Morgunblaðið - 20.09.1995, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Fimmtíu ára vígsluafmæli
Hellnakirkju í Snæfellsbæ
Hefur verið 62
ár í sóknamefnd
Laugarbrekku - Haldið var upp á
50 ára vígsluafmæli Hellnakirkju í
Snæfellsbæ sunnudaginn 10. sept-
ember sl. Guðsþjónusta fór fram í
kirkjunni kl. 14. Biskupinn yfir ís-
landi, herra Ólafur Skúlason, pred-
ikaði, sr. Ólafur Jens Sigurðsson,
sóknarprestur, þjónaði fyrir altari
og með honum prófastur sr. Ingi-
berg Hannesson og fleiri prestar
úr prófastsdæminu.
Altarisganga var og gengu til
altaris milli 50-60 manns. Um 120
manns voru við kirkju. Kór Hellna-
og Búðarsóknar söng og með hon-
um fólk úr Ingjaldshóls- og Staðar-
staðarsóknum. Undirleik annaðist
Kay Lúðvíksson frá Hellissandi.
Eftir messu var öllum viðstödd-
um boðið að þiggja veitingar í fé-
lagsheimilinu á Arnarstapa. Yfir
borðum töluðu margir. Fyrstur tal-
aði Finnbogi Lárusson, formaður
sóknarnefndar Hellnasóknar. Rakti
hann sögu kirkjunnar í stórum
dráttum í 50 ár og aðeins betur,
en Finnbogi hefur setið í sóknar-
nefnd í 62 ár. Lét Ólafur Skúlason,
biskup, m.a. þau orð falla, að seta
Finnboga í sóknarnefnd og sem
sóknarnefndarformaður væri langt
fram yfir það sem gerst hefði og
sagði hann það vera Islandsmet og
jafnvel heimsmet. Þökkuðu biskup
og fleiri ræðumenn Finnboga fyrir
hans löngu og góðu þjónustu fyrir
kirkju og kristindóm. Finnbogi
þakkaði hlý orð í sinn garð og bað
öllum góðrar heimferðar og guðs-
blessunar.
Kirkjunni bárust afmælisgjafir,
Ingjaldshóls- og Ólafsvíkursókn
gáfu saman Biblíu, afkomendur
Guðlaugs Halldórssonar og Kristín-
ar Jónsdóttur frá Arnarstapa gáfu
altarisdúk sem afhentur verður síð-
ar á árinu. Finnbogi þakkaði gjaf-
irnar.
Prófastur, sr. Ingiberg Hannes-
son, hafði héraðsfund við þetta
tækifæri í félagsheimilinu Snæfelli
á Arnarstapa. Fundurinn hófst íl.
11 og í fundarhléi snæddu menn
hádegisverð í Arnarbæ. Kl. 14 fóru
fundarmenn til guðsþjónustu í
Hellnakirkju og síðan á afmælis-
fagnað kirkjunnar í félagsheimil-
inu. Um kl. 18 hófst svo héraðs-
fundurinn aftur og stóð hann til
um kl. 23.
Mörg kirkjuleg mál voru rædd
og fór fundurinn mjög vel fram.
Morgunblaðið/Hermína
Námskeið í Sæbjörgu
Dalvík - Sæbjörg, Slysavarna-
skóli sjómanna, var á Dalvík ný-
verið en nemendur VMA-útvegs-
sviðs á Dalvík, verðandi stýri-
menn og fiskvinnslufólk, auk
starfandi sjómanna, sækja nám-
skeið í Sæbjörgu.
Þyrla landhelgisgæslunnar, TF
Líf kom til Dalvíkur og tók þátt
í æfingum með nemendum slysa-
varnaskólans. Að æfingu lokinni
var þyrlan höfð almenningi til
sýnis og hún kynnt starfsfólki
heilsugæslunnar.
Stykkishólmi - Aftanskin, félag
eldri borgara í Stykkishólmi, efndi
til þriggja daga ferðar um Suðurland
dagana 8.-11. september. Var þátt-
taka góð eða með því mesta sem hér
hefir verið í ferðum. Skemmtiferðin
tókst vel í alla staði þótt veðrið hafi
verið skýjað og súld af og til, og
sólskinið í minna lagi, en það var
sólskinsskap í rútunni sem bætti
annað upp.
Ekið var af stað frá Hólminum
kl. 10 árdegis á laugardegi, og kom-
ið við í Hvalfirði, en síðan með litlum
hvíldum að Odda á Rangárvöllum,
en þar þótti fólkinu gaman að koma
og skoða sig um og fá sóknarprest-
inn sr. Sigurð Jónsson til að sýna
sér umhverfið og kirkjuna og muni
þar frá gamalli tíð.
Næst var haldið að Hvolsvelli og
þar var áð og eldri borgarar héldu
síðan fólkinu samsæti í félagsheimil-
inu. Þar var mikill og góður beini
um kvöldið og fagnaður sem bæði
gestir og heimarnenn sáu um og
stjórnað hófinu Ólafur Ólafsson fv.
kaupfélagsstjóri hátíðinni. Eftir mat-
inn og skemmtiatriðin var dansað
fram um miðnætti og lék Guðmar
þar fyrir dansinum og söng gamla
söngva með.
A sunnudag var svo farið af stað
og undir leiðsögn Ólafs, sýndi hann
fólkinu Fljótshlíðina, sagði frá merk-
isstöðum og farið efri leið leið að
Skógum, þar sem Þórður Tómasson
safnvörður sýndi fólkinu safnið, sem
opnað var daginn áður eftir miklar
endurbætur. Tveir tímar rúmir dugðu
ekki fólkinu til að skoða þetta stór-
merkilega safn, sem hefir svo mikið
af eldri sögulegum munum í safninu
að ekki mun annað vera stærra, fyr-
ir utan höfuðborgina, ef það þá er.
Eftir að hafa farið yfír safnið í stór-
um dráttum, spilaði Þórður á gamla
orgelið og hópurinn söng. Þetta var
stór stund í lífi fólksins og varanleg
minning. Farið var í Vík en síðan
aftur á Hvolsvöll og verið þar um
nóttina. Um kvöldið sá Benedikt
Lárusson um tónlistina.
Seinasti dagurinn var svo heim-
ferðin, um Selfoss, Eyrarbakka, Þor-
lákshöfn og Þrengslaveginn og heim.
Ingvar Breiðíjörð formaður félagsins
og Árný Guðmundsdóttir gjaldkeri
þess voru fararstjórar í ferðinni og
sáu um undirbúning allan, Árný sem
var þama komin á æskuslóðir gat
sagt vel frá bæjum og byggðinni í
Rangárvallasýslu. Voru þau hyllt í
ferðalok, ásamt hinum bílstjóranum,
Gunnari Hinrikssyni frá Helgafelli.
Allt fyrir
íþróttirnar
Grundarfirði - Varla var stætt í
suðaustan slagviðrinu um helg-
ina þegar sjálfboðaliðar lögðu
túnþökur á nýja íþróttavöllinn
í Grundarfirði. Vindhraðinn var
a.m.k. tíu vindstig og varla þurr
þráður á nokkrum manni.
I sumar hefur verið unnið að
gerð íþróttavallar í Grundar-
firði. Nýbúið var að bera sand
og möl i völlinn og um helgina
átti að þökuleggja hann, Reynd-
ar höfðu veðurguðirnir eitthvað
við þessa áætlun að athuga því
þegar allt var tilbúið á föstu-
dagskvöldið gerði suðaustan
ofsaveður og talsvert af sandi
og möl fauk úr vellinum á nær-
liggjandi hús og olli nokkrum
skemmdum á rúðum og klæðn-
ingjum.
A laugardaginn hélt hvas-
sviðrið áfram en nú var komin
ausandi rigning. Þrátt fyrir að
varla væri stætt á vellinum
ákváðu formenn íþróttahreyf-
ingarinnar að leggja þökurnar.
Var liði fólks smalað saman og
svo fóru leikar þegar kvöld var
komið að íþróttavöllurinn til-
vonandi var að mestu þakin
grasi.
FERÐAFÓLKIÐ að lokinni ánægjulegri ferð.
Morgunblaðið/Árni Helgason
Morgunblaðið/HallgrímurMagnússon
Glæsilegar sokkabuxur sem endast
Módelsamkeppni 22. seplember á Staðnum i Keflavik
Verðlaun i boði frá
World Class, Plexiglas,
Guerlain snyrtistofu,
Skóbúð Keflavíkur
Kóda tískuvöruverslun
og Instructors Choice
sokkabuxum
1 Vin-og
Veið aöems MJJ*
^EskusvninB - *******
Jnstructof’s
cnoice t,
SHINY LYCRA® TIGHTS
•0»0»0#0
m
09090909
Utsölustaðir:
Plexiglas, Borgarkringlunni - Mondó, Laugavegi - Rœktin, Frostaskjóli
Kóda, Keflavik - Nlna, Akranesl - Sirrý, Gríndavlk - Flamingo,
Vestmannaeyjum - Toppmenn og sport, Akureyri - Esar, Húsavik
Skóbúðin Borg, Borgarnesl- Hressó, Vestmannaeyjum - Fataleiga
Garðabæjar
Umboð
Fleiri útsölustaðir nskast
ffEFIHQflSTUDiO
simi 421 4828.
2ktar0itiiiiUibib
- kjarni málsins!
Fjölmennt í ferð Aftan-
skíns um Suðurland