Morgunblaðið - 20.09.1995, Qupperneq 17
MORGTJNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 17
ERLENT
V. Anand
Reuter
Fimmta j afnteflið
GARRI Kasparov heimsmeistari
og Viswanathan Anand, áskor-
andi hans, gerðu fimmta jafn-
teflið í einvíginu um heimsmeist-
aratitilinn í skák, sem haldið er
í New York, eftir 27 leiki. Hvor
þeirra hefur nú tvo og hálfan
vinning.
Anand stýrði hvítu mönnunum
og þótti sýna mikla varkárni.
Hann setti kóngspeðið fram í
fyrsta leik og Kasparov beitti
Sikileyjarvörn þriðja sinni í ein-
víginu. Upphaf skákarinnar var
það sama og í þriðju skákinni
þar til Kasparov breytti út af í
14.1eik.
í 19. leik átti Anand þess kost
að hefja sókn upp kóngsvænginn
með því að ota fram peði, en
hann kaus þess i stað að leika
hlutlausan drottningarleik eftir
36 mínútna umhugsun.
Kasparov hinn rússneski og
Anand hinn indverski eru ann-
álaðir fyrir djarflega tafl-
mennsku, en þeir hafa ekki kos-
ið að blása til sóknar í þessu ein-
vígi. Áhorfendum hefur þótt
taflmennska þeirra litlaus og
hafa þeir haft á orði að aðgangs-
eyrinum væri betur varið í ann-
að.
Tefldar verða 20 skákir og sá
vinnur, sem fyrr hlýtur tíu og
hálfan vinning. Standi leikar
jafnir að loknum tuttugu skák-
um mun Kasparov halda titlin-
um. Hér tefla Anand og Ka-
sparov fimmtu skákina í hljóð-
einangruðum glerklefa. Heims-
meistarinn á leikinn.
Sahlin gefur kost á sér
sem arftaki Carlssons
Kaupmannahöfn. Morgunblaðid.
EF SÆNSKI Jafnaðarmanna-
flokkurinn fylgir flokksforystunni
eftir stefnir í að arftaki Ingvars
Carlssons, flokksformanns og for-
sætisráðherra, verði Mona Sahlin,
38 ára gamall flokksritari og vara-
forsætisráðherra. Hún tilkynnti í
gær að hún myndi taka slíkri áskor-
un, eftir að Jan Nygren, sem hefur
verið orðaður við framboð, hafði
tilkynnt að hann gæfi ekki kost á
sér.
Sahlin nýtur vinsælda ungs fólks
og kvenna, en í gær voru uppi radd-
ir úti um að í ljósi úrslita Evrópu-
þingkosninganna væri ESB-and-
stæðingurinn Margaretha Winberg
landbúnaðarráðherra betri fulltrúi.
Hörð í horn að taka
Þegar Jan Nygren tilkynnti í gær
að hann gæfi ekki kost á sér, sagði
hann það vera af persónulegum
ástæðum, en líka vegna þess að
hann styddi Sahlin. Hún væri ung,
kona og hefði auk þess metnað til
að vinna vel.
Mona Sahlin var kosin á þing
aðeins 25 ára gömul. Hún þykir
hörð í horn að taka, fylgin sér og
óhrædd að fara ótroðnar slóðir og
alþýðleg í framkomu og málflutn-
ingi. Aðrir segja hana yfirborðs-
kennda og flöktandi.
í viðtali við Morgunblaðið í jan-
úar varð Sahlin tiðrætt um að ell-
efta stund Svía
væri upprunnin
og brygðust
þeir ekki rétt við
núna, væri vel-
ferð þeirra í
hættu og efna-
hagslegt sjálf-
stæði. Líkt og
ýmsir yngri
flokksmenn er
hún ófeimin við
að krydda gamlar flokkskenningar
markaðshagfræði. Eins og er bend-
ir margt til þess að hún fái nú
tækifæri til að veita flokknum for-
ystu og breyta orðum í gerðir.
Mona Sahlin
Flugþj ómi rænir flugvél
ísraelar neita að senda flugræningjann til írans
Ovda. Reuter.
FLUGÞJÓNN rændi flugvél í innan-
landsflugi í íran og gaf sig á vald
hermönnum þegar hún lenti á her-
flugvelli í ísrael í gær. 178 manns
voru í flugvélinni og engan þeirra
sakaði. ísraelar höfnuðu kröfu Irana
um að senda flugþjóninn aftur til
írans.
Flugþjónninn tók upp byssu og
krafðist þess að flugvélinni yrði flog-
ið til Evrópu en til þess hafði hún
of lítið eldsneyti. Hermt er að maður-
inn hafi viljað komast til Bandaríkj-
*
Reuter
ÍRÖNSK flugvél á hervelli í ísrael eftir að flugþjónn,
sem rændi henni, gafst upp.
anna.
Vildi afstýra
flugslysi
Flugvélinni, sem var af gerðinni
Boeing 707, var neitað um lending-
arleyfi i Saudi-Arabíu og Jórdaníu.
ísraelar, sem íranir líta á sem erki-
óvini sína, heimiluðu henni að lenda
á herflugvelli á eyðimörk í suður-
hluta landsins. „Mér var sagt að hún
væri með lítið eldsneyti og ég vildi
ekki bera ábyrgð á því að vél full
af farþegum hrapaði," sagði Yitzhak
Rabin, forsætisráðherra ísraels.
Flugstjórinn vildi fá að ienda í Tel
Aviv, en ísraelsk yfirvöld óttuðust
að vélin kynni ef til vill að vera í
árásarferð og beindu henni því á
herflugvöllinn.
Farþegarnir gengu rólega út úr
flugvéiinni rúmum fimm klukku-
stundum eftir að hún lagði af stað
frá Teheran til Kish við Persaflóa.
Flugvélin tók eldsneyti á flugvellin-
um og átti síðan að fara aftur til
írans.
íranska fréttastofan IRNA sagði
að íranir hefðu hlýtt á samtöl ísrael-
skra embættismanna og flugræn-
ingjans og þau bentu til þess að flug-
ránið hefði verið skipulagt í samráði
við ísraela. íranir hefðu krafist þess
að allir sem voru í vélinni og þar
með flugræninginn yrðu sendir aftur
til írans.
Moshe Shahal, ráðherra lögreglu-
mála í ísrael, sagði ekki koma til
greina að senda flugræningjann aft-
ur til írans.
Játa aðild að árás
á Shevardnadze
Herör gegn spillingu
Tblisi. Reuter,
YFIRVÖLD í Georgíu tilkynntu á
mánudag að menn, sem handtekn-
ir hefðu verið í ágúst, hefðu játað
aðild að sprengjuárás á Eduard
Shevardnadze, forseta landsins,
auk fjölda annarra
ofbeldisverknaða, þar
á meðal þriggja pólití-
skra morða. í gær
sagði Shevardnadze
að skera ætti upp he-
rör gegn spillingu í
landinu.
„Hryðjuverkamenn-
irnir . . . hafa játað
að hafa framið glæp-
ina,“ sagði Shota
Kvaraya, innannkis-
ráðherra Georgíu, í
yfirlýsingu í sjónvarpi.
Hann sagði ekki með
hvaða hætti mennirnir’
voru viðriðnir tilræðin.
Temur Khachas-
hvili, fyrrum aðstoða-
röryggisráðherra, og
Gia Gelashvili, einum forystu-
manna samtakanna Mkhredioni
(Reiðmannanna), var gefið að sök
að hafa lagt á ráðin um tilræðið.
Khachashvili var einnig sagður
viðriðinn samtökin.
„Vafasöm fyrirbæri“
„í ljós kom að öryggisstofnanir
voru ekki aðeins gegnsýrð vafa-
sömum fyrirbærum, heldur einnig
glæpamönnum,“ sagði She-
vardnadze þegar hann boðaði her-
förina gegn spillingu. Undirmaður
hans lét að því liggja að reynt
hefði verið að ráða hann að dögum
til að spillingin fengi þrifist.
Lögregla handtók
100 félaga Mkhedri-
oni, sem eru samtök
þjóðvarðliða og sam-
nefnari skipulagðrar
glæpastarfsemi í hug-
um Georgíumanna,
eftir að sprengja
sprakk við bílalest
Shevardnadze 29. ág-
úst.
Vill samtökin óvirk
Shevardnadze, sem
var síðasti utanríkis-
ráðherra Sovétríkj-
anna, er mikið í mun
að gera þessi samtök
óvirk, ekki síst vegna
þess að helsti and-
stæðingur hans í for-
seta- og þingkosningunum í nóv-
ember, Jaba Ioseliani, er leiðtogi
þeirra.
Hópurinn, sem játaði tilræðið
við Shevardnadze, viðurkenndi
einnig að hafa myrt stjórnarand-
stöðuleiðtogann Georgy Chantur-
ia, sem var skotinn í höfuðið í
desember, morðið á aðstoðarinn-
anrikisráðherra í apríl 1994 og að
hafa banað stjórnmálamanninum
Sulinko Khabeishvili í júní í ár.
Eduard
Shevardnadze
Réttarhöldin yfir Giulio Andreotti
Margir fyrir-
menn á vitna-
lista verjenda
Giulio Francesco Javier Perez
Andreotti Cossiga de Cuellar
Róm. Reuter.
LÖGFRÆÐINGAR
Giulios Andreottis,
fyrrverandi forsætis-
ráðherra Ítalíu, sem
verður sóttur til saka
fyrir meinta aðild að
sikileysku mafíunni,
sögðu á mánudag að
margir þekktir
stjórnmálaskörungar
og stjómarerindrek-
ar hefðu fallist á að
bera vitni í hans þágu.
Veijendur og sækjendur í
máli Andreottis lögðu fram lista
yfír vitni í réttarhöldunum sem
hefjast í Palermo á Sikiley á
þriðjudag í næstu viku. Verjend-
urnir sögðu að á meðal þeirra,
sem hefðu samþykkt að bera
vitni um mannorð Andreottis,
væru Javier Perez de Cuellar,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, og Hans-
Dietrich Genscher, fyrrverandi
utanríkisráðherra Þýskalands.
Meðal stjórnarerindrekanna
eru Vernon Walters, fyrrverandi
sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, og tveir
fyn-verandi sendiherrar Banda-
ríkjanna á Ítalíu, Peter Secchia
og Maxwell Raab.
Margir ítalskir stjórnmála-
menn, þeirra á meðal Francesco
Cossiga, fyrrverandi forseti ítal-
íu, eru einnig á vitnalista veij-
endanna.
Sakaður um mafíutengsl
Vitni veijendanna verða alls
116 en sækjendanna um 400 og
búist er við að réttarhöldin taki
marga mánuði.
Fyrir réttinn koma 24 fyrrver-
andi félagar í mafíunni, sem
hafa veitt lögreglunni upplýs-
ingar um starfsemi sikileysku
glæpasamtakanna. Þeir halda
því fram að Andreotti hafi beitt
áhrifum sínum til að vernda
mafíuna til að tryggja Kristileg-
um demókrötum atkvæði á Sikil-
ey-
Andreotti, sem er 76 ára og
gengdi forsætisráðherraembætt-
inu sjö sinnum, hefur vísað þess-
um ásökunum á bug. Hann seg-
ir að sikileyska mafían standi á
bak við ásakanirnar þar sem hún
vilji hefna aðgerða gegn henni
sem hann hafi fyrirskipað á
valdatíma sínum.