Morgunblaðið - 20.09.1995, Side 11

Morgunblaðið - 20.09.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 11 HAGALL Frábær kostur fyrir sjálfstætt starfandi fólk! LÖGGILT VÁTRYGGINGAMIÐLUN HAGALL, Árni Reynisson Ivtm, Túngata 5, Sími 55 11 110 FRÉTTIR • Alþjóðlega bílasýningin í Frankfurt ------------v----- Peugeot 406 tekur við af 405 PEUGEOT frumkynnti fólksbíl í efri millistærð- arflokki, 406, arftaka 405, á alþjóðlegu bíiasýn- ingunni í Frankfurt í síðustu viku. Það tók aðeins 48 mánuði að fullhanna bílinn og smíða hann og þykir það einstaklega skammur þróun- artími hjá Peugeot og jafnvel innan bílaiðnaðar- ins. Kostnaður við nýja bílinn nemur 1,2 millj- örðum bandaríkjadollara, tæpum 80 milljörðum ISK. Þar af fóru nálægt 35 milljarðar í rann- sóknir en spamaður náðist með því nota vélar úr Xantia frá systuríyrirtækinu Citroén. Peugeot 406 verður í fyrstu aðeins fáanlegur sem femra dyra stallbakur en seinna er væntan- legur langbakur og tveggja dyra bíll. Hann er með 1,8 lítra, 115 hestafla og 2,0 lítra, 135 hestafla bensínvélum og 1,9 lítra, 92 hestafla og 2,0 lítra, 110 hestafla dísilvélum með for- þjöppum. Bíllinn var frumkynntur um leið og Peugeot 406 og Fiat Brava/Bravo voru kynntir í Frankfurt. Guðjón Guð- mundsson var á sýningunni. nýr Opel Vectra og ljóst er að þessir tveir bílar munu beijast af hörku um hylli bílkaupenda. Aðrir sem blanda sér í slaginn eru Ford Mondeo, Renault Laguna og Citroén Xantia. Meiri búnaður 406 mun mæta samkeppninni með meiri búnaði en gengur og gerist og t.a.m. verður staðalbúnaður rafdrifnar rúður, vökvastýri sem þyngist við aukinn hraða í 2,0 lítra og dísiltúrbó útfærslunum. Mikil áhersla var lögð á öryggissjónarmið í hönnun nýja bílsins. Högggleypar em í hliðum bílsins og líknarbelgur í stýri er staðalbúnaður. En það sem skiptir kannski mestu máli em útlitsbreytingamar því mörgum þótti sem fylli- lega væri orðið tímabært að gefa bílnum dá- litla andlitslyftingu. Reyndar em breytingarnar ekki eins róttækar og búast mátti við en bíllinn gæti þó höfðað til kaupenda sem em síður íhaldssamir en fyrri kaupendahópur Peugeot 405. Nýtt lag er komið á afturenda bílsins og sporöskjulaga aftur- og framiugtir hressa upp á svipinn. Bíllinn er 15 sm lengri en 405 og er einn sá lengsti í þessum stærðarflokki. PEUGEOT 406 var frumkynntur í Frankfurt. Morgunblaðið/GuGu FIAT Brava vakti óskipta athygli þegar hann var kynntur í Frankfurt. Fiat Brava og Bravo FIAT Brava og Bravo eru bílarnir sem leysa Fiat Tipo af hólmi nú í haust og voru þeir kynntir með pomp og prakt á bílasýningunni í Frankfurt. Þetta er í fyrsta sinn sem Fiat frumkynnir á sama tíma tvo bíla sem eru ólíkir að stærð, í hönnun og á ólíku notkunarsviði en deila þó sama grunnþema. Mjúkar, ávalar línur eru allsráð- andi í hönnun bílanna, sem eru fimm dyra stallbakur, Brava, og þrennra dyra hlaðbakur, Bravo. Bílarnir eru dæmi um ítalska hönnun upp á sitt besta. Minni bíllinn sportlegur og eigulegur bíll en Brava er meira ætlaður fjölskyldufólki, enda nokkru stærri. Sérstaka athygli vakti hönnunin á afturendanum á Brava, sem er stuttur og hár með þremur, sporöskjulaga ljóskerum. Bílarnir eru nokkru stærri og breiðari en fyrirrennarinn en þrennra dyra og fimm dyra bílarn- ir eru með jafnlangt hjólhaf. Fjögurra og fimm strokka vélar Ekki ljóst á þessari stundu hve- nær Fiat Brava og Bravo eru væntanlegir til Islands en þó gæti það hugsanlega orðið fyrir ára- mót. Altént stefnir Fiat að því að bílarnir verði fáanlegir víðast í Evrópu um miðjan október. Bílarnir eru með nýjum vélum, hönnuðum og smíðuðum af Fiat. Þar er um að ræða fjórar gerðir fjölventlavéla, fjögurra og fimm strokka, með slagrými frá 1.400- 2.000 rúmsentimetrum sem skila á bilinu 80-147 hestöflum. Einnig verða bílarnir fáanlegir með 1,9 lítra dísilvél og næsta vor verða þeir boðnir með nýlega hannaðri dísilvél með forþjöppu, millikæli og rafstýrðri innspýtingu. AFTURENDINN er stuttur en farangursrými er allgott. vinnnhestur CAOUlh FC/FP 2, 21/2 og 3t. lyftigeta. CR0WN -Gæði fyrir gott verð. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Líftryggingar á heimsmælikvarða Friends Provident em í fremstu röð enskra líftryggingarfélaga. Bretland er ein helsta miðstöð veraldar í tryggingum og íj ármálaþ j ónustu. • Starfsstöðvar í 16 löndum um víða veröld. • Frá stofnun 1832 hefur félagið eflst með ári hverju. • I sjóðunt þess eru nú um £14.000.000.000 og tryggingatakar yfir 2.500.000. Friends bjóða íslendingum nú að reyna: • Úmal persónutrygginga sem samcina vernd og sparnað. • Sveigjanlega samninga og úrvals þjónustu sem er verðlaunuð í Bretlandi og Svíþjóð. • Ávöxtun með því besta sem þekkist í 14 sjóðurn á heimsmarkaði. Þitt er valið. Við bjóðum þér að eflast með árunum í félagsskap með okkur. Upplýsingar hjá löggiltri vátryggingamiölun á Islandi. FRIENDS0PROVIDENT INTERNATIONAL United Kingdom House, Castle Strect, Salisbury, Wiltshire SPl 3SH England UK. Tcl: 0044 1722 413366. Fax: 0044 1722 332005. Principal and Hcad Office: Pixham End, Dorking, Surrey RH4 ÍQA England. Incorporatcd by Act of Parliament in the United Kingdom tóth limited liability and rcgistercd in England No. ZC115. Member ot’thc Association ofTnternational Lif'e Offices. FRIENDS PROVIDENTINTERNATIONALIS THE TRADING NAME EOR BUSINESS CONDUCTED OUTSIDF. THE UNITED KJNGDOM OF FRIENDS PROVIDENT LIFE OFFICES. SMIÐJUVEGUR 70, KÓP SÍMI 564 4711 • FAX 564 4725 Ævitrygging Alþjóðleg! Sveigjanleg! Líf- tekjutjóns- ojj lífeyristrygging

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.