Morgunblaðið - 20.09.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 19
_________________LISTIR
Myndir r m
úr skúffu
MYND nr. II á skrá (1965).
MYNDLIST
Stöðlakot
VATNSLITAMYNDIR
1963-1965
Eiríkur Smith. Opið alla daga frá
kl. 14-18 til 25. september.
Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ eru fleiri sem heiðra vilja
Eirík Smith í tilefni sjötugsaf-
mælisins og þannig kynnir Hulda
Jósefsdóttir nokkur úrvalsverk hans
á sviði vatnslitatækninnar frá árum
áður í listhúsi sínu, Stöðlakoti.
Raunar segir listamaðurinn, að
þetta séu nokkrar myndir sem leg-
ið hafi í skúffu hjá sér líkt og í
pækli, og satt að segja virðast þær
og jafnframt íslensk myndlist hafa
haft afar gott af því. Fyrir hið
fyrsta er hér um að ræða mjög
vænlegt sýnishorn athafna Eiríks
á vettvanginum á þessum árum
og svo er fengur að hafa þær til
samanburðar eftir skoðun nýrri
verka hans í Hafnarborg.
Meginmáli skiptir þó, að hér er
um þýðingarmikla framkvæmd að
ræða í öðru samhengi, nefnilega
að sýningin opinberar að sitthvað
annað var að geijast á áratugnum
en helst hefur verið haldið fram á
undanförnum árum. Sjöundi ára-
tugurinn var einfaldlega svo um-
brotasamur að ekki er hægt að
setja hann allann undir hatt þess
sem gerðist undir lok hans, er hin
svonefnda „ofdekraða kynslóð“
ruddist fram með miklum látum
sem eingetin væri. í upphafi ára-
tugarins voru menn að hafna
strangflatarlistinni og takast á við
úthverft innsæi á óhlutbundinn
hátt og nefndist það „abstrakt
expressjónismi" og einnig „tac-
hismi“, en síðan komu fram áhrif
frá fundnum hlutum „Objekt tro-
uvé“ og fátæku efni í anda „moy-
ens pauvres" og „fluxus“, loks
„pop list“ og í lok áratugarins
yfirtók hugmyndafræðileg sam-
setning, hin svonefnda „konsept
list“ sviðið og réð ríkjum þar til
„nýja málverkið" ruddi sér rúms
í upphafi níunda áratugarins.
Allt mun þetta koma fram í
fyllingu tímans, og er sýningin á
vatnslitamyndum Eiríks Smith frá
árunum 1964-66, ásamt einni frá
1955, alveg óvart innlegg í mynd-
listarumræðu fortíðar, sem á mikið
erindi til nútímans til að greiða úr
listsögufræðilegum ruglingi.
Sömuleiðis á sýningin erindi til
nútímans í ljósi þess, að þessi léttu
og lifandi vinnubrögð sem einkenna
myndir Eiríks eru afrakstur
margra ára strits í listaskólum, sem
ofdekraða kynslóðin hefur kústað
úr kennslustofunum eins og mörgu
öðru sem menn voru aldir að þróa.
Það er vel skiljanlegt, að Eiríkur
hefur sett þessar myndir til hliðar
á sínum tíma, vegna þess að þá
voru menn sem óðast að stokka
upp í hlutunum og fígúran aftur
að komast inn í myndina sem full-
gildur tjámiðill eftir langt hlé. En
menn taki eftir því, hve ferskar
og upplifaðar myndirnar eru og
ekki er sjáanlegur minnsti vottur
þess að listamaðurinn sé kominn
að endamörkum og hafi tæmt
möguleikana. Hefði verið meira
en fróðlegt að vita framhaldið ef
hann hefði haldið áfram á sömu
braut, og sú spurning verður því
áleitin hvort það sé nokkur skyn-
semi í því, að varpa á þennan
hátt fýrri viðhorfum fyrir róða eins
og menn hafa lengi gert í norðrinu
og þá einkum í ljósi þess, að áhrifa-
valdarnir á meginlandinu fóru allt
öðru vísi að. það þjónaði frekar
þörf listhúsanna ytra fyrir veltu,
að eitthvað nýtt og forvitnilegt
kæmi á markaðinn, og í framhald-
inu er enn spurn hvort margur
hafi ekki fyrir misskilning frekar
verið að eltast við markaðshyggju
og fræðikenningar en jarðtengdar
núlistir? Sjálfír áhrifavaldarnir
tóku fæstir slíkar kollsteypur, svo
sem menn urðu að gera í norðrinu
til að vera inni í myndinni, og eru
í raun sumir enn að í hárri elli.
Hvað sem öllum vangaveltum
líður er það ekki einungis áhri-
farík og falleg sýning sem Hulda
Jósefsdóttir hefur sett upp í húsa-
kynnum sínum, heldur skýrir hún
listasöguna um leið, og á erindi
til allra sem fylgjast vilja með
grómögnum íslenskrar myndlistar.
Bragi Ásgeirsson
BðKMENNTIR
Ljóð
SAMFELLA
Sundurlokin samfella
eftir Steinþór Jóhannsson. Fjölvi
1995 — 45 bls. Daði Guðbjörnsson
gerði kápuskreytingu.
ÞAÐ er dálítið erfitt að henda
reiður á efni nýrrar bókar Stein-
þórs Jóhannssonar, Samfella.
Augljóst er þó að samskipti kynj-
anna og ástir undir suðrænni sól
gegna þar veigamiklu hlutverki í
skugga ástríðufullrar karl-
mennskuímyndar og kaldhæðni.
Líklegast er þó einfaldast að lýsa
efninu sem samtíningi; spaklegum
vangaveltum, orðaleikjum, ástar-
kvæðum, tvíræðum kvæðum,
ferðalýsingum, minningum og
ádrepum. Samfellan í bókinni á
sem sé engan veginn við um efn-
ið. í heildina tekið er hún frekar
sundurlaus og kvæðin dálítið mis-
jöfn að gæðum.
Steinþór er hugmyndaríkt
skáld og oft tekst honum þokka-
lega að klæða hugmyndir sínar í
búning ljóðsins. Stundum lánast
honum að byggja upp sannfærandi
nýgervingu eins og í kvæðinu Hún
og sumar ádrepurnar eru hnittnar
og þrungnar kaldhæðni. í kvæðinu
Óraunsæi segir svo:
Að treysta á óraunsæi
sér til framfæris
hefur sjaldnast gefist vel
nema í útgerð
sem á ekki að bera sig.
En greidd af þriðja aðila
samviskulaust.
Steinþór leikur sér títt með
myndir og orð og á bersýnilega
auðvelt með að tengja saman ólík-
legustu myndsvið. En þó ber við
að mælska hans kæfi ljóðneistann,
t.a.m. í titilljóðinu sem er of yfir-
fullt af yfirlýsingum um gildi ást-
arinnar til þess að
geta talist vel heppnað
ljóð. Þess utan er
Steinþór stundum
missifengur í mynd-
smíðinni. í einstaka
Ijóði gengur mynd-
sköpunin hreinlega
ekki upp. Dæmi um
þetta er ljóðið Kast-
alavörnin þar sem
fram kemur áhersla
skáldsins á ástarsigra
og holdlega karl-
mennskuímynd:
Með kampavíni og kavíar
koðnaði kastalavömin.
Sundurlokin samfella
hengibrúin fallin.
Vandi fylgir vegsemd hverri
Þörf er á hörðum beinum
í góðu ári
Láta ei spillast af
Steinþór
Jóhannsson
sigurvimu.
Axla ábyrgð ávinnings.
Úr megi vaxa hamingjujurt
með velfamaðar angan.
Upphafslíkingarnar
um fallna hengibrú og
sundurlokna samfellu
eru ísmeygilegar túlk-
anir karlmennsku-
sigra. Orðatiltækin
sem á eftir fylgja
gætu gengið sem
kaldhæðni en lokalík-
ingin fellur einhvern
veginn ekki að _upp-
hafslíkingunni. Ég á
a.m.k. erfitt með að
ímynda mér að ham-
ingjujurt með velfarnaðar angan
vaxi upp úr sundurlokinni samloku
eða fallinni hengibrú. Kvæðið
verður fyrir bragðið nykrað og
Nýjar bækur
• NOTK UN námsefnis í 10-12
ára deildum grunnskóla og við-
horf kennara ognemenda til
þess er eftir Ingvar Sigurgeirs-
son.
Ritið byggir að hluta til á dokt-
orsritgerð höfundar sem hann varði
við Sussex háskóla
1992. Fjölmörgum
aðferðum var beitt
við gagnaöflun,
m.a. vettvangsat-
hugunum í 20
bekkjardeildum í
tólf skólum þar
sem fylgst var með
kennslu í hálfan
mánuð samfellt í
hverri deild. Mun
þetta vera ein umfangsmesta rann-
sókn af þessu tagi sem gerð hefur
verið hér á landi en alls var fylgst
með kennslu hjá 120 kennurum.
Gerð er grein fyrir heildarniður-
stöðum, m.a. notkun námsefnis eft-
ir skólum og námsgreinum og fjall-
að um notkun mismunandi kennslu-
gagna, kennslutækja og kennslu-
leiðbeininga, auk þess sem viðhorf-
um kennara og nemenda er lýst.
Höfundur hefur haldið_áfram
rannsóknum á notkun námsefnis
og gerði 1994 könnun á viðhorfum
skólastjóra og kennara til nýs
námsefnis. Helstu niðurstöðum
könnunarinnar, sem náði til 200
grunnskóla, er lýst í skýrslunni
Notkun námsefnis og viðhorf til
Námsgagnastofnunar í 200 grunn-
skólum sem Rannsóknarstofnun
Kennaraháskólans hefur eirinig gef-
ið út. Ritin eru bæði fáanleg í Bók-
sölu kennaranema og hjá Rann-
sóknarstofnun Kennaraháskóla ís-
lands.
Ingvar
Sigurgeirsson
ósannfærandi, jafnvel sem skopá-
deila.
Mun betur tekst skáldinu upp
þegar það kveður í senn karl-
mennskuímyndina og mælskuna í
kvæðinu Parísargata númer 9.
Kvæðið er ólíkt öðrum kvæðum
bókarinnar og lengi vel flaug mér
í hug að skáldið væri hér að skop-
ast að ljóðrænum kveðskapi sam-
tímans en vona að svo sé ekki:
í gegnum þyt tijánna
fannst raér ég heyra
fótatak þitt.
Yndi minna augna.
Arum seinna í öðru landi.
Samfella er í heildina tekið dá-
lítið sundurlaus bók og kvæðin
misjöfn að gæðum. Skáldið er að
sönnu hugmyndaríkt og sum
kvæðin eru hnittin og vel gerð en
í öðrum kvæðum er eins og mælsk-
an taki völdin af höfundinum auk
þess sem sums staðar örlar á
flausturslegum vinnubrögðum.
Skafti Þ. Halldórsson.
Alla miðvikudaga fyrir kl. 16:00.
Til mikils að vinna!