Morgunblaðið - 20.09.1995, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Alþjóðleg
menningarsýn
HEIMAR hinna
ýmsu listgreina geta
verið eins og lokuð bók
eða texti, sem við
fáum ekki skilið nema
með leiðsögn. í ferð
með kunnáttumanni
opnast okkur nýjar
víddir.
í síðustu viku var
bókmenntahátíð hér í
Reykjavík. Á því
ferðalagi um lendur
hins ritaða orðs hafa
margir orðið fyrir dýr-
mætri reynslu. Í bók-
menntum höfum við
hiklaust getað borið
okkur saman við hið besta. Þar
höfum við átt heimslist. íslensk
menning hefur um aldir verið skil-
greind á grundvelli bókmennta.
Tungan og orðsins list hafa mótað
gildi menningar okkar.
Kvikmyndin Tár úr steini stað-
festir, að íslensk menning er ekki
aðeins alþjóðleg í bókmenntum. í
henni er brugðið listrænni birtu á
kafla úr lífi tónskáldsins Jóns
Leifs. Ég tek undir með Erlendi
Sveinssyni, þegar hann segir í
Morgunblaðinu 17. september, að
í lok frumsýningar myndarinnar
hafi Iegið í loftinu „að frá og með
þessari stundu vorum við Islend-
ingar orðnir margfalt ríkari en við
vorum fyrir“. Miklir hæfileika-
menn hafa opnað okkur nýja sýn
á menningu okkar.
Ævi Jóns Leifs er óþijótandi
efniviður í dramatískt verk. í kvik-
myndinni er sögð saga, sem skír-
skotar til reynslu milljóna manna
á tímum nasismans og síðari
heimsstyijaldarinnar. Þar er einnig
af næmleika tekið á
samskiptum Jóns við
nasista. Er löngu
tímabært, að þessum
þætti úr lífi íslensks
listamanns séu gerð
skij í kvikmynd.
í myndinni er kynnt
list stórhuga tón-
skálds, langt á undan
íslenskri samtíð sinni.
Kynntur er sá kafli
íslenskrar menningar-
sögu á 20. öldinni,
þegar íslendingar fá
aðra útrás fyrir list-
sköpun sína en að
festa stafi á blað.
Þannig er að verki staðið í kvik-
myndinni Tár úr steini, að hún
eykur skilning á tónsmíðum Jóns
Leifs. Er stórkostlegt að sjá og
heyra enduróm íslenskrar náttúru
í list hans.
Myndin dregur fram, hve ótrú-
legt er, að Jón Leifs og aðrir íslend-
ingar hefðu hug og þor til að helga
sig tónsmíðum á fyrstu áratugum
aldarinnar. Á fjórða áratugnum
tókst Jóni Leifs ekki að fínna hér
hljómlistarmenn til að flytja verk
sín. Raunar er það varla fyrr en
eftir lát hans 1968, sem íslenskar
hljómsveitir hafa burði til þess.
Hefðu menn ekki sett markið hátt
í tónlist, gætu íslendingar ekki enn
flutt tónsmíðar Jóns Leifs. Til þess
þurfum við öfluga sinfóníuhljóm-
sveit og enn höfum við ekki heyrt
öll tónverk hans.
Þegar litið er yfir 100 ára sögu
kvikmyndarinnar, er ljóst, að Is-
lendingar urðu seinna þátttakend-
ur í henni en margar aðrar þjóðir.
Þar eins og endranær höfum við
íslenskar bókmenntir
eru ekki hluti jaðar-
menningar, segir
Björn Bjarnason,
þegar hann fjallar um
alþjóðlega menningar-
sýn í tilefni af kvik-
myndinni Tárúrsteini.
þó átt menn, sem voru á undan
samtíð sinni. Á undarlega skömm-
um tíma hafa síðustu ár verið
framleiddar margar íslenskar kvik-
myndir, sem eru gjaldgengar hvar
sem er. Upp úr þeim jarðvegi er
nú sprottið nýtt listaverk Tár úr
steini. Erlendur Sveinsson hefur
fært sannfærandi rök fyrir því, að
myndin breyti mælikvarðanum og
setji íslenskri kvikmyndagerð nýtt
viðmið, kennt við heimslist.
Við íslendingar höfum aldrei
viðurkennt, að bókmenntir okkar
séu hluti jaðarmenningar. Alþjóð-
legar hátíðir rithöfunda og bók-
menntamanna eru til þess fallnar
að staðfesta réttmæti þeirrar skoð-
unar. Á öðrum sviðum á alþjóðleg
menningarsýn einnig að ráða af-
stöðu okkar. Kvikmyndir eru
áhrifamesti og útbreiddasti miðill
líðandi stundar. Enn hefur sann-
ast, að íslenskur efniviður og ís-
lensk listsköpun dugar til stórra
afreka.
Höfundur er menntamilaráð-
herra.
Björn Bjamason
Frjálshyggjan
og áfengismálin
HVAÐ er fijáls-
hyggja? Það virðist
velkjast fyrir fólki. Frá
mínum bæjardyrum
séð er hún fólgin í því
að frelsi til athafna í
þjóðfélaginu sé sem
minnst takmarkað,
enda sé þess gætt að
viðkomandi starfsemi
valdi ekki öðrum tjóni
umfram það sem getur
gerst í eðlilegri sam-
keppni þar sem aðilar
standa réttarlega jöfn-
um fæti. Þá má frjáls-
hyggjan ekki vera rá-
nyrkja sem skilur eftir
sig ógróin sár í nátt-
úruauðlindum og eða skaðar heilsu
fólks. Allt slíkt ber viðkomandi at-
vinnugrein að bæta svo að ekki
falli kostnaður af starfseminni yfir
á aðrar atvinnugreinar eða samfé-
lagið í einni eða annarri mynd. Þá
er það styrkur til starfseminnar sem
veldur mismunun og er andstæð
fijálshyggjuhugsuninni.
Undir þetta ættu flestir
að geta tekið
Mjög er kallað á aukið frelsi á
ýmsum sviðum. Þó er einkum um
það að ræða að fólk vill í friði geta
rekið ábatasama starfsemi.
Að undanförnu hafa verið hávær-
ar raddir um að fá aukið frelsi í
sambandi við viðskipti með áfengi.
Þar virðast menn sjá góða hagnað-
arvon. Áfengi er fíkni-
efni sem er mjög
ávanabindandi og
sviptir fjölda manns
sjálfstjórn þannig að
þeir ráða ekki við löng-
un sina í að komast í
vimuástand svo að
neyslan fer úr böndum
og önnur harðari vímu-
efni koma inn í mynd-
ina svo að bæði félags-
legt tjón og heilsu-
brestur hlýst af. Kostn-
að af slíku tjóni þurfa
viðskiptin með áfengi
að bera. Á það við um
framleiðendur, seljend-
ur og neytendur.
Ríkið hefur rekið einkasölu
áfengis og haft af því nokkrar telq'-
ur. Nú er verið að slaka þar á og
gefa lausari tauminn. Aðhald ríkis-
ins minnkar þá og verður nánast
óvirkt. Það kæmi því til mála að
ríkið lækkaði sín gjöld af áfengi og
tæki aðeins eðlileg gjöld eins og af
öðrum viðskiptum. Þá gætu seljend-
ur lagt meira á vöruna og aukið
hagnað sinn en aftur á móti tækju
þeir ábyrgð á kostnaðarlegum af-
leiðingum áfengisneyslunnar bæði
fjármunalega, félagslega og
heilsufarslega. Þá fara saman
stjórn og ábyrgð í sambandi við
neyslu og sölu áfengis og eftirlitið
yrði innbyggt í starfsemina sjálfa
og það jafnvægi ætti að nást að
gjöld fari ekki fram úr tekjum og
Háværar raddir hafa
verið um það, segir
Páll V. Daníelsson,
að fá aukið frelsi í
sambandi við viðskipti
með áfengi.
frelsið sem fólk er að Ieita eftir í
þessum málum ætti að vera tryggt.
Hlutverk ríkisins væri svo í því
fólgið að sjá um að starfsemin færi
fram með eðlilegum hætti eins og
önnur atvinnustarfsemi í þjóðfélag-
inu.
Að fínna rétta kostnaðinn ætti að
vera hægt og á mörgum sviðum er
það auðvelt. Má t.d. nefna, meðferð-
armál, umferðartjón, útköll lögreglu
vegna ölvunar, slys og ofbeldisverk
o.fl. Sumt er aftur á móti meira
matsatriði eins og heilsutjón, vinn-
utap o.fl. en í því efni ætti að vera
hægt að fá bæra úrskurðaraðila.
Eg tel að hér geti verið um gott
mál að ræða þar sem beitt yrði
nútímaupplýsingum sem ættu að
geta orðið sæmilega öruggar. Þessi
atvinnugrein mundi þá njóta sann-
mælis og að ekki þurfi að deila um
hver hafi gróðann og hver tapið.
Hvort tveggja yrði á einni hendi.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Páll V.
Daníelsson
Viðræður eru
upphaf alls
ÉG ER mjög ánægð-
ur með að fá þetta þýð-
ingarmikla tækifæri til
að hitta og ræða við
góða vini mína hér í
Reykjavjk um sjálfbæra
þróun og komandi kyn-
slóðir. Alveg frá fyrstu
heimsókn minni til ís-
lands hefur fólkið,
landslagið og saga
þessarar merkilegu
þjóðar verið mér kær.
Mér lék því hugur á að
stofna tjl ítarlegra rök-
ræðna milli íslenskra og
japanskra félaga minna
sem 'gætu orðið báðum
aðilum gagnlegar. Með slíkum rök-
ræðum gætum við á skapandi hátt
dýpkað skilning okkar á úrlausnar-
efnum framtíðarinnar. Ég er sérstak-
Ég vona, segir Tae-
Chang Kim, að við-
ræður milli íslenskra
og japanskra félaga
minna geti kallað fram
uppbyggjandi og
jákvætt hugarfar.
lega ánægður yfir því að þessar hug-
myndir éru nú að verða að veruleika.
Þijú mikilvæg atriði munu ein-
kenna þessar fyrstu viðræður okkar
í milli. Hið fyrsta er mikilvægi um-
ræðuefnanna, en þær gefa til kynna
megináherslur hvors aðila fyrir sig.
íslensku fulltrúarnir telja að brýnast
sé að taka á dagskrá málefni sem
tengjast sjálfbærri þróun. Félagar
mínir frá Japan vilja hins vegar líta
á hin ýmsu vandamál með hliðsjón
af umhyggju okkar fyrir komandi
kynslóðum. Ég hygg að báðum aðil-
um sé það sameiginlegt að vilja tala
um framtíð íslands, Japans og alls
heimsins með þeim hætti að framtíð-
in verði bjartari bæði fyrir núverandi
og komandi kynslóðir. Er það ekki
hin eiginlega merking
„sjálfbærrar þróunar"?
Annað atriðið tengist
sköpun nýrra tækifæra.
Ég er sannfærður um
að viðræður séu upphaf
alls, jafnt góðs sem ills.
Ég vona að viðræður
milli íslenskra og japan-
skra félaga minna geti
kallað fram uppbyggj-
andi og jákvætt hugarf-
ar og leiði til áframhald-
andi samskipta sem
verði báðum aðilum til
hagsbóta. Að hitta góða
vini er að mínu viti til-
valin aðferð til að opna
mönnum nýjar leiðir í hugsun og
breytni.
Þriðja atriðið sem ég vil nefna er
mikilvægt hlutverk Reykjavíkur við
að skapa nýja sýn fyrir nýja öld. I
Reykjavík hittust Reagan Banda-
ríkjaforseti og Gorbatsjov leiðtogi
Sovétríkjanna. Viðræður þeirra
mörkuðu upphafíð að endalokum
kalda stríðsins. Annar fundur, í þetta
skipti milli menntamanna sem láta
sér annt um framtíðina og búa yfír
hugrekki og hugsjónum, kann að
vera lítið en þýðingarmikið skref í
átt til þess að segja skilið við gamlar
hugmyndir um samfélagið og hag-
kerfíð og fínna nýjar í þeirra stað.
Hinn virti breski sagnfræðingur
E.H. Carr skilgreindi söguna sem
samræðu milli nútíðar og fortíðar.
Þar með gaf hann til kynna hve mikil-
vægt það er þegar sagan er skrifuð
og sköpuð hvar maður er staddur í
tíma. Ég tel hins vegar að sagan sé
samræða milli framtíðar og fortíðar.
Hugmyndir þínar um framtíðina segja
mikið um það hvemig' þú skilur og
lýsir fortíðinni. Því nútíðin er hverful
andrá sem aðeins er hlekkur milli
fortíðar og framtíðar, milli þess sem
þú hefur gert og þess sem þú sækist
eftir að gera. I mínum augum, að
minnsta kosti, gera þessi þijú atriði
það að verkum að fundur okkar er
afar þýðingarmikill.
Höfundur er forseti Jnstitute for
the integrated studies of future
generations í Kyoto.
Tae-Chang Kim
Hvers vegria að halda
ráðstefnu um komandi
kynslóðir á Islandi nú?
NÚ ÞEGAR aðeins
fimm ár eru til loka tutt-
ugustu aldar teljum við
frumskyldu okkar að
leggja mat á afrakstur
þessa tímabils og leita í
senn nýrra grundvallar-
viðhorfa og allsheijar
gilda sem hæfa tuttug-
ustu og fyrstu öldinni.
Tuttugasta öldin hef-
ur verið tímabil vísinda-
legrar þekkingar: Við
höfum einbeitt okkur að
tæknilegri og efnahags-
legri framsókn. Á sviði
stjórnmálanna hafa
þjóðir heims reynt að
Kasuhiko Yazaki
yfírgnæfa hveija aðra með þvi að
efla hernaðarmátt sinn. Því má kalla
þetta árhundrað „öld valdsins".
Á ísland hófst það ferli,
segir Katsuhiko Yaz-
aki, sem leiddi til enda-
loka kalda stríðsins.
Nú á dögum, sem andsvar við fort-
íðinni, er í menntun okkar lögð stöð-
ugt meiri áhersla á mikilvægi sjálf-
verunnar. Við lítum á sjálfið sem
eina heild og drögum skörp skil milli
sjálfsins og hinna. Við
höfum lært að einangra
okkur, að útiloka okkur
frá öðrum. Sókn allra
eftir eigin gróða skapar
þjóðfélag þar sem sam-
band okkar við aðra er
gleymt og grafið. Því
hefur menning tuttug-
ustu aldar einkennst af
valdabaráttu þar sem
persónulegum gróða og
eigingimi er viðhaldið.
Á ísland hófst það
ferli sem leiddi til enda-
loka kalda stríðsins
milli Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna. Sem við
yfírgefum tímabil valdabaráttunnar
verðum við að lifa meðvituð um að
við erum öll borgarar jarðarinnar,
að við verðum að keppa að því að
skapa fyrirmyndar samfélag á
grundvelli samvisku okkar og breytni
til þess að tryggja velferð komandi
kynslóða. Við verðum að innleiða
nýtt tímabil skilnings og athafna sem
einnig mun opna augu annarra. Við
vonum einlæglega að ráðstefnan um
komandi kynslóðir á íslandi verði
þýðingarmikill áfangi á leið okkar
að þessum markmiðum.
Höfundur er sijórnarformaður
Future Generations Alliance Fo-
undation í Kyoto.