Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ
10 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995
FRÉTTIR
Launþegar mót-
mæla hækkunum
og skattfrelsi
MORGUNBLAÐINU hefur borist
fjöldi fréttatilkynninga, þar sem
kauphækkun þingmanna og æðstu
embættismanna ríkisins er mótmælt
og sérstaklega 40 þúsund króna
skattfijálsri kostnaðargreiðslu til
þingmanna á mánuði.
I frétt frá stjórn Félags bókagerð-
armanna segir, að jafnlaunastefnan
hafí verið brotin á bak aftur og
grundvöllur síðustu kjarasamninga
sé brostinn. í sama streng tekur
Iðja, félag verksmiðjufólks, sem
segir að nú verði að iáta af þjóðar-
sáttadraumum. Stjóm Verka-
mannafélagsins Hlifar í Hafnarfirði
segir að hækkun Kjaradóms stað-
festi þá stefnu stjómvalda að auka
misréttið í þjóðfélaginu.
Stéttarfélög víða um land fund-
uðu sérstaklega fimmtudaginn 14.
september. í ályktun sameiginlegs
fundar stéttarfélaganna á Akranesi
þann dag segir, að fordæmd sé sú
ákvörðun Alþingis að setja sérlög
um skattalega meðferð greiðslna til
alþingimanna, á sama tíma og
skattayfirvöld séu að eltast við
skattlagningu á nánast hvem ein-
asta kaffíbolla sem almennur launa-
maður þiggi hjá vinnuveitanda sín-
um.
Fundur stéttarfélaga í Vest-
mannaeyjum skorar á samtök
launafólks að krefjast sömu skatta-
ívilnana og alþingimenn skömmtuðu
sér og sömu launahækkana og fel-
ast í úrskurði kjaradóms. Útifundur
verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði
skorar á aðila vinnumarkaðarins að
dusta rykið af 17. grein kjarasamn-
ingsins frá 21. febrúar, þar sem
fjallað er um eftirlit með þróun efna-
hags-, atvinnu- og verðlagsmála,
ásamt uppsagnarákvæðum samn-
ingsins. Geti forysta verkalýðs-
hreyfingarinnar ekki spymt við fór-
um þarfnist hún endumýjunar hið
fyrsta.
Verkalýðsfélag Austur-Húnvetn-
inga mótmælir skattfijálsum
greiðslum sem nemi 480 þúsund
krónum á ári til hvers þingmanns,
en það jafngildi 85% af árslaunum
á lægsta taxta hjá Alþýðusambandi
Norðurlands. Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Vopnafjarðar lýsir
furðu sinni á þeirri ósvífni og hroka,
sem birtist í ákvörðun Kjaradóms
og forsætisnefndar Alþingis.
Öfugstefna
Öryrkjabandalag íslands segir
öfugstefnu felast í því að handhafar
löggjafarvaldsins skenki sér dijúgar
fjárhæðir utan skatttöku, um leið
og gengið sé fastar eftir skattskilum
tryggingaþega af bensínpeningum
og húsaleigubótum.
Starfsfólk íshússfélags ísfirðinga
sendi kveðju á útifund verkalýðsfé-
laganna á Ingólfstorgi á fimmtudag
og loks hefur Morgunblaðinu borist
undirskriftalisti starfsmanna Guð-
mundar Runólfssonar hf., sem mót-
mæla „siðlausri ákvörðun Alþingis
um skattlaus laun til handa alþingis-
mönnum".
Smáiðnaður
Til sölu er sérstök kertaframleiðsla sem getur
verið hvar sem er á landinu; sveitaheimili, þorpi,
kaupstað eða borg. Framleiðslugeta er fyrir 33
millj. á ári. 2-4 störf. Öll tæki, hráefni, umbúðir
og kennsla fylgja með. Þarf ca 150 fm hús-
næði. Tilb. til afhendingar og framleiðslu strax
til að lýsa upp skammdegið.
ryrrrTTTF7^T?7Tv^rrnrrnn
SUÐURVE R I
SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
CCO IICÍICM 1 Q7fl LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, iramKVÆMDASUóri
UUl IIUUUUl lU/U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, löggiltur fasieignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Einbýlishús - frábært útsýni
Við Digranesveg endurn. einb. Mjög stór 3ja herb. íb. á hæð. Nýtt
eldhús. Ný sólstofa. Nýtt parket. Kjallari: 2 herb., bað, þvottah. og
geymsla. Stór ræktuð lóð. Eignaskipti mögul. Tilboð óskast.
Fyrir smið eða laghentan
Lítil sérib. á efri hæð í steinh./tvíbýlish. við Vesturgötu. Útsýni.
Tilboð óskast.
Skammt frá Háskólanum
Stór sólrík 3ja herb. íb. tæpir 90 fm á 4. hæð. Nýtt gler. Sér þvotta-
aðst. Ágæt sameign. Langtímalán kr. 4,5 millj.
Stórt endaraðh. - tilboð óskast
Á vinsælum stað við Brekkusel. Húsið er jarðhæð og tvær hæðir alls
6 svefnherb., 2-stofur m.m. Bílskúr. Góð lán fylgja. Eignaskipti möguleg.
í meira en hálfa öld
hefur Almenna fasteignasalan útvegað traustum viðskiptamönnum sín-
um íbúöir og aðrar fasteignir af flestum stærðum og gerðum.
Sérstaklega óskast að þessu sinni:
Raðhús á einni hæð, má vera í Fellahverfi.
Einbýlishús í Smáíbúðahverfi.
5 herb. hæð í Hliðunum með bílskúr.
íbúðir og sérbýli, þ.e. eignir, sem þarfnast endurbóta.
Traustir kaupendur - iðnaðarmenn.
Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga.
Viðskiptum hjá okkur
fylgir ráðgjöf og
traustar upplýsingar.
Opið á laugardögum. L#U6&VE6M^^5M15fl-552 137D
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
ÁLSEYINGAR á kafi I hamflettingu í síðustu viku, enda ekki seinna vænna þar sem óðum styttist
í lundaballið og eins gott að öllum sumarverkum verði lokið þá.
Sögulegum lundaveiði-
tíma í Eyjum lokið
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
ÞÓTT rúmur mánuður sé liðinn
frá því lundatíma lauk eru lunda-
veiðimenn i Eyjum enn að ganga
frá eftir útháldið, verka fuglinn
og gera klárt fyrir veturinn og
innan skamms munu þeir form-
lega slútta úthaldinu með árlegu
lundaballi, eins og árshátíð Bjarg-
veiðimannafélagsins í Eyjum er
kölluð.
Lundaúthaldið i ár gleymist
lundakörlum i Eyjum iiklega seint
vegna veiðikortanna ag alls þess
sem þeim fylgdi. Sumarið var því
um margt frábrugðið fyrri sum-
rum, framan af, því fjölmargir
höfðu ekki fengið sér veiðikort
og notuðu því tímann í upphafi
lundavertíðarinnar til annars en
lundaveiði. Eftir að lögreglan í
Eyjum sýndi fram á að því yrði
fylgt eftir af hörku að lundaveiði-
menn hefðu veiðikort náðu flestir
veiðimenn sér í kort og gátu því
sinnt lundaveiði seinnipart sum-
ars ótruflaðir.
Mikill lundi var í Eyjum i sum-
ar og er veiði sumarsins mjög
góð. Erfitt er að fá nákvæmar
tölur um sumarveiðina en ljóst
er að hún skiptir tugum þúsunda
fugla og munu veiðimenn í Ysta-
kletti hafa veitt mest allra í Eyjum
þetta sumarið eins og reyndar
mörg undanfarin sumur.
En úteyjalífið gengur ekki bara
út á lundaveiði, þar eru menn til
að slappa af og eiga góðar stund-
ir í góðum félagsskap og þegar
veður leyfir fá úteyingar oft góð-
ar heimsóknir og slegið er upp
veislum ef tilefni gefst til.
Á myndum Sigurgeirs, sem
hann tók af lundaúthaldinu í sum-
ar, má sjá að lífið í úteyjunum
gengur ekki bara út á lundaveiði
lundakarlanna heldur er margt
fleira sem úteyjalífið býður uppá
og börnin fá einnig að pjóta sín í
úteyjalífinu.
Alvarlegar rangfærslur
Sjóvár-Almennra hf.
Athugasemd frá N.H.K. International Ltd.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
athugasemd frá Gísla Maack, lög-
gilts vátryggingamiðlara, en hún er
send fyrir hönd N.H.K. International
Ltd. í London:
ÞAR sem alvarlegár rangfærslur
koma fram í grein sem forstjóri
Sjóvá-Almennra hf. skrifar í Morg-
unblaðið í gær, þá sé ég mig knúinn
til að koma eftirfarandi staðreyndum
málsins á framfæri við lesendur
blaðsins, þó að markmið mitt sé
ekki að troða illsakir við forstjórann:
1. Það er rangt að N.H.K. Inter-
national Ltd. hafi ekki gert athuga-
semdir við framkvæmd útboðsins
fyrr en eftir að tilboð voru opnuð.
Hið rétta er að N.H.K. International
Ltd. skilaði inn skriflegum og rök-
studdum mótmælum vegna fram-
kvæmd útboðsins áður en tilboð voru
opnuð. Þessi mótmæli eru bókuð í
gerðabók Ríkiskaupa og fulltrúi
Sjóvá-Almennra hf. var viðstaddur
þegar þau voru lesin upp.
2. Það er rangt að Sjóvá-Almenn-
ar hf. hafi tekið þátt í útboði Ríkis-
kaupa á vátryggingum TF-LÍF á
jafnréttisgrundvelli. Hið rétta er að
45 dögum fyrir útboð þá tilkynnti
Landhelgisgæslan inn á markaðinn
í London, að stofnunin hefði útnefnt
Sjóvá-Almennar hf. og Willis Corro-
on Aerospace til að annast allar
núverandi og framtíðar vátrygging-
ar fyrir stofnunina, sbr. meðf. afrit
af bréfi forstjóra Landhelgisgæsl-
unnar sem óskað er eftir að Morg-
unblaðið birti með athugasemdum
þessum. Fyrir allan almenning eru
forréttindi ekki sama og jafnrétti og
því virðist hér um alvarlegan hug-
takarugling að ræða.
3.Eins og áður hefur komið fram
í Morgunblaðinu ( þ. 18.júlí sl. ) þá
kom N.H.K. International Ltd. að
lokuðum markaði eftir að forráða-
menn Landhelgisgæslunnar höfðu
gefið skrifleg fyrirmæli um að Sjóvá-
Almennar hf. myndu annast allar
þeirra “núverandi og framtíðar" vá-
tryggingar. Af þessu leiddi að frest-
ur til að skila tilboðum var alltof
stuttur fyrir þann aðila sem ekki
hafði áður fengið forgang að þessum
tryggingum, þó að það sé vel skiljan-
legt að fresturinn hafi verið meira
en nægur fyrir Sjóvá-Almennar hf.
Þegar hér var komið sögu átti
N.H.K. International Ltd. um tvennt
að velja, þ.e. að leggja niður skottið
og gefast upp fyrir ólöglegum athöfn-
um forráðamanna Landhelgisgæsl-
unnar, eða skila inn tilboði sem vitað
var að væri of hátt, og öðlast þannig
andmælisrétti í málinu. Síðari kostur-
inn var valinn og hefur nú leitt til
þess að almenningur í landinu hefur
orðið vitni að þeim vinnubrögðum
sem viðhöfð voru í þessu máli.
Að lokum fylgir hér með úrdráttur
úr bókun N.H.K. International Ltd.
sem lögð var fram hjá Ríkiskaupum
fyrir opnun tilboða : “Fyrir nokkrum
mánuðum síðan og að því að best
er vitað á mrðju vátryggingatíma-
bili, og án augljóss tilefnis þá færðu
forráðamenn Landhelgisgæslu ís-
lands, vátryggingar á Dauphine
þyrlunni TF-SIF frá vátryggingam-
iðlaranum Nicholson Leslie Aviation
til Willis Corroon Aerospace ( áður
Willis Faber ), án þess að fram færi
útboð eða öðrum væri gefinn kostur
á að annast þessi viðskipti.
Þar sem Willis Corroon Aerospace
annast endurtryggingu flugvéla-
trygginga Sjóvá-Almennra hf., þá
hefur þessi aðgerð forráðamanna
Landhelgisgæslu íslands valdið því
að aðilar sitja nú ekki allir við sama
borð við útboð á vátryggingum fyrir
TF-LÍF. Þegar við bætist mjög ófull-
komin uppiýsingagjöf í útboði og sú
staðreynd að aðeins er veittur lág-
marks frestur til að skila tilboðum
þrátt fyrir að afhendingartími vélar-
innar hafí verið kunnur í a.m.k. eitt
ár, þá verður öll framkvæmd þessa
máls að teljast furðuleg og gefur
fullkomið tilefni til tortryggni."
f.h. N.H.K. International Ltd.
Gísli Maack,
lögg. vátryggingamiðlari.