Morgunblaðið - 20.09.1995, Side 15

Morgunblaðið - 20.09.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 15 VIÐSKIPTI SKYRR og Islensk forritaþróun setja nýjan gagnabanka á markað • Morgunblaðið/Þorkell P.V. Atli Arason Skýrr, Hálfdán Karlsson íslenskri forritaþróun, Þorsteinn Garðarsson, Skýrr og Vil- hjálmur Þorsteinsson íslenskri forritaþróun. Sameinar fjölda gagnabanka SKÝRR og íslensk forritaþróun hafa sett nýjan alhliða gagnabanka á markað og er hann ætlaður bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Bankinn nefnist Upplýsingaheimar og verður, að sögn forráðamanna fyrirtækjanna beggja, hægt að nálgast þar u.þ.b. 60 mismunandi upplýsingasvið í framtíðinni. Einn banki í stað margra Að sögn forráðamanna fyrirtækj- anna er hugmyndin á bak við Upp- lýsingaheima sú að fyrirtæki geti þar nálgast upplýsingar á einum stað, sem þau háfi þurft að sækja á fjölmarga staði áður. Þar verði m.a. aðgangur að bifreiðaskrá, fyr- irtækjaskrá og þjóðskrá, upplýsing- um um gengi og vexti o.s.frv., og sé áhersla lögð á að allar upplýs- ingar séu þær nýjustu sem völ er á hveiju sinni. Allar upplýsingar sem í boði verða í bankanum byggja á samn- ingum við eigendur þeirra og eru allar upplýsingar um persónulega hagi fólks háðar leyfi tölvunefndar. Með þessum hætti segjast forsvars- menn fyrirtækjanna vilja tryggja að engum upplýsingum verði dreift án þess að heimild sé fyrir þeirri dreifingu og fyllsta öryggis sé gætt. „Kostir þessa banka eru einkum Selfossi - Verslunarmiðstöðin Kjarninn í KA-húsinu á Selfossi var formlega opnuð í lok síðustu viku, að viðstöddu fjölmenni. Að meðtöldum stórmarkaði KA starfa 18 verslanir í Kjarnanum. Erlingur Loftsson, formaður stjórnar KA, kvaðst vona að eðli- leg og gefandi samkeppni ríkti í Kjarnanum, öllum Sunnlending- um til góða, og lagði áherslu á að opnun Kjarnans væri liður í því að auka og bæta verslunar- þjónustuna á Selfossi svo enn minna tilefni væri til að fara annað í verslunarferðir. Greini- legt var að gestir í Kjarnanum kunnu vel að meta nýbreytnina sem fylgir opnun verslunarmið- að þar er hægt að leita að mjög miklu magni upplýsinga með skjót- um hætti, hægt er að vera með stöðvarinnar. Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi, klippti á fléttaðan jurta- borða og lýsti með því Kjarnann formlega opnaðan. Hann sagði opnun Kjarnans tákn um nýja tíma, hún sýndi framsýni og dug kaupmanna til að efla og styrkja Selfoss sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi. „Aukið þjónustuframboð gerir bæinn okkar enn vænlegri til búsetu og styrkir enn frekar stoðir þess stöðuga vaxtar sem hér hefur átt sér stað,“ sagði Karl í ávarpi sínu. Hann þakkaði Þorsteini Pálssyni, framkvæmdastjóra KÁ, sérstaklega þá fersku frelsis- og bjartsýnisvinda sem allir Sel- aðganginn opinn að fleiri en einum gagnabanka í einu og aðgangurinn er opinn allan sólarhringinn,“ segir fossbúar og Sunnlendingar fyndu nú svo greinilega og nytu vel. Sigríður Ósk Ólafsdóttir varð hlutskörpust þeirra 32 sem Þorsteinn Garðarsson fram- kvæmdastjóri markaðs- og hugbún- aðarsviðs SKÝRR. Skilyrtur netaðgangur Þorsteinn segir að notendum Upplýsingaheima sé einnig kleift að fara inn á Internetið í gegnum bankann. Sá hugbúnaður sem sé notaður til þess að sækja upplýs- ingar inn á netið sé íslenskur og sé þar um að ræða fyrsta og eina íslenska skoðarann (browser). Þá geti fyrirtæki einnig takmarkað aðgang starfsmanna sinna að net- inu við þau svæði sem talin eru nauðsynleg, sé þess óskað. Þetta geti verið gagnlegt þar sem „opinn“ internetaðgangur geti verið mikill tímaþjófur. Þorsteinn segir það vera æski- legt að notendur séu með einmenn- ingstölvu með minnst 486 örgjörva og 8 MB minni. Þó sé hægt að notast við hægvirkari vélar en það komi þó mikið niður á vinnslu- hraða. Hann segir áskriftina kosta 5.600 krónur á mánuði án vsk. fyrir fyrsta notanda en 1.680 krón- ur á mánuði fyrir hvern viðbótar- notanda. Þetta sé fast gjald og óháð notkun og verði hægt að greiða það í gegnum tölvuna með' kreditkortum. stungu upp á nafninu Kjarnanum í verðlaunasamkeppni um nafn og fékk hún að launum veglega vöruúttekt í verslunum Kjarn- ans. Kaupþing í Armúlann VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ Kaupþing hf. mun næsta vor flytja starfsemi sína úr Kringlunni í Ár- múla, þar sem Verðbréfamarkaður íslandsbanka (VÍB) er nú. Síðastliðinn sjö ár hefur starf- semi Kaupþings verið í 800 fer- metra leiguhúsnæði á fyrstu og fimmtu hæð í húsi Sjóvár- Almennra í Kringlunni 5. Kaupþing hefur fest kaup á 1.200 fermetra húsnæði að Ármúla 13a. Nú er Verðbréfamarkaður íslandsbanka þar til húsa en hann flytur á næst- unni í aðalstöðvar íslandsbanka við Kirkjusand. Kaupþing fær húsnæðið afhent 1. mars og segir Guðmundur Hauksson, forstjóri, að áformað sé að flytja inn um mánaðamótin mars-apríl. „Hér í Kringlunni erum við í leiguhúsnæði á tveimur hæð- um, sem eru ekki samliggjandi en í Ármúlanum fáum við stærra og hentugra húsnæði á samliggjandi hæðum. Þá er það ákveðinn kostur að verðbréfafyrirtæki hefur starfað í húsnæðinu þannig að ekki þarf að leggja út í mikinn kostnað við breytingar," segir Guðmundur. -----»♦------- Lægsta verð á kaffi í 10 mánuði London. Reuter. FRAMSAMIÐ verð á kaffi lækkaði í 2.252 dollara tonnið í London í gær og hefur ekki verið lægra í 10 mánuði. Áður hafði kaffi einnig lækkað í verði í Bandaríkjunum. Fréttir um hækkandi verð í framleiðslulöndum og minnkandi birgðir í Bandaríkjunum og Evrópu virðast ekki hafa áhrif. Áætlanir um uppskeruna í Brasilíu 1995/96 hafa verið endur- skoðaðar og nú er talið að hún verði 12,3 milljónir poka. Óttazt er að slæmt veður dragi úr upp- skeru í Kólombíu. „Áætlanir um uppskeruna í Bras- ilíu minnká stöðugt, en það virðist engin áhrif hafa,“ sagði foi'stjóri fjárfestingarsjóðs í London í gær. Kjarninn opnaður á Selfossi Morgunblaðið/Sig. Jóns. KARL Björnsson bæjarstjóri opnar verslunargötuna í Kjarnan- um. Við hlið hans er Þorsteinn Pálsson, framkvæmdasljóri KÁ. Neskaupstaður Sala kaupfélags- eigna langt komin ÁSVALDUR Sigurðsson, fyrr- hlutafélagið Fjarðarbrauð um verandi verslunarstjóri Kaupfé- reksturinn og eru samningar um lagsins Fram í Neskaupstað, hef- ur keypt verslunina við Nesbakka af þrotabúi kaupfélagsins. Þá hafa fyrrverandi starfsmenn einnig tekið við rekstri brauð- gerðar og byggingavörudeildar þrotabúsins. Er langt komið með að selja aðrar eignir þrotabúsins og kann svo að fara að engin starfsemi þess verði lögð niður heldur færist í hendur nýrra eig- enda. Kaupfélagið Fram var tekið til gjaldþrotaskipta í júli síðastliðn- um. Það rak tvær matvöruversl- anir af þremur í Neskaupstað, byggingavörudeild, vefnaðarvöru- deild og bakarí. Frá gjaldþrotinu hefur öllum eignunum verið hald- ið í rekstri af þrotabúinu. Óvíst um Kaup- félagshúsið Að sögn Bjarna Björgvinsson- ar, skiptastjóra þrotabúsins, eru fyrrverandi starfsmenn brauð- gerðar kaupfélagsins nýteknir við rekstri hennar. Hafa þeir stofnað kaup þeirra á brauðgerðinni á lokastigi. Áður hafði Guðmundur Sveins- son keypt byggingavörudeild Kaupfélagsins, en hann var áður verslunarstjóri hennar, og hafið rekstur á nýjum stað undir nafn- inu Byggt og flutt. Lækurinn hf. hefur hins vegar tekið við rekstri vefnaðarvörudeildarinnar af þrotabúinu. Enn er hins vegar óvíst hvað verður um húsnæði og matvöru- verslun kaupfélagsins við Hafnarbraut. Nesbakki seldur á 14,3 millj. Að sögn Bjarna voru fasteign, búnaður, og lager verslunarinnar við Nesbakka seld Ásvaldi á 14,3 milljónir króna staðgreitt. Guð- mundur Sveinsson keypti lager og búnað byggingavörudeildar .á um fímm milljónir, og Lækurinn hf. keypti lager og búnað vefnað- arvörudeildar á um fimm milljón- ir króna. Viðbótargisting á Kanarí 23. okt. frá kr. 56.955 Við höfum nú fengið viðbótargistingu á vinsælustu gististöðunum okkar á Kanaríeyjum í fyrstu vetrarferðina okkar, 23. október í 30 nætur. Bókaðu meðan enn er laust og tryggðu þér framlengingu á sumarið í yndislegu veðri á Kanarí þar sem þú nýtur tryggrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. 30 nætur a sértUboði Kr. 56.955 Verð m.v. hjón með bam, Los Salmones, 23. okt. Kr. 69.660 m.v. 2 í íbúð, Los Salmones, 23. okt. HEIMSFERÐIR Austurstnaeti 17,2. hæð, Sími 562 4600.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.