Morgunblaðið - 20.09.1995, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
EIRÍKUR GÍSLASON
+ Eiríkur Gísla-
son fæddist í
Hafnarfirði 13. júní
1941. Hann lést á
heimili sínu í Kefla-
vík 13. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Gísli Gunnarsson
kaupmaður, f. 14.
nóvember 1876, d.
20. desember 1962,
og Guðlaug Eiríks-
dóttir, f. 12. febr-
úar 1895, d. 19. júní
*► 1977. Þau bjuggu á
Suðurgötu 74 í
Hafnarfirði. Eiríkur átti fimm
hálfsystkini, Konráð, Sigurð
(látinn), Málfríði Sigurborgu
(látin), Gunnar (látinn) og Val-
geir Ola (látinn).
Eiríkur kvæntist Eiríku Pál-
ínu Markúsdóttur frá Vest-
mannaeyjum 14. nóvember
1961. Þau eignuðust fjögur
börn: Ágúst Ár-
mann, vélstjóra í
Vestmannaeyjum,
f. 6.3. 1961, kvænt-
ur Mariu Trausta-
dóttur og eiga þau
tvö börn; Guðlaugu
Ásgerði, fóstru í
Þorlákshöfn, f.
23.3. 1962, gift
Magnúsi Þór Har-
aldssyni vélstjóra
og eiga þau þrjú
börn; Gisla, bryta á
Akranesi, f. 29.9.
1963, sambýliskona
hans er Erla Ólafs-
dóttir og eiga þau þrjú börn;
og Markús Auðun, sjómann í
Keflavík, f. 27.11. 1964, hann
á son með Þóru Bjarnadóttur
í Þorlákshöfn.
Útför Eiríks fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
FAÐIR minn byijaði ungur að
stunda sjóinn. Síðan var hann verk-
stjóri í Straumsvík, á Eyrarbakka
og víðar. Hin síðari ár var hann
starfsmaður hjá Fiskmarkaði Suð-
- - urnesja.
Pabbi var mikill barnavinur og
gaf sér alltaf tíma fyrir spjallið.
Einnig var hann mikill dýravinur.
Hjálpsamur var hann og vildi allt
fyrir alla gera. Við eigum eftir að
sakna hans mikið.
Guð veri með þér, elsku pabbi
minn, tengdapabbi og afi. Við þökk-
um þér samverustundirnar.
Gepum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má.
jt Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá.
Hryggðar myrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.
(H.P.).
Gísli, Erla og börnin.
í dag er kvaddur frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði tengdasonur minn,
Eiríkur Gíslason. Hann var fæddur
og uppalinn í Hafnarfírði og er nú
kominn heim til hinstu hvíldar eftir
langa íjarveru.
Ungur að árum kvæntist hann
Eiríku P. Markúsdóttur frá Vest-
mannaeyjum. Þau eignuðust fjögur
börn, sem öll eru uppkomin og eiga
eigið heimili. Þau hjón slitu nýlega
samvistum. Kynni okkar Eiríks
hafa varað um 30 ár og ég fínn
hjá mér þörf til að kveðja hann að
leiðarlokum.
Eiríkur var greindur maður og
vel að sér. Hann var verkhygginn
og verklaginn og hjálpsamur svo
af bar. Þess nutum við hjónin ríku-
lega. Þegar við vorum að byggja
okkur hús í Vestmannaeyjum á sín-
um tíma vann maðurinn minn
gjama við það í frítímUm sínum.
Oft kom Eiríkur eftir að hafa lokið
sínu dagsverki og tók til hendi með
Vilt þú kynnast starfsemi
ungmennahreyfingar
Rauða krossins?
Ungmennahreyfing Rauða
kross íslands er vettvangur
fyrir ungtfólk, sem vill starfa
að mannúðarmálum í
sjálfboðavinnu.
Kynningarnámskeið verður
haldið af Reykjavíkurdeild
URKI dagana 21. sept. og
helgina 22.-24. sept., en þá
verðurfarið út úr bcenum.
Dagskrá: Kynning á starfi
Rauða kross íslands og URKÍ innanlands og á alþjóðavettvangi.
Eftirfarandi hópar og verkefni verða sérstaklega kynnt.
Húshópur: Starfar í tengslum við Rauðakrosshúsið, neyðarathvarf og
ráðgjöf fyrir börn og unglinga.
Alþjóðahópur: Fyrir þá, sem hafa áhuga á alþjóðatengslum.
Félagsmálahópur: Starfar m.a. í tengslum við Kvennaathvarfið.
Vinahópur: Starfar aðallega í tengslum við Vin, athvarfi fyrir geð-
fatlaða.
Skyndihjálparhópur: Markmið hans er að standa fyrir markvissri
þjálfun í skyndihjálp, taka að sér sjúkragæslu á uppákomum, ásamt því
að tengjast fjöldahjálparstöðvum í neyðarvarnaskipulagi.
Barnastarf: Þetta er ekki barnagæsla, heldur skemmtilegt og gefandi
fræðslustarf með yngstu kynslóðinni.
Unglingastarf: Eldri sjálfboðaliðar slást í för með unglingunum okkar í
fjölbreyttu starfi.
Skammtímaverkefni: Alþjóðlegar sumarbúðir, safnanir o.fl.
Annað: Útivera, félagslíf, ferðalög, fræðsla, námskeið og ráðstefnur.
Námskeiðsstaður og tími: Þverholt 15, Reykjavik, fimmtudaginn
21. september kl. 20.00.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu URKÍ
í síma 552-2230
milli kl. 13.00 og 17.00 virka daga.
Ungmennadeild
Reykjavikurdeildar
Rauöa kross íslands
tengdaföður sínum. Það þurfti ekki
að bæta um verkin hans. Ómetan-
lega hjálp veittu þau hjónin okkur,
þegar við, eins og allir Vestmanna-
eyingar, þurftum að flytja til lands
vegna eldgossins 1973. Þau bjuggu
þá á Eyrarbakka og til þeirra fórum
við og dvöldum í góðu yfirlæti uns
okkar mál skýrðust.
Eiríkur fór fleiri en eina ferð út
í ósköpin sem þá gengu á í Vest-
mannaeyjum til að sækja húsmuni
okkar og ýmsar eigur aðrar, að
ógleymdum verkfærunum hans
Markúsar. Allt þetta geymdi hann
og varðveitti meðan þörf krafði.
Við vorum áhyggjulaus um það.
Auðvitað lét kona hans ekki sitt
eftir liggja um þessa hjálp alla, því
hún gerði jafnan góðan hlut hans
betri. Þegar við svo, að þessu af-
stöðnu, innréttuðum okkur húsnæði
á nýjan leik vildi svo til að Eiríkur
var við störf í Vestmannaeyjum og
kom þá aftur við sögu, breytti,
bætti og lagaði.
Trúlega höfum við sagt þakka
þér fyrir þegar hann kvaddi á kvöld-
in, en hvernig sem á því stendur
minnist ég þess ekki öll þessi ár
að þar hafi komið tali okkar Eiríks
að ég hafi sérstaklega tjáð honum
þakkir fyrir einstaka hjálpsemi og
vinskap, sem hann alltaf sýndi okk-
ur hjónunum.
Þetta átti ég ósagt.
Þakka þér fyrir, Eiríkur. Vertu
blessaður og sæll.
Anna Friðbjarnardóttir.
Æskuvinur minn og frændi Eirík-
ur Gíslason er allur, aðeins 54 ára
gamall, og því alltof fljótt kvaddur
til annarra starfa í öðrum heimi.
Þegar ég rifja upp okkar kynni kem-
ur fyrst í hugann bernska okkar og
æska í Hafnarfírði fyrir hartnær 50
árum, þegar pabbi Eiríks, afí minn
Gísli Gunnarsson, bjó sveitabúi þar
sem nú er Suðurgata 74. Kýr, hest-
ar, heyannir og öll þau verk sem
tilheyra búskap voru bemskuminn-
ingar hans.
Eg minnist reiðtúra okkar á Ós-
eyri, ég minnist ótal njósnaferða,
leynistaða, óleyfilegra og leyfilegra
ferða okkar í rabarbara- og rófu-
garða heimilisins, hláturs okkar og
pískurs, og alls þess sem strákar
gera og aðhafast á sínu bernsku-
skeiði, þegar allir hlutir eru nýir
og spennandi.
Það er gott að eiga slíkar minn-
ingar um góðan vin og félaga. Ég
minnist gleði Eiríks yfir að eignast
eitthvað, og ég minnist sorgar hans
yfir að glata einhveiju, eðlisþættir
sem alltaf fylgdu honum og voru
óvenju strekir í fari hans.
Eiríkur gekk í skóla hinna ka-
þólsku systra sem starfaði um ára-
bil við St. Jósefsspítala í Hafnar-
firði. Hann minntist þeirra ávallt
með hlýjum huga og virðingu.
Á skólaárum okkar í Flensborg
var Eiríkur mjög virkur í öllu
skemmtanalífi og félagslífi skólans,
hann var hrókur alls fagnaðar þar
sem unglingar komu saman. Minn-
ingar hans um þessi ár vom honum
kærar og mikils virði.
Snemma hneigðist hugur hans að
sjó og físki enda eðlilegt hjá ungum
manni í Hafnarfirði í þá daga þar
sem afkoma flestra snerist um físk
og fískafurðir. Eiríkur fór því
snemma til sjós, og var ýmist á
bátum eða togurum. Á þessum áram
kynntist Eiríkur eftirlifandi konu
sinni, Eiriku Pálínu Markúsdóttur,
ættaðri frá Vestmannaeyjum, mikilli
mannkostakonu, sem var manni sín-
um ljós hans og ylur, svo og sverð
hans og skjöldur á dimmum dögum.
Eiríkur og Sissa hófu búskap í
Hafnarfirði, en hafa auk þess búið
í Vestmannaeyjum og á Suðumesj-
um. Þegar Eiríkur hætti sjósókn hóf
hann vinnu sem verkstjóri við fisk-
vinnslu. Hann aflaði sér sérþekking-
ar á þessu sviði og gerðist fljótt
eftirsóttur verkstjómandi við fisk-
vinnslu. Við slík störf starfaði hann
að mestu til æviloka. Slys og óáran
af ýmsu tagi er nokkuð sem við öll
vildum vera án, en fæstir sleppa
alfarið við, svo var og farið með
mínum, sem fékk stóran, alltof stór-
an skerf af slíku.
Hér verður hann kært kvaddur,
og Guði falinn.
Sissu, börnum þeirra og vinum
öllum og vandamönnum votta ég
samúð mína og bið alföður að sefa
sorg þeirra.
Jósep Benediktsson.
Enginn veit sína ævina fyrr en
öll er. Þegar við fengum þær fregn-
ir 13. þessa mánaðar, að Eiríkur
Gíslason frændi og vinur væri all-
ur, þá vildum við ekki trúa því, að
maður á besta aldri hefði verið
hrifinn á brott svo snöggt. Eiríkur
var mjög tryggur og trúr vinum
sínum, vildi öllum gott gera, og
var mjög raungóður. Þeim sem
minna máttu sín sýndi hann ávallt
hjálpsemi og greiðvikni. Hann var
gæddur næmri kímnigáfu og átti
gott með að sjá og greina það bros-
lega í lífinu. Snyrtimennska var
honum í blóð borin, og naut hann
þess að vera vel klæddur. Eiríkur
+ Sigurður Sörensson, fv.
hafnsögumaður, fæddist í
Stykkishólmi 27. september
1920. Hann lést á heimili sínu
í Stykkishólmi 27. ágúst síðast-
liðinn og fór útför hans fram
frá Stykkishólmskirkju 2. sept-
ember.
MEÐ fáum orðum vil ég minnast
Sigurðar sem var Breiðfirðingur
og kunni því best að vera í nám-
unda við sjóinn og eyjarnar sem
hann ólst upp við og lærði að þekkja
betur en flestir aðrir.
Kynni okkar Sigurðar hófust þeg-
ar ég varð sveitarstjóri og hann
starfaði sem hafnsögumaður og
hafnarvörður hjá Stykkishólmsbæ.
Starf hafnsögumanns í Stykkis-
hólmi og við innanverðan Breiða-
fjörð er hvorki auðvelt né létt og
ekki heiglum hent. Sigurður nam
þekkingu á siglingaleiðum af fóstra
sínum, Oddi Valentínussyni, sem
hann var kenndur við sem Diddi
Odds og hafði hann gaman af að
segja frá mörgum sögulegum ferð-
um sem hann fór um Breiðafjörð-
inn. Sigurður var mikill sögumaður,
naut þess að hafa áheyrendur og
kryddaði frásagnir sínar með spaugi
og glettnum athugasemdum. En
umfram allt var Sigurður glöggur
sögumaður og vandaður, ekki síst
í frásögnum sínum af siglingaleið-
um og miðum. Lúðumiðin á Breiða-
fírði þekkti hann vel. Því kynntist
ég þegar ég naut þeirra forréttinda
að róa með honum með haukalóð á
Vini SH, báti sem hann átti.
Snyrtimennskan var Sigurði í
blóð borin. Umsjón hans með hafn-
armannvirkjum og hafnarvoginni í
Stykkishólmi var einstök og naut
hann þess að láta allt vera í röð
og reglu og lét óhikað vita af því
ef þætti honum á skorta. Átti það
jafnt við um skipstjórnarmenn og
sjómenn sem sigldu um höfnina
sem og yfirmenn hans sem áttu
að tryggja viðunandi starfsum-
hverfi þeirra sem unnu við höfnina.
Ég átti þess kost nokkrum sinn-
um að fara með Sigurði um borð
í flutningaskip úti á legunni eða
út við Elliðaey og fylgjast með því
er hann lóðsaði skipinu inn að
Hafskipabryggjunni í Stykkis-
hólmi. Þar fór ekki á milli mála
hver réð ferð. Og það fór heldur
var ákaflega barngóður, og þótti
mjög vænt um fjölskyldu sína.
Hann átti við ýmis veikindi að
stríða, en var hvorki beiskur né
kvartaði undan hlutskipti sínu þeg-
ar á móti blés.
Sumarið er liðið og haustið er
komið en aftur vorar á ný. Kæri
Eiríkur, nú ert þú horfínn og mik-
ill söknuður hjá fjölskyldu, frænd-
um og vinum. Við vitum að þú hef-
ur verið kallaður til æðri heima, til
nýrra starfa, því þeir sem guðirnir
elska fara oft frá okkur allt of fljótt
að okkur finnst. Far þú í friði, frið-
ur Guðs þér fylgi, vertu kært kvadd-
ur kæri frændi og vinur. Við send-
um fjölskyldu þinni okkar innileg-
ustu samúð.
Langt er flug til fjarra stranda,
fykur löður, stormur hvín.
Eins og fugl sem leitar landa
leita ég, 6 Guð til þín.
Gísli, Sigurður og fjölskyldur.
ekki á milli mála að skipstjórarnir
treystu lóðsinum og létu hann segja
fyrir um það m.a. hvenær og hvar
akkeri var látið falla. Mér varð vel
ljóst í þessum fáu ferðum sem ég
fór í báti Sigurðar, sem notaður
var sem hafnsögubátur í mörg ár
þegar skipakomur voru tíðar, að
það var ekki auðvelt á sigla í misj-
söfnum veðrum til móts við stór
flutningaskip og fara um borð í þau
á rúmsjó. En þetta kunni Sigurður
og kom hann með reisn að borði
skipanna og lagði allan sinn metn-
að í lóðsstarfið.
Eins og þeir vita sem þekkja
Breiðafjörðinn innanverðan þá eru
siglingaleiðir þar ekki færar öðrum
en þeim sem vel þekkja. Er það
bæði vegna óteljandi eyja, hólma,
skerja og boða, en ekki síður vegna
straumanna sem mynda rastir sem
sjófarendur þurfa að varast. Allt
þetta þekkti Sigurður líkt og lófa
sína og var unun að sigla með
honum og fylgjast með árvekni
hans sem birtist í snöggum tilsvör-
um og hreyfingum. Og siglingaleið-
inni fylgdu óteljandi sögur og frá-
sagnir sem Sigurður kunni og hafði
ánægju af að segja frá.
Enda þótt Sigurður hafi alið
mestan sinn aldur í Stykkishólmi
blundaði viss útþrá með honum og
hann naut þess að ferðast m.a. til
Noregs þar sem börn hans hafa
búið. Með Sigurði er genginn einn
af þeirri kynslóð sem lifað hefur
miklar breytingar í þjóðlífi okkar
íslendinga og verið þátttakandi í
því mikla umróti sem fylgt hefur
framförum ekki síst 'í sjávarútvegi.
Sigurður skynjaði náttúruna sterkt
og naut hennar við Breiðafjörðinn
m.a. við eyjabúskap en síðari árin
kom hann sér upp aðstöðu í eyju
og þangað sigldi hann á Litla-Vin
þegar færi gafst.
En Sigurður siglir ekki lengra í
þessu jarðlífi. Bátur hans líður nú
út um eyjasund til nýrra stranda.
Hann hefur skilað dagsverki sínu
með sóma, jafnt á sjó sem á landi,
og gat hann litið stoltur til mann-
vænlegra barna sinna.
Ég vil að lokum votta Ingibjörgu
og börnum þeirra samúð, um leið
og ég minnist Sigurðar Sörensson-
ar með virðingu og þökk. Það var
gott að eiga hann að vini.
Sturla Böðvarsson.
Skilafrestur vegna
minningargreina
Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags:
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf grein-
in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag.
Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
SIGURÐUR
SÖRENSSON