Morgunblaðið - 20.09.1995, Page 21

Morgunblaðið - 20.09.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 21 AÐSENDAR GREINAR Menntun til að glíma við breytingar Örn Jóhannsson UNGT fólk sem hóf starfsnám í fram- haldsskóla nú á haust- dögum kemur væntan- lega á vinnumarkað eftir aldamót. Hraðar breytingar undanfar- inna ára á tækni og markaðsaðstæðum ættu að hafa kennt okkur að búa þessa nemendur undir að glíma við enn meiri breytingar. Það er brýnt að iðnaðarmenn séu betur í stakk búnir til að takast á við breytingar og tileinka sér nýjungar og búi yfir nægilegri almennri kunnáttu til þess. Það dugar ekki að nánast einskorða kennslu þessa unga fólks við iðn- grein, sem hætt er við að verði úrelt á nokkrum árum ef almenn kunnátta þeirra dugar ekki til að tileinka sér ófyrirséðar tækninýj- ungar og breytingar á starfsað- stæðum. Úr blindgötu í alfaraleið Auka þarf veg og virðingu starfsnáms þannig að góðir náms- menn telji það álitlegan kost. Það er mikilvægt að við setningu nýrra Það er brýnt að iðnaðar- menn séu betur í stakk búnir til að takast á við breytingar og tileinka sér nýjungar og búi yfir nægilegri almennri kunnáttu til þess, skrif- ar Orn Jóhannsson, og lýsir hugmyndum Sam- taka iðnaðarins um breytingar á starfsnámi. laga um framhaldsskóla verði þetta haft að leiðarljósi og hætt að líta á nemendur, sem vilja í starfsnám, sem afgangsstærð í menntakerf- inu. Iðnnám hefur verið blindgata í skólakerfinu og þrengt að mögu- leikum nemenda til að breyta ákvörðunum sínum síðar eða halda áfram námi. Þannig getur það ekki haldið áfram. Starfsnám ætti frek- ar að vera svo gott að flestir nem- endur teldu hag sinum best borgið þar. Því er ekki að leyna að einstaka atvinnurekendur vilja halda iðn- náminu í fjötrum lágmarksmennt- unar, sennilega vegna þess að þeir halda að þannig fái þeir stöðugra vinnuafl, fólk sem heldur ekki áfram námi eftir iðnnám. Og innan launþegahreyfingar hefur því ein- staka sinnum verið haldið fram að betur menntað fólk myndi ryðja þeim sem fyrir eru út af vinnu- markaði. Slík skammtímasjónarm- ið valda iðnaðinum hins vegar ómældum skaða til lengri tima þar sem þetta stendur í vegi fyrir þróun á tækni og vinnuaðferðum. Illa menntað starfsfólk á jafnan erfitt með að tileinka sér nýjungar og reynir jafnvel að standa í vegi fyr- ir þeim. Ný framhaldsskólalög tækifæri til breytinga Til þess að snúa þessari þróun við hafa Samtök iðnaðarins lagt til að gerðar verði breytingar á frum- varpi til laga um framhaldsskóla. Lagt er til að allt iðn- nám heijist með al- mennri tveggja ára starfsnámsbraut með skýr markmið og skil- greindan kjarna með áherslu á tölvur og gagnavinnslu, um- hverfismál, gæði og þjónustu, samskipti, hönnun og skapandi hugsun - allt með verklegu ívafí. Síðast en ekki síst skal kenna íslensku, erlend tungu- mál og raungreinar auk bóklegra og/eða verklegra sérgreina starfsgreinaflokka. Að lokinni þessari almennu starfsnámsbraut taki nemendur sérstakt framhalds- skólapróf og geti þá staldrað við eða haldið áfram námi í iðngrein eða starfsgrein þar sem áhersla yrði lögð á vinnustaðanám og/eða nám á skólaverkstæði. Að loknu faglegu námi geti nemendur bætt við sig tveggja anna námi til stúd- entsprófs. Þeim nemendum, sem aðeins vilja verða sér úti um al- . mennan grunn til að stunda t.d. aðstoðarstörf í hinum ýmsu starfs- greinum, gæfist kostur á tveggja ára almennu starfsnámi sem lyki með framhaldsskólaprófinu. Með þessum breytingum myndi það vinnast, að starfsnám yrði álit- legur kostur fyrir miklu fleiri nem- endur, þar á meðal marga góða námsmenn, sem nú velja frekar bóknámsbraut. Með því að skil- greina tveggja anna viðbótarnám til stúdentsprófs eftir sveinspróf þá tæki það aðeins fimm ár að verða sér úti um bæði starfsrétt- indi í ákveðinni starfsgrein og stúd- entspróf sem veitir möguleika til háskólanáms. Þetta gæti leitt til þess að fleiri háskólamenn hefðu starfsnám að baki og yrði það ör- ugglega til hagsbóta fyrir atvinnu- lífið. Lítil tengsl háskólamanna við atvinnulífið hafa verið bagaleg. Jafnframt því að bæta iðnnám- skerfið á framhaldsskólastigi þarf nauðsynlega að fá inn í iðngreinar háskólamenntað fólk sem hefur frekari forsendur til að takast á við breytingar og miðla þekkingu til samstarfsmanna. Útbúa þarf námsskipulag sem gerir þeim það kleift með einföldum hætti, jafnvel í tengslum við nám í einstökum greinum háskólans í t.d. verk- fræði, tölvufræði og matvælafræði. Fjölbreyttara starfsnám Auk þess að bæta almenna kunnáttu iðnaðarmanna þarf að stórfjölga möguleikum til annars starfsnáms en innan löggiltra iðn- greina. í þeim efnum hlýtur athygl- in að beinast að þörfum verk- smiðjuiðnaðar, fiskvinnslu og versl- unar og þjónustu. Gera þarf nám í löggiltum iðngreinum og annað starfsnám jafnrétthátt og hætta þar með að láta skammtímahags- muni einstakra löggiltra starfs- stétta stýra þróun starfsnáms í landinu. Islenskt atvinnulíf og iðn- aður sérstaklega þarf á því að halda að menntun starfsmanna sé meiri og betri. Samtök iðnaðarins lýsa sig reiðubúin til samstarfs við yfir- völd menntamála svo það megi tak- ast. Samvinna skóla og atvinnulífs aukin Unnið hefur verið að því að und- anförnu að stofna sérstakt Starfs- menntafélag sem gæti orðið vett- vangur skóla og atvinnulífs til sam- starfs um ýmis brýn verkefni á sviði starfsmenntunar. í þeim undirbúningi hefur það berlega komið í ljós, að ekki er öllum al- vara þegar talað er um nauðsyn samvinnu skóla og atvinnulífs. Af- staða Alþýðusambandsins til þessa samstarfs hefur valdið miklum von- brigðum. Samtök iðnaðarins og Samband iðnmenntaskóla eru hins vegar á meðal þeirra sem þarna ganga til samstarfs sem vonandi verður árangursríkt. Fræðslustofnanir vinni saman Á síðustu árum hefur eftir- menntun í iðnaði aukist mikið. Nægir í því sambandi að benda á öfluga starfsemi Prenttæknistofn- unar, Fræðsluráða inálm- og byggingariðnaðar og Rafiðnaðar- skólans. Þá er boðið upp á nám fyrir iðnaðarmenn til meistararétt- inda. Gróskan á þessu sviði er tals- verð og góður árangur hefur náðst. Það þarf hins vegar að gæta þess að ekki verði til tvöfalt starfs- menntakerfi í landinu, heldur þarf að samhæfa og samræma þá eftir- menntun sem boðin er hjá einstök- um starfsgreinum og í almenna skólakerfinu. Samtök iðnaðarins hafa haft frumkvæði að því að koma á fót „menntasetri iðnaðarins" í Húsi iðnaðarins við Hallveigarstíg. Þar verða nokkrar eftirmenntunar- stofnanir til húsa, þar á meðal Prenttæknistofnun og Fræðsluráð málmiðnaðarins. Einnig verður landsskrifstofa Leónardó-áætlunar Evrópusambandsins í menntasetr- inu með þjónustu við atvinnulífið. Menntasetrið verður vonandi til þess að þjónusta við atvinnulífið verði meiri og betri á sviði eftir- menntunar og þróunarstarfs og ber því glöggt vitni hvaða ábyrgð at- vinnulífið er tilbúið að axla í menntamálum. Höfundur er skrifstofustjóri Morgunblaðsins og á sæti í stjórn Samtaka iðnaðarins. * iéi ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR Er lífrænn landbúnað rétta leiði Lífrtenn landbúnaður — hollustay hreinleiki, gœði og umhverfisvernd Opinn, almennur fundur haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, á morgun fimmtudaginn 21. september kl. 8.30 árdegis. Frummælendur eru margir af helstu sérfræðingum veraldar í lífrænum landbúnaði. Þessir aðilar eru stjórnarmenn í alþjóðlegu lífrænu samtökunum IFOAM, sem eru staddir hér á landi á árlegum stjórnarfundi samtakanna. Frummælendur koma frá: Sri Lanka, Kenýa, Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku, Bandaríkjunum, Póllandi, Venezuela, Belgíu og Sviss. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir íslendinga til að kynna sér stöðu lífrænnar ræktunar í heiminum og fræðast um hvaða möguleika Islendingar hafa á þessu áhugaverða sviði. Umrœðuefiiið er: ♦ Hlutverk alþjóðasamtakanna IFOAM. ♦ Heimur lífræns landbúnaðar, myndasýning. ♦ Byrjað á jarðveginum. ♦ Lífrænn landbúnaður í Evrópu, Asíu, Afríku, Ástralíu, Suður-, Mið- og Norður-Ameríku. Hagfræði lífræns landbúnaðar. Ábyrgð á uppruna og gæðum. Markaðsstaða lífrænna afurða. ♦ ♦ ♦ ♦ Umræður: Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands. ♦ Vinsamlega skráið vkkur strax í dag. Þátttökugjald er kr. 2.300. Innifalið er kaffi og með því ásamt hádegisverði. Erindin verða flutt á ensku og þýdd jafnóðum fyrir þá sem þess óska. Skráning þátttöku er hjá Bændasamtökum íslands í síma 363 0300. Landbúnaðarráðuneytið - Bændasamtök íslands - Náttúruverndarár Evrópu 1995 - Áform - átaksverkefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.