Morgunblaðið - 20.09.1995, Síða 29

Morgunblaðið - 20.09.1995, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 29 MAGNEA OSK TÓMASDÓTTIR + Magnea Ósk Tómasdóttir fæddist á Eyrar- bakka 22. júni 1907. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 9. september síðast- liðinn. . Foreldrar hennar voru hjónin Gíslína Jónsdóttir, f. 1884, d. 1959, og Tómas Þórðarson, f. 1874, d. Magnea átti þrjú alskystkin: Valdi- mar, Guðmund og Guðríði, en þau eru öll látin. Auk þeirra átti hún einn hálfbróður, Má Sveinsson, og er hann á lífi. Magnea giftist 24. desember 1932 Halldóri ísleifssyni, f. 7. júlí 1904, d. 19. mars 1984, bif- reiðastjóra í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: ísleifur, f. 26. sept- ember 1932, Guð- rún Esther, f. 27. október 1933 og Kristborg, f. 30. maí d. 10. júlí Fyrr átti Magnea soninn Birgi Sigurðsson, f. 11. janúar 1927. Auk sinna eigin barna ólu Magnea og Halldór upp þrjá dóttursyni sína, Halldór Bragason, 28. ágúst 1953, Trausta Bragason, f. 28. janúar 1955 og ðskar Bragason, f. 8. sept- ember 1956, d. 19. mars 1975. Útför Magneu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, og hefst athöfnin kl. 13.30. Hjá vöggu rainni mamma söng í myrkum næturskugga, þau kvæðin voru ljúf og löng og lagnust mig að hugga. Ó, elsku, góða mamma mín, þín mynd í hug mér ljómar, er ljúfa vögguvísan þín, svo viðkvæmt til mín hljómar. (Margrét Jónsd.) MEÐ þessum erindum vil ég kveðja móður mína, Magneu Ósk, sem reyndist mér og börnum mínum vel alla tíð meðan heilsan leyfði. Hún og pabbi gengu þremur sonum mínum, Halldóri, Trausta og Ósk- ari Bragasonum, í foreldrastað og veittu þeim alla þá ást og hlýju, sem hægt var að óska sér. Það var þeim mikið áfall þegar Óskar, son- ur minn, lést af slysförum fyrir 20 árum. Hin síðustu ár var mamma orðin mikið veik og hætt að þekkja sitt fólk. Til merkis um hið mikla áfall, sem hún hafði orð- ið fyrir, var hún farin að kalla mig Óskar undir það síðasta. Síðustu fimm ár ævinnar dvaldi hún á Sólvangi í Hafnarfirði og eflaust hefur hún verið fegin hvíldinni. Með þessum orðum vil ég þakka henni fyrir allt og allt, og bið ég góðan Guð að vera með henni. Guðrún Esther Halldórsdóttir. ÞÁ hefur blessunin hún amma Magga loks fengið hvíld frá löngu og ströngu sjúkdómsstríði. Já, það verður að segjast eins og er að það var feginleiki sem gerði vart við sig þegar ég fékk fregnina um að amma Magga hefði kvatt þennan heim snemma laugardagsmorguns 9. september. Amma Magga hafði um langt árabil búið við erfíða sjúkdóma og síðustu árin sem hún lifði þekkti hún engan og vissi ekki hvar hún var. Það var sárt að sjá þessa gáfuðu og glæsilegu konu breytast. í vam- arlaust barn, sem átti allt sitt und- ir ókunnugu fólki komið en því miður vom veikindi Magneu þess eðlis að hlutskipti hennar var að dvelja á sjúkrastofnun síðustu æviárin. Ég kalla hana ömmu Möggu þótt hún hafi alls ekki verið amma mín. Amma Magga hét Magnea Ósk Tómasdóttir og var amma og fósturmóðir mágs míns, Trausta Bragasonar. Ég hafði kynnst þeim sæmdarhjónum Magneu og eigin- manni hennar, Halldóri ísleifssyni skömmu áður en okkur í fjölskyld- unni hlotnaðist sú gæfa að fá Trausta sem einn af okkur. Þau Magnea og Halldór höfðu gifst á aðfangadag jóla árið 1932 og kom- ið börnum sínum ísleifi og Esther og Birgi, syni Magneu, til manns þegar þær aðstæður sköpuðust að þau tóku að sér þijá syni Esther- ar, þá Halldór, Trausta og Óskar. Bræðurnir þrír komu til ömmu og afa komungir, Halldór um fjög- urra ára, Trausti tveggja ára og Óskar nýfæddur. Það getur hver og einn ímyndað sér álagið fyrir rúmlega fimmtug hjón að taka að sér þijá unga drengi, en þau Magnea og Halldór létu aldrei bil- bug á sér finna þótt Magnea ætti þá þegar við alvarleg veikindi að stríða. Á þessum árum var amma Magga mikið á sjúkrahúsum, bæði hérlendis og í útlöndum. Afí Hall- dór vann fullt starf hjá Hitaveitu Reykjavíkur en það aftraði honum ekki frá að fara heim í hádeginu hvem dag til að búa til hádegis- verð handa strákunum sínum og mér fínnst umhyggja afa Halldórs fyrir þeim sýna best að það er ekki hægt að spilla bömum með ofdekri, ef aginn er jafnframt fyrir hendi. Afí eldaði nefnilega oftast þríréttaðan hádegisverð svo allir fengu nú það sém þá langaði helst í! Þegar dóttursonurinn í miðið, Trausti, fór að venja komur sínar á heimili okkar með Ingu systur minni skar hann sig strax úr stómm vinahópi. Hann var ekki aðeins sá glæsilegasti í hópnum heldur var uppeldið til þvílíkrar fyrirmyndar að það gleymist aldrei þeim sem honum kynnast. Virðingin sem hann bar fyrir ömmu sinni og afa var líka einstök. Aldrei nokkum tíma hvarflaði að þessum 15 ára strák að þiggja það að borða hjá okkur, nema spyija fyrst hvort hann mætti hringja heim, svo ör- uggt væri að ekki væri búið að hafa fyrir honum þar. Svona vora þeir allir bræðumir, en þeim kynnt- ist ég öllum vel. Halldór, sá elsti, var jafnaldri minn og skólabróðir úr Hagaskólanum og Óskar, litli bróðirinn, varð fljótt hluti af heimil- islífínu að Smáragötu 3 eftir að Inga og Trausti urðu „kærustupar“. Það var mikill harmur kveðinn að þessari litlu fjölskyldu þegar Óskar lést af slysförum 19. mars 1975, aðeins 18 ára að aldri. Aldr- ei höfðum við stigið jafn þung spor og kaldan vetrardag í mars þegar við gengum eftir kistunni hans. Aðeins ein manneskja í líkfylgdinni bar höfuðið hátt. Já, amma Magga, sem hafði tekið þennan litla dreng nýfæddan að sér, sýndi þann styrk á þessari erfiðu stundu sem aðeins sá sem á sanna trú getur sýnt. Hún gekk teinrétt í baki og kvaddi barnabarnið sitt og fósturson af því mesta æðruleysi sem ég hef nokkum tíma séð. Tíminn sem í hönd fór var afar erfiður. Þótt amma Magga sýndi ævinlega stillingu saknaði hún Óskars svo sárt að stundum var eins og hún útilokaði að hann væri farinn. Þegar sorgin virtist ætla að ná yfírtökunum var eins og gleymskan gripi inn í og stund- um var lagt á borð heima á Meist- aravöllum fyrir einum fleiri en von var á til kvöldverðar. Þótt Óskar væri ungur að áram þegar hann lést átti hann yndislega unnustu, Þóru Kristiansen. Þóra hafði strax orðið eins og eitt af börnum Magneu og Halldórs og þótti afar vænt um þau hjónin. Þóra kvæntist síðar miklum sóma- manni, Sverri Einarssyni og á með honum fiögur böm, en samband hennar við ömmu Möggu og afa Halldór rofnaði aldrei þótt árin liðu. Þegar amma Magga var kistulögð í liðinni viku var Þóra ein þeirra sem þangað mættu til að votta henni virðingu sína og þakklæti. Þetta samband þeirra hlýtur að vera einstakt. Afi Halldór var opnari persónu- leiki en amma Magga og hann talaði oft um söknuðinn eftir Ósk- ari sínum og hve hann hlakkaði til að hitta hann að nýju. Hann var sjúklingur á Landakotsspítala í marsnjánuði 1984 og sagðist þá vera þess fullviss að nú fengi hann að hitta Óskar sinn fljótlega. Hon- um varð að ósk sinni og þeir fóstur- feðgar fengu sama dánardaginn, 19. mars, með 9 ára millibili. Amma Magga var nú orðin eftir ein í íbúðinni á Meistaravöllum. Heilsu hennar hrakaði stöðugt og eftir nokkurn tíma fluttist hún í Hátún 10, þar sem hún dvaldi um nokkurra ára skeið, þar til hún var svo farin að kröftum að ekki varð við annað unað en flytja hana á dvalarheimili aldraðra á Sólvangi í Hafnarfirði. Þar beið hún þess að fara þá ferð sem við öll föram að lokum. Mig langar að færa hér hugheil- ar þakkir frá okkur öllum, sem elskuðum ömmu Möggu, til prests- ins okkar, séra Franks M. Hall- dórssonar, sem alltaf gaf sér tíma til að hugsa um hana. Bömum Magneu, Birgi Sigurðssyni, ísleifi og Esther Halldórsbörnum og fjöl- skyldum þeirra votta ég samúð mína, og einlægar kveðjur fá dótt- ur- og uppeldissynimir Halldór og Trausti, eiginkonur þeirra Sigrún og Ingunn og langömmustrákamir fímm. Við skulum ekki muna ömmu Möggu eins og hún var síðustu árin. Við skulum muna hana sem myndarlegu húsmóðurina á Meist- aravöllum, blíðu og góðu móðurina og ömmuna - en síðast en ekki síst sem þá glæsilegu og sterku konu sem hún var daginn sem hún fylgdi Óskari okkar síðustu skref- in. Sá dagur lýsir best þessari æðralausu konu sem lét mótlæti lífsins ekki buga sig. Nú hefur hún fengið hvíld frá þrautum sínum og þjáningum og er á ný komin { faðm þeirra sem hún saknaði svo sárt; dótturinnar Kristborgar, sem lést 6 vikna göm- ul, afa Halldórs og Óskars síns. Við Lízella og móðir mín, Elín Kristjánsdóttir, kveðjurti Magneu Ósk Tómasdóttur af virðingu og með mikilli þökk. Far þú í Guðs friði, elsku amma Magga, og meg- ir þú eiga góða heimkomu. Anna Kristine Magnúsdóttir. CrfiscPrykkjur VoUimjohú/ið GfiPi-mn Sími 555-4477 Séifræðingar i hlóiiiaskroytiiigtini við «11 tavkir»M’i Iblómaverkstæði IINNAs&i Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 t Móðir mín, INGUNN JÓNSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 58, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 18. september. Steinvör Sigurðardóttir. t Móðir mín, BERGEY JÓHANNESDÓTTIR, Sólheimum 7, Sandgerði, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja mánudaginn 18. september. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhannes Bjarnason. Föðúrbróðir minn, t HELGI SIGURGEIRSSON, Hvammi, Húsavík, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 23. septem- ber nk. kl. 10.30. Geir A. Guðsteinsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÓAFANNEY VALDEMARSDÓTTIR frá Bolungarvfk, lést í Borgarspítalanum þann 17. sept- ember sl. Útförin verður auglýst síðar. Börn, t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT HARALDSSON bóndi, Vestri-Reynir, Innri-Akraneshreppi, lést á heimili sínu 17. september síðastliðinn. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 22. september kl. 14.00. Jarðsett verður að Innra-Hólmi. Ágústa Þorsteinsdóttir, Elísabet Unnur Benediktsdóttir, Benóný Halldórsson, Fríða Benediktsdóttir, Eymar Einarsson, Valný Benediktsdóttir, Ingibergur Jónsson, Haraldur Benediktsson, Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir, Jón Eiríkur Einarsson, Þórunn Valdís Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, HJALTI ÞORSTEINSSON netagerðarmaður, Dalvik, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri * 14. september sl. Útför hans verður gerð frá Dalvíkur- kirkju fimmtudaginn 21. september kl. 13.30. Kristfn A. Jóhannsdóttir, Rannveig Hjaltadóttir, Karl Geirmundsson, Anna Bára Hjaltadóttir, Trausti Þorsteinsson, Kristrún Hjaltadóttir, Óskar S. Einarsson og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar BJARNA Þ. HALLDÓRSSONAR verður skrifstofan lokuð eftir hádegi miðvikudag- inn 20. september. Bjarni Þ. Halldórsson og co. sf., umboðs- og heildverslun, Skeifunni 7, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.