Farið þið bara greyin mín. Ég skrökva mig einhvern veginn út úr
þessu eins og vanalega . . .
ÁRNI Baldursson með stórlax úr Laxá á
Ásum sem hefur borið höfuð og herðar
yfir aðrar laxveiðiár landsins í sumar.
Reynt að
rækta
stórlax
VEIÐIFÉLAG Miðfirðinga hyggst
gera tilraun á komandi vetri í sam-
vinnu við Tuma Tómasson, físki-
fræðing hjá Norðurlandsdeild Veiði-
málastofnunnar. Er hugmyndin að
taka nokkra smáa laxa, nýlega
gengna og „geyma“ þá yfír vetur-
inm Sleppa þeim síðan merktum
næsta vor og freista þess að fylgj-
ast með því hvernig þeim reiðir af.
Veiðiréttareigendur við Miðfjarð-
ará og þverár hennar hafa haft af
því áhyggjur síðustu árin hve stór-
laxi hefur fækkað og vilja láta á
reyna hvort skýringin geti legið í
því að hrygningarlax farist í stórum
stíl í vetrarflóðum.
„Þetta er nú bara fikt, en kannski
verður útkoman með þeim hætti að
fiktið hlaði utan á sig. Að þetta sé
leið til þess að rækta stórlax! Okkur
hefur þótt laxinn hafa smækkað hin
seinni ár og hefur tíðarfarið eflaust
einhver áhrif. Það er margt í náttúr-
unni sem við ráðum lítið eða ekkert
við, en ef einhverjar leiðir finnast
til þess að hjálpa laxinum að reiða
af í ánni, þá er sjálfsagt að reyna.
Hugmyndin er að taka nokkra laxa
nú í haust, einbeita okkur að nýlega
gengnum smálöxum, fiskum sem
ekki eru líklegir til að taka virkan
þátt í hrygningunni vegna þess hve
seint þeir hafa gengið í ána. Geyma
þá í hliðarlækjum eða öðrum vel
völdum skjólgóðum stöðum þar sem
þeir eru ekki líklegir til að fara sér
að voða í vetrarflóðum og slíku.
Eftir hrygningu er laxinn viðkvæm-
ur og ljóst að hann þolir þá illa að
lenda í hremmingum," sagði Böðvar
Sigvaldason, formaður Veiðifélags
Miðfjarðarár, í samtali við Morgun-
blaðið.
Alls veiddust um 1.020 laxar í
Miðfjarðará í sumar sem er mun
betri veiði heldur en í fyrra, en þó
mun minni veiði heldur en menn
reikna með úr Miðfjarðará að öllu
jöfnu. „Þetta var mjög viðunandi
og gott til þess að vita að talsvert
var eftir af laxi í ánni í vertíðarlok.
Kýlaveikin í brennidepli
„Kýlaveikiógnunin og villtur lax
í brennidepli" er yfirskrift ráðstefnu
sem Norður-Atlantshafslaxasjóður-
inn, NASF, stendur fyrir í Háskóla-
bíói á þriðjudaginn í næstu viku.
Orri Vigfússon er stofnandi og for-
maður NASF og sagði hann í sam-
tali við Morgunblaðið að nauðsyn-
legt væri í lok vertíðar
að setjast niður og líta
á stöðu mála því hér
væri slíkt alvörumál á
ferðinni.
Orri mun setja ráð-
stefnuna og síðan flyt-
ur Guðmundur Bjama-
son umhverfisráðherra
ávarp. Því næst ræða
Árni Isaksson veiði-
málastjóri og Gísli
Jónsson dýralæknir
um viðbrögð við kýla-
veiki. Umræður verða
að erindi þeirra loknu
og síðan er kaffihlé.
Því næst koma erindin,
„Laxveiði og sjávar-
skilyrði 1995 eftir
Guðna Guðbergsson
fiskifræðing og Svend
Aage Malmberg haf-
fræðing, „Hafbeit á
tímamótum" eftir Júl-
íus B. Kristinsson líf-
eðlisfræðing, „Sand-
burður í Laxá í Þing-
eyjarsýslu" eftir Jón
Helga Björnsson lif-
fræðing og Helga
Bjamason verkfræð-
ing og loks „Starfsemi
Veiðimálastofnunar"
eftir Vífíl Oddsson,
verkfræðing og
stjórnarformann _
stofnunarinnar. í lok
erindahrinunnar verða
almennar umræður.
„Allir áhugamenn
um þessi málefni eiga
erindi á ráðstefnuna
og hún er öllum opin,“
sagði Orri að lokum.
Ýmsar tölur og fréttir
Veiði er lokið í Laxá á Ásum og
Laxá í Leirársveit. í fyrrnefndu
ánni veiddust 1562 laxar á tvær
stangir sem er langbesta meðaltalið
á landinu og þótt víðar væri leitað.
Síðamefnda áin gaf 1.446 laxa sem
er besta veiðin í ánni síðan stórveiði-
sumarið 1988 þegar 1.887 laxar
veiddust.
Þúsundasti laxinn var að koma á
land úr Ytri-Rangá og hefur Rang-
ársvæðið allt þá gefið rétt tæplega
1.500 laxa. Veitt er út september.
Mjög góð skot hafa verið í sjóbirt-
ingsveiðinni á svæðinu, ekki síst á
Bleikjubreiðu í Ytri-Rangá allra síð-
ustu daga.
r
Félag talkennara og talmeinafræðinga
Sveitarfélögin hugi
að talkennslu og tal-
meinafræðiþjónustu
Og
FÉLAG taikennara
talmeinafræðinga
efndi til málþings í
tengslum við aðalfund félags-
ins í byijun september. Með
málþinginu viidi félagið vekja
athygli á stöðu talkennslu og
talmeinafræðiþjónustu við
flutning grunnskóla frá ríki
til sveitarfélaga næsta haust.
Anna Jórunn Stefánsdóttir,
fráfarandi formaður, og Ingi-
björg Símonardóttir, nýskip-
aður formaður, segja ástæðu
til að hvetja sveitarfélögin til
að fara að huga að því hvem-
ig staðið verði að þjónustu
við einstaklinga með tal- og
málerfiðleika. Hjá þeim kem-
ur fram að menntamálaráðu-
neytið hafi þegar vísað
greiðslum vegna talkennslu
bama á forskólastigi til sveit-
arféjaganna.
„í nýju grunnskólalögun-
um er sagt að allir nemendur
eigi að fá kennslu við hæfí
en hvergi tekið fram hvemig
eigi að fara að því að ná því
marki enda er hvorki minnst
á sérkennslu né talkennslu í
lögunum. Pakkinn til sveit-
arfélaganna er því lítið skil-
greindur að þessu leyti,“ seg-
ir Ingibjörg og Anna Jórunn
minnir á að við flutninginn
verði fræðsluskrifstofur
lagðar niður og sveitarfélög-
in táki við hlutverki þeirra,
t.d. ráðgjafar- og sálfræði-
þjónustu. „Sveitarfélögunum
er í sjálfsvald sett hvemig
þau fara að, t.d. hvort þau
sameinast um rekstur þjónustunn-
ar, en eitt er víst að mörg litlu
sveitarfélaganna hafa, ein sér,
ekki bolmagn til að sjá sínum skól-
um fyrir þessari þjónustu."
— Hvernig er talkennslu barna
í grunnskólum háttað?
„Talkennsla hefur verið innifal-
in í sérkennslukvóta til skólanna
og er sá kvóti áætlaður eftir nem-
endafjölda," segir Anna Jómnn.
„Kvótinn er ákaflega rýr og lítið
svigrúm því ef meira fæst til tal-
kennslu minnkar ijármagn til ann-
arrar sérkennslu sem því nemur
og er ekki mikið fyrir. Einn tal-
meinafræðingur hefur verið með
aila leikskóia í Reykjavík og heyrst
hefur að eigi að segja honum upp.
Eins og gefur að skilja er þörfinni
hins vegar ails ekki mætt með ein-
um talmeinafræðingi og því hafa
foreldrar ieikskólabarna þurft að
ieita með þau til sjálfstætt starf-
andi talmeinafræðinga. Mennta-
málaráðuneyti og Tryggingastofn-
un hafa, eftir ákveðnum reglum,
skipt með sér að greiða þjónustuna
en ráðuneytið hefur frá 1. júlí
hafnað beiðnum vegna talkennslu
ófatlaðra barna og vísað greiðslum
til sveitarfélaganna. Foreldrarnir
verða því að bera allan kostnað
af tímabundinni talkennslu eða
bíða eftir því að börnin fari í
grunnskóla, þ.e. þar til sveitarfé-
lögin taka við grunnskólanum, Ég
veit ekki hvaða skýring býr hér
að baki. Ein gæti verið
að ráðuneytið sé að
undirbúa sig undir að
verðleggja grunnskól-
ana á næsta ári. Sveit-
arfélögin verða hins
vegar að fá heiðarlegar
tölur þegar þau taka við grunn-
skólunum en ekki að einhver þjón-
usta sé horfin úr pakkanum.“
— Hvaða þýðingu hefur það að
böm fái talkennslu ung?
„Fyrirbyggjandi aðgerðir borga
sig margfalt,“ segir Ingibjörg.
„Eins og allir vita standa börn ákaf-
lega misjafnlega að vígi þegar þau
Anna Jórunn Stefáns-
dóttir og Ingibjörg
Símonardóttir.
►Anna Jórunn fæddist 21. des-
ember árið 1942 í Reykholti í
Biskupstungum. Anna Jórunn
lauk námi í Kvennaskólanum í
Reykjavík árið 1959, tómennta-
kennaraprófi frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík árið 1973 og
sérkennslunámi frá KHI árið
1984. Talkennslunámi lauk hún
í Osló árið 1988. Anna Jórunn
er talkennari við grunnskólana
á Suðurlandi og fráfarandi for-
maður Félags talkennara og
talmeinafræðinga. Eiginmaður
hennar er Þórhallur Hróðmars-
son, yfirkennari Garðyrkju-
skóla rikisins, og eiga þau tvö
börn.
► ingibjörg Símonardóttir
fæddist 16. desember árið 1944
á Siglufirði. Ingibjörg varð
stúdent frá MA árið 1963, kenn-
ari frá KÍ árið 1964 og lauk
BA-prófi í mannkynssögu frá
HÍ árið 1967. Hún stundaði
framhaldsnám í tal- og sér-
kennslu í Bandaríkjunum og
Svíþjóð og lauk BA-prófi í aL
mennum málvísindum frá HI
árið 1986. Nú er Ingíbjörg æf-
ingakennari við KHI og formað-
ur FTT. Eiginmaður hennar er
Atli Dagbjartsson, barnalæknir,
og eiga þau þrjú börn.
Fyrirbyggj-
andi aðgerAir
borga sig
margfalt
hefla nám í sex ára bekk. Fái þau
viðeigandi talkennslu og þjálfun í
leikskólum standa þau frekar jafn-
fætis jafnöldrum sínum
og munu því í flestum
tilfellum þurfa á minni
sérkennslu að halda í
grunnskólanum. Ekki
má heldur gleyma þvi
“““™“ að erlendar rannsóknir
hafa leitt í ljós að börn með fram-
burðarerfiðleika og seinan mál-
þroska lenda frekar í erfiðlekum
við að læra að lesa en önnur böm.
Af því má sjá að fyrirbyggjandi
aðgerðir geta sparað töluverða fjár-
muni svo ekki sé minnst á að hægt
er að komast hjá slæmum áhrifum
á sjálfsmynd barnanna.“